Sunnudagur, 31. maí 2009
100 þús. mál bíða hjá Mannréttindadómstólnum í Strassborg
Gífurlegar annir eru hjá Mannréttindadómstólnum í Strassborg og bíða nú um 100 þúsund mál meðferðar hjá honum. Í fyrra bárust 50 þúsund mál til dómstólsins.
Davíð Þór Björgvinsson dómari segir að um 57% málanna berist frá einungis fjórum ríkjum, Rússlandi, en þaðan kemur fjórðungur allra mála, Rúmeníu, Úkraínu og Tyrklandi. (mbl.is)
Þetta ert gífurlegt álag á dómstólnum og leiðir í ljós hvernig ástand mannréttindamála er í Evrópu.Það er ekki nógu gott.Einkum er það slæmt í Rússlandi,Úkrainu,Rúmeníu og Tyrklandi.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 31. maí 2009
Dalai Lama kemur í kvöld til Íslands
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, er væntanlegur hingað til lands í dag. Enginn íslenskur ráðherra hefur óskað eftir fundi með honum og Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki heldur að hitta hann. Forseti Alþingis og utanríkismálanefnd Alþingis ætla hins vegar að funda með honum í Alþingishúsinu.
Stjórnvöld í Kína hafa mótmælt fundi Lars Lökke Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, með Dalai Lama, í fyrradag. Ritzau-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi í alþjóðastjórnmálum að fundur þeirra geti orðið Dönum dýr. Kína sé mjög mikilvægur markaður fyrir danskt atvinnulíf og hann geti spillst. Frakkar hafi orðið að lofa bót og betran eftir að Sarcozy forseti hitti Dalai Lama í desember í fyrra. Staðan sé allt önnur nú en þegar Anders Fogh Rasmussen tók á móti Dalai lama árið 2003
(mbl.is)
Það er undarlegt,að enginn ráðherra skuli vilja hitta Daiai Lama.Er það af ótta við að styggja Kínverja? Maður gæti haldið það. Það er gott,að forseti alþingis skuli ætla að hitta andlegan leiðtoga Tíbeta.Dalai Lama er stórmerkur leiðtogi.Kínverjar gerðu innrás í Tíbet og hnepptu landsmenn í fjötra.Dalai Lama leiðtogi Tíbeta varð að flýja land. Kínverjar hafa framið mikil og margvísleg mannréttindabrot í Tíbet og drepið fjölda manns þar. Íslendingar geta ekki setið hjá þegar um mannréttindabrot er að ræða.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 31. maí 2009
Ísland getur haft veruleg áhrif í ESB
Sunnudagur, 31. maí 2009
Hvítasunnudagur er í dag
Gleðilega hvítasunnuhátíð.Hvítasunnudagur er í dag.Biblían segir að á þessum degi hafi söfnuðurinn fyllst heilögum anda og menn tekið að tala tungum eins og andinn gaf þeim að mæla.Þessi atburður hafði mikil áhrif og varð upphaf að kirkju krists.Þrjú þúsund manns létu skírast þennan dag.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 31. maí 2009
Ríkisstjórnin hefur lokið fimmtungi verkefna fyrstu 100 daganna
Ríkisstjórnin hefur lokið um fimmtungi af því sem hún ætlaði sér að gera fyrstu hundrað dagana í starfi sínu. Tuttugu dagar eru liðnir frá því áætlunin var birt.
Þegar tilkynnt var um myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var jafnframt tilkynnt um áformaðar aðgerðir fyrir næstu hundrað daga. Í henni voru 48 atriði. Nú þegar 20 dagar eru liðnir frá því að sú áætlun var gerð hafa rúmlega 10 atriði verið framkvæmd.
Búið er að leggja fram frumvarp um eignaumsýslufélag á Alþingi og frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann. Þá hefur einnig verið lögð fram Náttúruverndaráætlun til ársins 2013. Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka er hafin sem og endurskoðun á upplýsingalögum til að auka aðgengi að upplýsingum stjórnarráðsins. Þá er búið að leggja fram þingsályktunartillögu vegna umsóknar Íslands í Evrópusambandið. Nefnd hefur verið skipuð til að móta atvinnustefnu og hefur hún tekið til starfa. Sú nefnd á að móta sóknaráætlanir fyrir alla landshluta sem einnig er í aðgerðaráætluninni. Þá er nefnd sem á að gera yfirlit um lykilstærðir í samfélags- og efnahagsmálum þjóðarinnar tekin til starfa og byrjað er að ræða við lífeyrissjóði um að koma að eflingu atvinnulífsins.
Nokkrum verkefnum til viðbótar er nánast lokið. Frumvarp til breytinga á lögum um Sparisjóði er tilbúið en hefur ekki verið lagt fram á Alþingi. Sama má segja um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu Íslands og breytingar á lögum um LÍN. Þá er byrjað að fjölga sumarstörfum meðal annars með auknu framlagi til nýsköpunarsjóðs.
Nokkur verkefni eru hins vegar á áætluninni sem teljast verður í besta falli óvíst að verði framkvæmd áður en hundrað dagarnir verða liðnir þann 17. ágúst. Meðal annars er talað um að dregið verði úr gjaldeyrishöftum sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur ekki verið jákvæður fyrir. Þá er einnig stefnt að samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála en ekki hefur verið mikill stöðugleiki í viðræðum milli aðila vinnumarkaðarins síðustu daga.(ruv.is)
Það er ágætur árangur,að ríkisstjórnin hafi þegar lokið fimmtungi verkefna,sem vinna átti fyrstu 100 dagana.En ég vil vekja athygli á því að það vantar nýtt úrræði fyrir þá sem ekki eru kommnir í þrot með húsnæðislán sín en eiga mjög erfitt með að greiða vegna tekjutaps.Ríkisstjórnin þarf að veita þessum hóp einhverja niðurfellingu skulda eftir mati hvers og eins. Það á ekki að bíða eftir að menn komist í þrot.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 31. maí 2009
Arnór og Már taldir hæfastir sem seðlabankastjórar
Hagfræðingarnir Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson eru metnir hæfastir til að gegna stöðu Seðlabankastjóra. Forsætisráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að fjalla um hæfi umsækjenda um stöðu Seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og skilaði nefndin niðurstöðum á fimmtudaginn. Forsætisráðuneytið tilkynnti umsækjendum síðan um það hversu hæfir þeir hefðu verið (visir.is)
Það verður fróðlegt að sjá hvern forsætisráðherra skipar Seðlabankastjóra.Einir 7-8 af umsækjendur voru taldir uppfylla ´lágmarksskilyrði til þess að gegna embættinu.
Björgvin Guðmundsson