Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagsmál á alþingi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun á mánudaginn flytja Alþingi munlega skýrslu um horfur í efnahagsmálum. Skýrslan er flutt að beiðni þingflokks sjálfstæðismanna. Fulltrúar allra flokka munu tala í umræðunum. (mbl.is)

Það verður fróðlegt að heyra ræðu forsætisráðherra um efnahagsmálin.Margar spurningar vakna hjá landsmönnum um ástand mála,efnahagsmál,gjaldeyrismál og ástand heimila og fyrirtækja.Verða stýrivextir lækkaðir myndarlega í byrjun júní?.Hvenær komast bankarnir almennilega á koppinn? Hvenær verða gjaldeyrishöftin afnumin? Og fleiri spurningar brenna á landsmönnum.

 

Björgvin Guðmundsson


10 húsleitir á vegum sérstaks saksóknara

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í tilkynningu frá embætti sérstaks saksónarar um málið segir að tilefni rannsóknar er grunur um meinta markaðsmisnotkun og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við umrædd kaup á hlutabréfum í bankanum í lok september 2008. Um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns. Yfirheyrslur vegna rannsóknarinnar eru hafnar af hálfu embættisins.

Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á þremur stöðum samtímis kl. 10 í morgun. Alls tóku um 20 manns þátt í þeim þ.e. starfsmenn embættisins, lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sem og starfsmenn frá Fjármálaeftirlitinu.

Frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar er ekki unnt að veita að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna.(visir.is)

Embætti sérstaks saksóknara hefur tekið rögg á sig og hafið raunverulegar rannsóknir á meintum brotum vegna bankahrunsins. Vonandi verður framhald þar á.Af nógu er að taka.Samhliða þarf að frysta bankainnistæður þeirra sem í hlut eiga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Framsókn í afneitun

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra  segir að fólk verði að fara horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé. Erfiðleikarnir verði ekki umflúnir og umræðan verði að taka mið af því.

Framsóknarmenn gagnrýndu harðlega í fyrradag að engin alvörumál væru á dagskrá þingsins sem vörðuðu stöðu heimilanna og erfiðleikana í þjóðarbúinu. 

Steingrímur segir að menn hafi kannski ekki náð utan um hvaða verkefni bíði hér í ríkisfjármálum  þótt stærðirnar liggi fyrir opinberlega. Það þurfi að ná 170 milljarða halla niður í núll á fáeinum árum. Þetta sé hinn kaldi veruleiki sem verði ekki umflúinn og það þurfi að taka stór skref í þá átt strax. Ef að menn geri það ekki sligi vaxtakostnaðurinn þjóðarbúið á fáeinum árum. Hann segist spá því að umræðan eigi eftir að breytast og menn hætti að gagnrýna að það sé ekki nóg að gert í þessu eða hinu þegar þeir horfist af alvöru í augu við þessar staðreyndir.(mbl.is)

Menn bíða í eftirvæntingu eftir því  að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að skera niður og hvernig hún ætlar að auka tekjur ríkisjóðs.Ríkisstjórnin segist ætla að verja velferðarkerfið.

 

Björgvin Guðmundsson

.


Er Ísland tilraunaverkefni hjá IMF?

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur var gestur Sigurðar G.Tómasson á Útvarpi Sögu í morgun.Þeir ræddu gjaldeyrismál og efnahagsmál og samstarf Íslands við alþjóðgjaldeyrissjóðinn (IMF) Fram kom ,að  IMF hefur farið nokkuð aðrar leiðir hér en í öðrum löndum.T.d. eru stýrivextir hér þeir hæstu á Vesturlöndum og hafðir háir hér á meðan þeir eru mjög lágir í ýmsum nágrannalöndum okkar,alveg niður í 2-3%.Þegar Ísland sótti um lán hjá IMF var hugsunin sú,að það yrði notað til þess að styðja við gjaldeyriskerfið á Íslandi á meðan komið væri á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum.En síðan var ákveðið að fresta þeim aðgerðum og hafa í staðinn gjaldeyrishöft.Það er önnur leið en farin hefur verið í nokkru öðru landi í Evrópu. Við höfum  því ekki þurft að nota neitt af gjaldeyrisláni IMF. Það liggur á reikningi í banka í New York. Við fáum vexti af þeim fjármunum en að vísu mikið lægri vexti en við þurfum að greiða til IMF af láninu frá þeim.

Hvers vegna fer IMF allt aðrar leiðir hér en annars staðar? Er Ísland einhvers konar tilraunaverkefni hjá sjóðnum? Það mætti ætla það. H inir háu stýrivextir hér eru löngu hættir að hafa áhrif í þá átt að  styrkja gengi krónunnar. Þeir vinna ekki lengur gegn verðbólgu.Það er fremur að þeir auki verðbólgu. Þess vegna þarf strax að lækka vextina mjög mikið með eða án samþykkis IMF. M ikil vaxtalækkun mundi hjálpa fyrirtækjunum og almenningi í landinu.

Björgvin Guðmundsson


Hörð átök framundan á vinnumarkaði?

Hætta er nú á því að til harðra átaka komi á vinnumarkaðnum vegna neikvæðrar afstöðu vinnuveitenda.Verkalýðshreyfingin sýndi þá lipurð í vetur að fallast á frestun umsaminna launahækkana til 1.júlí. En nú vilja vinnuveitendur ekki greiða launhækkunina að fullu heldur skera hana niður og greiða hana að hluta til. Þetta geta launþegar ekki fallist á og segja,að þetta þýði í raun að taka verði samningana upp frá grunni og byrja á upphafreit.Vonandi leysist þessi deila með tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.En það eru takmörk fyrir því hvað verkalýðshreyfingin getur gefið eftir. Launafólk er hart keyrt og verður að mæta stófelldum verðhækkunum á matvælum á degi hverjum.Þess vegna krefst launafólk umsaminna launahækkana.

 

Björgvin Guðmundsson


Kaupmáttur launa herfur minnkað um 6,7% sl. 12 mánuði

Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 6,7% á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Launavísitala í apríl 2009 er 355,4 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,4%.

Vísitala kaupmáttar launa í apríl er 108,5 stig og lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,7%.(vísir.is)

Þetta er mikil kjaraskerðing og eðlilegt að í slíku árferði vilji verlalýðshreyfingin ekki gefa eftir umsamda launahækkun ,sem hún á rétt á nú. Lífsbaráttan er hörð í því ástandi sem nú ríkir.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband