Greiða einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með Icesave?

Jóhanna Sigurðardóttir  forsætisráðherra var spurð eftir  ríkisstjórnarfund í morgun hvort stjórnin myndi ekki springa ef Alþingi neitaði að samþykkja ríkisábyrgðir vegna Icesave - samningsins. Hún svaraði því til að ef  samningurinn verði felldur sé komin upp alveg ný staða sem þurfi að taka á.  Hún segist þó ekki trúa því að svo fari. Það verði að skoða málið í ljósi forsögunnar. Hún hafi ekki trú á því að Sjálfstæðismenn standi að því að greiða atkvæði gegn þessum samningi.

Icesave- samkomulagið verður væntanlega lagt fyrir Alþingi í lok næstu viku. Ágreiningur er um málið í þingflokki VG en fjármálaráðherra segir ekki hægt að tala um efnislegan ágreining fyrr en menn hafi kynnt sér öll gögn málsins.  Hann segist treysta því að það hafi áhrif á viðhorfið til samningsins þegar öll gögn verði lögð fyrir þingið  og segist jafnframt bjartsýnn á að þá sjái menn að þetta sé góð niðurstaða miðað við aðstæður. Þá geti menn líka gefið sér tíma til að hugleiða hvaða afleiðingar það hafi ef þetta verði ekki samþykkt.(mbl.is)

Það er að mínu mati engan veginn öruggt að Ice save samningurinn verði samþykktur á alþingi.Einhverjir þingmenn VG eru óákveðnir  og jafnvel á móti. En ef til vill greiða einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með samningnum,minnugir þess,að stjórn Geirs H.Haarde gerði upphaflega samkomulagið við Breta og Hollendinga um málið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


Meirihluti alþingis getur knúið fram þjóðaratkvæði

Lagt verður til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að einfaldan þingmeirihluta þurfi til að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál. Frumvarpið var rætt á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í morgun.

Fulltrúar allra þingflokka hafa komið að vinnu við gerð frumvarpsins sem verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Því er ætlað að tryggja þjóðinni síðasta orðið í meiriháttar málum.

Samkvæmt frumvarpinu verða þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ráðgefandi en það er mat manna að breyta verði stjórnarskránni svo slíkar atkvæðagreiðslur geti verið bindandi.

 

Björgvin Guðmundsson



Bónus oftast með lægsta verðið

Mikill verðmunur reyndist á milli verslana þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 54 vörutegnundum í 8 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þann 9. júní.

Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim vörum sem kannaðar voru eða í 27 skipti af 54.  Krónan var 14 sinnum með lægsta verðið.  Kaskó og Fjarðarkaup 8 sinnum og Nettó 6 sinnum.  Samkaup–Úrval var 22 sinnum með hæsta vöruverðið, Nóatún 16 sinnum og Hagkaup 9 sinnum.

Verð var skoðað í fjórum lágvöruverðsverslunum og fjórum þjónustuverslunum og  segir ASÍ, að það hafi vakið athygli að Fjarðarkaup sé í flestum tilfellum ódýrari en aðrar þjónustuverslanir. Meiri verðmunur var á milli hæsta og lægsta verðs í þjónustuverslununum en í lágvöruverðsverslununum og sé helsta skýringin sú að Fjarðarkaup sker sig úr í verðlagningu.

Mestur verðmunur í könnuninni var á einum lítra af ódýrasta fáanlegum appelsínusafa 100% hreinum sem var dýrastur, 219 kr í Bónus en ódýrastur, 99 kr í Krónunni sem er 121% verðmunur.  Minnsti verðmunur var af mjólkurvörum og forverðmerktum vörum eins og ostum og áleggi.  Af einstökum liðum var minnstur verðmunur milli verslana á skólaosti 5,3% og léttmjólk 7,4%. 

Lítill verðmunur var á mjólkurvörum, viðbiti og ostum.  Gríðarlegur verðmunur var á kjötvörum og fiski t.d. var 44% verðmunur á krydduðum lambalærissneiðum, en þær kostuðu 1596 krónur kílóið í Bónus en 2298 krónur í Krónunni, verðmunurinn er 52%.  Eins var mikill verðmunur á bönunum sem kostaðuðu  277 kr/kg í Nettó en 169 kr/kg í Kaskó, verðmunurinn er 76%.  Bleiur fyrir 10 kg. barn voru ódýrastar í Krónunni, kostuðu 23 kr. stykkið en dýrastar í Nettó á 41 kr. stykkið, verðmunurinn er 78%.

Mikill verðmunur var á milli verslana á brauðmeti og kexi, kjötvörum, dósamat og þurrvöru, ávöxtum og grænmeti.  ASÍ segir, að neytendur þurfi að hafa vakandi auga á matvöruverði sem er síbreytilegt.  Oft sé erfitt að átta sig á verðmismun vegna þess að sömu vörur séu seldar í mismunandi stærðum og stærri pakkningar ekki endilega ódýrari. 

Einnig sé oft erfitt fyrir neytendur að átta sig á raunverulegu mælieiningaverði, þar sem mikið sé af formerktum vörum með álímdum afsláttarmiða, sem tilgreini ekki endanlegt vöruverð.  Því sé hugsanlega  ekki hagkvæmara að kaupa vöru með afslætti því varan gæti verið ódýrari í öðrum pakkningum með engum afslætti.  (mbl.is)

Könnunin leiðir í ljós,að það er virk samkeppni í smásöluverslun.Það er gott. En það gerir þá kröfu til neytenda að þeir fylgist vel með vöruverði og láti þá njóta viðskiptanna,sem eru með lægst verðið.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Fara til baka Til baka


Líftækni flutt út frá Grindavík til USA

ORF Líftækni í Grindavík hefur samið við bandarískt húðvörufyrirtæki um að framleiða vaxtaþætti eða sérvirkt prótein sem er húðfrumum nauðsynlegt til endurnýjunar. Samningurinn er til þriggja ára og mun ORF Líftækni bæta við sig starfsfólki og auka umsvifin í kjölfarið.


Í fréttatilkynningu frá ORF Líftækni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem vaxtaþættir sem framleiddir eru í plöntum séu notaðir í húðvörur.


„Við teljum vera mikil tækifæri fyrir grænar afurðir okkar á markaði fyrir húðvörur, enda er mikið öryggi falið í því að framleiða slík prótein í plöntum. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi fyrstu spor okkar inn á markað fyrir húðvörur séu tekin í samstarfi við einn virtasta húðlækni Bandaríkjanna og það mun án vafa styrkja frekari sókn okkar inn á þann markað,“ segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni.

Vaxtarþátturinn örvar meðal annars frumur til að lagfæra skemmdir af völdum sólbruna og spornar gegn almennri hrörnun húðarinnar. Náttúruleg virkni vaxtarþáttarins minnkar þó með aldrinum, sem hamlar viðhaldi og endurnýjun húðfruma.

ORF Líftækni og húðvörufyrirtækið Ronald L. Moy, MD. Inc. hafa unnið saman undanfarið ár að rannsóknum og þróun á notkun vaxtarþátta í húðvörum.

ORF Líftækni er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróað hefur nýstárlega aðferð, svonefnt Orfeus kerfi, fyrir framleiðslu á sérvirkum próteinum fyrir læknisrannsóknir, lyf og iðnað.

Kerfið byggir á því að nýta sér fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein. Byggið er ræktað í Grænu smiðju fyrirtækisins í Grindavík. Tilraunir með útiræktun hafa einnig farið fram undanfarin ár í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

ORF Líftækni hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs árið 2008 (mbl.is)

Hér um skemmtilegan samning að ræða.Þetta er ljósglæta í kreppunni,íslenskt nýsköpunarfyritæki að ná árangri  og flytja út vörur sínar til Bandaríkjanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 


 

Fara til baka 


Kaupmáttur kjara stúdenta skerðist um 15-20%

„Það er verið að skerða kaupmáttinn um 15-20% miðað við verðlagsvísitölu,“ segir Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, lánasjóðs- og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs. Fyrir utan hækkanir á neysluvörum og skólabókum megi nefna að leigan á stúdentagörðunum hafi hækkað um 20% á einu ári. Það segi sig sjálft að óbreytt framfærslulán sé óhugsandi, hundrað þúsund krónur á mánuði dugi hvergi nærri til. Ingólfur segir einhug meðal námsmanna um að ástandið sé stúdentum ekki bjóðandi.

„Mikill fjöldi námsmanna hefur ekki fengið vinnu í sumar en samt er áfram áætlað að námsmenn skaffi sér sjálfir eina milljón til framfærslu fyrir árið,“ segir Ingólfur. Það liggi ljóst fyrir að háskólanám á Íslandi sé að verða munaður fyrir þá efnameiri. Um 2.000 námsmenn hafa skráð sig í sumarnámskeið í sumar. Þau skerða hins vegar bótarétt. „Við erum að frétta af fólki sem skráir sig úr námi til þess að fara á bætur. Það er hagkvæmara að fara á spenann hjá ríkinu og gera ekki neitt heldur en að læra og vera á námslánum,“ segir Ingólfur. Það sé forkastanleg þróun sem erfitt sé að sjá að komi þjóðfélaginu vel.

Ásgeir Ingvarsson tekur í sama streng og segir að verið sé að „spara eyrinn en kasta krónunni“. Ásgeir sagði sig í gær úr stjórn LÍN, en þar sat hann fyrir hönd Sambands íslenskra námsmanna erlendis. „Með þessu er ég að mótmæla fjársvelti sjóðsins og undirstrika alvöru málsins,“ segir Ásgeir en hann telur að sjóðurinn geti ekki uppfyllt lögbundna skyldu sína til að sjá námsmönnum fyrir dugandi framfærslu.(mbl.is)

Það má alls ekki verða þannig,að nám verði aðeins fyrir þá sem eru efnaðir,koma frá efnuðum fjölskyldum. Nám þarf að vera fyrir alla.En með þeirri þróun,sem nú er hafin stefnir í þá átt. Það verður að bregðast við og bæta ástandið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Á að lækka laun aldraðra og öryrkja en hækka laun verkafólks innan ASÍ?

Furðulegar hugmyndir svífa nú yfir vötnunum,hugmynd um að skera stórlega niður bætur aldraðra og öryrkja!Á sama tíma er rætt um það í Karphúsinu að hækka laun verkafólks innan ASÍ  1.júlí n.k. Það getur að vísu verið að sú kauphækkun komi til framkvæmda í´áföngum.Einu sinni þótti sjálfsagt,að lífeyrisþegar,bótaþegar,fengju sömu hækkun og verkafólk hverju sinni.Nú er rætt um launahækkun verkafólks en launalækkun aldraðra og öryrkja.Er ekki velferðarstjórn í landinu?

Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina,að skerða kjör aldraðra og öryrkja.Þau eru nógu slæm fyrir,þau eru í lágmarki. Kjör 3/4 lífeyrisþega voru raunar skert um síðustu áramót en þá fengu  3/4 lífeyrisþega aðeins helming vísitöluuppbótar,sem þeir áttu að fá lögum samkvæmt. Aðeins 1/4 lífeyrisþega fékk fulla vísitöluuppbót  eða tæplega 20% hækkun en hinir,3/4 fengu aðeins 9,6% hækkun eða helming verðbólgunnar. Þessi hópur er því þegar búinn að taka á sig mikla kjaraskerðingu fyrir utan verðlagshækkanir á matvælum og stórfellda hækkun á lyfjum. Það er komin næg kjaraskerðing hjá þessum hópi.

 

Björgvin Guðmundsson


Árni Páll kallar eftir niðurskurðartillögum frá öðrum

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra telur „óhjákvæmilegt að gefin verði skýr fyrirheit um lækkun hæstu launa, stórhert aðhald í yfirstjórn ríkisins, umtalsverðan sparnað í utanríkisþjónustu og verulega aukinn aga í öllum rekstrarútgjöldum ríkisins, til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hver hlutur öryrkja og aldraðra eigi að vera í þeirri þjóðarsátt sem fram undan er".

Hann vill ekki staðfesta að til standi að skerða bætur til þessara hópa. „Nei, en fólk kallar auðvitað eftir því að sjá hver er hin raunverulega samstaða um aðhaldsaðgerðir. Við viljum sjá merki þess að allir séu að taka á eftir getu, áður en við leitum eftir framlögum frá þeim sem lakast standa, til að bjarga efnahagslífinu."

Mjög mikilvægt sé að fá heildarmyndina, 170 milljarða gatið, áður en teknar verði endanlegar ákvarðanir um niðurskurð þessa árs. Hann hafi ekki enn séð hvernig það skuli gert.

„Við erum ekki komin nógu langt í vinnunni til að loka árinu 2009. Við getum ekki tilkynnt um niðurskurð fyrr en við getum myndað samfélagslega samstöðu um hann. En eitt er víst: við brúum ekki 170 milljarða bilið með framlögum frá öryrkjum og öldruðum." - kóþ(visir.is)

Afstaða Árna Páls er eðlileg.Hann er með viðkvæmasta málaflokkinn,almannatryggngarnar, og hann getur ekki lagt fram niðurskurðartillögur í þeim málaflokki á meðan engar tillögur sjást hjá öðrum ráðuneytum. Sannleikurinn er sá,að það er mjög lítið svigrúm til aðhalds eða niðurskuðar í tryggingabótum almannatrygginga., Það er helst hjá þeim eru að vinna á almennum vinnumarkaði en ríkið hefur miklar skatttekjur af lífeyrisþegum sem eru að vinna og ef tekjutengingar eru auknar á ný hættir þetta fólk að vinna og ríkið tapar skatttekjunum.Ef þjarmað er að öðrum lífeyrisþegum  leiðir það til aukinna veikinda og kemur fram í stórauknum útgjöldum í heilbrigðiskerfinu.Það er því betra að fara varlega.Aldraðir og öryrkjar búa við svo bág kjör að þeir eru ekki aflögufærir.

 

Björgvin Guðmundsson


Íslenska ríkinu ber ekki að borga samkvæmt tilskipun ESB

Þegar ríkisstjórn Geirs  H. Haarde  samþykkti  fyrir áramót að borga Ice save reikninga Landsbankans í Bretlandi og Holllandi  var sagt,að  það væri skylt að borga samkvæmt reglum ESB. Sagt var að  öll ríki ESB hefðu samþykkt eða óskað eftir að Ísland borgaði.Island hefði einangrast, ef það hefði neitað að borga..En það rétta er,að það stendur ekkert í tilskipun ESB um að ríki eigi að borga ,ef innlánstryggingasjóður getur ekki borgað allt.Og ekkert var formlega samþykkt  í stofnunum  ESB  um að íslenska ríkinu væri skylt að borga. Hins vegar var  lagður þrýstingur á Island af ráðamönnum í ESB.Og IMF afgreiddi ekki lánið til Íslands fyrr en lausn var fundin á Icesave deilunni. Ísland var beitt þvingunum og kúgun í málinu.En eru slíkir samningar,sem gerðir eru undir kúgun gildir? Það er vafamál..
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 12. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband