Laugardagur, 30. maí 2009
Telur,að eignir Landsbanka dugi fyrir Ice save
Fyrir liggur tillaga að lausn á Icesave-deilunni við Hollendinga og Breta sem felst í því að skilanefnd Landsbankans gefur út skuldabréf tryggt með veði í öllum eignum bankans í Bretlandi vegna reikninganna og afgangurinn lendir síðan á ríkissjóði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Afborgunum af skuldabréfinu yrði frestað í nokkur ár á meðan jafnvægi kæmist á markaði og verðmyndun fyrir eignir yrði hagstæð. Á sama tíma myndu heilbrigð lánasöfn bankans safna tekjum. Í þessu fælist að ríkið bæri í reynd ekki ábyrgð á afborgunum af skuldabréfinu, því útgefandi þess væri skilanefnd bankans.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er sannfærður um að eignir bankans í Bretlandi, sem eru aðallega útlán, dugi til að standa undir skuldbindingum.
Rýrnun á lánasafni við fall bankans varð aðallega hér á landi, ekki erlendis. Eignasafnið sem var til staðar til að standa á móti innlánum var það mikið að ég hef alltaf verið sannfærður um að það myndi duga til að standa undir skuldbindingum sem tengjast Icesave,{ldquo} segir Sigurjón við sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Það skiptir hins vegar öllu máli að rétt sé staðið að meðhöndlun eignanna og að ekki sé verið að selja þær á brunaútsölu,{ldquo} segir hann. (mbl.is)
Þetta eru góðar fréttir.Ef það gengur eftir að eignir Landsbankans muni nægja fyrir Ice save munu Íslendingar geta andað léttara.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. maí 2009
Rússar vilja komast sem fyrst í WTO
Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.
Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."
Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.
Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.
Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. maí 2009
Sérstakur saksóknari handtekur grunaða
Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hefur þurft að handtaka menn sem grunaðir eru í rannsóknum tengdum bankahruninu. Ekki fæst uppgefið hverja þurfti að handtaka, eða hvers vegna. Hinum handteknu var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Embættið er með yfir tuttugu mál til rannsóknar.
Við höfum mjög sparlega notað handtökuúrræðið, en við höfum þurft að nota það," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Hann segir handtökur, húsleitir og fleira verkfæri lögreglu, og ekki sé óeðlilegt að beita þurfi þeim verkfærum við rannsókn efnahagsbrotamála eins og annarra mála.
Spurður hvernig gangurinn sé í rannsóknum embættisins segir Ólafur að nokkur mál séu ágætlega sett, en önnur séu styttra á veg komin. Ekki sé hægt að tímasetja hvenær niðurstöður fáist.
Ólafur vildi ekki upplýsa hvort embættið hefði yfirheyrt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, sem keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna, eða aðra sem tengdust því máli. Þar er talið að um sýndargjörning hafi verið að ræða til að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Kaupþingi.
Gerðar voru tíu húsleitir vegna þess máls hér á landi nýverið. Ólafur staðfesti að engar húsleitir hefðu verið gerðar vegna málins á starfsstöðvum og heimilum manna því tengdra erlendis. En við höfum ekki sagt að við séum hættir að leita."- (mbl.is)
Tiltölulega lítið fréttist af störfum sérstaks saksóknara ef frá er talið fréttir af húsleitum,sem birtar voru fyrir skömmu.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. maí 2009
Gott hjá Samfylkingu að upplýsa um styrkina
Það er gott framtak hjá Samfylkingunni að upplýsa um þá styrki,sem flokkurinn fékk 2006 áður en sett voru lög,sem takmörkuðu styrki til stjórnmálaflokka.Aðrir flokkar ættu að taka Samfylkinguna sér til fyrirmyndar í þessu efni.
Andstæðingar Samfylkingarinnar leggja þetta út á versta veg. Þannig skrifar Páll Vilhjálmsson,sérstakur hatursmaður Samfylkingar og jafnaðarmanna,að Samfylkingin hafi verið á spena Baugs 2006.Þetta er skrítin ályktun hjá Páli.Samfylkingin fékk 5 millj. frá Baugi 2006,5 millj. frá Dagbrún og 8 millj. frá Fl Groug. En á sama ári fékk Sjálfstæðisflokkurinn 25- 30 millj.kr. frá Fl Group.Ef Fl Group er talið hafa verið Baugs fyrirtæki á þessu ári er ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fremur verið á spena Baugs. Sannleikurinn er sá,að stóru fyrirtæki styrktu alla flokka og þess vegna þýðir ekkert fyrir hatursmenn Samfylkingar eins og Pál að búa til einhverja kenningu um að Baugur hafi fremur styrkt Samfylkingu en aðra.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. maí 2009
Endurskoða á hryðjuverkalög reglulega
Samþykkt var á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Reykjavík , að aðildarríki ráðsins skuli reglulega endurskoða lög sín um baráttu gegn hryðjuverkum og hvernig þeim er beitt. Þannig verði komið í veg fyrir að þeim sé misbeitt í málefnum sem eru alls óskyld hryðjuverkum, svo sem til að hefta tjáningarfrelsi eða halda upplýsingum leyndum.
Á fundinum var sérstaklega fjallað um fjölmiðla og nýja miðla og hvernig þeir hefðu breyst með tilkomu, leitarvéla, samskiptavefja og netveita. Einnig var fjallað um áhrif nýrra miðla á tjáningarfrelsi og persónuvernd.
Í lokayfirlýsingu fundarins segja ráðherrarnir, að fram hafi komið áhyggjur af því, að hryðjuverkalög í tilteknum löndum sem takmarka tjáningarfrelsi og upplýsingastreymi séu of víðtæk og innihaldi ekki ákvæði sem komi í veg fyrir misnotkun þeirra. (mbl.is)
Rnda þótt ekki sé getið um hryðjuverkalög Breta gegn Íslendingum í þessari ályktun þá á þessi ályktun að sjáklfsögðu við þau eins og önnur.Bresku hryðjuverkalögin gegn Íslendingum verða þeim alltaf til ævarandi skammar.Mér vitanlega hafa Bretar enn ekki afnumið þau.Þessi lög hafa valdið Íslendingum ómældum skaða.Margir Íslendingar munu aldrei líta Breta sömu augum eftir setningu laganna eins og áður.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. maí 2009
Kjarasamningar að springa?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segir að viðræður aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála hafi hangið algerlega á bláþræði í dag. Stærsta ágreiningsefnið er um frestun launahækkana. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins þrýsta á frestun helmings áformaðra launahækkana 1. júlí, fram í nóvember og frestun almennra launahækkana um næstu áramóti fram í september árið 2010.
Við tókumst á um þetta í dag og það er alveg ljóst að við erum ekki að ná saman um þetta. SA er ekki tilbúið að hreyfa sig meira, segir Gylfi. Við sögðum þeim strax í síðustu viku að afskaplega lítill áhugi væri fyrir því í okkar baklandi. Það væri mjög skýr krafa um að þetta kæmi til framkvæmda núna 1. júlí. Atvinnurekendur einfaldlega tilkynna okkur í dag að þeir muni þá ekki óska eftir framlengingu þessara samninga. Málið hefur því hangið algerlega á bláþræði að þessu leyti.(mbl.is)
Það yrði mikill skaði,ef það slitnaði upp úr kjaraviðræðum en mikil hætta er nú á því.Málið er snúið,þar eð ríkið hefur litla möguleika á því að koma til aðstoðar.Það hefur enga fjármuni afgangs.
Björgvin Guðmundsson