Leggja lífeyrissjóðir 75 milljarða í atvinnulífið

Til skoðunar er að lífeyrissjóðir landsins leggi 25 milljarða króna á ári næstu þrjú árin inn í nýtt fjárfestingafélag. Hlutverk þess yrði að fjármagna tímabundið rekstur lífvænlegra fyrirtækja.

Hluti af mögulegum stöðugleikasáttmála er stofnun Fjárfestingafélags Íslands. Lífeyrissjóðir landins myndu leggja 25 milljarða króna á ári inn í félagið næstu þrjú árin.

Í dag var enn einu sinni mikið um að vera í húsnæði Ríkissáttasemjara, þar sem vinnu við stöðugleikasáttmála var fram haldið. Aðkoma lífeyrissjóðanna er þar talsvert rædd. Og þar vantar ekki hugmyndirnar eins og fram kemur í minnisblaði hóps sem farið hefur yfir efnhags- og atvinnumál.

Í fyrsta lagi er talað um að lífeyrissjóðirnir geti komið að því að fjármagna einstakar framkvæmdir hér á landi á næstu misserum. Í öðru lagi er talað um möguleikann á að nýta fjármuni lífeyrissjóðanna til að koma í veg fyrir að erlendir fjármagnseigendur fari með peninga sína úr landi. Hluti af þeim hugmyndum er að lífeyrissjóðirnir hjálpi við að styrkja gjaldeyrisvaraforðann.

Og síðan er rætt um stofnun Fjárfestingafélags Íslands. Það félag yrði í sameign lífeyrissjóða og hlutverk þess yrði að hjálpa við endurreisn atvinnulífsins. Sjóðurinn myndi fjármagna tímabundið rekstur lífvænlegra fyrirtækja eins og það er orðað við gerð stöðugleikasáttmálans. Rætt er um að fjárfestingafélagið fengi 25 milljarða króna á ári til ráðstöfunar næstu þrjú árin og að sjóðurinn hefji starfsemi sem fyrst. Fjármálaráðherra hefur þegar viðrað þessar hugmyndir við forráðamenn lífeyrissjóðanna.

Bjorgvin Guðmundsson


Mistök að einkavæða alla ríkisbankana

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir einkavæðingu bankanna ekki hafa verið ranga ákvörðun. Hann segir stærstu mistökin hafa verið að ganga ekki fyrr inn í Evrópusambandið eins og hann hefði viljað þótt ýmislegt hafi komið í veg fyrir það.

Aðspurður hvort upphaf kreppunnar megi rekja til einkavæðingar bankanna segist Halldór ekki telja svo vera. ,,Einkavæðing bankanna byrjaði strax í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sínum tíma. Síðan var henni haldið áfram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég held að það hafi allt verið rétt. Ég held að verstu mistökin sem við höfum gert, þegar maður lítur til baka, hafi verið að fara ekki inn í Evrópusambandið og inn í þær umræður miklu fyrr."(ruv.is)

Ég er ósammála Halldóri.Ég tel,að það hafi verið röng ákvörðun að einkavæða  alla 3 ríkisbankana.Það hefði mátt einkavæða einn banka en hafa hina áfram í eigu ríkisins. Ef það hefði verið gert hefði bankakreppan ekki dunið yfir okkur Íslendinga. Ofvöxtur hefði aldrei hlaupið í ríkisbankana eins og einkabankana en auk þess voru gerð mikil mistök með því að hafa ekki dreifða eignaraðild við einkavæðinguna og bankarnir voru fengnir einkavinum stjórnarflokkanna,sem kunnu ekkert til bankareksturs. Það voru mikil mistök.

 

Björgvin Guðmundsson


Við þurfum á Evu Joly að halda

Nokkrir lögfræðingar hafa gagnýnt Evu Joly harðlega og vilja,að dómsmálaráðherra losi sig við hana.Nú síðast réðist Sigurður G.Guðjónsson harðlega að henni.Ég tel,að við þurfum á Evu Joly að halda.Hún hefur mikla reynslu í rannsókn  spillingarmála en  íslenskir lögfræðingar  hafa enga sambærilega reynslu og hún af rannsókn slíkra mála ( þar með talinn sérstakur saksóknari).Sumum finnst ef til vill,að Eva Joly taki of sterkt upp í sig,hún sé of harðorð. Það kann rétt að vera en Íslendingum finnst of hægt ganga,og tekið með vettlingatökum á spillingarmálunum.Þeir kunna þess vegna vel að meta þegar Eva Joly stígur fram og talar tæpitungulaust um málin. Að vísu verðum við að hafa í huga að enginn er sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð. Og þetta gerir Eva Joly sér auðvitað ljóst. En við skulum halda í hana og veita henni viðunandi aðstöðu.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvaðan kemur hugmynd um að skerða kjör aldraðra og öryrkja?

Heilsíðuauglýsing Öryrkjabandalags Íslands í dagblöðum um að til standi að skerða kjör aldraðra og öryrkja hefur vakið mikla athygli.Spurningin er þessi: Hvaðan kemur hygmyndiin um að skerða kjör aldraðra og öryrkja?Kemur hún frá Alþjóðagjaldeyrissjhóðnum,kemur hún frá aðilum vinnumarkaðarins  eða kemur hún frá  ríkisstjórninni.Fróðlegt væri að fá svar við því. Þess hefur áður orðið vart,að aðilar vinnumarkarins hafa ekki nægilegan skilning á kjörum aldraðra og öryrkja.Þeir hugsa um það eitt að halda kjörum launþega góðum og nú er t.d. rætt um hækkun launa  almennra launþega en á sama tíma er rætt um að skerða kjör aldraðra og öryrkja,launalægstu hópa þjóðfélagsins. Hvernig fær það staðist.Skerðing á kjöruim aldraðra og öryrkja kemur ekki til greina. Kjör þessara hópa eru í lágmarki.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband