Laugardagur, 13. júní 2009
Fjárlagagatið í ár að mestu brúað með skattahækkunum
Fjárlagagatið á þessu ári verður að mestu brúað með skattahækkunum og minna um niðurskurð að sögn forsætisráðherra. Ríkisstjórnin fundaði tvisvar í dag um ríkisfjármálin.
Boðað var til auka ríkisstjórnarfundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf ellefu í morgun til að ræða stöðu ríkisfjármála. Að þeim fundi loknum komu aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar sveitarfélaganna á fund ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnin þarf að brúa 20 til 25 milljarða króna fjárlagagat á þessu ári og alls um 170 milljarða á næstu þremur árum. Hingað til hefur ríkisstjórnin talað um blandaða leið í þessu samhengi, skattahækkanir og niðurskurð.
Menn eru að átta sig á hvað þeir treysta sér í mikinn rekstrarniðurskurð núna á miðju ári og það er mjög erfitt bæði varðandi reksturinn og tilfærslurnar þannig að það verðu meira lagt á skattabreytingar á þessu ári. Síðan munu frekast jafnast út hlutföllin árið 2010 milli þessara erfiðu liða," segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Ríkisstjórnin hefur ekki mikinn tíma til stefnu enda þarf að klára málið fyrir lok sumarþings um næstu mánaðamót. Stefnt er að því að niðurskurðarpakkinn verði tilbúinn í lok næstu viku.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mættu aftur til fundar klukkan tvö strax eftir að fundi forsætisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum sveitarfélaga lauk.
Forseti ASÍ segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram heildarsýn í ríkisfjármálum sem fyrst til að ýta á frekari stýrivaxtalækkanir.
Þannig að við erum hér að kalla eftir því að fá uppstillingu á þessum ríkisfjármálum sem getur gagnast seðlabankanum til að taka tilteknar ákvarðanir," Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Undir þetta tekur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Ég legg áherslu á að þá sé þetta bara einn heildarpakki. Við vitum alveg frá a til ö hvaða stefna er tekin og hvert er hlutverk hvers og eins í þeirri stefnu. Við vitum að við þurfum að taka á málum, það er alveg ljóst," segir Halldór Halldórsson(mbl.is)
Sennilega er skynsamlegt hjá ríkisstjórninni að leggja mesta áherslu á skattahækkanir í ár,þar eð efitt er að skera mikið niður á miðju ári. Þó tel ég,að launalækkanir geti komið til framkvæmda strax,t.d. bann við því að laun hjá ríkinu séu yfir ákveðnu marki ( t.d. 700 þús. á mánuði).
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 13. júní 2009
Enn mótmæli gegn Ice save á Austurvelli
Samtök fólks sem er andvígt Icesave-samkomulaginu boðar mótmælafund við Austurvöll klukkan 14.00 í dag. Um 29.000 manns hafa skráð sig á Facebook-síðu gegn samkomulaginu.
Andstæðingar samkomulagsins boða frekari mótmæli eftir helgi
Almenningur er ekki ánægður með Ice save samkomulagið.Þess vegna mótmælir hann. Búast má viðkað almenn mótmæli aukist á næstunni.Fólk telur ekki nægilega mikið aðgert til þess að létta undi með skuldugum heimilum.Það vantar frekari aðgerðir til þess að fella niður ákveðinn hluta íbúðaskulda hjá þeim,sem verst eru staddir,aðgerðir sem koma til framkvæmda áður en allt er komið í þrot. Fregnir,sem berast um niðurskurð ríkisútgjalda boða ekki gott.Talað hefur verið um stórfelldan niðurskurð bóta aldraðra og öryrkja.Verði lagðar tillögur fram um slíkt má búast við uppreisn í landinu.Það er liðinn sá tími að unnt sé að segja eitt fyrir kosningar og gera annað eftir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 13. júní 2009
Frumvarp um lækkun hæstu launa hjá ríki og bönkum
Ríkisstjórnin hyggst fela kjararáði að ákveða laun æðstu stjórnenda í opinberum hlutafélögum og stofnunum, þannig að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum fyrir rúmum mánuði gerði hún 100 daga áætlun. Meðal þeirra aðgerða sem þar var kveðið á um var að gripið yrði til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu launin hjá ríkinu og félögum á þess vegum, með það að leiðarljósi að enginn fengi hærri laun en forsætisráðherra. Mánaðarlaun hans eru 935.000 krónur.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í hádeginu að hann hefði kynnt ríkisstjórn í morgun drög að frumvarpi um breytingar á kjararáði þannig að ráðið ákvæði laun framkvæmdastjóra og æðstu stjórnenda í félögum, stofnunum, sjóðum sem heyra undir ríkið. (ruv.is)
Það er gott svo langt sem það nær að ákveða ,að engin laun í ríkiskerfinu skuli ekki vera hærri en laun forsætisráðherra.En það er ekki nóg. Það þarf að skera laun meira niður.Í því ástandi sem er í dag ættu laun ekki að vera hærri en 600 þús. á mánuði.Slík takmörkun gæti gilt í 1-2 ár á meðan við erum að vinna okkur út úr vandanum.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 13. júní 2009
57,9% vilja aðildarviðræður við ESB
Verulegur meirihluti er hlynntur því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið, ESB, eða 57,9 prósent, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup fyrir Morgunblaðið sem gerð var 28. maí til 4. júní. Andvígir aðildarviðræðum eru 26,4 prósent en 15,7 prósent eru óákveðin.
Fleiri konur eru mjög hlynntar aðildarviðræðum en karlar, eða 36,2 prósent á móti 22,9 prósentum. 15,3 prósent kvenna eru mjög andvíg aðildarviðræðum en 16,2 prósent karla.
Þeir sem eru á aldrinum 35 til 44 ára eru hlynntari viðræðum en aðrir aldurshópar, en meðal þeirra er 34,1 prósent mjög hlynnt aðildarviðræðum.
Í Reykjavík eru 36,3 prósent mjög hlynnt aðildarviðræðum en 34,3 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Í öðrum sveitarfélögum eru 20,6 prósent mjög hlynnt viðræðum.(mbl.is)
Þetta er afgerandi meirihluti fyrir aðildarviðræðum og gefur til kynna að ekki þurfi þjóðaratkvæði um það hvort fara eigi í aðildarviðræður.Nóg er að þingið samþykki það en síðan verður að sjálfsögðu að leggja aðildarsamning fyrir þjóðina.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 13. júní 2009
Hlífum öldruðum og öryrkjum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)