Þriðjudagur, 19. maí 2009
Ríkisstjórn og vinnumarkaður ræða stöðugleikasáttmála
Fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar með fulltrúum á vinnumarkaði um svokallaðan stöðugleikasáttmála var haldinn í Karphúsinu í dag. Stefnt er að því að búið verði að ná niðurstöðu varðandi launaliðinn fyrir lok þessa mánaðar og að drög að sáttmálanum í heild liggi fyrir 9. júní.
Á fundinn mættu fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, bankamenn, fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, ríkisins og sveitarfélaga auk þess sem forsætisráðherra var á fundinum. Þarna var verið að setja í gang vinnu við endurskoðun og gerð kjarasamninga," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Nú er komin ný ríkisstjórn með nýtt umboð svo okkur er ekkert að vanbúnaði. Raunar vorum við búnir að undirbúa þetta fyrir kosningarnar á vinnumarkaðinum og höfðum lagt upp með ákveðna sýn á hvernig einhvers konar sáttmáli um stöðugleika gæti litið út. Það er skemmst frá því að segja að ríkisstjórnin gerði þessi atriði að sínum í stjórnarsáttmálanum og mætti síðan til fundar við okkar í dag til að skipuleggja vinnulagið framundan. Vissulega munum við ræða við atvinnurekendur um launaliðinn en það eru ýmis atriði sem varða ríkisfjármál, velferðarkerfið og efnahags- og atvinnumál sem þarf að leiða til lykta samhliða þessu."
Gylfi segir fundinn hafa að mörgu leyti verið ágætur. Aðallega hafi þó verið rætt um skipulag viðræðnanna framundan, en þó hafi verið drepið á ákveðnum málum. Þannig hafi atvinnurekendur viljað sjá breytingar á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál. Hins vegar er engin launung á að það eru miklar væntingar í mínu baklandi, sérstaklega hjá sjómönnum og fiskverkafólki, um að það sé hægt að fara í einhverja endurskoðun á sjávarútvegsstefnunni. Og það vilja menn ekki fara að stoppa af hér í upphafi og telja útgerðamenn fara að einhverju leyti offari í þessari umræðu." Hann bætir því við að í stjórnarsáttmálanum sé gert ráð fyrir að hagsmunaaðilar komið að vinnu við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar. Okkur finnst að með þessu sé verið að setja það mál í einhvern farveg sem við höfum áhyggjur af."
Hvað varðar viðræðurnar framundan segir Gylfi gert ráð fyrir daglegum fundum, a.m.k. það sem eftir lifir mánaðarins. Við setjum okkur mjög stíft fundaprógramm og ætlum að freista þess að ná niðurstöðu varðandi launaliðinn fyrir lok þessa mánaðar. Síðan yrði komið samkomulag á breiðum grunni fyrir 9. júní, sem væri þá hægt að taka afstöðu til. Og mér þykir líklegt að hjá okkur verði farið í atkvæðagreiðslu meðal okkar félagsmanna um þessa afurð því við teljum þetta það afdrifaríkan sáttmála."
Næsti fundur samningsaðila verður í fyrramálið kl. 8:30 (mbl.is)
Það er mjög mikilvægt,að samkomulag náist milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um stöðuleika í þjóðfélaginu.Það getur orðið erfitt að ná þessu samkomulagi,þar eð inn í það blandast kjaramálin og þar er ágreiningur mikill.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Jóhanna telur aðildarumsókn færa okkur í átt til stöðugleika
Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans. Við erum þá með vegvísi sem alþjóðasamfélagið tekur eftir og hér innanlands líka. Þannig að það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur að því er varðar stöðugleikann, segir forsætisráðherra.
Þingflokkarnir munu nú ræða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarflokkanna um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Jóhanna vonast til þess að Alþingi muni svo fjalla um tillöguna öðru hvoru megin við næstu helgi.
Síðan fer hún til afgreiðslu í sérstakri Evrópunefnd, væntanlega, og fer svo til umsagnar ýmissa aðila áður en hún fer til atkvæðagreiðslu á þinginu, segir Jóhanna og bætir við að það sé stefnt að því afgreiða tillöguna á þessu þingi.
