Stjórnin mynduð á sunnudag

Ráðuneytum verður fækkað um eitt, samkvæmt tillögum starfshóps um breytingar á stjórnarráði, og tilfærslur á verkefnum verða umtalsverðar.

Starfshópur um breytingar á stjórnskipaninni hefur síðustu vikur verið að störfum í tengslum við stjórnarmyndunarviðræðurnar. Skilaði hópurinn tillögum til formanna Samfylkingar og Vinstri grænna sem innlegg við gerð stjórnarsáttmálans, sem væntanlega verður gerður opinber um helgina.

Tillögurnar ganga út á leiðir sem mælt er með að farið verði við uppstokkun á ráðuneytunum, með meiri skilvirkni að markmiði. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þar í fyrsta lagi hugmyndir um atvinnumálaráðuneyti - en undir það myndu heyra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin og stærstur hluti iðnaðarráðuneytis. Við þá breytingu myndi fækka um eitt ráðuneyti - færu þau þá úr tólf, sem þau eru nú, í ellefu.

Í öðru lagi yrði sérstöku efnahags- og viðskiptaráðuneyti komið á fót, en þangað yrðu færðar þær deildir fjármála- og forsætisráðuneyta sem komið hafa að efnahagsmálum og sameinaðar viðskiptaráðuneytinu. Engin fækkun ráðuneyta þar, aðeins tilfærsla verkefna. Og í þriðja lagi er öflugt umhverfis- og auðlindaráðuneyti á teikniborðinu.

Þangað færu auðlindahlutar sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytanna, sem myndu koma til viðbótar við núverandi umhverfisráðuneyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þó ólíklegt að þetta komi til framkvæmda strax heldur muni breytingar verða gerðar í áföngum, samhliða fjárlagavinnu og taka gildi í fyrsta lagi um næstu áramót.

Einnig skal taka fram að til að þetta nái fram að ganga þarf að breyta reglugerð um stjórnarráð, en hún hefur ígildi laga og þarf samþykkt Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þarna verði þó ekki staðar numið heldur sé stefnt að frekari hagræðingu og að til standi að fækka um eitt ráðuneyti enn í framtíðinni, þannig að þau yrðu tíu þegar uppi væri staðið.(visir.is)

Fundur hefur verið boðaður í flokkstjórn Samfylkingar strax eftir hádegi á sunnudag. Þar verður stjórnarsáttmáli og ráðherralisti tekinn til afgreiðslu.Einnig verður fundur hjá VG. Ef allt fer að óskum og staðfesting fæst verður nýja stjórnin mynduð á sunnudag.

 

Björgvin Guðmundsson





Íslendingar drekka brennivín í kreppunni!

Fjölmiðlar skýrðu frá því í dag,að  vín og áfengisneysla hefði aukist í sl. mánuði  og að hún hefði aukist fyrstu 4 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mö.o.: Íslendingar hafa aukið áfengiskaup  sín eftir að kreppan skall á. Hvernig má þetta vera? 18000 manns eru atvinnulausir,kaupmáttur hefur minnkað um 10% og gjaldþrotum fyrirtækja fer stöðugt fjölgandi.Maður hefði haldið,að þegar fjárráðin dragast saman mundu menn spara við sig í vín og áfengiskaupum en svo er ekki.Íslendingar eru engum öðrum líkir.

Björgvin Guðmundsson


Hvað ætlar nýja stjórnin að gera fyrir eldri borgara og öryrkja?

Ný ríkisstjórn er í burðarliðnum,endurnýjuð ríkisstjórn Samfylkingar og VG.Nýr stjórnarsæáttmáli sér dagsins ljós um helgina.Hvað ætlar nýja stjórnin að gera fyrir aldraða og öryrkja? Kjör þessara hópa eru mjög slæm og ekki viðunandi í þjóðfélagi sem vill kalla sig velferðarríki.Um síðustu áramót voru kjör aldraðra og öryrkja skert.Aðeins 1/4 lífeyrisþega fékk þá fullar verðlagsuppbætur á  lífeyri sinn frá almannatryggingum en  3/4 fengu aðeins 9,6% hækkun sem var um  helmingur verðlagsuppbótar,sem lífeyrisþegar áttu að fá.  Það er forgangsmál að leiðrétta þetta. En síðan þarf að  afnema í áföngum skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna,t.d. taka upp 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði sem fyrsta áfanga. Og einnig þarf að stórhækka frítekjumark vegna fjármagsntekna en það er aðeins 98 þús. krá á ári. Það þyrfti að vera a.m.k. 500 þús. á ári. Nýja ríkisstjórnin þarf að bregðast við öllum þessum málum.

 

Björgvin Guðmundssoin


Nefnd VG vill lækka höfuðstól skulda

Málefnahópur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um efnahagsmál, sem starfað hefur frá landsfundi flokksins, leggur til að leiðréttur verði vaxta og verðbótaþáttur húsnæðisveðlána og að gengistryggð lán verði umreiknuð yfir í íslenskar krónur. Málefnahópurinn vísar til þess að það hafi verið og sé enn yfirlýstur vilji landsfundar VG að leita leiða til að lækka höfuðstól lána.

Á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í mars var mikið rætt um skuldvanda heimila og fyrirtækja í landinu og ýmsar hugmyndir viðraðar honum til lausnar. Á fundinum náðist þó ekki að fullmóta tillögur þar að lútandi. Samkomulag varð um að málefnahópur um efnahagsmál héldi áfram störfum og hefur hann nú skilað af sér tillögu ásamt rökstuðningi til forystu VG.

Markmið tillögu málefnahópsins er einkum að leiðrétta með almennum aðgerðum stöðu þeirra sem verst hafa orðið úti í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Í tillögunni segir að hreyfingin muni beita sér fyrir slíkum aðgerðum með víðtæku samráði allra þeirra sem hlut eiga að lánamálum heimila og fyrirtækja í landinu.

Lánveitingar bankanna til fasteignakaupa með allt að 100% veðhlutfalli og nánast óheftu aðgengi að lánsfé, hafi leitt til óraunhæfrar hækkunar fasteignaverðs, sem mætt var með síhækkandi lánum. Fall bankanna og efnahagshrunið samfara því hafi síðan aftur orsakað verðfall fasteigna, þannig að raunvirði þeirra sé í miklum fjölda tilfella orðið mun lægra en áhvílandi skuldir.

Málefnahópurinn leggur til að VG muni því beita sér fyrir því að þau lán sem hærri eru en sem nemur raunvirði eigna, verði færð niður sem því nemur. Þá verði leiðréttur vaxta og verðbótaþáttur húsnæðisveðlána og gengistryggð lán verði umreiknuð yfir í krónur.

Í niðurlagi stefnuyfirlýsingar málefnahóps VG um efnahagsmál segir; „Vinstri hreyfingin grænt framboð gerir sér fulla grein fyrir að framreikningur umræddra  lána eftir efnahagshrunið er óraunhæfur og þarfnast leiðréttingar. Það er staðfastur vilji og stefna hreyfingarinnar að vinna þar að farsælli lausn.“

Tillagan hefur verið send forystu VG og hyggst hópurinn kynna efni tillögunnar frekar á blaðamannafundi síðar í dag.(mbl.is)

Mér líst vel á þessa tillögu málefnahóps VG. Það er ekki nóg það sem þegar hefur verið gert. Það þarf meira að koma til,það þarf að koma til niðurfelling og tillaga VG gæti verið góð sem slík.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 
PDF-skrá 
PDF-skrá 
PDF-skrá 
PDF-skrá 

Brown við sama heygarðshornið

Brown forsætisráðherra Breta endurtók sama,gamla leikinn, aftur á breska þinginu í fyrradag,þegar hann komst í vandræði vegna fjármálakreppunnar. Hann kenndi Íslendingum um vanda Breta og sagði,að Bretar væru í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurgreiðslur vegna Ice save reikninga í Bretlandi.Svo virðist sem þetta hafi verið tilbúningur hjá  Brown. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kannast ekki við neinar viðræður Breta og IMF um málið.Deilan um Ice save er tvíhliða deila Ísleninga og Breta og IMF hefur ekkert með það mál að gera.Ef Bretar reyna að beita Íslendinga kúgunaraðgerðum gegnum IMF er það siðlaust og ólögmætt með öllu.Auk þess er það svo,að "íslenski" bankinn sem var til umræðu í breska þinginu var Kaupþing en ekki Landsbankinn. Það var því  dótturfyrirtæki Kaupþings,sem var til umræðu,sem er breskur banki, en ekki útibú Landsbankans,Ice save,sem er ísl. banki. Málefni dótturfyrirtækis Kaupþings í Bretlandi eru alfarið höfuverkur Breta sjálfra og  tilgangslaust að reyna að koma því máli yfir á Islendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


Stjórnarsáttmáli á lokastigi

Viðræður Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar eru vel á veg komnar og fastlega er gert ráð fyrir að nýr stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina. Fyrst þurfa flokksstjórn og flokksráð flokkanna að samþykkja sáttmálann, auk þingflokkanna.

Flokksráð VG hefur verið kallað saman til fundar á sunnudagsmorgun og sama dag er gert ráð fyrir að flokksstjórn Samfylkingarinnar komi saman, en þar sitja um 300 manns.

Viðræður forystumanna flokkanna héldu áfram í gær og fram á kvöld, og m.a. voru kallaðir til upplýsingafundar talsmenn lífeyrissjóðanna.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins má reikna með fækkun ráðuneyta en óljóst er hvort ráðherrunum tíu fækkar frá því sem nú er. Sameining ráðuneyta mun þó ekki koma til framkvæmda nema í áföngum og í fyrsta lagi um næstu áramót, þar sem starfsemi þeirra og fjárveitingar eru bundin fjárlögum þessa árs. Meðal þess sem hefur verið rætt er að styrkja ráðuneyti efnahagsmála, án þess að sameina þau með beinum hætti, þ.e. að flytja tiltekin verkefni úr fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu yfir í viðskiptaráðuneytið, m.a. yfirstjórn Seðlabankans.

Nýtt atvinnuvegaráðuneyti hefur verið nefnt, með samruna annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og hins vegar iðnaðarráðuneytisins. Einnig muni hluti af verkefnum þaðan færast yfir í nýtt umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þingmönnum stjórnarflokkanna, sem rætt var við, bar þó ekki saman um hvort af þessum áformum yrði í endanlegum stjórnarsáttmála.(mbl.is)

Lítið hefur heyrst um ríkisfjámálin en þau skipta gífurlega miklu máli. Verða skattar hækkaðir og hvað verður skorið niður. Það verður að gæta þess að hækka ekki skatta á lágum og meðaltekjum. Og það verður að standa vörð um velferðarkerfið.Það má ekki skera  það niður.

 

Björgvin Guðmundsson

.

 


Ekki nóg gert fyrir heimilin

Er búið að gera nægilegar ráðstafanir til aðstoðar heimilinum í kjölfar bankahruns? Svarið er nei. Það er ekki búið að gera nóg. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. En bæði er að þær hafa ekki verið kynntar nógu vel og almenningur hefur enn ekki nýtt sér öll þau úrræði sem í boði eru. En auk þess vantar frekari úrræði. Greiðsluaðlögun,sem kemur til framkvæmda 15.mai er ætluð þeim heimilum sem eru komin í þrot eða alveg að komast í þrot.Áður var búið að tala um að  gjaldþrotum og uppboðum yrði frestað til hausts. Það vantar nýtt úrræði fyrir þá,sem ekki ráða við að greiða af lánum sínum en eru samt ekki komnir í þrot. Þetta er fólk,sem pínir sig til þess að halda lánum í skilum enda þótt það geti það strangt til tekið ekki.Þessi hópur þarf að fá einhverja niðurfellingu á lánum sínum. Það dugar ekki,að menn verði að fara til héraðsdóms,ef þeir ætla að sækja um einhverja niðurfellingu. Það vilja menn ekki. Það þarf niðurfellingu á hluta skulda hjá þeim,sem þurfa á því  að halda en ekki niðurfellingu yfir línuna. Það á ekki að bíða eftir því að fólk komist i þrot.

 

Björgvin Guðmundsson


580 fyrirtæki í þrot frá áramótum

Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa 580 íslensk fyrirtæki farið í greiðsluþrot, þar af hafa 319 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta. Flest fyrirtæki störfuðu í byggingariðnaði eða 151 fyrirtæki. Næstflest fyrirtæki störfuðu á sviði verslunar og þjónustu eða samtals 109 fyrirtæki.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo hefur tekið saman um stöðuna. Þau fyrirtæki sem fara í greiðsluþrot án gjaldþrotaskipta eru oft fyrirtæki sem eiga ekki eignir fyrir skuldum, hafa fengið á sig árangurslaust fjárnám eða hafa ekki sinnt lögmætri fjárnámsboðun.

Séu fyrirtæki komin í þann farveg er ljóst að greiðslugeta skulda er ekki fyrir hendi og teljast þau því komin í greiðsluþrot, skilgreind sem ógjaldfær fyrirtæki. Gera þarf ráð fyrir að upplýsingar um greiðsluþrot fyrirtækja í mars og apríl eigi enn eftir að berast Creditinfo um nokkur fyrirtæki.

Þessar tölur eru í samræmi við fyrri spár Creditinfo um fjölda greiðsluþrota næstu mánaða en í dag stefna enn tæplega 3.300 fyrirtæki í greiðsluþrot miðað við óbreyttar aðstæður. Creditinfo vonast til að þessi tala lækki eitthvað á næstu vikum og mánuðum, t.d. með lækkandi stýrivöxtum, en þó skal hafa í huga að stýrivextir eru enn mjög háir og rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja mjög erfið. Þá má gera ráð fyrir að lækkun stýrivaxta taki alltaf smá tíma að hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið.

Ef aðeins er horft til þeirra fyrirtækja sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta frá áramótum má sjá að í apríl voru 59 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta er 12 fyrirtækjum fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá voru þau 47 talsins. Hér þarf að gera ráð fyrir að í páskamánuði eru gjaldþrotaskiptamál almennt færri en í öðrum mánuðum.

Ef fjöldi gjaldþrota fyrirtækja tímabilið janúar - apríl 2009 er borin saman við janúar - apríl 2008 má sjá að heildarfjöldi gjaldþrota fyrirtækja er 42,4% meiri nú en á sama tímabili árið 2008. Af 319 gjaldþrotum í ár hafa 78 byggingarfyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta og 61 fyrirtæki í verslun og þjónustu.(visir.is)

Þetta er hörmulegt ástand.Öll þessi gjaldþrot fyrirtækja leiða í ljós,að íslenskt atvinnulíf er í lamasessi.Hér veldur margt: Hrun bankanna og lokun þeirra gagnvart fyrirtækjum. Þau fá enga lánafyrirgreiðslu.Eftirspurn eftir vörum hefur hrapað.Byggingariðnaðurinn hefur hrunið.Vextir eru alltof háir og þannig mætti áfram telja. Ef  vextir verða ekki snarlega stórlækkaðir verður ríkisstjórnin að taka í taumana og taka ákvörðun um vaxtabreytingar af Seðlabankanum. Það mundi þýða,að það yrði að ryfta samkomulaginu við IMF.

 

Björgvin Guðmundsson




Bloggfærslur 8. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband