Ásta R.Jóhannesdóttir forseti alþingis.Allir varaforsetar konur

Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var kjörin forseti Alþingis á fimmta tímanum í dag. Alls greiddu 59 þingmenn Ástu atkvæði sitt. Þrír greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi. Ásta tók við fundarstjórn strax að því loknu. Ásta sagðist meta traustið mikils og að hún vænti góðs samstarfs við starfsfólk Alþingis.


Konur mynda forsætisnefnd Alþingis


Varaforsetar þingsins voru einnig kjörnir en það eru allt konur:

  1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
  2. Þuríður Backman, þingmaður VG,
  3. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
  4. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins,
  5. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG og
  6. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (visir.is)

Það er a´nægjulegt,að allir forsetar alþingis skuli vera konur og ekemmtilegt tímanna tákn.

Björgvin Guðmundson


    Sofandi að feigðarósi: Hörð gagnrýni á Seðlabankann og Sjálfstæðisflokkinn

    Bókin Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson er hörð gagnrýni á Seðlabankann og Sjálfstæðisflokkinn. Í bókinni gagnrýnir höfundur Seðlabankann harðlega fyrir ranga stefnu í peningamálum.Hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa staðið ranglega að einkavæðingu bankanna,hafa horfið frá dreifðri eignaraðild og í staðinn selt örfáum einstaklingum Landsbankann og Búnaðarbankann.Í bókinni eru leidd rök að því að einkavæðingin og það hvernig staðið var að henni hafi átt stóran þátt í falli bankanna. Bókin gagnrýnir Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann fyrir aðgerðarleysi og fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með bönkunum.Í bókinni er þjóðnýting Glitnis gagnrýnd og sýnt fram á hvaða afleiðingar sú ráðstöfun hafði á fjármálakerfið.Það hrundi.

    Höfundur gagnrýnir einnig stjórnendur bankanna og ræðir lánveitingar þeirra til eigenda og tengdra aðila,sem hann telur að hljóti að verða rannsökuð.Höfundur bókarinnar telur,að aðeins með aðildarumsókn að ESB og  yfirlýsingu um  að við hyggjumst taka upp evru getum við endurheimt trúverðugleika á peningastefnu okkar.

    Björgvin Guðmundsson


    Forseti Íslands ræddi ESB við þingsetningu

    Enn eru hér alþingismenn sem kynntust því á yngri árum hvernig ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag.

    „Allir vita að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu getur
    orðið, ef illa tekst til, efniviður í slíkan klofning," sagði Ólafur Ragnar. Öll meðferð málsins verði því að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir. Rökin með og á móti aðild væru svo efnisrík að menn verði að virða sjónarmið hvers annars.

    „Við þurfum öll að hafa í huga, hvaða stöðu sem við gegnum eða
    hver sem afstaðan er til aðildar, að í þessum efnum er það þjóðin sem
    ræður," sagði Ólafur Ragnar. Því þyrfti að búa málið vel fyrir þjóðina til að forðast eftir fremsta megni að úrslitin skilji eftir djúpstæða gjá. (visir.is)

    Það er rétt hjá forseta,að ESB málið getur auðveldlega klofið þjóðina.En ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að hafa sem mest samræáð við hagsmunaðila í þjóðfélaginu og stjórnarandstöðuna.Slíkt samráð getur dregið úr klofningi. Leggja vber áherslu á sem mest samráð.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Ögmundur vill sykurskatt

    Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir lýðheilsusjónarmið liggja að baki hugmyndum um sykurskatt. Hann ræddi málið lauslega á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

    „Ég gerði grein fyrir afstöðu minni og ráðuneytisins,“ sagði Ögmundur, „til þess að snúast til varnar fyrir börn og unglinga.“ Það segir hann m.a. verða gert með neyslustýringu, þannig að „við verðstýrum ekki óhollustunni ofan í fólk“, eins og hann orðaði það, „heldur gerum hið gagnstæða. Þetta er sett fram af heilsufarsástæðum og í fullu samræmi við óskir Lýðheilsustöðvar.“

    Hvítar tennur

    Hvítar tennur

     

    Ögmundur kveðst hafa fengið mikinn hljómgrunn úti í þjóðfélaginu við hugmyndir um sykurskatt. Ögmundur kynnti hugmyndir sínar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Síðan á eftir að taka þá umræðu nánar hvað sjálfan skattinn áhrærir,“ sagði  Ögmundur.   

    Ingibjörg Sara Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, tekur jákvætt í hugmyndir Ögmundar um sykurskatt. „Já, veistu, ég er ekki frá því, við erum náttúrlega með heimsmet í gosdrykkjaneyslu,“ segir hún.

    Ingibjörg Sara segir sykurinn í sætum gosdrykkjum skemma tennurnar en í sykurlausum drykkjum sé rotvarnarefni og sýra sem eyði glerungi. „Sykurlausa gosið veldur alveg jafnmiklum glerungsskemmdum sem er stórt vandamál hjá íslenskum unglingum," segir hún en hnykkir á að tannskemmdirnar sjálfar myndist bara vegna sykurs. Hún kveðst hlynnt því að allt gos verði skattlagt frekar.(mbl.is)

    Tillaga Ögmundar er athyglisverð.Spurningin er aðeins sú hvort sykurskattur dugar til þess að draga úr sykur- og sælgætisneyslu.Sjálfsagt dregur eitthvað úr sykurneyslu við slíka skattlagningu en ég er hræddur um að það dugi ekki.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Fáum við norræna velferðarkerfið?

    Eitt hið jákvæðasta í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er það,að taka eigi upp norræna velferðarkerfið hér á landi.Þessu fagna lífeyrisþegar og ekki síst eldri borgarar. Í Svíþjóð tíðkast t.d. engar skerðingar á bótum eldri borgara vegna tekna.Bætur almannatrygginga greiðast þar öllum 65 ára og eldri að fullu óháð tekjum af atvinnu,lífeyrissjóði eða fjármagni.Ef við tækjum þetta  kerfi upp hér yrði bylting í lífeyrismálum.Það er því mikið fagnaðarefni,að ríkisstjórnin ætli að taka upp norræna velferðarkerfið.

    Í Noregi er kerfið svipað og í Svíþjóð en þó örlitlar skerðingar.Í Danmörku  fá 70% ellilífeyrisþega óskertar bætur.Hér hafa aðeins 1-2% lífeyrisþega fengið óskertar bætur.Það skilur því himinn og haf að norræna velferðarkerfið og það íslenska.Það er mikið  verk að vinna að koma norræna kerfinu á hér á landi.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Vöruverð lækkaði í Bónus og Krónunni

    Vöruverð hefur hækkað í nokkrum verslunum frá því í janúar en lækkað í öðrum samkvæmt verðkönnun, sem  ASÍ birti í dag. Verðið hækkaði mest um 3,6% í Kaskó og í Nóatúni um 3,1% en lækkaði um 2,6% í 10–11, um 1,7%  í Krónunni og 1,6% í Bónus.

    Að sögn ASÍ hefur verð hækkað á hreinlætisvörum, drykkjarvörum og ýmsum nýlenduvörum en grænmeti, ávextir og mjólkurvörur lækkuðu á flestum stöðum.

    Í lágvöruverðsverslunum hækkaði vörukarfan mest í Kaskó um 3,6% en lækkaði um 1,7% í Krónunni. ASÍ segir, að rekja megi hækkunina í Kaskó til hækkunar af kjötvörum, 12,1%, hækkunar á hreinlætis‐ og snyrtivörum, 8,4%og 5% hækkunar á drykkjarvörum.

    Í Krónunni hækkuðu hreinlætis‐ og snyrtivörur um 10,5% og drykkjarvörur hækkuðu um 4,2% en kjötvörur lækkuðu um 9%.  Lækkun verðs í 10-11 skýrist að mestu af lækkun á grænmeti og ávöxtum (‐7,4%), drykkjavörum (‐5,1%) og kjötvörum (‐3,5%).(mbl.is)

    Þasð er greinilega nokkur samkeppni í smásöluversluninni  og er það vel.Það er mikil þörf á samkeppni og lágvöruverðsverslunum,þegar verð innfluttra vara hækkar jafnmikið og raun ber vitni.

    Verslanir neita því að þær hafi aukið álagningu sína.Vonandi er það rétt,þar eð nægar eru hækkanir á innfluttum vörum þó hækkun álagningar bættist ekki við.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Töpum engu sjálfstæði við aðild að ESB