Hún ætti að vera send héðan í júlímánuði og tekin fyrir væntanlega fljótlega hjá Evrópusambandinu og á fundi þeirra í desember nk.(mbl.is)
Forsætisráðherra er bjartsýnn á ,að meirihluti sé á alþingi fyrir aðildarumsókn. Ég tel hins vegar,að þetta geti verið mjög mjótt á munum. 20 þingmenn Samfylkingar mun greiða atkvæði með og sennilega 4 þingmenn Borgarahreyfingarinnar. Steingrímur J.segist greiða atkvæði með en ekki er vitað hvaða þingmenn VG aðirir styðja tillöguna.5 eru ákveðnir á móti .Ef allir hinir mundi styðja tillöguna væri hún örugg,þar eð þá hefði hún 33 atkvæði með.En tæplega er unnt að reikna með að allir 9 þingmenn VG,sem ekki eru yfirlýstir andstæðingar,greiði atkvæði með. Sjálfsagt munu 2-3 þingmenn Framsóknar greiða atkvæði með tillögunni en flestir þeirra munu sjálfsagt sitja hjá. Í öllu falli verður þetta mjótt á munum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Á að hætta við tónlistarhúsið?
Margir eru steinhissa á því,að þjóðin sé að byggja tónlistar-og ráðstefnuhús á sama tíma og þjóðin gengur í gegnum kreppu og mestu efnahagslægð siðan í heimskreppunni miklu.Nú er áætlað,að tónlistarhúsiðhúsið muni kosta 25,2 milljarða en það er 13,3 millj. meira en upphaflega var ´áætlað,eftir að búið er að taka tillit til vísitöluhækkana og vaxta. Þegar er búið að leggja 1o milljarða í húsið.
Einkaaðilar,sem höfðu tekið að sér að byggja húsið hafa gefist upp og húsið er komið á ríki og borg. Mér finnst það fráleitt,að þessir aðilar leggi 13 milljarða á húsið á sama tíma og engir peningar eru til hjá þessum opinberu aðilum og leggja verður skatta á landslýð oig skera niður brýna útgjaldaliði til þ.ess að loka stóru fjárlagagati.Eðlilegast væri að fresta byggingarframkvæmdum á meðan versta kreppan gengur yfir.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Framsókn meiri stjórnarandstæðingur en íhaldið!
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á alþingi í gær. Síðan voru umræður um stefnuræðuna.Það sem vakti athygli mína var ræða Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins. Hann talaði ekkert um stefnuræðu forsætisráðherra heldur notaði tímann í skítkast í garð Samfylkingar og forsætisráðherra.Hann hefur ekki jafnað sig enn eftir að minnihlutastjórnin hafnaði tillögu hans um 20% flata niðurfærslu á öllum veðskuldum. Sigmundur var svo illskeyttur í garð Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni,að hann var mikið meiri stjórnarandstæðingur en Bjarni Benediktsson. Ég held,að það sé ekkert að stóla á hann eða flokk hans varðandi afgreiðslu á tillögunni um aðildarviðræður við ESB enda þótt Framsókn hafi marglýst því yfir,að hún vilji aðildarviðræður.
Björgvin Guðmundssson
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Landsbankinn spáir 10,9% verðbólgu í mai
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan fari í 10.9% í maí og lækki því um eitt prósentustig frá því í apríl.
Fjallað er um málið í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar. Þar segir að spáð sé að vísitala neysluverð muni hækka um 0,5% í maí. Það er einkum hækkanir á matvöru og bílum sem valda því að vísitalan hækkar en á móti kemur að verðþróun á fasteignaverði dregur úr þeim hækkunum.
Deildin segir að fasteignaverð sé nú stærsti þátturinn í þróun á vísitölu neysluverð og spáir því að það muni lækka um tæp 2% í maí.
Hinsvegar fari verð á innfluttum vörum hækkandi vegna veikingar á gengi krónunnar. Hún hafi veikst um 16% í síðasta mánuði og að sú veiking sé ekki að fullu komin fram í vöruverðinu.
Að mati deildarinnar bendir flest til þess að verðbólgan haldi áfram að minnka og verði komin undir 10% í sumar.(visir.is)
Þetta stefnir í rétta átt en hefði þurft að vera meiri lækkun.Mikil spurning er hvort neyslukarfan sem miðað er við er ekki orðin kolröng,þar eð neyslussamsetningin hefur breyst mikið frá því hún var ákveðin.
Björgvin Guðmundsson