Sunnudagur, 14. júní 2009
Norðurlönd vilja sameiginlega stefnu í umhverfismálum í Kaupmannahöfn
Norðurlöndin vilja sameiginlega norræna stefnu á umhverfisfundinum í Kaupmannahöfn. Honum er ætlað að vera framhald af Kyoto fundinum.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræða nú á fundi sínum á Egilsstöðum hvort hægt sé að komast að sameiginlegri stefnu í umhverfismálum fyrir umhverfisfundinn í Kaupmannahöfn í desember en þar á að taka ákvarðanir um áframhald á Kyoto samkomulaginu á fundinum.
Vilja Norðurlöndin stefna á að minnka útblástur skaðlegra efna og setja ákveðna losunarkvóta. Hvernig þessi samvinna um stefnu mun fara fram verður ákveðið á fundi forsætisráðherrana.
Norska fréttastofan NTB hefur eftir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, að Norðurlöndin vilji ná góðri niðurstöðu á fundinum í Kaupmannahöfn og því sé mikilvægt að þau standi saman í samningaviðræðunum.
Þá vill hann að nýja samkomulagið taki á útrýmingu skóga í þróunarlöndunum. Á þessu er ekki tekið í Kyoto samkomulaginu og heldur ekki losun frá flugvélum og skipum. Stoltenberg telur hins vegar mikilvægt að þetta verði hluti nýs samkomulags.
NTB segir, að á fundinum á Egilsstöðum verði fjallað um undirbúningsvinnu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Hefur Ísland þegar óskað eftir því að fá upplýsingar um aðildarviðræður Noregs 1992 og 1993. Stoltenberg segir að reynsla Noregs hafi verið sú að nauðsynlegt sé að vera vel undirbúinn og hafa allar tölur og staðreyndir á hreinu.(mbl.is)
Það er jákvætt,að Norðurlöndin samræmi stefnu sína í umhverfismálum.Ísland ætti að hafa sem mest samráð við Norðurlönd á næstunni,ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig varðandi hugsanlega umsókn að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. júní 2009
Okur í verslunum
Ég fór út í búð að kaupa hárlakk fyrir konu mína.Mér krossbrá,þegar ég sá verðið: Tæpar 1200 kr. fyrir Elnett hárlakk,200 ml. brúsa.Verðið hefur meira en tvöfaldast á einu ári.Þarna virðist einhver,heildsali eða smásali hafa smurt á verðið,.þar eð lækkun krónunnar og hækkun í innflutningi skýrir ekki alla þessa hækkun.Wella hárlakk er mikið ódýrara.
Annars er þetta ekki eina verðhækkunin.Allar innfluttar matvörur hafa stórhækkað í verði.Það hlýtur að vera þröngt í búi hjá stórum fjölskyldum í dag,þar sem mörg börn eru í heimili.Er ekki kominn tími til þess að styrkja krónuna og lyfta henni upp?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. júní 2009
Öbi:Eiga öryrkjar og aldraðir að greiða óreiðuskuldir?
Það er þungt hljóðið í öryrkjum um þessar mundir.Kjör 3/4 þeirra voru skert um áramótin.Lyfjakostnaður og allur frsamfærslukostnaður hefur stóraukist,einkum vegna lækkunar krónunnar. Eins og aðrir eru þeir að sligast undir húsnæðisskuldum.Þeir hafa fregnað,að til standi að skerða enn kjör öryrkja með niðurskurði bóta.Þeir hafa mótmælt öllum slíkum hugmyndum harðlega.Þeir vilja fá aðild að umræðum aðila vinnumarkaðar og ´ríkisstjórnar um stöðugleikasáttmála. Öryrkjabandalagið birtir heilsíðuauglýsingu í dag í blöðunum ,þar sem samtökin mótmæla lágtekjusköttum og því að öryrkjar og aldraðir eigi að greiða óreiðuskuldir.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 14. júní 2009
Ólafur Arnarson: Seðlabankinn brást
Tveir höfundar bóka um efnahagshrunið voru gestir Sigurjóns M.Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Það voru þeir Ólafur Arnarson hagfræðingur og Guðni Th.Jóhannesson..... en komin er út bók eftir hann sem heitir " Hrunið".Sigurjón rakti úr þeim garnirnar um hrunið. Þeir voru báðir sammála um það ,að eftirlitsstofnanir hefðu brugðist,bæði Fjáramálaeftirlit og Seðlabanki.Ólafur var mjög harðorður út í Seðlbankann og sagði,að ef hann hefði beitt bindiskyldunni hefði verið unnt að koma í veg fyrir ofvöxt bankanna og Ice save.Hann gagnrýndi einnig peningastefnu Seðlabankans og sagði hana hafa mistekist.Guðni gagnrýndi einnig bankastjóra einkabankanna harðlega og taldi,að þeir ættu stóra sök á hruni bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 14. júní 2009
Er mikilvægi vaxtalækkunar ofmetið?
Gylfi Zoega hagfræðingur var gestur Sigurjón M.Egilssonar Á Sprengisandi í morgun. Rætt var um efnahagsmálin og Ice save. Gylfi á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans og varði afstöðu bankans í vaxtamálum. Hann sagði,að atvinnulífið kallaði mjög eftir vaxtalækkunum en hann sagði,að ef til vill væri mikilvægi vaxtalæækkunar fyrir atvinnulífið ofmetið. Aðeins 20% af lánum atvinnulífsins væri í íslenskum krónum og á íslenskum vöxtum en 80% af lánum atvinnulífsins væru erlend lán á erlendum vöxtum.Samkvæmty þessu skiptir gengið einnig mjög miklu máli fyrir atvinnulífið og ekki minna máli en vextirnir.Gylfi sagði,að vextir hefðu þegar lækkað mikið eða úr 18% í 12%.Seðlabankinn tæki lítil skref í vaxtalækkunum í varúðarskyni og til þess að sjá hvernig markaðurinn brygðist við.Mikil vaxtalækkun gæti veikt gengið verulega.Hann sagði,að skilyrði fyrir útflutningsfyrirtækin hefðu stórbatnað svo og fyrir ferðamannaiðnaðinn en skilyrði innflutnings væru slæm.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 14. júní 2009
Rætt um aðildarumsókn Íslands að ESB á Egilstöðum í dag
Rætt verður um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Egilsstöðum í dag. Ráðherrarnir fljúga með einkaflugvélum til Egilsstaða en þeir fara af landi brott á morgun.
Um er að ræða reglubundinn samráðsfund ráðherranna en Íslendingar gegna nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.
Ráðherrarnir lenda á Egilsstaðarflugvelli klukkan þrjú í dag en fundurinn hefst síðdegis. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mun stýra fundinum en auk hennar sitja fundinn Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands.
Þá mun Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastóri Norrænu ráðherranefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra, einnig sitja fundinn.
Ráðherrarnir munu meðal annnars ræða undirbúning Íslendinga fyrir aðildarumsókn að Evrópusasambandinu. Ekki liggur fyrir hvort Icesave deilan verði rædd á fundinum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum og í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, neituðu Norðurlöndin að veita Íslendingum lán nema gengið yrði frá samkomulagi við Hollendinga og Breta í málinu.
Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun en að þeim fundi loknum ætla ráðherrarnir í stutta skoðunarferð um Fljótsdalshérað áður en þeir halda af landi brott síðdegis. (visir.is)
Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð norrænu forsætisráðherranna viö tillögu rikisstjórnar Íslands um að sækja um aðild að ESB.Svíar eru að taka við formennsku í ESB og er talið mikilvægt að ´´Island sæki um á meðan Svíar gegna formennsku.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 14. júní 2009
Á að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögur um efnahagsmál. Þar er að finna tillögu um það ,að greiðslur í lífeyrissjóði (iðgjöld) verði skattlagðar. Það mundi þýða,að ekki yrði einnig unnt að skattleggja lífeyri við útgreiðslu. Kristján Möller samgönguráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði jákvætt um þessa tillögu Sjálfstæðisflokksins en bætti við hana einni hugmynd: Hann sagði,að skattur á inngreiðslur í lífeyrissjóð gæti verið í lánsformi,.þ.e. lífeyrisþegar lánuðu ríkinu skattinn og fengju hann endurgreiddan eftir 1-2 ár. Þetta er athyglisverð hugmynd og mundi skapa miklar tekjur fyrir ríkissjóð á skömmum tíma en ríkið yrði síðan að endurgreiða þetta eftir ákveðinn tíma,þegar ástandið hefði batnað.Það þarf að leita allra leiða til þess að komast úr úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 14. júní 2009
8% skattur á hærri tekjur
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að hann eigi ekki von á að niðurstaða liggi fyrir um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir árið 2009 fyrr en undir lok næstu viku.
Fram kom í fréttum Sjónvarps að aðgerðir til þriggja ára væru nú til umræðu og að á meðal þeirra væri hugmynd um að leggja 8% aukaskatt á mánaðartekjur yfir 700.000 krónum.
Til stóð að fjármálaráðherra legði fram frumvarp (svokallaðan bandorm) um fyrsta aðgerðir á Alþingi eftir helgi. Þá stóð að áætlun um aðgerðir til lengri tíma yrði svo lögð fram í kringum 20. júní. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra staðfesti hins vegar við fréttmenn í dag að ákveðið hefði verið að flétta þetta betur saman.
Ríkisstjórnin átti tvo fundi í dag en á milli þeirra funduðu forsvarsmenn stjórnarflokkanna með þeim aðilum atvinnulífsins sem eiga aðild að viðræðum um svonefndan stöðugleikasáttmála.
Björgvin Guðmundsson