Fimmtudagur, 7. maí 2009
Staðið verður við loforðið um innköllun veiðiheimilda
Ég var ánægður að heyra það hjá forsætisráðherra,að veiðiheimildfir verða innkallaðar eins og búið var að lofa fyrir kosningar. Ráðherra orðaði það svo,að þetta yrði gert í áföngum.Það er hræðsluáróður hjá útgerðinni að segja,að útgerðin fari á hausinn ef þetta verður gert.Það má alveg eins segja,að útgerðin sé nú þegar á hausnum,þar eð hún skuldar 500 milljarða í ríkisbönkunum,sem hún veit ekkert hvernig hún getur greitt.Ríkið getur komið til móts við útgerðina í skuldamálum hennar í ríkisbönkunum á meðan veiðiheimildir eru kallaðar inn,þ.e. lengja má í lánum og veita góða fresti til þess að liðka til fyrir útgerðinni.En ríkið mun kalla inn sínar veiðiheimildir og úthluta á ný gegn gjaldi.Það er ákveðið.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 7. maí 2009
40-50 % tap á útlánum bankanna sl. haust
40-50% tap var á útlánum gömlu bankanna fyrir efnahagshrunið í haust, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Hann segir sig ekki hafa órað fyrir því hve illa bönkunum hafi verið stjórnað. (ruv.is)
Ekki mun hafa verið nema 8-10% útlánatap á bönkum á Norðurlöndum rétt áður en þeir hrundu.Og hið mikla útlánatap á íslensku bönkunum mun dæmalaust.Ekki eru dæmi um svo mikið tap erlendis. Þetta bendir til þess að stjórnendur íslensku bankanna hafi ekki kunnað að stjórna bönkunum.Bæði er um að kenna kunnáttuleysi en einnig algerri glæframennsku.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Nýr stjórnarsáttmáli um helgina
Vinnu við gerð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna heldur áfram í dag og funduðu forystumenn flokkanna í stjórnarráðinu í morgun. Við sitjum núna og förum yfir drög að stjórnarsáttmálanum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, í samtali við fréttastofu.
Við erum ekki búin að tímasetja atburði en það fer að nálgast að við gerum það," sagði Steingrímur aðspurður hvort að ný ríkisstjórn verði mynduð næstkomandi laugardag.
Líkt og fréttastofa greindi frá í gær hefur Samfylkingin tekið NASA við Austurvöll á leigu á laugardaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður stjórnarsáttmáli og ráðherralisti Samfylkingarinnar borin undir flokksstjórn flokksins.
Veigamiklar ákvarðanir líkt og ríkisstjórnarþátttöku Vinstri grænna tekur þingflokkurinn í samráði við flokksráð. Steingrímur á von á því að flokksráðið verði kallað saman fljótlega.(visir.is)
Óljósar fregnir hafa borist um það hvort breyting verði á ráðherrum strax eða um áramót.Í öllu falli mun nýr stjórnarsáttmáli sjá dagsins ljós í síðasta lagi á sunnudag. Þar verður kveðið á um aðild að ESB,innköllun veiðiheimilda í áföngum,ríkisfjármál o.fl.ofl.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Stýrivextir lækka um 2 1/2 % stig
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent .
Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.
Vextir daglána lækka einnig um 2,5 prósentur en aðrir vextir Seðlabankans lækka um þrjár prósentur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)