FUF í Kópavogi vill slíta samstarfi við íhaldið

Ungir framsóknarmenn í Kópavogi segjast telja að að ekki sé lengur grundvöllur né traust til að starfa með forystu sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs. Flokkarnir tveir mynda meirihluta í bæjarstjórn. 

Í ályktun frá stjórn ungra framsóknarmanna í Kópavogi segir, að  augljós hagsmundatengd viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun sé líklega gróft brot á stjórnsýslulögum eða í það minnsta frávik frá eðlilegum viðskiptaháttum og auk þess siðlaus með öllu.

„Við teljum okkur því knúin til að hvetja fulltrúaráð Framsóknarmanna í Kópavogi og Ómar Stefánsson oddvita flokksins til að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess viljum við hvetja bæjarráð Kópavogs til að rannsaka að fullu hver hlutur embættismanna og kjörinna fulltrúa bæjarins var í þessu máli og hvort víðar leynist pottur brotinn, enda vilja ungir framsóknarmenn í Kópavogi ekki taka þátt í siðlausu og óeðlilegu bruðli með almannafé," segir í tilkynningu félagsins.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Er ekki farið eftir ráðum Evu Joly?

Fréttir berast af því,að Eva Joly hóti að hætta störfum hjá sérsökum saksóknara,sennilega vegna þess,að ráðum hennar sé ekki fylgt nægilega.Ef þetta er rétt er það alvarlegt mál. Eva Joly er þrautreynd við vinnu að spillingarmálum og hefur upplýst stórfellt svikamál hjá frönsku fyrirtæki.Hér hafa menn enga reynslu í þessum efnum. Það var mikill fengur að því að fá hana til starfa. En ef ekkert er farið eftir ráðum hennar er lítið gagn í starfi hennar. Steingrímur J.Sigfússon sagði fyrir fáum dögum að nú væru komnar forsendur til þess að frysta eignir grunaðra auðmanna.Þó hefur enn ekkert heyrst um að það hafi verið gert.Því miður virðist eins og tekið sé með vettlingatökum á málum þessum. Það á að fara eftir ráðum Evu Joly í .þessu efni svo framarlega sem það stenst lög.En það á ekki að tefja málin og tefja þar til of seint er að grípa til harkalegra aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson


19000 á vanskilaskrá

Tæplega 19 þúsund einstaklingar eru á vanskilaskrá vegna skulda sem þeir hafa misst í löginnheimtu. Á milli 400 til 500 detta af skránni mánaðarlega en nýir bætast við. Í október í fyrra voru ríflega 16 þúsund manns á vanskilaskránni.

„Við erum að ná sögulegu hámarki alvarlegra vanskila, í dag eru 18.740 einstaklingar 18 ára og eldri á vanskilaskrá. Á næstu 12 mánuðum er útlit fyrir að 10.275 einstaklingar bætist við en þetta er þá fólk sem ekki er með mál í löginnheimtu í dag,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. Hún segir að þessi fjöldi geti farið niður í
sjö til átta þúsund verði frekar komið til móts við einstaklinga, stýrivextir lækki, létt á greiðslubyrði þeirra og hjól atvinnulífsins fari að snúast:

„Gangi þessi spá hins vegar eftir má sjá að botninum verður náð hvað varðar almenning um mitt sumar 2010. Afleiðingarnar verða því hvað þyngstar fyrir heimilin árin 2014-2015 því flest vanskilamál eru til birtingar í 4 ár nema skuldir séu uppgerðar á tímabilinu,“ segir hún.

„Vonandi tekst þó að grípa til þannig aðgerða á næstu misserum að ástand heimilanna verði ekki svona þungt,“ segir hún og bendir á til rökstuðnings um hve hratt aðstæður fólks geti breyst til batnaðar þann hóp einstaklinga sem þegar er skráður á vanskilaskrá en þó með aðeins eitt mál í löginnheimtu. „Þetta eru samtals 3.690 manns eða tæplega 20% þeirra sem skráðir eru í alvarlegum vanskilum. Yrði gripið hratt til aðgerða nú má gera ráð fyrir að töluverðar líkur yrðu á því að þessi hópur næði að semja um sín mál, gera upp vanskil og verða afskráð á vanskilaskrá.“

Rakel segir að þeir sem lendi á vanskilaskrá eigi erfiðara með að stofna til reikningsviðskipta en önnur fjármál heimilisins gangi sinn vanagang. Þeir sem séu á vanskilaskrá séu þó búnir að missa tökin á fjármálunum sínum. Hún segir Creditinfo ekki mæla að vanskilin séu bundin landsvæði, aldri eða tekjum fyrir utan að vanskil séu meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og vanskil minnki eftir að fólk hefur náð sextugsaldri, en tæplega eitt þúsund manns 60 ára og eldri séu líkleg til að lenda á vanskilaskrá næstu 12 mánuð. „Algengast er að fjölskyldufólk á aldrinum 30-50 ára sé í vanda,“ segir hún.

Æskilegast, að mati Rakelar, væri að alvarleg vanskil færu ekki yfir fimm prósent fyrir 18 ára og eldri, því þannig geti vanskilaskráin tryggt að um 95% fólks fái almennt grænt ljós á fyrirgreiðslur sínar eða reikningsviðskipti.

„Núna eru 7,2% komin í alvarlegustu vanskilin.“ Hún segir að oft þurfi ekki nema 2-3 mánuði fyrir málin að þyngjast og komast á alvarlegt stig. „En það þýðir einnig að heimilin geta við réttar aðstæður rétt sig tiltölulega fljótt af.“( mbl.is)

Mikil vanskil eru afleiðing kreppunnar.Þau leiða í ljós,að  fjárhagserfiðleikar eru miklir hjá fólki.Margir eru atvinnulausir  og aðrir hafa orðið fyrir tekjumissi og síðan skella verðhækkanir á fólki með miklu afli og leiða til kjaraskerðingar.

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka 


Seðlabankinn:Athugasemdir gerðar við hæfismat

Nokkrir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra hafa gert athugasemdir við hæfismat nefndar forsætisráðuneytisins. Óánægja innan hópsins með vægi ákveðinna þátta. Matsnefndin skilar endalegri niðurstöðu á föstudaginn.

Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson voru taldir vel hæfir til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Tryggvi Pálsson, Yngvi Örn Kristinsson og einn annars umsækjandi voru taldir vel hæfir til að gegna stöðunni.

Jónas Haraldz, formaður matsnefndar, segist ekki geta gefið upp hvernig einstaka umsækjendur voru metnir. Umsækjendur hafi fengið bréf sent frá nefndinni og hafi nú tíma til að gera athugasemdir. Nefndin hafi tíma út þessa viku til að svara þeim athugasemdum.

Samkvæmt heimildum mbl.is var nokkur óánægja meðal umsækjenda hvernig einstaka þættir voru metnir af nefndinni. Reynsla af opinberum störfum virðist hafa vegið mun meira en önnur störf þrátt fyrir að viðkomandi hafi lítil afskipti haft af fjármálamörkuðum.

Er í því sambandi bent sérstaklega á að Arnór Sighvatsson, núverandi aðstoðarbankastjóri og fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans, hafi verið tekinn framyfir marga aðra og sagður mjög vel hæfur til að gegna stöðunni.

Telja gagnrýnendur aðferðafræðinnar að ekki megi horfa framhjá mikilvægri reynslu einstaklinga, sem koma úr háskólum eða fjármálalífi,  þegar sótt er um opinberar stöður. Til dæmis hafi Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, komið úr háskólasamfélaginu og fjármálaráðherrar úr stórum fjármálafyrirtækjum.

Vegna þessa sendu fjölmargir athugasemdir við störf matsnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaða matsnefndar verði birt opinberlega. Það komi í ljós á föstudaginn eða eftir helgina þegar nefndin hefur skilað af sér niðurstöðu.


 

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra sem uppfylla lágmarksmenntunarskilyrði um háskólapróf eru: Arnór Sighvatsson hagfræðingur, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, Már Guðmundsson hagfræðingur, Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur, Tryggvi Pálsson hagfræðingur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.

Umsækjendur um embætti aðstoðarseðlabankastjóra eru: Arnór Sighvatsson hagfræðingur, Baldur Pétursson viðskiptafræðingur, Daníel Svavarsson hagfræðingur, Halldór Eiríkur S. Jónhildarson þjóðréttar- og lögfræðingur, Haukur Camillus Benediktsson hagfræðingur, Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, Jón G. Jónsson viðskiptafræðingur, Jón Þ. Sigurgeirsson viðskiptafræðingur, Lilja D. Alfreðsdóttir hagfræðingur, Lúðvík Elíasson hagfræðingur, Ólafur Þórisson hagfræðingur, Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur, Tamara Lísa Roesel viðskiptafræðingur, Tryggvi Pálsson hagfræðingur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur. (mbl.is)

Hæfismatið hefur vakið nokkra undrun.Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru taldir vel hæfir og teknir út úr hóp margra umsækjenda sem uppfylla  lágmarkskröfur.Það vekur undrun,að Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði,skuli ekki vera í hópi þeirra,sem taldir eru vel hæfir.Margir telja,að Þorvaldur sé hæfastur til þess að gegna embætti seðlabankastjóra.Hann er mjög vel menntaður frá Bandaríkjunum og  hefur mikla starfsreynslu bæði erlendis frá og hér á landi.Mörg lönd hafa leitað til hans um sérfræðiráðgjöf í efnahagsmálum.Er það marga álit að Þorvaldur sé einna fremstur hér að menntun og hæfileikum í sinni grein. Er það ef til vill vegna þess,að hann hefur verið óragur við að segja skoðanir sínar,að hann á ekki upp á pallborðið hjá hæfisnefndinni? Það eru einhver óeðlileg sjónarmið sem þarna ráða ferðinni. hjá nefndinni.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Hvernig á að skera niður í ríkisrekstri?

Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir því erfiða verkefni að skera niður ríkisútgjöld um 10 milljarða á yfirstandandi ári. Jafnframt þarf hún að auka tekjur um 10 milljarða.Síðari leiðin er auðveldari en niðurskurðarleiðin er mjög erfið,sérstaklega á miðju ári. Ein leið til niðurskurðar hefði verið sú að skera allt niður jafnt um ákveðna  prósentu,fara í flatan niðurskurð. Það er fljótleg aðferð. En ríkisstjórnin vill ekki fara þá leið. Hún vill vega og meta hvar má skera niður og hvar ekki,m.a. vegna þess,að hún vill verja  velferðarkerfið eins og kostur er.Þessu hefur Samfylkingin lýst yfir, í stjórn Geirs H.Haarde,í minnihlutastjórninni og á vegum þeirra stjórnar sem nú situr. Ljóst er ,að það verður að skera niður í menntamálum og heilbrigðismálum og að sjálfsögðu í samgöngumálum.Menntamál og heilbrigðismál eru viðkvæm ráðuneyti. Einnig þarf að skera niður í landbúnaðarmálum og umhverfismálum og raunar í öllum ráðuneytum. Ég tel,að það mætti lækka laun í öllum ríkisrekstrinum og að engin laun væru hærri en 5-600 þúsund.Þegar búið er að skera niður í öllum þessum málaflokkum má athuga velferðarmálin í þrengsta skilningi,þ.e almannatryggingar,ef þörf er á frekari  niðurskurði en fara verður mjög varlega í niðurskurð þar.

 

Björgvin Guðmundsson


Rannsóknarnefnd kannar töpuð útlán Seðlabanka

Rannsóknarnefnd Alþingis skoðar töpuð útlán Seðlabanka Íslands, upp á 350 milljarða í endurhverfum viðskiptum, á síðustu dögunum fyrir hrunið. Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður staðfestir þetta.

„Þetta er hluti af þessu viðfangsefni sem nefndin er að fjalla um; hvernig voru bankarnir fjármagnaðir á þessum tíma og annað eftir því," segir hann. Um hvort starfsmenn Seðlabankans hafi verið kallaðir fyrir nefndina og spurðir um þetta, segir hann:

„Við erum að kanna ýmsa hluti og ræða við fólk, þannig að það er ýmislegt í gangi."(visir.is)

Þetta er gífurlega há upphæð og hafa ýmsir bent á,að vegna umræddra tapa Seðlabanka hafi bankinn í raun verið gjaldþrota.En ríkið dró bankann að landi.

 

Björgvin Guðmundsson



Gallup: 60% telur,að fólki sé mismunað

Um 60% Íslendinga telja að fólki sé mismunað vegna þjóðernis og kynþáttar hér á landi. Þetta er niðurstaða Gallup könnunar fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands og félagsmálaráðuneytið. Í úrtakinu voru 1200 manns.

Í könnuninni var spurt um viðhorf til mismununar á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, fötlunar, trúar, aldurs og þjóðernis. 80% telja að fötlun geti haft neikvæð áhrif á atvinnuleit og tæplega 90% telja að minni líkur séu á því að fólk yfir sextugu fái vinnu. Fleiri Íslendingar telja að kyn hafi neikvæð áhrif á atvinnuleit en svarendur í sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið innan Evrópusambandsins.15% sögðust hafa orðið vitni að mismunun vegna kynferðis; þrisvar sinnum fleiri en í svipuðum könnunum innan ESB.

Örlítið færri eða 13% höfðu orðið vitni að mismunun vegna kynhneigðar undanfarið ár; rúmlega helmingi fleiri en í Evrópusambandslöndunum. 70% töldu þó að mismunun af þessum toga hefði minnkað á síðustu fimm árum.(ruv.is)

Þessi könnun er athyglisverð og leiðir í ljós,að fólk telur mikla mismunun eiga sér stað í þjóðfélaginu. Ég tel,að einnig sé um mikla mismunun að ræða vegna kynferðis.Þegar öryrkjadómurinn frægi var kveðinn upp var talið,að stjórnvöld hefðu brotið stjórnarskrá með því að skerða bætur lífeyrisþega vegna tekna maka.Stjórnvöld urðu að taka tillits til dómsins en þau gerðu sér lítið fyrir og ákváðu að skerða áfram að hluta til. Það var að sjálfsögðu ólöglegt einnig. Stjórnvöld nú skulu ekki láta sér detta í hug að brjóta stjórnarskrána á ný með því að taka upp makatengingar.Það er ó heimilt.

 

Björgvin Guðmundssoon

 


Gullfoss sleppur við virkjun!

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri greindi frá nýjum virkjunarkostum, sem metnir verða í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, í gær.

Þar á meðal eru fimm nýir staðir í Hvítá í Árnessýslu, allt frá Selfossi næst sjó, upp að Búðartungu ofan Gullfoss. Þar á milli yrðu Haukholtsvirkjun, neðan Gullfoss, þá Vörðufellsvirkjun og Hestvatnsvirkjun. Samanlögð aflgeta þeirra er áætluð 227 megavött.

Aðrir nýir kostir eru Eyjadalsárvirkjun á vatnasvæði Skjálfandafljóts og Þverárvirkjun við Ísafjarðardjúp. Þá hefur möguleg vatnsaflsvirkjun við Hágöngur fengið nýtt nafn og nefnist nú Skrokkölduvirkjun til aðgreiningar frá jarðvarmamöguleikum á sama svæði.(mbl.is)

Fara verður varlega í virkjanir.Við eigum marga fallega fossa.Gullfoss er að  sjálfsögðu fallegastur allra og heilagur í okkar augum.Aldrei kemur til greina að  virkja hann. En vera kann að það þurfi að hlífa mörgum fleiri fossum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 10. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband