Mánudagur, 18. maí 2009
2 fyrirtæki sækja um á Drekasvæðinu
Umsóknir, sem bárust á föstudag um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu, eru frá norsku félögunum Aker Exploration og Sagex Petroleum, sem leggur fram umsókn í samvinnu við Lindir Resources. Umsóknirnar voru opnaðar í dag að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur, sem er nýtekin við embætti iðnaðarráðherra.
Kristinn Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Orkustofun, sagði að norsku fyrirtækin væru bæði vel þekkt og traust.
Aker Solutions er hluti af viðskiptaveldi Kjell Inge Røkke en hann er stjórnarformaður fyrirtækisins. Íslendingar eiga um 20% hlut í Sagex Petroleum, þar af eiga Lindir Resources 11,45% hlut og Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda, situr í stjórn Sagex. Lindir Resources eru í eigu Straumborgar ehf., fjárfestingarfélags Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu hans.
Katrín Júlíusdóttir sagði, þegar tilboðin voru opnuð, að þetta væri stór dagur í íslenskri orkusögu og verið væri að opna nýjar dyr að íslenskum iðnaði. Hún sagði ljóst að 50 ný störf myndu skapast við þjónustumiðstöð vegna olíurannsóknanna.
Umsóknirnar eru um rannsóknarleyfi á fjórum reitum á Drekasvæðinu en félögin sækja ekki um sömu reitina. Nú verður lagt mat á umsóknirnar og á niðurstaðan að liggja fyrir í október. Fyrirtækin hafa einnig 22 vikja frest til að ákveða hvort þau standa við umsóknirnar. (mbl.is)
Það er áægjulegt,að tvo fyrirtæki skuli hafa sótt um rannsóknar og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu.Við þessu eruð við að sigla inn á nýtt svið,sem ef til vill leiðir til olíuvinnslu.
Björgvin Guðmundsson
baka
Mánudagur, 18. maí 2009
Miklar framfarir á sviði neytendamála
Miklar framfarir hafa orðið á sviði neytendamála undanfarin ár.Skilningur ráðamanna á mikilvægi neytendamála hefur aukist mikið og ný embætti verið stofnuð,sem hafa með þessi mikilvægu mál að gera.
Ég átti þess kost,er ég vann í viðskiptaráðuneytinu að starfa að verðlags-og neytendamálum.Ég sat um margra ára skeið í norrænni nefnd um neytendamál og kynntist vel fyrirkomulagi þessar mála á hinum Norðurlöndunum.Ég sá,að þar höfðu stjórnvöld tekið þessi máll í sínar hendur og komið á fót nauðsynlegum stofnunum til þess að vinna að þeim. Gylfi Þ.Gíslason hafði sem viðskiptaráðherra mikinn áhuga á neytendamálum og vildi koma á fót sérstakri stjórnardeild um neytendamál. Af því varð þó ekki. Það kom í hlut Valgerðar Sverrisdóttur sem viðskiptaráðherra að' koma á fót þeim stofnunum sem nú vinna að neytendamálum,Neytendastofu og embætti Umboðsmanns neytenda. Hún á miklar þakkir skilið fyrir það framtak. Umboðsmaður neytenda,Gísli Tryggvason hefur unnið öttulega að neytendamálum síðan hann tók við embætti ´sínu oig Neytendastofa vinnur einnig gott starf.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 18. maí 2009
Áfram samdráttur í neyslu
Lítið lát virðist á samdrætti í neyslu íslenskra heimila enda hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra minnkað mikið undanfarið á sama tíma og atvinnuhorfur eru bágar og væntingar um efnahagsástand næsta kastið litlar. Er þetta meðal þess sem greiningardeild Íslandsbanka les úr nýlegu yfirliti Seðlabankans yfir kortaveltu til og með apríl. Kreditkortavelta í apríl nam tæpum 24 milljörðum króna og jókst um 16% milli mánaða, trúlega að verulegu leyti vegna páskanna sem voru í síðasta mánuði. Verulegur samdráttur var hins vegar milli ára í kreditkortaveltu að raunvirði. Í heild dróst kreditkortavelta að raunvirði saman um 27% á milli ára.
Samanlögð raunbreyting heildarveltu kreditkorta og debitkortaveltu í innlendum verslunum hefur sterka fylgni við þróun einkaneyslu. Ef marka má þennan kvarða hefur mikill samdráttur orðið í einkaneyslu landsmanna það sem af er þessu ári frá sama tíma í fyrra. Í apríl nam samdráttur ofangreindrar kortaveltu til að mynda tæplega 21% frá sama mánuði í fyrra. Það er heldur minni samdráttur á milli ára en á fyrstu mánuðum ársins og kann skýring þess að vera páskarnir, sem voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Við eigum þó von á að samdráttur kortaveltu verði áfram á svipuðum nótum og var á fyrsta fjórðungi, en þá dróst kortavelta að raungildi saman um fjórðung frá sama tíma í fyrra, segir í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.(mbl.is)
Samdráttur neyslunnar kemur ekki á óbvart. Kaupmáttur hefur hrapað og það segir til dín í minni neyslu.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 18. maí 2009
Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada tekur gildi
Fríverslunarsamningur milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Kanada öðlast gildi hinn 1. júlí næstkomandi. Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss eru aðilar að EFTA. Frá sama tíma öðlast gildi tvíhliða landbúnaðarsamningar milli einstakra EFTA-ríkja og Kanada, sem gerðir voru í tengslum við fríverslunarsamninginn, þar á meðal á milli Íslands og Kanada. Frá þessu er greint í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins.
