Stjórnvöld brugðust. Peningastefnan glórulaus

Í bók sinni Sofandi að feigðarósi,sem fjallar um bankahrunið,segir höfundur, Ólafur Arnarson, m.a. þetta:

Stjórnvöld brugðust (einnig).Peningastefnan á Íslandi hefur verið glórulaus í mörg ár.Seðlabankinn ber ábyrgð á framkvæmd hennar en stjórnvöld,ríkisstjórn og alþingi móta sjálfa peningastefnuna.Enginn gerði neitt til að hrófla við henni.Þar bera ábyrgð Davíð Oddsson,Halldór Ásgrímsson og Geir H.,Haarde,sem fyrrverandi forsætisráðherrar.Efnahagsmálin og Seðlabankinn eru á könnu forsætisráðherra en enginn þeirra,sem embættinu gegndi á umræddum tíma gerði neitt til þess að afstýra því slysi, sem öllum mátti vera ljóst,að var í uppsiglingu.Raunar má kannski segja Halldóri Ásgrímssyni  til málsbóta,að hann vildi færa Ísland nær ESB og myntsamstarfi á evrusvæðinu en mátti sín lítils í þeim efnum gegn eigin flokki og samstarfsflokknium í ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Slæm staða Brown og Darlings

Fréttir berast nú af því frá Bretlandi,að  verulega hafi volgnað undir Brown forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins og Darling fjármálaráðherra.Sagt er,að Brown sé að hugsa um að víkja Darling úr embætti fjármálaráðherra m.a. vegna þess,að Darling misnotaði aðstöðu sína varðandi greiðslur úr ríkisstjóði vegna notkunar á eigin húsnæði.Darling baðst afsökunar í gær á þessum mistökum sínum. Brown stendur verr en nokkru sinni fyrr. Verkamannaflokkurinn  er í skoðanakönnunum kominn í 3 sæti.Bæði Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir eru komnir upp fyrir Verkamannaflokkinn.Ef Brown tekst ekki fljótlega að snúa málum sér í hag og Verkamannaflokksins má reikna með að hann hrökklist frá völdum.Ég græt það þurrum tárum þó þessir tveir kumpánar fari frá völdum eftir framkomu þeirra við Íslendinga. Þeir settu Ísland á hryðjuverkalista og ollu íslensku efnahagslífi ómældum skaða með þeirri ráðstöfun. Auk þess var Darling uppvís að því að hafa farið rangt með þegar hann fullyrti eftir símtöl við íslenska ráðamenn,að Íslendingar hefðu sagt,að þeir  ætluðu ekki að borga Ice save.

 

Björgvin Guðmundsson


Ögmundur hittir Dalai Lama

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, mun á morgun sitja fund með Dalai Lama að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þá sóttu Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, friðarstund í Hallgrímskirkju í dag, sem Dalai Lama tók þátt í, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Dalai Lama mun einnig heimsækja Alþingi klukkan 13 á morgun. Mun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, taka á móti honum og  eiga með honum fund ásamt þingmönnum í utanríkismálanefnd.  

Talsmaður samtakanna Dalai Lama á Íslandi sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að samtökin hefðu sent forsætisráðherra bréf með ósk um fund til að kynna heimsókn Dalai Lama hingað. Ekkert svar hefði borist. Þá hefði öllum þingmönnum einnig verið sent bréf um heimsóknina.  (mbl.is)

Ég fagna því,að heilbrigðisráðherra skuli ætla að hitta Dalai Lama.Mér finnst það hálf skammarlegt,að enginn ráðherra hitti trúarleiðtogann.Ögmundur bjargar málum í horn.

 

Björgvin Guðmundsson


ASÍ vill,að staðið verði við samninga. SA býður mínuslausn

Viðræður fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um kjaramál halda áfram í dag eftir hlé um hvítasunnuhelgina. Mikið bar í milli um lausn málsins fyrir helgi.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir fulltrúa aðildarfélaga ASÍ vilja að staðið verði við gerða samninga. Gylfi segir að í ljósi þróunar verðlags og launa undanfarna tólf mánaða séu launþegar í raun að bjóðast til að taka á sig kaupmáttarlækkun með því að biðja ekki um meiri hækkanir en felist í gildandi samningi. „Þegar kaupmáttur lækkur er launahlutfallið í rekstri fyrirtækjanna að lækka, þannig að við erum ekki að tala um neina núlllausn heldur að sætta okkur við stóra mínuslausn," segir forseti ASÍ.

Samkvæmt gildandi kjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefðu kauptaxtar ófaglærðra átt að hækka um 13.500 krónur og taxtar iðnaðarmanna um 17.500 krónur hinn 1. mars síðastliðinn. Umsamin launaþróunartrygging var 3,5 prósent.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir tillögu SA nú vera þá að greiða helming taxtahækkunarinnar 1. júlí og hinn helminginn 1. nóvember og þá taki launaþróunartryggingin einnig gildi. Hækkanir sem taki eigi gildi 1. janúar á næsta ári flytjist til 1. september 2010. „Við gerum þetta í trausti þess að rekstrarskilyrði atvinnulífsins batni. Ef ekkert breytist er þetta náttúrlega alveg vonlaust," segir Vilhjálmur.

ASÍ hefur hafnað þessari tillögu SA.- (visir.is) Það var mikil óánægja hjá mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar,þegar umsömdum launahækkunum var frestað.ASÍ á því erfitt með að endurtaka leikinn og fresta hluta launahækana á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband