Tillagan um aðildarviðræður birt

Tillögudrög Össurar Skarphéðinssonar sem kynnt voru á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í gær og á fundum utanríkisráðherra með formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og fulltrúa þinghóps Borgara-hreyfingarinnar í dag hafa verið birt á vef Utanríkisráðuneytisins. Nokkur leynd hefur hvílt yfir tillögunni og voru formenn flokkanna bundnir trúnaði. Össur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að drögin yrðu hugsanlega opinberuð í dag. Það hefur nú verið gert.

Tillögudrögin hljóma svo:

„Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."(visir.is)

Mér líst vel á tillöguna.Hún er skýr og ákveðin og stuttorð.Framsókn ætti að geta samþykkt þessa tillögu.

 

Björgvin Guðmundsson


Björgvin G.Sigurðsson formaður þingflokks Samfylkingarinnar

Björgvin G. Sigurðsson hefur verið kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Steinunn  Valdís 'Oskarsdóttir verður áfram varaformaður þingflokksins og Skúli Helgason  verður ritari.

 

Björgvin Guðmundsson


Gjaldeyrishöft áfram lengi enn

Íslendingar þurfa að búa sig undir þann möguleika að gjaldeyrishöft verði hér viðvarandi í umtalsverðan tíma, jafnvel nokkur ár. Kom þetta fram í máli Franek Rozwadowski, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi á árlegum SFF-degi Samtaka fjármálafyrirtækja. Sagði hann einnig að aðstæður væru ekki til staðar fyrir frekari lækkun stýrivaxta Seðlabankans umfram þá lækkun sem þegar sé orðin.

Sagði hann að endurreisnaráætlun IMF og íslenskra stjórnvalda væri tvíþætt. Annars vegar þurfi hagkerfið að aðlagast breyttum aðstæðum og hins vegar þurfi ríkið fjármögnunar við vegna hallareksturs og skuldasöfnunar. Endurfjármögnunin er fengin með láni frá IMF og lánalínum frá vinaþjóðum.


 

Segir hann að nauðsyn aðlögunar komi að stærstum hluta til vegna aðstæðna á markaði og þurfi stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum á réttan hátt. Peningamálastefna Seðlabanka og fjármál ríkissjóðs þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum.

Fyrsta stig í aðlögunarferlinu sé að ná stöðugleika í gengi gjaldmiðils og á fjármálamörkuðum. Segir hann að þessum markmiðum hafi að stórum hluta verið náð nú þegar. Háir stýrivextir og gjaldeyrishöft hafi verið Íslandi dýrkeypt, en þau hafi verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar félli enn meira en það gerði. Það hefði haft mjög alvarleg á fyrirtæki og heimili.


 

Næsta stig í aðlöguninni sé að aukin áhersla er lögð á endurreisn. Hugsanlega megi þá létta á vaxtastefnu og gjaldeyrishöfum. Hvað varðar vaxtastefnuna segir hann að nú þegar hafi orðið umtalsverð lækkun á stýrivöxtum, en að við núverandi aðstæður megi þó ekki lækka stýrivexti of mikið eða of hratt. Áður en það geti gerst verði að auka traust erlendra fjárfesta á íslenska hagkerfinu. Það verði t.d. gert með því að koma jafnvægi á ríkisfjármálin. Verði vextir lækkaðir mikið eða hratt nú er hætt við að það myndi setja óheppilega mikinn þrýsting á krónunnar til frekari lækkunar.

Þá sé hugsanlegt að nauðsynlegt reynist að viðhalda gjaldeyrishöftum um nokkurn tíma, jafnvel í nokkur ár. Þegar fram líði stundir verði hugsanlega hægt að slaka á höftum, t.d. fyrir flutninga á nýju fjármagni. Við slíkar aðstæður myndu höftin hins vegar vera áfram á því erlenda fjármagni, sem nú þegar er í landinu.(mbl.is)

Það eru ekki góðar fréttir,að gjaldeyrishöft þurfi að vera í gildi lengi enn.Á meðan svo er þá er Ísland ekki fullgildur aðili að EES og getur ekki stundað frjáls gjaldeyrisviðskipti.Það verður mjög erfitt að fá erlent fjármagn inn í landið á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi. Það þarf að leita leiða til þess að unnt verði að afnema höftin.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Noregur áfram í EES

Stjórnvöld Noregs og Leichtenstein eru sammála um að halda áfram með EES-samninginn þrátt fyrir að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þetta var niðurstaða fundar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og Aurelia Frick utanríkisráðherra Leichtenstein á fundi þeirra tveggja í Madrid á Spáni í vikunni.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no er vitnað í viðtal við Störe sem segir að ráðherrarnir hafi rætt ítarlega um þá stöðu sem kynni að koma upp ef Ísland sækir um aðild að ESB. „Bæði löndin eru sammála um að EES verði áfram tenging þeirra við ESB," segir Störe.

Báðir utanríkisráðherrarnir vildu einnig undirstrika að þótt Ísland færi í aðildarviðræður við ESB væri landið áfram aðili að EES þar til niðurstaða um hvort af aðild eða ekki liggur fyrir.(visir.is)

Það kemur ekki á óvart,að Noregur oig Lichtenstein vilji vera áfram í EES. En eftir næstu .þingkosningar í Noregi gætu mál breyst og Noregur ákveðið að sækja um aðild að ESB. Ef Ísland gengur í ESB má telja nokkuð víst,að Noregur fylgi í kjölfarið.Síðan er það önnur saga hvort ESB vill halda EES eftir að Ísland hefur gengið í ESB og ríkjum EES hefur fækkað um eitt.Það er ekki öruggt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Eldri borgara refsað fyrir að greiða í lífeyrissjóð!

Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem fær 50 þús.kr. á mánuði úr lífeyrissjóði,  fær 123 þús. kr. á mánuði eftir skatta frá almannatryggingum.Lífeyrir hans frá almannatryggingum er skertur um 32 þús. kr. á mánuði vegna þess að hann er í lífeyrissjóði.Ríkið refsar þessum eldri borgara á þennan hátt fyrir að hafa greitt af launum sínum í lífeyrissjóð.Það má eiginlega segja,að þetta jafngildi því að ríkið hrifsi 32 þús. kr. af 50 þús. kr. lífeyri úr lífeyrissjóði.Sá,sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð fær 155 þús. kr. á mánuði eftir skatta frá almannatryggingum.Auk þess tekur ríkið að sjálfsögðu skatt af lífeyrinum úr lífeyrissjóðnum.Þegar ríkið hefur látið greipar sópa um þessar 50 þús.kr. með sköttum og skerðingum eru aðeins rúmlega 10 þús. kr. eftir.

Hvort,sem umræddir ellilífeyrisþegar hafa 155 þús.kr. eða rúmlega 165 þús kr. til ráðstöfunar á mánuði er þetta alltof naumt skammatað.Af þessumi fjárhæð um þarf eldri borgarinn að greiða húsnæði,fæði og klæði, lyf og læknishjálp,síma,sjónvarp og útvarp og kostnað við samgöngur,kostnað við eigin bíl eða almenningssamgöngur.Það er erfitt að framfleyta sér á þessum lágu launum.Húsnæðiskostnaður getur verið í kringum 100 þús. kr. á mánuði..Þá sjá allir,að það er nánast útilokað að láta enda ná saman.Þetta er ekki okkur til sóma.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband