Miðvikudagur, 27. maí 2009
Þing eldri borgara vill hækkun skattleysismarka í 165 þús. á mánuði
Á þingi Landssambands eldri borgara í síðustu viku var samþykkt,að skattleysismörkin ættu að vera sambærileg við það sem ákveðið var 1988 eða 165 þús.á mánuði.Einnig var samþykkt að lífeyristekjur úr lífeyrissjóðum ættu ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum enda væru þær uppsafnaður skyldusparnaður.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Rætt um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda
Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi í Þjóðminjasafninu þar sem rætt er um aðgerðir í ríkisfjármálum. Rætt hefur verið um útfærslur á því hvernig auka þarf tekjur ríkisins og skera niður einnig. Gert er ráð fyrir að skera þurfi niður um 20 milljarða til viðbótar á þessu ári.
Fundurinn mun standa fram eftir kvöldi en þingmenn og ráðherrar, sem mbl.is ræddi við fyrir fundinn, vildu ekki tjá sig um tillögurnar sem til umræðu væru á fundinum.(mbl.is)
Reiknað er með að í fyrsta áfanga verði aðeins um niðurskurð að ræða.En síðar,þ.e. næsta haust komi tillögur um skattahækkanir.Jóhanna Sigurðardóttir sagði í kvöld,að farið yrði yfir allt í rekstrarútgjöldum,þegar niðurskurður væri ákveðinn.Þar yrði ekkert undan skilið.
Bj0rgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
17 milljarða séreignalífeyrissparnaður greiddur út
Alls höfðu 27. 529 einstaklingar sótt um útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar 25. maí sl. frá því heimild var veitt til að taka úr séreignasparnaðinn. Útgreiðslurnar nema samtals rúmlega 17 milljörðum kr. að því er fram kom í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag.
Steingrímur greindi frá þessu í svari við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og sagði að ætla megi að tekjur ríkissjóðs muni aukast vegna þessa um 4,1 milljarða króna. Að stærstum hluta munu þessar tekjur skila sér til ríkissjóðs á þessu ári. Sveitarfélögin fái einnig umtalsverðan tekjuauka í formi útsvars sem gæti numið um tveimur milljörðum króna. Alls ættu því ríkið og sveitarfélalögin að fá auknar skatttekjur upp á rúma sex milljarða vegna útborgunar séreignalífeyrissparnaðar.
Steingrímur sagði að ákveðið hefði verið að ráðstafa stærstum hluta tekna ríkisins vegna útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar til að hækka vaxtabætur. Sagði hann að áætlað hafi verið að sú hækkun vaxtabóta yrði rúmlega tveir milljarðar. Það væri þó háð þeirri óvissu að álagning lægi ekki fyrir fyrr en í sumar. Nú benti hins vegar flest til þess að útgjaldaauki ríkissjóðs vegna hækkunar vaxtabóta verði frekar meiri en minni. Líklegt er að eitthvað hærri fjárhæð gangi til útgreiðslu vaxtabóta síðsumars, og er það auðvitað vel, sagði Steingrímur.
Fram kom í máli fjármálaráðherra að tekist hafi vel til við útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar frá því þær hófust og fá vandkvæði komið í ljós við framkvæmdina.(mbl.is)
Ljóst er,að eftirspurn er mikil eftir að fá að taka út séreignalífeyrissparnað. Þ ó er eftirspurnin minni en áætlað hafði verið.Með tilliti til þess kom fram sú hugmynd í umræðunum að reglurnar yrðu rýmkaðar svo unnt væri að greiða meira út.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum hækki í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar
Í ályktun kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk. um síðustu áramót sagði svo m.a.:
Kjaranefnd bendir á,að Hagstofan hefur nú birt nýja könnun um meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu.Samkvæmt henni nema meðaltalsútgjöld einhleypinga 282 þús. kr. án mánuði án skatta.Það er stefna FEB,að lífeyrir aldraðra hækki í þessa fjárhæð.Vegna erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar telur kjaranefnd að framkvæma megi slíka leiðréttingu á lífeyri aldraðra í áföngum.
stefna FEB er því alveg skýr. Lífeyrir aldraðra frá TR á að fylgja neyslukönnun Hagstofu Íslands og hækka samkvæmt henni og upp í hana.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Kirkjan getur ekki tekið fram fyrir hendurnar á dómstólunum
Prestur á Selfossi var sakaður um kynferðislegt áreiti við ungar stúlkur.Hann þurfti að víkja úr starfi á meðan dómstólar fjölluðu um mál hans. Hæstiréttur sýknaði prestinn.En samt neitar kirkjan prestinum um að taka við starfi sínu á ný. Hvað er hér á ferð? Ætlar kirkjan að taka fram fyrir hendurnar á dómstólunum og kveða upp annað dóm en dómstólar landsins. Það gengur ekkii. Presturinn á Selfossi á rétt á því að taka við starfi sínu á ný. Hann hefur verið sýknaður.
Fyrir meira en 10 árum sakaði kona prestinn í Bústaðasókn um kynferðislegt áreiti.Málið var rannsakað. Saksóknari lét málið falla niður. Ekki þóttu efni til þess að ákæra í málinu.Þar með átti þessu máli að vera lokið. En svo virðist ekki vera. Nú kemur konan,sem bar sakir á prestinn í Bústaðasókn fyrir meira en 10 árum,fram á ný og rifjar allt málið upp aftur.Hún kveðst vilja fá afsökunarbeiðni frá kirkjunni.Hvaða rugl er þetta. Kirkjan getur ekki afsakað nett.Hún veit ekkert hvað gerðist.Umræddur prestur er látinn og saksóknari felldi málið niður. Ætlar kirkjan að fella annan úrskurð en saksóknari.Það stenst að sjálfsögðu ekki.Það er skammarlegt að fjölmiðlar skuli taka upp mál sem fyrir meira en 10 árum var fellt niður.Það eru takmörk fyrir því hvað fjölsmiðlar geta gert til þess að fá áhorf og athygli. Mál þetta á að liggja.Það var búið að afgreiða það. Það gerir engum gott að ýfa það upp og allra síst konunni ,sem í hlut á.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Innviðir íslensks samfélags eru sterkir
Það er mikið rætt um alvarlegt ástand hér á landi í dag vegna kreppunnar. En minna er rætt um jákvæðar hliðar íslensks samfélags í kreppu.
Þrátt fyrir allt eru innviðir samfélagsins sterkir og ef vel tekst til ættum við að vera fljót að vinna okkur út úr kreppunni.Lífeyrissjóðakerfið okkar er mjög sterkt og eitt hið besta í heimi.Þeir,sem komnir eru á eftirlaunaaldur, fá yfirleitt góðar greiðslur úr lífeyrissjóðunum.Það fer að sjálfsögðu eftir því hvað greitt hefur verið í sjóðina.Nokkrir lífeyrissjóðir hafa orðið að skerða greiðslur til sjóðfélaga vegna áfalla,sem sjóðirnir urðu fyrir í bankahruninu en flestir hafa getað komist hjá því. Atvinnuleysistryggingasjóður stóð sterkur þegar áfallið dundi yfir.Sjóðurinn hefur greitt um 2 milljarða til atvinnulausra í hverjum mánuði undanfarið.Fyrstu 3 mánuði,sem menn eru atvinnuklausir fá þeir ákveðið hlutfall fyrri atvinnutekna greitt en að þeim tíma liðnum fá menn 150 þús. kr. á mánuði.Það er ekki há upphæð en skiptir þó miklu máli. Atvinnuleysistryggingasjóður verður tómur í nóv. n.k. og þá mun ríkissjóður hjálpa upp á sakir.En við megum vissulega þakka fyrir hið góða kerfi lífeyrissjóða og atvinnuleysistrygginga hér á landi. I heimskreppunni miklu 1929,sem fljótlega barst hingað voru engar atvinnuleysistryggingar,enginn lífeyrissjóður.
Ýmsir möguleikar eru fyrir Íslendinga til þess að rétta úr kútnum. Miklir möguleikar eru í ferðmannaiðnaði og góðar fréttir um bókanir innanlands fyrir sumarið.Auka má verðmæti sjávarafurða með meiri fullvinnslu og persónulega tel ég að auka mætti kvótann og veiða meira.Það mundi hjálpa okkur mikið.Miklir möguleikar eru í nýtingu jarðvarma og vatnsorku. Við þurfum að nota all möguleika,nýta sem best orkuna og byggja starfsemi sem nýtir hana,bæði áliðnað og ýmis konar annan iðnað. Við þurfum að nota alla möguleika.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. maí 2009
85 fyrirtæki gjaldþrota í apríl
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 346 en fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 voru 227 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 52% aukningu milli ára, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.(mbl.is)
Þetta er hörmuleg þróun en sýnir í hnotskurn hvernig ástandið er eftir að bankakerfið allt hrundi og kreppa hélt innreið sína hér.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Einkavæðing bankanna á stærstu sökina á bankahruninu
Tvær bækur hafa komið út nýlega um bankahrunið og er reynt í þeim báðum að varpa ljósi á það hvað fór úrskeiðis.Önnur bókin er Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarason hagfræðing og hin er Ný framtíðarsýn eftir Þorkel Sigurlaugsson,framkvæmdastjóra þróunar-og fjármálasviðs Háskólans í Rvk.Höfundar beggja bókanna eru sammála um að einkavæðing bankanna eigi stóran þáttb í hruni bankanna.Þetta kemur mjög vel fram í bók Ólafs Arnarsonar og þetta kom einnig vel fram í viðtali við Þorkel Sigurlaugsson í Kastljósi RUV í gærkveldi. Þeir telja báðir,að mikil mistök hafi verið gerð við einkavæðingu bankanna með því að hafa ekki dreifða eignaraðild að bönkunum en velja í stað þess fáa fjárfesta,sem höfðu litla þekkingu á bankarekstri.
Ég er sammála þessum mönnum báðum.Einkavæðing bankanna voru mistök.Það var staðið rangt að einkavæðingunni.Vinum flokksforingjanna voru afhentir bankarnir á útsöluverði.Þeir eyðilögðu bankana á örfáum árum.Ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir hefði ekkert bankahrun orðið hér.Ábyrgð flokksforingjanna,sem stóðu að einkavæðingunni,er mikil Ábyrgð þeirra,sem keyptu bankana og ráku þá er mikil.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Telur fast gengi ekki raunhæft
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir það ekki raunhæft að ákveða fast gengi þar sem ekki sé til gjaldeyrisforði til þess að verja það. Við eigum að fylgja þeirri áætlun sem við samþykktum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og reyna að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram.
Rætt hefur verið um það á fundum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, og undirnefnda þeirra, um svonefndan stöðugleikasáttmála, að festa gengi krónunnar miðað við gengisvísitöluna 160 til 170. Gengisvísitalan er nú 230.
Menn eru komnir á endapunkt með gjaldmiðilinn og reyna að leita allra leiða. Hluti af stöðugleikasáttmála er að hækka gengið og festa það. Þetta er eitt af því sem menn eru mikið að velta fyrir sér, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA.
Vilhjálmur tekur það fram að mikilvægt sé að fastgengisstefna sé traust og að öll efnahagsstefnan verði að taka mið af því að halda genginu föstu.
Gylfi segir, að til þess að styrkja gengið sé nauðsynlegt að ríkisstjórnin ákveði skattahækkanir og útgjaldalækkanir til þess að draga úr þjóðarútgjöldum þannig að aukinn afgangur myndist af vöruskiptajöfnuðinum við útlönd.
Ef gjaldeyrishöftin eru afnumin of snemma þá myndi slíkt hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir efnahagsreikninga atvinnulífsins. Meginvandinn er ekki höft, heldur óhófleg og glannaleg skuldsetning stórs hluta atvinnulífsins í erlendum myntum á undanförnum árum. (mbl.is)
Ríkisstjórnin hefur boðað skattahækkanir á næstu dögum og lækkun ríkisútgjalda.Það mun væntanlega hafa góð áhrif á gengi og verðbólgu. En ég er sammmála Gylfa Zoega um það að ekki má afnema gjaldeyrishöftin of snemma.
Björgvin Guðmundsson