Samningurinn mun hafa í för með sér niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum sem Ísland framleiðir og flytur út til Kanada. Í staðinn veitir Ísland Kanada tollfrjálsan aðgang fyrir hvers kyns iðnaðarvörur.
Verðmæti útflutnings frá Íslandi til Kanada nam um 2,2 milljónum króna á árinu 2008 og var það um 0,7% af heildarinnflutningi ársins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Verðmæti innflutnings frá Kanada í fyrra nam um 5,3 milljörðum, en það svarar um um 1,0% af heildarinnflutningi til Íslands á síðasta ári.(mbl.is)
Þetta er sögulegur og mikilvægur samningur. Kanada er mikilvægt samstarfs- og viðskiptaland Íslands.Fríverslunarsamningurinn við Kanada getur aukið viðskipti milli landanna en mikill markaður er í Kanada fyrir íslenskar vörur.Ekki síst er mikilvægt,að samningurinn skuli taka til ajávarfurða ásamt iðnaðarvörum.
Björgvin Guðmundsson
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. maí 2009
Ríkið eignast helming í Icelandair
Íslandsbanki hf. hefur tilkynnt að hann hafi leyst til sín 42% hlutafjár í Icelandair Group hf.
Fram kemur í tilkynningu bankans að aðgerðin hefur engin áhrif á daglega starfsemi félagsins, að hlutabréf þess verði áfram skráð í kauphöllinni og að stefnt sé að því að hluturinn verði seldur aftur í opnu og gagnsæju söluferli eins fljótt og unnt er.
Fyrir átti bankinn tæp 5% í félaginu og á því í dag samtals um 47%. Íslandsbanki hf. leysir bréfin til sín á genginu 4,5 fyrir hvern hlut sem er síðasta skráða viðskiptagengi með bréf í félaginu.
Megnið af fyrrgreindum 42% hlut var áður í eigu fjárfestingarfélaganna Máttur og Naust. Benedikt og Einar Sveinssynir voru stærstu eigendur Nausts og áttu jafnframt stóran hlut í Mætti. Milestone var hinsvegar stærsti eigandinn í Mætti.
Í tilkynningu Íslandsbanka segir að rekstur Icelandair Group hafi gengið betur á fyrsta ársfjórðungi 2009 en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þá kemur fram að Fjármálaeftirlitið veitir Íslandsbanka hf. undanþágu frá yfirtökuskyldu.
Hlutabréfin sem Íslandsbanki hf. hefur í dag leyst til sín voru til tryggingar á lánum vegna hlutabréfakaupa í Icelandair Group hf. (visir.is)
Ríkisbankarnir eignast nú hvert fyrirtækið á fætur öðru.Það gerist vegna þess,að ríkisbankarnir eiga kröfur á fyrirtækin og þegar þau geta ekki borgað yfirtaka bankarnir fyrirtækin eða hlut í þeim.Það væri skynsamlegt að stofna eignaumsýslufélag á vegum bankanna (ríkisins) til þess að annast eignaumsýslu og rekstur þeirra félaga,sem lenda hjá ríkisbönkunum. Frv. var komið fram um það fyrir kosingar en strandaði í þinginu. Væntanlega verður það afgreitt nú.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 18. maí 2009
Sameina ber jafnaðarmenn í einum flokki
Ég skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir ofangreindri fyrirsögn.Í greininni segir svo m.a.:
Ekki er mikill ágreiningur milli Samfylkingar og VG. Flokkarnir eru alveg samstíga í velferðarmálum. Það er lítilsháttar ágreiningur í umhverfis- og stóriðjumálum en sá ágreiningur er ekki meiri en sá ágreiningur sem ríkir um þessi mál innan Samfylkingarinnar.Aðalágreiningsmálið er afstaðan til ESB.En um leið og það mál er leyst er í raun enginn ágreingur milli Samfylkingar og VG og þá er unnt að sameina flokkana.Að því ber að stefna.
Ég tel,að stjórnarsamvinna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í mai 2007 hafi verið mistök.Þetta var fyrsta stjórnarþátttaka Samfylkingarinnar eftir stofnun flokksins og með tilliti til þess,að Samfylkingin var stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum var það alveg út í hött að byrja á því að mynda stjórn með höfuðandstæðingnum.Ég skrifaði um það strax eftir kosningar 2007að mynda ætti félagshyggjustjórn.En ég talaði fyrir daufum eyrum. Samfylkingin vildi ekki í stjórn með Framsókn en hún vild i stjórn með Sjálfstæðisflokknum!. Mér fannst einnig stjórnaráttmálinn of máttlaus,og of lítið af stefnumálum jafnaðarmanna þar.Þetta hefur Ingibjörg Sólrún óbeint viðurkennt. En þetta er liðin tíð.. Nú þarf að horfa fram á veginn.Ef stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna gengur vel gæti það orðið upphafið að frekara samstarfi og jafnvel samruna þessara flokka. Það er tímaskekkja,að jafnaðarmenn séu í tveimur flokkum.Þeir eiga að vera í einum flokki. Það er enginn teljandi ágreiningur í innanlandsmálum .
Sjálfsagt finnst mörgum það fjarlægur draumur að sameina jafnaðarmenn í einum flokki og segja: Ekki næst samkomulag um sameiningu Samfylkingar og VG. En það sama sögðu menn þegar byrjað var að reyna sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.En sú sameining tókst. Foringjar eru ef til vill á móti sameiningu. En fólkið vill sameiningu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)