Telur koma til greina að rannsaka allar millifærslur í skattaskjól nokkur ár aftur í tímann

Dönsk skattayfirvöld vilja rannsaka allar millifærslur í skattaskjól nokkur ár aftur í tímann til að koma upp um skattaundanskot. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra telur athugandi að beita sömu aðferð á Íslandi.

Danski skatturinn leitar logandi ljósi að peningum í skattaskjólum í því skyni að ná heim þeim peningum sem stungið hefur verið undan. Danska viðskiptablaðið Börsen segir frá því að skatturinn hafi þegar fundið 400 skattaskúrka með því að rekja rafrænar millifærslur. Nú hefur danski skatturinn óskað eftir því við æðsta yfirvald skattamála þar í landi að fá að skoða allar millifærslur frá Danmörku til þeirra 50 ríkja sem eru á lista OECD yfir skattaskjól, fimm ár aftur í tímann. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur að þessari aðferð væri hægt að beita á Íslandi.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að hér þurfi að kanna alla möguleika en segir að það þurfi að hafa í huga að færslur af þessu tagi fari sjaldnast beint frá Íslandi til skattaskjólanna. Peningarnir séu gjarnan færðir á reikning til að mynda í Lúxemborg og þaðan í skattaskjólið sem flæki rannsókn mála. (ruv.is)

Það er full ástæða til þess að Íslendingar beiti sömu aðferðum og Danir varðandi rannsókn

á skattaskjólum og millifærslum íslenskra fyrirtækja þangað. Þessi aðferði reynist Dönum vel og mundi áreiðanlega verða árangursrík einnig hjá Íslendingum.Steingrímur J. þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum og láta rannsaka allar millifærslur íslenskra fyrirtækja í skattaskjól a.m.k. 5 ár aftur í tímann.

 

Björgvin Guðmundsson


Frömdu bankastjórar gamla Kaupþings lögbrot?

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt fyrirtækjum tengdum bresk-íranska kaupsýslumanninum Roberts Tchenguiz fyrir breskum dómstólum. Skilanefndin krefur viðskiptaveldi þessa fyrrum umfangsmikla viðskiptavinar bankans um 35 milljarða króna. Fyrirtæki Tchenguiz eru sökuð um að koma undan hagnaði af sölu á verslanakeðjunni Somerfield.

Breska dagblaðið Observer greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag og stjórnarmaður í skilanefnd Kaupþings staðfesti þetta við fréttastofu í morgun.

 

Stefnan tengist umfangsmiklum viðskiptum gamla Kaupþings og Tchenguiz. Hann var einn stærsti viðskiptavinur gamla Kaupþings sem lánaði honum jafnvirði 46% innlána. Málið er höfðað vegna þess að félög í eigu kjarnafjárfestingarfélags Tchenguiz, TDT, ákváðu að halda afar arðbærri fjárfestingu í Somerfield fyrir utan það þegar Kaupþing hóf í október að innkalla lán sem veitt höfðu verið Tchenguiz. Skilanefnd Kaupþings fer fram á að fyrirtæki sem tengjast TDT greiði gamla Kauþingi skaðabætur. Málsóknin beinist ekki persónulega að Tchenguiz né að félaginu R20 sem er annað kjarnafjárfestingafélag í eigu kaupsýslumannsins en félagið á Menzies-hótelkeðjuna.

Í grein Observer kemur fram að Tchenguiz hafi farið illa út úr lausafjárkreppunni. Þegar skilanefndin hafi innkallað lánin í haust hafi fjárfestingafélag Tchenguiz, TDT, neyðst til að láta skilanefndina hafa stóran hluta eigna sinna. Að sögn stjórnarmanns í skilanefnd Kaupþings hafa þessar eignir ekki verið seldar. Hann segir að þær séu mjög vermætar, verðmætið þeirra séu nokkrir milljarðar.

