Miðvikudagur, 6. maí 2009
Mikill meirihluti vill sækja um aðild að ESB
61,2% þjóðarinnar eru mjög hlynnt eða frekar hlynnt því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. 26,9% eru frekar eða mjög andvíg. 11,8% svara hvorki né.
Stuðningur við aðild er mun meiri í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en á landsbyggðinni. Stuðningur eykst með auknum tekjum og meiri menntun.
Fleiri styðja aðildarviðræður en eru þeim andvígir í öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Yfir 90% þeirra sem kusu Samfylkinguna vilja aðild. 47% Vinstri grænna vilja aðildarviðræður en 36% prósent eru þeim andvíg. 41% Sjálfstæðismanna vilja viðræður en 48% eru andvíg.
Þegar spurt er hvort menn séu hlynntir eða andvígir aðild, skiptist þjóðin í nánast jafnstóra hópa. Þeir sem eru hlynntir aðild eru þó litlu fleiri en þeir sem eru andvígir. Ekki er marktækur munur á þeim sem eru hlynntir aðild og þeim sem eru á móti.
Samfylkingin hefur algjöra sérstöðu þegar kemur að áhuga á aðild að Evrópusambandinu. Nærri 80% vilja aðild en aðeins 7% eru á móti. Stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar vilja greinilega aðild en meðal stuðningsmanna hinna flokkanna eru fleiri andvígir en hlynntir.
Könnunin var gerð dagana 29. apríl til 6. maí. Í netúrtaki voru þrettán hundruð manns og var svarhlutfall ríflega sextíu prósent.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
![]() |
![]() |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Borgarahreyfingin setur skilyrði
Borgarahreyfingin setur 3 skilyrði fyrir að samþykkja þingsályktun um aðildarviðræður við ESB.. Fyrsta skilyrðið er,að komið verði á kynningarstofu á vegum alþingis,sem kynni ESB og undirbúning málsins vel og vandlega. Í öðru lagi,að a.m.k. 2 fagmenn verði í viðræðunefnd við ESB.Og í þriðja lagi,að tryggt verði jafnt vægi atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Borgarahreyfingin kvartar til ESA vegna raforkuverðs
Borgarahreyfingin hefur farið fram á það við Orkustofnun að raforkuverð til álbræðslu verði gert opinbert. Þá hefur hreyfingin kvartað til eftirlitsstofnunar EFTA undan því að raforkuneytendur á Íslandi njóti ekki sanngirni og gagnsæi við samanburð á orkuverði.
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 16,9 milljarða í ár
Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Hagstofan birti í morgun, nam útflutningur 31,7 milljörðum króna í apríl og innflutningur 29,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Samkvæmt þessu hefur afgangur á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, mumið 16,9 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins.
Í apríl í fyrra var 14,1 milljarðs króna halli á vöruskiptum í apríl og 32 milljarða króna halli, miðað við þáverandi gengi, á vöruskiptunum fyrstu fjóra mánuðina. (visir.is)
Þetta eru góðar tölur og styðja við það,að stýrivextir verði lækkaðir.Verðbólgan er á niðurleið og vöruskiptajöfnuður þróast á hagstæðan hátt.Það sem er slæmt er hið mikla atvinnuleysi. Það er stærsta verkefnið,sem þarf að leysa.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Á að svíkja kosningaloforðið um innköllun veiðiheimilda?
Morgunblaðið segir frá því á forsíðu í dag,að stjórnarflokkarnir ætli ekki að efna kosningaloforðið um innköllun veiðiheimilda vegna efnahagsástandsins.Þeir ætli að bíða með framkvæmd á því. Ef þetta er rétt er hér um mjög alvarlegt mál að ræða.Það var skýrt kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna,að veiðiheimilidir yrðu innkallaðar á 20 árum. Efnahagsástandið var álíka slæmt fyrir kosningar eins og nú þannig,að ef unnt var að innkalla veiðiheimildir þá á ´það að vera unnt nú.Telja má líklegt,að stjórnarflokkarnir hafi fengið mikið af atkvæðum einmitt út á þetta kosningaloforð.Ef til vill hefur þetta mál einmitt skipt sköpum varðandi það að stjórnarflokkarnir náðu meirihluta í kosningunum.Það er þess vegna ekki unnt að segja eftir kosningar,að þetta kosningalofirð verði ekki efnt. Ef breyta á framkvæmdinni verður að ræða það við flokksmenn beggja flokka og kjósendur.Annað eru svik.
Björgvin Guðmundsson