Miðvikudagur, 17. júní 2009
Voru útrásarvíkingarnir blankir?
Meðan "góðæri" ríkti hér og svokallaðir útrásarvíkingar fóru vítt um lönd og keyptu banka og önnur fyrirtæki í útlöndum töldu Íslendingar,að þessir menn ættu nóga peninga og vissu ekki aura sinna tal.En nú er komið í ljós,að þeir eru allir blankir.Og kaupin erlendis voru öll "upp á krít".Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis eins og hann væri að kaupa karamellu og menn töldu víst,að þar sem hann var talinn ríkasti maður á Íslandi hefði hann keypti fyrirtækið að mestu fyrir eigið fé. En nú er annð komið í ljós. Hann tók 750 milljarða að láni vegna kaupanna,mest í Deutsche bank.Lánin eru á gjalddaga næsta ár.Björgólfur Guðmundsson,sem keypti Landsbankann ásamt syni sínum og Magnúsi Þorsteinssyni, þurfti að taka 5 milljarða að láni í Búnaðarbankanum vegna kaupanna!.Hann skuldar þá enn.Maður hélt,að hann hefði keypt bankann fyrir Rússagull. Hannes Smárason er sagður blankur en keypti fyrirtæki á báða bóga meðan allt lék í lyndi.Jón Ásgeir eða Baugur skuldar mjög mikið í bönkunum og ljóst,að fyrirtækjakaup Baugs hafa að mestu verið fjármögnuð með ´bankalánum. Meira að segja bankastjórar,sem höfðu milljónir í laun á mánuði og mikla kaupréttarsamninga að auki eru nú á horriminni.Fjölmiðlar hafa skýrt frá því hvernig ástandið er hjá Sigurjóni Árnason fyrrv. bankastjóra í Landsbankanum.Hann tók 70 milljónir að láni hjá sjálfum sér vegna þess að hann skorti lausafé.Hann lét séreignalífeyrissjóð sinn kaupa 70 millj. kr. skuldabréf af sér sjálfum. Sigurður Einarsson fyrrv. bankastjóri Kaupþings virðist einnig illa haldinn þar eð greint hefur verið frá miklum vanskilum vegna framkvæmda við nýjan sumarbústað hans í Borgarfirði.Maður skilur ekki hvernig þessir menn hafa geta komið öllum þessum peningum,sem þeir höfðu yfir að ráða,í lóg.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Forsætisráðherra: Ný sjálfstæðisbarátta hafin
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ávarpi á Austurvelli í dag, að Íslendinga heyi á ný mikla sjálfstæðisbaráttu.
Á þessum stað fyrir 65 árum var staðfestur sigur Íslands sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Sjálfstæðisbaráttunni var þó ekki lokið þann dag og margir fleiri sigrar, sem eflt hafa sjálfstæði okkar, hafa unnist síðan þá... Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag, þann 17. júní árið 2009 heyjum við á ný mikla sjálfstæðisbaráttu. Baráttu, sem engan hafði órað fyrir að við stæðum andspænis," sagði Jóhanna.
Sagði Jóhanna, að þessi sjálfstæðisbarátta snúist að verulegu leyti um hvernig Íslendingar þrói samskiptin við aðrar þjóðir og hvernig þeir nái að byggja upp samstöðu og sátt í því uppbyggingarstarfi, sem framundan er.
Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.
Jóhanna sagði að þær ákvarðanir, sem stjórnvöld þyrftu nú að taka væru flestar erfiðari og þungbærari en orð fái lýst. Þannig væri sú ákvörðun að ganga til samninga vegna Icesave-reikninganna væri afar erfið en óhjákvæmilegt. Hún sagði fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum, eins og sumir héldu fram.
Þá sagði Jóhanna, að Íslendingar yrðu nú sem aldrei fyrr að vera raunsæir og takast á við þá erfiðleika sem við blöstu af festu og samhug. Næsta ár verður okkur erfiðara en mörg ár á undan og við munum öll finna fyrir því, með einum eða öðrum hætti, því miður. Hver og einn hefur hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Hér er framtíð barna og ungmenna í húfi og þar með framtíð lands okkar og sjálfstæðis," sagði Jóhanna. Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við veðrum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."(mbl.is)
Ræða forsætisráðherra var góð.Hún talaði kjark í þjóðina og benti á mörg tækifæri sem þjóðin hefði.En hún dró ekkert undan þegar hún sagði,að erfiðleikar væru framundan.Hún sleppti því að ræða um ESB enda mikill ágreiningur um það mál og ef til vill betra að ræða ekki 17.júní þau mál,sem mestum ágreiningi valda. Nú ríður á,að þjóðin standi saman.
Björgvin Guðmundsson
T
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Glæpir framdir fyrir utan eldhúsgluggann
Það er mjög fallegt útsýni út um eldhúsgluggann hjá mér,Úlfarsfellið blasir við og Esjan.Rétt fyrir neðan gluggann rennur Úlfarsá.En það er ekki allt sem sýnist. Ég les í blöðunum að á nýju íbúðarsvæði fyrir neðan Úlfarsfell,fyrir neðan eldhúsgluggann hjá mér,hafi verið stolið 100 tonnum af húseiningum,að verðmæti rúmar 5 milljónir kr. Úr þessu átti að byggja kjallara en nú er allt horfið. Og fyrir skömmu var sagt frá því,að lokað hefði verið fíkniefnaverksmiðju í Úlfarárdal,einnig fyrir neðan eldhúsgluggann hjá mér. Ég ætla rétt að vona,að ekki fylgi meira á eftir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Gríman skemmtileg
Verðlaun Grímunnar,leiklistarverðlauna,voru afhent í gærkveldi. Það var óvenjulétt og skemmtilegt yfir dagskránni af því tilefni.Helgi Tómasson,listdansari og listrænn stjónandi San Francisko ballettsins hlaut heiðursverðlaun Grímunnar við mikinn fögnuð viðstaddra.Besti leikari í aðalhlutverki var valinn Björn Thors og besti kvenleikari í aðalhlutverki Harpa Arnardóttir. Leikstjóri ársins var valin Kristín Jóhannesdóttir og leikskáld ársins var valið Sigurður Pálsson,eiginmaður Kristínar. Sýning ársins valin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson. Mjög skemmtileg verðlaunaveiting og skemmtileg dagskrá.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Gleðilega þjóðhátíð
17.júní,þjóðhátíðardagur Íslendinga,er í dag.Ég minnist þess þegar Ísland stofnaði lýðveldið á Þingvöllum 17.júní 1944,að þá sat ég eins og límdur við útvarpstækið og fylgdist með allri dagskránni.´ Ég vék ekki frá útvarpstækinu. Það var mikil rigning á Þingvöllum þennan dag og ef til vill var dagurinn eftirminnanlegri fyrir bragðið.
Að venju verða hátíðarhöld í Reykjavík í dag í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Kl. 10 fyrir hádegi leggur forseti borgarstjórnar blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu og kl. 10,40 hefst dagskrá á Austurvelli. Þar mun forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir, flytja ávarp Fleiri atriði verða á Austurvelli og síðan heldur hátíðardagskrá áfram í allan dag,til kl. 11 í kvöld. Gleðilega þjóðhátíð..
Björgvin Guðmundsson