 

Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður í Lundúnum segir að helstu eignir Tchengiz séu veitingahúsakeðjur og hótel. Hún segir ljóst að eignirnar hafa lækkað í verði og að það sé hluti af vanda Tchenguiz. Viðbúið sé að skuldir hans séu miklar og málshöfðunin muni gera stöðu hans enn verri.

Hafi eignir Tchenguiz verið veðsettar upp í topp geti orðið erfitt fyrir skilanefndina að fá skaðabæturnar. Sigrún segir að viðskiptaveldi hans hafi verið afar flókið net eignarhaldsfélaga. Í febrúar var stefna á hendur eignarhaldfélagi Tchenguiz, Oscatello, þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur vegna vangreiddrar yfirdráttarskuldar upp á yfir 100 milljarða króna. Tchenguiz er ekki einn af kröfuhöfum í gamla Kaupþingi en hann var hluthafi í bankanum. Hann situr í stjórn Exista, sem var móðurfélag Kaupþings, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins.(ruv.is)

Engin eðlileg skýring hefur fengist á því hvers vegna gamla Kaupþing lánaði Tchenguiz  46 % innlána bankans.Svo virðist sem hin miklu útlán til Tchenguiz hafi ekki farið fyrir  þá aðila bankans,sem áttu að fjalla um svo miklar lánveitingar.Það er mjög líklegt,að gamla Kaupþing hafi brotið lög með lánveitingunum til Tchenguiz.Það er furðu hljótt um rannsókn á málum, bankanna.Hvers vegna eru eignir eigenda bankanna ekki frystar? Hvað er sérstakur saksóknari að gera og hvað er Eva Joly að gera. Ekkert heyrist um störf hennar..

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


 

frettir@ruv.is


Jóhönnu Guðrúnu fagnað á Austurvelli í dag

Fagnaður verður á Austuvelli klukkan 17:30 í dag.

Reykjavíkurborg í samvinnu við RÚV undirbýr fagnaðarfundinn fyrir Jóhönnu og félaga hennar í íslensku sveitinni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir glæsilegan árangur Jóhönnu tilefni til að gleðjast.

„Okkur langaði að veita borgarbúum tækifæri til að taka á móti og fagna með Jóhönnu. Hún var landi og þjóð til mikils sóma í gær," segir Hanna Birna í tilkynningu sem send var frá borgarstjóra.

Jóhanna og fylgdarlið hennar fljúga til Íslands í dag og munu þau syngja á sviði framlag Íslands í keppninni, sem hreppti annað sætið, Is it True? Páll Óskar Hjálmtýsson mun hita upp og stýra viðburðinum á Austurvelli frá kl. 17.30. Bein útsending verður í Sjónvarpinu frá viðburðinum(ruv.is)

Það er vel til fundið hjá Reykjavíkurborg og RUV að halda fagnað fyrir  Jóhönnu Guðrúnu á Austurvelli í dag. Hún hefur staðið sig svo vel,að eðlilegt er að opinberir aðilar fagni henni og gefi almenningi kost á að taka þátt í því.

 

Björgvin Guðmundsson


Verður ríkisstjórnin stjórn félagslegs réttlætis,jöfnuðar og samhjálpar?

 "Í  nýafstöðnum kosningum veitti meirihluti kjósenda jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að halda áfram og leiða til öndvegis ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis. Ný ríkisstjórn starfar með þessi gildi að leiðarljósi í því skyni að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir  "

Þannig hljóðar upphaf stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG.Þetta eru falleg fyrirheit og vonandi verður staðið við þau. Það er ekki nóg að hafa falleg orð á blaði.Framkvæmdin skiptir mestu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Þjóðhátíðardagur Norðmanna í dag

Norðmenn eru að vonum ánægðir með sigur síns manns í Evróvisjón söngvakeppninni í Moskvu í gærkvöldi og munu væntanlega halda af enn meiri gleði upp á þjóðhátíðardag sinn, sem er í dag, 17. maí. „Þetta var frábær sigur fyrir Noreg," sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, í norska sjónvarpinu. „Hann hefur unnið ótrúlegt afrek."

„Alexander þriðji" var fyrirsögnin á fréttavef Aftenposten í nótt og var þar vísað til þess að þetta er þriðji sigur Noregs í Evróvisjón. Hvatti blaðið Norðmenn til að koma með norska fána til Gardemoen flugvallar í kvöld þegar Rybak kemur heim frá Moskvu. 

Norðmenn hlóðu lofi á Rybak á bloggsíðum: „Það er ótrúlegt, að þú skyldir hafa sigrað við hlið allra þessara „karla" sem voru löðrandi í svita og hálfnaktir. Þú ert ekta," skrifaði Hege, 42 ára.

Rybak sigraði með einföldu lagi með austur-evrópsku yfirbragði, danski og fiðluleik. Rybak, sem er 23 ára, fæddist í Hvíta-Rússlandi en er uppalinn á Nesodden, skammt frá Ósló. Hann hefur stundað nám í fiðlu- og píanóleik frá unga aldri. Lagið hans, Fairytale, sem hann samdi sjálfur, fékk 387 stig eða 9,4 stig að jafnaði frá hverri þjóð og 16 þjóðir gáfu laginu 12 stig.   

Rybak var hógvær á blaðamannafundi eftir keppnina í gærkvöldi. „Ég held ekki að ég hafi verið besti söngvarinn í keppninni. En ég sagði sögu og fólki fannst gaman að sögunni minni." 

Úrslit söngvakeppninnar voru mikil skrautsýning og Rússar sýndu þar sitt besta andlit(mbl.is)

Það er alltaf mjög hátíðlegt í Osló 17.mai. Aðalhátíðin er við konungshöllina. Þangað koma strúðgöngur barna og annarra og ganga fram fyrir konungshöllina,þar sem konungur og fjölskylda hans standa úti á svölum. Það er mjög hátíðlegt.

 

Björgvin Guðmundsson


Hinn frjálsi markaður brást

Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er fjallað um efnahagskreppuna.Þar segir m.a.: Hinn frjálsi markaður brást.Einhvern tímann hefðu það þótt stórtíðindi,að Mbl. skrifaði á þessa leið.En það þykja engin tíðindi í dag,þar eð öllum er það ljóst,að markaðskerfið brást. Kapiltalisminn brást. Meira að segja Bush fyrrverandi forseti Bandaríkjanna varð að viðurkenna þetta.Hann sagði,að markaðurinn hefði brugðist.

Hér á ´Íslandi var frjálsi markaðurinn dýrkaður.Menn dýrkuðu gullkálfinn. Dýrkunin gekk svo langt hér,að það mátti engar reglur hafa.Allt varð að vera frjálst.Menn héldu,að markaðiurinn mundi leysa allt.Þess vegna þyrfti engin afskipti hins opinbera. Menn hafa velt því fyrir sér eftir hrunið' hvers vegna eftirlitsstofnanir og stjórnvöld tóku ekki í taumanana,þegar bankarnir þöndust út og skuldsettu sig svo mikið,að engin von var til þess að þeir gætu borgað lánin. Svarið er það,að við stjórnvölinn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti sátu menn sem trúðu í blindni á frjálsa markaðinn,sem trúðu í blindni á kapitalsimann. Þessir menn brugðust eftirlitshlutverkinu,sem þeim hafði verið fengið í hendur.Þeir áttu að bregðast við og hindra ofvöxt bankanna en þeir sátu  með hendur í skauti,sennilega vegna þess að þeir höfðu lært það í Heimdalli og Sjálfstæðiasflokknum,að frjálsi markaðurinn leysti öll mál. Það gekk svo langt,að Fjármálaeftirlitið,sem átti að hafa eftirlit með bönkunum það  tók sér stöðu með bönkunum,var í liði með þeim og  hjálpaði þeim að þenja sig út!

Það má segja,að kapitalisminn,frjálsi markaðurinn,  eigi hér stærsu sökina og að sjálfsögðu þeir menn sem  fóru með völd í eftirlitsstofnum og brugðust.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 17. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband