Vill senda fulltrúa IMF heim!

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar  var gestur þáttarins Á sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Hann kom víða við,gagnrýndi m.a. verklag á alþingi og sagði,að engu væri líkara en stór hluti þingmanna væri veruleikafirrtur og gerði sér ekki grein fyrir því,að hér hefði orðið efnahagshrun.En mesta athygki mína vöktu ummæli hans um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) Þór sagði,að sennilega væri vbest að senda IMF heim.Hann sagði,að við gætum ekki staðið undir þeim kröfum,sem IMF gerði til okkar.Við gætum t.d. ekki minnkað fjárlagahallann um 170 milljarða á 3 árum.Ísland gæti ekki greitt skuldir sínar og yrði ef til vill,að tilkynna umheiminn það,að Ísland gæti ekki borgað allar sínar skuldir,aðeins hluta þeirral.IMF væri með hörku sinni að keyra allt á kaf hér.

 

Björgvin Guðmundsson


Sérstakur saksóknari stendur sig

Það er búið að gagnrýna sérstakan saksóknara mikið fyrir seinagang í störfum.En nú hefur hann heldur betur rekið af sér slyðruorðið og látið hendur standa fram úr ermum.Hann hefur látið gera 10-12 húsleitir vegna gruns um markaðsmisnotkun og auðgunarbrot.Hér er um að ræða mál sem tengjast gamla Kaupþingi.Það er langt síðan fjölmiðlar sögðu frá mjög sérkennilegum "kaupum" erlends aðila á hlutabréfum í Kaupþingi. Bent var á,að umræddur  aðilli hefði í raun ekki borgað neitt fyrir hlutabréfin.Hann hefði fengið lánað fyrir þeim í Kaupþingi fyrir milligöngu annarra aðila!Leikmenn sáu strax að hér var maðkur í mysunni og töldu líklegt að um lögbrot væri að ræða. En sérstakur saksóknari hefur viljað kanna málið vel áður en hann léti til skarar skríða.

Ekki er nokkur vafi á því að svipuð mál finnist í hinum bönkunum. Eigendur og stjórnendur bankanna virðast hafa verið uppteknir við það strax frá einkavæðingu bankanna að finna leiðir til þess að braska og hækka verð hlutabréfa bankanna með öllum tiltækum ráðum. Græðgisvæðingin réði för og menn svifust einskis til þess að auka gróða sinn.

 

Björgvin Guðmundsson


H1 N1 flensan komin til Íslands

Eitt tilfelli inflúensu A (H1N1) hefur verið staðfest hér á landi og grunur leikur á að fjórir til viðbótar séu smitaðir. Sýni þar að lútandi verða send til rannsóknar.  Viðkomandi tilfelli eru á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnarlækni.

Á fundi sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar í morgun var ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarstigi að svo komnu máli vegna þess að veikindi þeirra sem hlut eiga að máli eru ekki alvarleg. Hins vegar verða send út boð í dag til sóttvarnalækna landsins um að skerpa á eftirliti í heilbrigðisþjónustunni, tilkynna um grunsamleg veikindatilvik þegar í stað og taka sýni úr viðkomandi.

Öll tilfellin sem hér um ræðir eru innan sömu fjölskyldunnar. Sá fyrsti sem veiktist kom frá útlöndum fyrir um viku síðan og nú er staðfest að hann hafi fengið inflúensuna. Hinir fjórir veiktust í kjölfarið og grunur leikur á að þeir séu einnig smitaðir af inflúensu A (H1N1).(mbl.is)

Það kemur ekki á óvart,að þessi flensa sé komin til Íslands.Það var aðeins tímaspursmál hvenær hún kæmi.Samskipti eru það mikil við útlönd,að engin leið var að hindra það að H1N1 bærist hingað.Nú er aðalatriðið að hafa  sem mest hreinlæti og hafa samskipti við þá,sem koma frá útlöndum (hættusvæðum) í lágmarki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Fjölmiðlar svífast einskis í æsiblaðamennsku (Sjálfstætt fólk)

Um helgina voru  miklar uppsláttarauglýsingar á Stöð 2 um þátt í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2.Birtar voru stórar myndir af konu hvað eftir annað eins og verið væri að auglýsa "glamour" kvikmynd.Sagt var að konan ætlaði að segja frá áreiti sr. Ólafs Skúlasonar og konan krafðist afsökunarbeiðni frá kirkjunni.Mér finnst þetta hið furðulegasta mál.Það var búið að fjalla um hugsanlegt kynferðislegt áreiti umrædds  prests í fjölmiðlum í langan tíma,sennilega 1-2 ár og hefðu flestir talið að það væri nóg.Hvers vegna er verið að ýfa þetta mál upp á ný,þegar umræddur prestur er látinn.Konan vill fá afsökunarbeiðni.Það er erfitt að fá afsökun frá látnum manni.Mér sýnist,að Sjálfstætt fólk sé hér að ganga of langt í því að ná athygli almennings og áhorfi. Eru engin takmörk fyrir því hvað fjölmiðlar ganga langt í æsiblaðamennsku? Eru engar siðareglur. Er allt leyfilegt í blaðamennsku nú til dags til þess eins að fá athygli og áhorf?

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband