Fimmtudagur, 18. júní 2009
Slakar ESB á kröfunum við Íra?
Leiðtogar Evrópusambandsríkja hittast á fundi í Brussel í dag og ræða framtíð Lissabonsáttmálans sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi.
Stjórnvöld þar vilja breyta sáttmálanum áður en hann verður lagður aftur í dóm írsku þjóðarinnar. Á fundinum þurfa leiðtogarnir að ákveða hvort komið verði til móts við kröfur Íra um að landið haldi hernaðarlegu hlutleysi, ráði eigin skattamálum og geti áfram bannað fóstureyðingar. Þá verður framkvæmdastjórum sambandsins ekki fækkað úr 27 í 18 líkt og áformað var. Stjórnmálaskýrendur segja að leiðtogunum liggi á að þoka málinu áfram. Sáttmálinn yrði í hættu kæmust íhaldsmenn til valda í Bretlandi.
Einnig er búist við að nýtt regluverk um fjármálastafsemi verði ofarlega á baugi á fundi leiðtoganna. Rætt er um að setja á laggirnar sérstaka nefnd sem meti hugsanlegar ógnir við fjármálastöðugleika innan Evrópusambandsins. Bretland og önnur ríki, sem ekki hafa tekið upp evruna, hafa áhyggjur af því að slík nefnd myndi einungis taka mið af því sem gerist á evrusvæðinu. Þá eru menn ekki á eitt sáttir um hversu miklu fjárhaldsmenn með einstökum fjármálafyrirtækjum ættu að að ráða um hversu miklu björgunarfé sé varið til þeirra. Hvort slíkt fyrirkomulag myndi troða stjórnvöldum einstakra ríkja um tær.(ruv.is)
Fróðlegt verður að sjá hvernig "deilu" ESB og Íra reiðir af. Trúlegt er ,að Írland fái að halda hlutleysi í varnarmálum en meiri spurning er hvort Írland fái að halda sjálfstæði í skattmálum.Og fóstureyðingarmálið getur orðið erfitt mál.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Örvæntingaraðgerð manns á Áltanesi
Það hefur að vonum vakið mikla athygli,að maður nokkur skyldi í örvæntingu sinni brjóta niður einbýlishús,sem hann hafði átt en var komið í eign banka,Frjálsa fjárfestingarbankans.Maðurinn skuldaði bankanum mikla upphæð (50-60 millj.) og hafði bankinn tekið húsið í nóv. sl. þar eð maðurinn gat ekki greitt.Hann átti að rýma húsið og afhenda lykla að því á morgun,föstudag. En áður en til þess kæmi tók maðurinn til þess ráðs að brjóta húsið niður með stórvirkri vinnuvél.Hann lét kvikmynda atburðinn!
Ljóst er,að maður þessi hefur verið kominn í fjárhagsvandræði áður en bankakrepan skall á sl. haust úr því hann missti húsið strax í nóvember. Ekki verður séð hvað honum hefur gengið til með því að brjóta niður húsið.Vandi hans verður tvöfalt meiri við þá aðgerð.Hann hefur greinilega ætlað að hefna sín á bankanum.En skemmdarverk leysa engan vanda.Lögregla var kvödd til og maðurinn handtekinn.
Ekki man ég hvort úrræði um að fresta uppboðum hjá þeim,sem voru í vandræðum,voru komin í gildi í nóvember en mér sýnist einsýnt að hann hafi ekki leitað eftir slíkri lausn eða fresti en slíkir frestir áttu að gilda til næsta hausts.Örvænting hefur gripið manninn og í stað þess að leita lausna á vanda sínum hefur maðurinn gripið til örþrifaráðs.Hér er um hörmulegan atburð að ræða.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Víkingasafnið í Reykjanesbæ opnað
Víkingaheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir í dag. Til þeirra
teljast sýningarskáli Íslendings sem Guðmundur Jónsson arkitekt
hannaði og sýningin Víkingar Norður-Atlantshafsins sem sett er upp í
samvinnu við Smithsonian-stofnunina í Bandaríkjunum.
Meðal sýningargripa eru vopn víkinga sem grafin voru upp í Svíþjóð og
eru talin vera frá því í kringum árið 800. Vopnin eru fengin að láni
frá Þjóðminjasafni Svíþjóðar. Einnig eru í sýningunni aðrir
munir, svo sem grafsteinar frá svipuðum tíma og koma
munirnir víða að m.a. frá Skandinavíu löndunum, Englandi, Færeyjum (mbl.is)
Mér gafst þess nýlega kostur að skoða Víkingaheima og varð mjög hrifinn af því.Víkingaskipið Íslendingur,sem þar er til sýnis er mjög glæsilegt og ekki spillti,að sá,sem smíðaði skipið og sigldi því til Vesturheims var á staðnum og útskýrði smíðina og siglinguna vestur. Ég hefi trú á því að Víkingaheimar muni draga marga ferðamenn að .
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Kreppan á ekki að bitna á öldruðum og öryrkjum
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.a.:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Jafnaði húsið við jörðu,þar eð bankinn hafði tekið það!
Húseigandi á Álftanesi var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð eftir að hann hafði stórskemmt hús sitt með gröfu og grafið bíl sinn á lóðinni. Kvikmyndatökumenn tóku atburðinn upp, að beiðni mannsins.
Ég var inni í bílskúr og heyrði einhverja skruðninga. Þá stóð grafa upp úr miðju húsinu. Hann var búinn að rústa húsinu og grafa bílinn sinn niður, segir Árni Már Björnsson, íbúi við Hólmatún sem varð vitni að eyðileggingu hússins. Þetta hefur verið úthugsað því hann kom með gröfuna í gærkvöldi og var búinn að panta myndatökumenn, bætir hann við.
Lögreglunni barst tilkynning rétt fyrir klukkan fjögur í dag um að maður væri með stóra beltagröfu að brjóta niður hús við Hólmatún á Álftanesi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn á leið í burtu.
Húsið er einbýlishús úr timbri með bílskúr, svokallað kanadískt einingahús. Það er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Búið er að brjóta í sundur helming þess. Jafnframt gróf maðurinn holu, setti bíl þar í og gróf yfir hluta hans.
Húsið er tæplega 180 fermetrar að stærð með bílskúr. Brunabótamat eignarinnar er rúmlega 50 milljónir kr.
Óheimilt er að rífa hús nema með leyfi skipulagsyfirvalda. Það leyfi mun ekki hafa legið fyrir.
Hópur fólks fylgdist með, meðal annars nágrannar.
Kvikmyndatökumenn frá Kukl ehf. fylgdust með framkvæmdinni, að beiðni mannsins. Bjarni Felix Bjarnason kvikmyndagerðarmaður segist ekki hafa skýringar málinu. Fyrirtækið hafi verið beðið um að mynda framkvæmd á þessum stað. Maðurinn hefði látið gröfuna vaða beint í húsið og verið að í mesta lagi tíu mínútur.
Nágrannar telja að maðurinn hafi verið búinn að missa húsið vegna fjárhagserfiðleika . Það hlýtur eitthvað þannig að vera. Það er sorglegt að sjá þetta gerast í næsta húsi, sagði Árni Már.
Björgvin Guðmundsson