Mánudagur, 1. júní 2009
Fylgi flokkanna breytist lítið.Stuðningur við ríkisstjórn eykst
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist tæpt 61% í nýrri könnun Capacent Gallups. Fylgi stjórnmálaflokkanna stendur nánast í stað frá kosningum en stuðningur við ríkisstjórnina eykst um 10% frá því fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Stjórnin nýtur meiri hylli meðal kvenna en karla. Nær 66% kvenna styðja stjórnina en liðlega 56% karla.
Fylgi Samfylkingarinnar dalar lítillega frá kosningunum í apríl þegar flokkurinn fékk 29,8%fylgi en flokkurinn mælist með 28,4% nú. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig. Fékk 23,7% í kosningunum í apríl en mælist með 25,1% nú. Vinstri græn standa nánast í stað; fengu 21,7% í kosningunum en mælast nú með 22,1%. Sömu sögu má segja um Framsóknarflokkinn. Framsókn fékk 14,8% í kosningunum en mælist með 14,5% nú. Borgarahreyfingin bætir við sig, fékk 7,2% í kosningunum en mælist með 8,2% nú.
Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka er mest meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs en 69% þeirra sem kusu flokkinn í kosningunum 2007 kusu hann einnig nú. Tryggðin er minnst hjá Sjálfstæðisflokknum en tæplega 55% þeirra sem kusu flokkinn 2007 gerðu það aftur nú. Af niðurstöðunum að dæma tapaði Sjálfstæðisflokkurinn mestu fylgi til Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Könnunin var gerð á netinu fyrir Ríkisútvarpið dagana 29. apríl til 27. maí. Heildarúrtak var rúm fimm þúsund manns og svarhlutfall rúm 60%.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. júní 2009
Gott viðtal við Dalai Lama
Þóra Arnórsdóttir fréttamaður átti gott viðtal við Dalai Lama,sem birt var í RUV í gærkveldi.Hún fór til Indlands og talaði við trúarleiðtogann í heimkynnum hans þar.(Hefði að vísu getað talað við hann hér heima og þá hefði sparast stórfé en það er önnur saga)
Það gaf viðtalinu aukið gildi,að rætt var við Dalai Lama á heimslóðum,þar sem hann býr í útlegð.Margt athyglisvert kom fram í viðtalinu.Dalai Lama leggur mikla áherslu á kærleika og umhyggju í garð annarra.Hann vill fara friðsamlegar leiðir í sjálfstæðisbaráttu Tibet,vísar öllu ofbeldi á bug. Hann berst ekki fvrir fullu sjálfstæði Tíbet,heldur aðeins sjálfstjórn innan Kína.Margir í Tibet eru hins vegar annarrar skoðunar. Þeir telja fullreynt með friðsamlegri leið og vilja láta sverfa til stáls.
Dalai Lama var aðeins 15 ára,þegar Kínverjar ruddust inn í Kína og hertóku það.Hann flúði til Indlands og fékk ásamt fjölda Tíbeta pólitískt hæli hjá Nehru á Índlandi.150 þús. Tibetar búa nú á Indlandi.Fulltrúar Dalai L ama hafa átt viðræður við kínversk stjórnvöld um aukna sjálfstjórn Tíbeta. Það hefur lítið miðað í þeim viðræðum en Dalai Lama er þó bjartsýnn.
Ég tel,að Tíbet eigi að fá fullt sjálfstæði og að alþjóðasamfélagið eigi að styðja sjálfstæðisbáráttu þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. júní 2009
Kapitalisminn hefur brugðist
Hér á landi eins og í fjölmörgum löndum öðrum voru margir farnir að dýrka kapitalismann (auðvaldsskipulagið)Menn töldu,að frjáls markaður mundi leysa allt.Best væri að hafa allt sem frjálsast og sem minnst eða engin afskipti hins opinbera af atvinnulífi eða viðskiptum.Einkavæðing komst í tísku og jafnvel jafnaðarmenn voru farnir að taka undir áróður hægri manna um nauðsyn einkavæðingar. Græðgin hélt innreið sína og það varð alger græðgisvæðing.Gömlum gildum var vikið til hliðar og gróðahyggja,græðgisvæðing og taumlaus peningahyggja kom í staðinn.Menn vita hvernig fór. Kapitalisminn brást.Það varð efnahagshrun.Frjálsi markaðurinn hrundi.t.Bankarnir fóru á hausinn.Meira að segja Bush ,fyrrum forseti í háborg kapitalismans,Bandaríkjunum, varð að viðurkenna,að markaðurinn hefði brugðist.
Jafnaðarmenn hafa alltaf vitað og haldið því fram,að taumlaus markaðshyggja,óheftur kapitalismi mundi leiða til glötunar,leiða til hruns.Það hefur margoft komið fram. Hagfræðin fjallar einnig um hagsveiflur,þensku,verðbólgu,samdrátt og kreppu.Til þess að afstýra miklum samdrætti og kreppu þarf mikil opinber afskipti,mikið opinbert eftirlit.Hér á landi brást eftirlitið.Menn góndu með glýju í augum upp í bankana og dásömuðu útþenslu þeirra og"snilld" en láðist að veita þeim nauðsynlegt aðhald.Nú verður að gæta þess að endurtaka ekki sömu mistökin aftur.Það er strax farið að tala um að einkavæða bankana á ný.Hafa menn ekkert lært? Það kemur ekki til greina að einkavæða bankana aftur.I mesta lagi mætti láta einkaaðila eignast lítinn hlut í bönkunum en fara verður mjög varlega í því efni. Til þess eru vítin að varast þau.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. júní 2009
Hæpin matsnefnd um val á seðlabankastjóra
Samkvæmt nýjum lögum um Seðlabanka Íslands skyldi forsætisráðherra skipa 3 ja manna matsnefnd eða hæfisnefnd til þess að meta umsækjendur og segja til um það hverjir umsækjenda uppfylltu lágmarskskilyrði og hverjir væru taldir hæfastir.I nefndina voru þessir skipaðir: Jónas H.Harals,formaður Guðmundur Magnússon fyrrv. háskólarektor og Lára V.Júlíusdóttir, lögfræðingurMig undrar mjög val á þessari matsnefnd.Þarna voru valdir tveir yfirlýstir sjálfstæðismenn Jónas H.Harals og Guðmundur Magnússon,sem mynduðu meirihluta nefndarinnar og gátu ráðið niðurstöðu hennar.Telja má víst,að formaður nefndarinnar hafi ráðið mestu þar.Ég tel þetta hafa verið mjög óheppilegt val á matsnefnd og að það hefði verið unnt að finna hlutlausari nefnd.Það er nóg til ,af hlutlausum hagfræðingum,sem ekki hafa bundið túss sitt við ákveðinn stjórnmálaflokk,eins og þeir Jónas H.Harals og Guðmundur Magnússon hafa gert.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. júní 2009
Hvers vegna hitta ráðherrar ekki Dalai Lama?
Fjármálaráðherra segir að engin samræmd stefna hafi verið mörkuð varðandi það hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fundi með Dalai Lama meðan á heimsókn hans á Íslandi standi. Hverjum ráðherra sé í sjálfsvald sett hvort hann vilji hitta hinn útlæg trúarleiðtoga Tíbeta. Enginn ráðherra hefur óskað eftir fundi með honum.
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, hefur verið í útlegð í hálfa öld. Hann kom til Íslands rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld frá Kaupmannahöfn þar sem heimsókn hans hefur valdið deilum sökum harkalegra viðbragða Kínverja við fundi hans með Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra og Per Stig Möller utanríkisráðherra á föstudaginn. Kínverjar hafa sagt fundinn grafa undan góðu vinasambandi þjóðanna. Kínverjar andmæla öllum fundum tíbetska trúarleiðtogans með fulltrúum erlendra stjórnvalda sökum þess að stefna Dalai Lama sé að skilja Tíbet frá Kína.
Lökke Rasmussen sagðist aðeins hafa gert það sama og fyrriennari hans Anders Fogh Rasmussen sem fundaði með Dalai Lama í Danmörku 2003. Stjórnarandstaðan í Danaveldi tekur undir með forsætisráðherranum.(visir.is)
Ég undrast það,að enginn ráðherra skuli hitta Dalai Lama á meðan hann dvelur hér. Dalai Lama er nokkurs konar þjóðhöfðingi og það á að taka á móti honum sem slíkum.Mér hefði fundist að utanríkisráðherra eða menntamálaráðherra hefðu átt að hitta Dalai Lama.Það læðist að manni sá grunur,að ráðamenn hér séu hræddir við að hitta Dalai Lama af ótta við að styggja Kínverja. Það er að vísu mjög gott,að forseti alþingis,Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, skuli hitta hinn andlega trúarleiðtoga.Hún á þakkir skilið fyrir það.
Björgvin Guðmundsson
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. júní 2009
Lána krónubréfaeigendur fyrir Búðarhálsvirkjun?
Gangi áform Landsvirkjunar eftir gætu þau ekki aðeins styrkt fjárhag fyrirtækisins heldur einnig stuðlað að umfangsmiklum framkvæmdum og rutt brautina í að losa krónuna úr gíslingu jöklabréfanna. Beðið er heimildar Seðlabankans, sem heldur utan um málið, en bankinn kallaði nýlega eftir umsóknum frá innlendum fyrirtækjum, sem hafa miklar erlendar gjaldeyristekjur.
Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, vonast til að unnt verði að setja þetta í gang eftir tvær vikur eða svo. Með skuldabréfaútboðinu verður erlendum aðilum sem fjárfestu í krónubréfum boðið að losa þau út gegn lengri tíma fjárfestingu hérlendis eða minnst sjö ára og hyggst Landsvirkjun ná til stórra fagfjárfesta. Hún hefur full not fyrir peningana, hyggst nota þá til að styrkja eigin lausafjárstöðu og til fjárfestinga, en þar er virkjun við Búðarháls næst á dagskrá. (mbl.is)
Vonandi gengur þetta eftir. Mikil þörf er á því að finna lausn á innlausn krónubréfannana án þess að það felli gengi krónunnar.Og framangreind lausn hentar vel sem slík.
Björgvin Guðmundsson
Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun gætu skapað 300 manns störf en orku hennar er ætlað að auka framleiðslu í álverinu í Straumsvík. Stefán Pétursson vonast til að það skýrist eftir fjórar vikur hvort þessi leið sé fær.