Laugardagur, 23. maí 2009
Mótmæli á Austurvelli halda áfram
Vel var mætt á samstöðufund sem Hagmunasamtök um heimilin héldu á Austurvelli í dag að sögn Þórðar Björns Sigurðssonar frá samtökunum. Hann treysti sér ekki til þess að skjóta á mannfjöldatölur en sagði Austurvöll hafa verið þétt skipaðan. Fjórir ræðumenn héldu tölur og hljómsveitin EGÓ lék tónlist inn á milli.
Við erum mjög ánægð með þessa mætingu og finnum fyrir miklum stuðningi almennings," segir Þórður en helstu kröfur samtakanna eru meðal annars að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum.
Hann segir nokkurn fjölda fólks hafa skráð sig í samtökin upp á síðkastið og eins hafa ýmsir aðilar verið að setja sig í samband við samtökin. Til dæmis hefur Verkalýðsfélag Akranes og Framsýn fyrir norðan lýst yfir stuðningi við okkar hugmyndir. Síðan var varaformaður VR að tala á fundinum þannig við finnum fyrir stuðningi úr ýmsum áttum."
Þórður segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fundur sem þessi verði endurtekinn en samtökin ætla að hittast í Borgartúni 3 á næsta miðvikudag þar sem hægt verður að kynna sér málefni samtakanna.(visir.is)
Krafa samtakanna,sem héldu fundinn á Austurvelli, er að gengis-og verðtrygð lán verði lækkuð.Samtökin segja,að fólk ríkis ekki undir þessum lánum.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 23. maí 2009
Kennarasamsbandið hættir viðræður um samstöðu ef 5% launalækkun er haldið til streitu
Kennarasamband Íslands ætlar að hætta þátttöku í sameiginlegum viðræðum samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda ef Samband ísl. sveitarfélaga hverfur ekki frá hugmyndum um 5% skerðingu launa. Fulltrúar KÍ lögðu fram yfirlýsingu í upphafi fundar í Karphúsinu kl. 13.
Yfirlýsing Kennarasambands Íslands er svohljóðandi:
Vegna áframhaldandi vinnu við sameiginlegt borð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vill Kennarasambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri.
Í ljósi tilrauna Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fá Alþingi til að gera breytingar á grunnskólalögum í þeim tilgangi að skerða laun um 5% er sjálfgefið að KÍ getur ekki á sama tíma setið við sameiginlegt samningaborð með það að markmiði að leita sameiginlegra lausna. Áðurnefnd breyting á lögum er inngrip í kjarasamning en ákvæði laga og kjarasamnings eru samhljóða.
Áðurnefnd breyting á lögum hefði eftirfarandi í för með sér auk skerðingar á launum:
Dögum sem foreldrar þurfa að greiða fyrir gæslu yngri nemenda fjölgar um 10 á ári sem þýðir auknar álögur á foreldra til viðbótar við þá kjaraskerðingu sem þegar er orðin.Árlegum kennslustundum í unglingadeildum fækkar um nálægt 75.
Ef þessi skerðing á kennslu kæmi til framkvæmda stríddi það gegn niðurstöðu félagsdóms í máli 4/2009 frá 12 maí sl.
Kennarasamband Íslands mun taka afstöðu til áframhalds í sameiginlegri vinnu fyrir 29. maí og mun afstaðan fyrst og fremst taka mið af framvindu þessa máls.
Verði gerð breyting á lögum í þessa veru eftir að aðilar hafa náð saman við sameiginlegt borð telur KÍ sig óbundið af slíku samkomulagi.(mbl.is)
Afstaða Kennarasambandsins er eðlileg.Það er ekki unnt að taka eina stétt út úr og ætla að knýja fram launalækkun hjá henni.Það verður eitt yfir alla að ganga.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 23. maí 2009
Ólöf Karla Þórisdóttir verður stúdent í dag
Ólöf Karla Þórisdóttir,sonardóttir mín,verður stúdent frá Flensborgarskóla í dag. Ég óska henni innilega til hamingju með áfangann.Þetta er mikill gleðidagur í lífi Olafar Körlu.Stúdentspróf er mikilvægur áfangi á námsbrautinni.Það er mér enn í fersku minni,þegar ég útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík þó langt sé um liðið.
Ég klakka til að mæta í útskriftarveislu Ólafar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. maí 2009
Sigmundur Davíð styður aðildarviðræður,ef.............
Við erum fylgjandi aðildarumsókn ef hún samræmist samþykkt flokksþingsins," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segist telja að það sé nokkuð góð samstaða um þessa afstöðu í þingflokknum.
Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum þingmanni Framsóknarflokksins, á fréttavefnum Pressunni í gær að þingmenn Framsóknarflokksins myndu ekki styðja þingsályktunartillögu um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hún uppfylli ekki skilyrði flokksins.
Sigmundur Davíð segir að í samþykkt flokksþingsins sé gerður sá fyrirvari við inngöngu að staðinn verði vörður um hagsmuni Íslendinga í sjávarútvegi og landbúnaði. Það sé mikil samstaða í flokknum um þessa samþykkt og hann telji að þingmenn flokksins séu sammála um hana.
Sigmundur vekur athygli á því að hann hafi ekki séð þá tillögu sem verði lögð fram á Alþingi. Hann hafi einungis séð það sem var birt í fjölmiðlum á sínum tíma. Svo skilst mér að það sé búið að gera einhverjar breytingar síðan þá. Og ég sá ég nú ekki betur en að Jóhanna hefði verið að tala um að þetta hefði verið kynnt formönnum stjórnarandstöðunnar, en ég hef allavega ekki séð neitt," segir Sigmundur Davíð.
Aðspurður segist hann hlakka mikið til að sjá hvernig tillagan mun líta út. Já já, ég er orðinn mjög spenntur," segir Sigmundur Davíð. (mbl.is)
Miðað við ræðu forsætisráðherra á alþingi um skilyrði Íslands fyrir aðild ættu skilyrði Framsóknar vel að vera uppfyllt en Jóhanna gat bæði um sjávarútveg og landbúnað.En þetta er líka spurning um vilja. Hefur Framsókn raunverulegan áhuga á að styðja aðildarviðræður eða vill hún torvelda framgang málsins. Það kemur í ljós.
Björgvin Guðmundsson