Mánudagur, 25. maí 2009
Tillaga um að sækja um aðild að ESB lögð fram á alþingi í dag
Lögð var fram svofelld stjórnartillaga á alþingi í dag:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.
Í greinargerð með tillögunni segir,að víðtækt samráð verði haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar svo sem um sjávarútvegs'landbúnaðar-og byggðamál,á sviði almannaþjónustu,umhverfis-og jafnréttismál og gjaldmiðilsmál.Fagleg viðræðunefnd verður skipuð af ríkisstjórn Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. maí 2009
Ríkisstjórn og aðilar vinnumarkaðar ræða stöðugleika
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins og Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, settust nú undir kvöld á fund þar sem rætt er um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála.
Jóhanna sagði á Alþingi í dag, að sá stöðugleikasáttmáli, sem stjórnvöld vildu gera við aðila vinnumarkaðarins, væri grundvallaratriði í þeim efnahagsaðgerðum, sem ríkisstjórnin væri að undirbúa. Markmið sáttmálans væri að aðstoða heimilin og koma atvinnulífinu í gang.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. maí 2009
Jóhanna:IMF ræður ekki ferðinni
Við erum ekki að takast á við halla ríkissjóðs til að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða erlendum lánadrottnum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í munnlegri skýrslu sinni um efnahagshorfur á Alþingi.
Jóhanna lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar væri unnin í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væru það stjórnvöld og Seðlabankinn sem réðu för.
Hart var deilt á orð Franek Rozwadowski, fastafulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þegar að hann lýsti efasemdum, á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja, um að skilyrði yrðu fyrir verulegri stýrivaxtalækkun í júní, þvert á þau fyrirheit sem Seðlabankinn hefur gefið.
Þá sagði Jóhanna að nauðsynlegt væri að skera niður í ríkisútgjöldum og gera breytingar á skattkerfinu. Hún sagði hins vegar ekkert um það með hvaða hætti það yrði gert. (visi.is)
Umræðurnar um ræðu Jóhönnu voru snarpar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega m.a. fyrir seinagang.Hann sagði,að ekkert nýtt hefði komið fram í ræði Jóhönnu,engar lausnir og engar tillögur um niðurskurð.Sigmundur Davíð tók í sama streng.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. maí 2009
Þingmenn missa aðstoðarmenn
Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna munu ekki hafa aðstoðarmenn á næstunni, samkvæmt ákvörðun sem forsætisnefnd Alþingis tók í morgun. Það var Ásta Raghneiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem lagði tillögu fyrir forsætisnefnd um að afnema tímabundið aðstoðarmannakerfið.
Hún segir í samtali við fréttastofu að óvíst sé hvenær aðstoðarmannakerfið verði tekið upp að nýju. Til standi að meta árangurinn af því.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna munu áfram hafa aðstoðarmenn en Ásta Ragnheiður segir að ekki hafi komið til tals að leggja af stöður þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. maí 2009
Landsbankinn leysir til sín hlut Finns Ingólfssonar í Icelandair
Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín tæplega 24% hlut Langflugs hf. í Icelandair Group. Skilanefndin leysir til sín hlutinn á genginu 4,5, sem er sama gengi og Íslandsbanki notaði er bankinn leysti til sín 42% hlut í Icelandair.
Langflug hf. er að stórum hluta í eigu Finns Ingólfssonar. Gift átti þriðjung í félaginu á móti Finni. Flestir áttu von á að þessi hlutur yrði leystur inn af skilanefnd Landsbankans.
Í tilkynningu um málið segir að hluturinn sem var innleystur hafi verið trygging gegn lánum vegna hlutabréfa í Icelandair Group.
Aðgerðin hefur engin áhrif á daglegan rekstur Icelandair Group.
Með þessari aðgerð er eignarhlutur ríkisins í Icelandair kominn í yfir 70%.(visir.is)
Búist var við þessari aðgerð.Svo virðist,sem "auðmennirnir" hafi allir tekið stór lán í bönkunum og keypt hlutabréf fyrir.Almenningur átti ekki kost á slíkum milljarðalánum.Við bankahrunið sl. haust urðu "auðmennirnir" fyrir miklu fjárhagslegu tapi og þeir geta nú ekki greitt af milljarðalánum sínum.Spilaborgin er hrunin.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. maí 2009
Fer vaxtalækkun eftir áætlun um niðurskurð ríkisútgjalda?
Þetta er lykilsetning í fundargerðinni og skiptir miklu máli að mati greiningarinnar að því er segir í Markaðspunktum hennar.
Greiningardeild telur athyglisvert að þessari setningu skuli hafa verið sleppt í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar á vaxtaákvörðunardeginum og veltir því fyrir sér hvort henni hafi jafnvel verið bætt inn í fundargerðina eftir á," segir í punktunum. Eftir að sendifulltrúi IMF lýsti því yfir opinberlega að ekki væri svigrúm til frekari vaxtalækkana...Með þessari setningu í fundargerðinni er nú formlega búið að hnýta saman gagnrýni IMF og Seðlabankans á stjórnvöld."
Ennfremur segir að boltinn sé nú alfarið í höndum stjórnvalda og aðeins 10 dagar í næstu stýrivaxtaákvörðun.
Hér má bæta því við að þegar peningastefnunefnd lækkaði stýrivexti sína síðast kom fram hjá nefndinni að hún vænti þess að hægt verði að lækka stýrivexti umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní.
Margir töldu þá að hér ætti nefndin við svipaða lækkun og varð í maí eða 2-3 prósentustig sem telst umtalsverð lækkun í alþjóðlegu samhengi. Nú virðist sem nefndin sé að koma þeim skilaboðum á framfæri að ef stjórnvöld hafi ekki lagt fram trúverðuga áætlun um aðgerðir" verði stýrivaxtalækkunin ekki umtalsverð.(visir.is)
Mikil eftirvænting ríkir nú varðandi breytingu stýrivaxta 4.júní n.k. Peningastefnunefnd gaf til kynna við síðustu vaxtabreytingu að vænta mætti mikillar lækkunar á vöxtum í júní.Síðan hefur verið dregið úr þessum ummælum og virðist nú allt benda til þess að aðeins verði um hóflega lækkun að ræða. En kjarni málsins er sá,að ef vextir lækka ekki myndarlega er atvinnulífið allt í uppnámi og við þrot.
Björgvin Guðmundsson