Miðvikudagur, 20. maí 2009
Frjálshyggjumenn og aðrir íhaldsmenn væla
Frjálshyggjumenn og aðrir íhaldsmenn væla nú mikið yfir því,að ríkisbankarnir taki yfir fyrirtæki,sem komin eru að þrotum.Einnig hafa þeir vælt mikið vegna þess,að Íslandsbanki leysti til sín hluti eigenda Icelandair Group,sem ekki gátu staðið í skilum við bankann. Frjálshyggjumenn hrópa að ríkissósialismi eða ríkiskapitalismi sé að halda innreið sína. Gefið er í skyn,að ríkisstjórnin standi á bak við yfirtöku fyrirtækjanna en það er alrangt. Hér er um aðgerðir banka að ræða,sem eru að tryggja hagsmuni sína. Þeir sem hafa gagnrýnt þetta hafa ekki getað bent á hvað gera ætti í staðinn nema ein og ein rödd,sem sagt hefur að gefa ættii skuldurum lengri fresti í stað þess að ganga að þeim eða taka yfir fyritæki þeirra vegna vanskila.
Þessir frjálshyggjumenn og aðrir íhaldsmenn,sem gagnrýna þetta, ættu að muna,að það var frjálshyggjan og íhaldsstefnan sem kom öllu hér í þrot og setti bankana á hausinn.
Björgvin Guðmmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Þjóðin taki til sín kvótann sem fyrst
Grátkór útgerðarinnar kyrjar nú hástöfum,að ekki megi innkalla kvótann. Það er rekinn mikill áróður gegn því stefnumáli ríkisstjórnarinnar að kvótinn verði innkalllaður á 20 árum,5% ´ári. Ekki kemur til greina að gefa eftir í þessu máli.Það er kominn tími til að komið verði á réttlæti í þessu máli.Of olengi hefur það viðgengist,að tiltölulega fáir aðilar hafi getað braskað með þessa sameiginlegu auðlind landsmanna. Það þarf að endurúthluta og láta hinar dreifðu sjávarbyggðir fá réttláta hlutdeild í kvótanum og nýliðar þurfa að fá aðgang að greininni.
Útgerðarmenn segja,að útgerðin fari á hausinn ef kvótinn verði innkallaður um 5% á ári.Þetta er hræðsluáróður,þetta eru falsrök. Í rauninni eru mörg útgerðarfyrirtæki þegar komin á hausinn vegna skuldsetningar af völdum kvótakerfisins.Við innköllun kvótanna tel ég koma til grein,að liðka fyrir útgerðinni greiðslur af þeim mörg hundruð milljónum sem útgerðin skuldar í ríkisbönkunum. En þjóðin mun taka kvótann í eigin hendur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Innbyrðis deilur í Samfylkingu um tónlistarhúsið
Þingmenn Samfylkingarinnar deildu á Alþingi í dag um hvort að hætta eigi við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í núverandi mynd. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði að það væri algjört glapræði að slá framkvæmdunum á frest. Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði aftur á móti að huga verði að fólki frekar en fasteignum.
Í gær vakti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum ráðherra, máls á nauðsyn þess að leggja núverandi áætlanir um húsið til hliðar og skoða uppbygginguna upp á nýtt. Taka verði mið af forsendum í efnahagslífi þjóðarinnar. Í umræðum á þingi í dag sagði hún brýnt að þingheimur og borgaryfirvöld skoði hvort ekki sé rétt að fresta framkvæmdunum.
Sigmundur Ernir tók undir með Þórunni og kvaðst afar jákvæður fyrir því að málefni hússins verði endurskoðuð. Ég held að við þurfum í komandi aðgerðum að hugsa fyrst og fremst um fólk frekar en fasteignir," sagði þingmaðurinn.
Steinunn Valdís sagðist vera ósammála flokkssystkinum sínum. Afstaða hennar byggi fyrst og fremst á því að um væri að ræða afar stóra framkvæmd sem nú þegar væri búið að setja mikla fjármuni í. Hún sagði framkvæmdirnar atvinnuskapandi og að það væri mikilvægt fyrir atvinnustigið í landinu halda þeim áfram.
Ég tel það algjört glapræði við þessar aðstæður að slá þessari framkvæmd á frest út frá atvinnustiginu og ekki síst vegna þess að gríðarlegur kostnaður er þegar tilfallinn vegna verkefnisins. Ég fullyrði að það verði mun dýrara fyrir þjóðarbúið að slá framkvæmdinni á frest heldur en að halda henni áfram," sagði Steinunn Valdís.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður flokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði rétt að þingmenn ræði hvort að fresta eigi framkvæmdunum. Hann gaf þó ekki upp sína afstöðu í málinu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Fáum við nú aðgang að skattaskjólunum?
Fjölmiðlar hafa skýrt frá því,að Norðurlönd hafi gert samning við bresku jómfrúreyjar um aðgang að skattaskjólum þar,þannig að unnt sé að fá upplýsingar um fyrirtæki sem skráð eru þar og hafa hugsanlega skotið fjármunum undan skatti.Þetta eru góð tíðindi en að vísu tekur einhvern tíma að koma þessari nýju ákvörðun í gildi.Mikið af íslenskum fyrirtækjum eru skráð í skattaskjólum á Jómfrúreyjum og víðar.Telja má víst,að þau hafi verið að koma fjármunum undan sköttum og einnig að fela fjármuni sem Ísland þarf að fá heim.Nýlega var upplýst,að Björgólfur Guðmundsson væri eignalaus.Og hið sama kom fram varðandi Hannes Smárason. En hvað eiga þessir menn mijkla fjármuni í skattaskjólunum?
Almenningi finnst furðulítið ganga að upplýsa um þessi mál.Í rauniinni gengur ekki neitt og rannsóknarnefndir starfa á hraða snigilsins.Sérstakur saksóknari fer sér hægt og ekkert heyrist um Evu Joly.Loksins þegar þessir aðilar fara að hreyfa sig verður búið að eyða öllum gögnum,sem skipta máli
Björgvin Guðmundsson