    Andstæðingar ESB aðildar  reka nú harðan áróður gegn aðild að sambandinu.Nota þeir helst þá röksemd að Ísland muni tapa miklu af fullveldi sínu við aðild en einnig segja þeir að við missum yfirráð  yfir sjávarútveginum og úthlutun aflaheimilda.Það eru falsrök,að Island tapi sjálfstæði sínu við aðild að ESB. Við þurftum að afsala okkur hluta af fullveldi okkar við aðild að EES en það breytist ekkert við aðild að ESB. Fremur má segja,að við aðild að ESB náum við nokkru af því sem við töpuðum til baka,þar eð við komust þá að stjórnarborðinu og verðum með í að móta tilskipanir og reglugerðir  ESB. Í dag verðum við að taka við tilskipunum og reglugerðum ESB og lögfesta þær sjálfvirkt án þess zð hafa verið með í móta þær.Það er viss skerðing á sjálfstæðinu.Varðandi sjávarútveginn er það að segja,að vegna sögulegrar veiðireynslu mun Ísland fá allar veiðiheimildir til veiða við Island.Þannig hefur þetta verið undanfarna áratugi.Ef það verður óbreytt kvíði ég engu.Í viðræðum, við ESB munum við að sjálfsögðu reyna að tryggja sem mest sjávarútvegshagsmuni okkar.Ef við náum, góðum og viðunandi samningi um sjávarútvegsmál mun ég greiði atkvæði með aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ef ekki greiði ég atkvæði gegn samningnum.

     

    Björgvin Guðmundsson 


    Viðskiptaráðherra ósammála fulltrúa IMF

    Gylfi Magnússon efnahagsráðherra telur svigrúm til vaxtalækkana, þvert á skoðun fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra veltir því fyrir sér „hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn andi ekki köldu ofan í hálsmálið á mönnum“, í Seðlabankanum, sem á að taka sjálfstæða afstöðu til vaxtastigsins.

    Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS, sagði í gær að aðstæður væru ekki fyrir hendi fyrir frekari lækkun stýrivaxta Seðlabankans umfram þá lækkun sem þegar væri orðin. Þetta fer þvert gegn yfirlýsingu Seðlabankans um umtalsverða stýrivaxtalækkun í júní verði ákveðnar forsendur uppfylltar.

    Gylfi segir að Seðlabankinn og AGS muni eflaust ræða málið sín á milli. „Ég hef sjálfur talið svigrúm til vaxtalækkana í ljósi þess hve verðbólgan fer hratt niður og reyndar af öðrum ástæðum.“ Hann hafi þó ekki heyrt rök AGS og segir ekkert óeðlilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hlusti eftir þeim. „En ef hún telur rétt að lækka vexti þá einfaldlega gerir hún það.“ Hann vill þó ekkert spá um hvort líklegt sé að af vaxtalækkun verði í júní.

    Ekki náðist í fjármálaráðherra í gær en Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir beinlínis þjóðhættulega stefnu að halda vöxtunum uppi. Hann segist munu taka málið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. „Við eigum ekkert að sitja undir einhverju tilskipunarvaldi ef það er byggt á ranglæti og ranghugsun.“ Hann telji stöðuga ástæðu fyrir endurskoðun samkomulagsins við AGS. „Og mér finnst þessi hávaxtastefna vera tvímælalaust tilefni til að setja fram spurningar og fá svör.“

    (mbl.is)

    Ég er sammmála ráðherrunum.Vextirnir verða að lækka í júní  eins og bankastjóri Seðlabankans talaði jákvætt um.Það er alger nauðsyn fyrir atvinnulífið og heimilin.IMF getur ekki gefið Seðlabankanum nein fyrirmæli um vaxtabreytingar.Vaxtaákvarðanir eru í höndum Seðlabankans.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Alþingi verður sett í dag

    Alþingi verður sett í klukkan hálftvö. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni mun aldursforseti þingsins, sem er Jóhanna Sigurðardóttir, stjórna kjöri kjörbréfanefndar en að því loknu verður þingfundi frestað til klukkan fjögur. Tuttugu og sjö nýir þingmenn taka nú sæti á Alþingi, þar af 20 nýliðar, og hafa nýliðar ekki verið jafnmargir áður. Þeir vinna drengskaparheit í dag.(visir.is)

    Stærsta málið,sem verður lagt fyrir sumarþingið er tillaga um að ríkisstjórnin sæki um aðild að ESB.Þetta er álíka mikilvæg tillaga og tillagan um að Ísland gerðist aðili að NATO.Það vekur athygli,að stjórnarflokkarnir og Borgarahreyfingin hafa samvinnu við nefndarkjör.Það bendir til þess að Borgarahreyfingin ætli að hafa gott samstarf við ríkisstjórnina.Borgarahreyfingin hefur tekið jákvætt í að styðja tillöguna um aðildarviðræður við ESB.

    Björgvin Guðmundsson


    Bloggfærslur 15. maí 2009

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband