100 sagt upp á Suðurnesjum

Á annan tug fyrirtækja sagði upp starfsmönnum víðsvegar á Suðurnesjum nú um mánaðamótin. Tæplega 100 misstu þar vinnuna. Fyrir voru tæplega 1.900 manns án vinnu á Suðurnesjum, sem er tæplega 15% af vinnuafli. Atvinnuleysi mælist hvergi annarsstaðar á landinu meira en þar.

Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir að flestir þeirra sem misstu vinnuna nú hafi unnið í byggingageiranum. Hann segir mörg fyrirtækjana nú vera að losa um ráðningasamninga hjá mönnum sem hafi langan starfsaldur. Hann segir fréttirnar af uppsögnunum nú andstyggilegar. (ruv.is)

Þetta eru slæmar fréttir.Vonir hafa staðið til,að atvinnuástand batnaði með hækkandi sól en svo virðist ekki vera á Suðurnesjum.Sveitarfélög og ríki þurfa að gera allt sem mögulegt er til þess að auka atvinnu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ástandið verra en stjórnin gerir sér grein fyrir

Er réttlætanlegt,að  fólksem á erfitt með að framfleyta sér hætti að greiða af húsnæðislánum sínum?Þessi spurning hefur mjög verið til umræðu að undanförnu vegna þess,að dæmi eru um að fólk hafi ákveðið að hætta að greiða af húsnæðislánum sínum. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hafa af þessu tilefni sagt,að fólk megi ekki hætta að greiða af lánum sínum.Viðskiptaráðherra sagði,að flestir gætu staðið í skilum. Ég tel,að það sé rangt mat hjá viðskiptaráðherra. Mjög stór hópur,sennilega tugir þúsunda, ráða ekki við að greiða af húsnæðislánum sínum.En margt af þessu fólki þrengur mjög að sér og  dregur úr matarkaupum til þess að geta greitt af húsnæðislánunum.Það dregur í lengstu lög að leita aðstoðar hins opinbera,m.a. vegna þess að ferillinn er mjög torsóttur og gerir fólki erfitt fyrir. Þessu verður að breyta.Fólk hlýtur að láta matarinnkaup ganga fyrir  afborgunum af lánum.i Ástandið er mikið verra en ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir. Það eru mjög margir í erfiðleikum. Í hádegisútvarpinu í dag var skýrt frá því,að 12 börn í Ingunnarskóla fengju daglega frían hádegismat,sem velunnari skólans greiddi,Börnin segja,að þau viti ekki hvort þau geti fengið kvöldmat heima vegna fjárhagserfiðleika.Þetta var samkvæmt viðtali við skólastjóra Ingunnarskóla. Ef ástandið er þannig,að einhver börn fá ekki nóg að borða þá eru stofnanir þjóðfélagsins ekki að standa í stykkinu. Félagsþjónusta Reykjavíkur á að styrkja þær fjölskyldur í Rvk. ,sem ekki hafa nægileg laun eða bætur frá almannatryggingum til þess að sjá sér farborða. Það eiga engin börn í íslensku þjóðfélagi að vera svo illa stödd að þau fái ekki að borða.Stjórnvöld,ríki og sveitarfélög verða að standa sig á vaktinni.

 

Björgvin Guðmundsson


Meira keypt af íslenskri vöru.Dregur úr innflutningi

Innflutningur mat- og drykkjarvöru hefur dregist saman um tæp 30% það sem af er þessu ári miðað við sama tíma árið 2008, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Greinilegt er því að innkaupakörfur landans eru öðruvísi samansettar nú en í fyrra þótt ekki hafi verið formlega kannað hvernig neyslumynstrið hefur breyst. Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustofu, vill ekki meina að Íslendingar hafi ástundað slíka ofneyslu á matvörum að við megum við 30% samdrætti án þess að finna fyrir því.

„Á þessum tíma í fyrra var til dæmis verið að flytja inn mikið af nautakjöti og kjúklingum en þar hafa orðið algjör umskipti og mjög lítið verið flutt inn á þessu ári,“ segir Guðmundur og nefnir einnig að kaupmynstur hafi breyst þegar kemur að kaffi. Mun meira sé nú keypt af kaffi sem er brennt og malað á Íslandi. Annað dæmi sé frosin rúnnstykki og brauð sem bakaríin hafi áður flutt inn, nú sé orðið mun ódýrara að baka þau heima. Að mati Guðmundar felst minnkandi innflutningur ekki í því að Íslendingar séu hættir að sjá ákveðnar matvörur.

„Fólk hefur aðgang að sömu vörum og í fyrra, en þetta ástand gerir það að verkum að íslensk vara er miklu samkeppnishæfari í verði.“(mbl.is)

Þetta eru ánægjulegar fréttir.Við þurfum að nota sem mest innlenda framleiðslu vegna gjaldeyrisskorts og erfiðleika í efnahagsmálum.Innlenda varan gefur heldur ekkert eftir þeirri innfluttu og nú er sú innlenda orðin ódýrari.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Reynt að létta þrýstingi af krónunni

Vinna Seðlabanka Íslands við að finna leiðir til að létta þrýstingi af íslensku krónunni er á lokastigi. Fljótlega verður hrint í framkvæmd áætlun um hvernig hægt sé að fá þá fjárfesta sem eiga krónueignir upp á mörg hundruð milljarða til að fjárfesta innanlands í gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum til langs tíma. Seðlabanki Íslands stefnir að því að auglýsa fljótlega eftir umsóknum frá fyrirtækjum sem vantar fjármögnun í íslenskum krónum.

Í seðlabankanum hefur um nokkurt skeið verið unnið að því að finna leiðir til að létta þrýstingi af krónunni. Ein leið sem nefnd hefur verið er að fá þá fjárfesta sem eiga svokölluð jöklabréf eða aðrar eignir í krónum en vilja skipta yfir í erlenda mynt til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem leggja út kostnað í krónum en tekjur í erlendri mynt. Þannig fengju þeir sem vilja komast út úr íslenska hagkerfinu eignir sínar greiddar út með gjaldeyristekjum fyrirtækisins og á löngum tíma í stað stutts. Þetta hefði ekki neikvæð áhrif á gjaldeyrisvaraforðann en myndi draga úr gjaldeyrisflæði til landsins næstu ár.

Kunnugir segja að þetta myndi ekki endilega verða til þess að styrkja gengi krónunnar mikið en myndi vissulega létta þrýstingi af henni enda nema krónueignir erlendra fjárfesta yfir 400 milljörðum króna. Færi sú upphæð úr landi í erlendri mynt myndi það hafa veruleg neikvæð áhrif enda er gjaldeyrishöftunum meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að það gerist.

Heimildir fréttastofu herma að nú sé vinna við þessar aðgerðir á lokastigi og stefnt að því að gera íslenskum fyrirtækjum kleift að sækja um lán til að fjármagna starfsemi sína mjög fljótlega. Þegar hefur verið greint frá því að rætt hefur verið við Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki auk þess sem Norðurál hefur lýst yfir áhuga sínum á að fjármagna byggingu álversins í Helguvík með þessum hætti. Heimildir fréttastofu herma einnig að þessi leið sé þó fráleitt ætluð stóriðjufyrirtækjum eingöngu heldur öllum þeim fyrirtækum sem hafa tekjur í erlendri mynt. Allt fer þetta þó eftir vilja fjárfestanna og hvort þeir eru tilbúnir að fjárfesta hér innanlands.( ruv.is)

Hugmyndir Seðlabankans og viðskiptaráðherra um leiðir til þess að létta þrýstingi af krónunni virðast góðar. Ef tekst að koma þeim í framkvæmd  styttist í það,að  unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum  en þessi höft eru til bráðabirgða og tovelda frjáls viðskiptil.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Bloggfærslur 4. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband