Laugardagur, 20. júní 2009
Sendiherrum verður fækkað
Ákveðið hefur verið að selja embættisbústaði í New York, London, Washington, Ottawa og Tókíó og andvirði þeirra lagt í ríkissjóð. Þá mun fækka nokkuð í hópi sendiherra og nýir verða ekki skipaðir í staðinn um sinn.
Þetta kemur fram á heimasíðu utanríkisráðuneytisins þar sem boðaðar eru nýjar sparnaðartillögur á þessu ári og því næsta.
Þar kemur fram að sendiskrifstofum verði enn fækkað á þessu ári og því næsta jafnframt því sem starfliði verði fækkað. Þá verði búið að loka, eða taka ákvarðanir um lokun á sjö sendiskrifstofum á árinu. (mbl.is)
Það er eðlilegt,að utanríkisráðuneytið taki þátt í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar.Ljóst er þó,að það verður einkum á næsta ári,sem sparnaðaraðgerðir í utanríkisráðuneytiunu fara að koma til framkvæmda.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 20. júní 2009
Almannatryggingar skornar niður um 3,1 milljarð í ár
Skera á almannatryggingar niður um 3,1 milljarð á yfirstandandi ári,þar af elli-og örorkulífeyri um 1,8 milljarð. Vegaframkvæmdir á að skera niður um 3,5 milljarða en niðurskurður annarra ráðuneyta í ár er lítill sem enginn. Síðan á að skera niður hjá öllum ráðuneytum næsta ár.
Hvers vegna er fyrst ráðist á almannatryggingarnar?Hvers vegna er ráðist að kjörum aldraðra og öryrkja?Var ekki búið að lofa því að stjórnin ætlaði að standa vörð um velferðarkerfið? Skipta loforð stjórnmálamanna engu máli? Ég er öskureiður yfir þessari framkomu ríkisstjórnar félagshyggjuaflanna við aldraða og öryrkja og við almannatryggingarnar yfirleitt.Ég krefst þess,að þetta verði leiðrétt.Ég krefst þess,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja verði dregin til baka.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. júní 2009
Íhald og Framsókn á móti fyrningarleið
Flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að lýsa því yfir, að horfið verði frá fyrirhugaðri fyrningu aflaheimilda sem getið er um í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar.
Illugi Gunnarsson er fyrsti flutningsamaður tillögunnar. Í greinargerð segir að sjávarútvegsráðherra hafi í byrjun júní sent bréf til þingflokka og óskað eftir tilnefningu þeirra í starfshóp sem ætlað sé að endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Jafnframt hafi ýmsum hagsmunasamtökum í sjávarútvegi verið boðið að tilnefna fulltrúa í starfshópinn.
Í bréfi ráðherra komi fram að hópnum sé ætlað það hlutverk að láta vinna nauðsynlegar greiningar og setji að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta þannig að greininni séu sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, en jafnframt að sátt náist um stjórn fiskveiða. Starfshópi þessum sé ætlað að skila álitsgerð fyrir 1. nóvember nk. og á grundvelli tillagna hópsins muni ráðherra ákveða tilhögun við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar.
Í ljósi þessa er nauðsynlegt að hafa í huga að ein af forsendum þess að slíkt endurmat geti farið fram er að ekki sé fyrir fram búið að ákveða hver niðurstaðan skuli vera. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin lýsi yfir því að horfið verði frá svokallaðri fyrningarleið í sjávarútvegi. Standi ákvörðun um fyrningu aflaheimilda óhögguð má ljóst vera að hverfandi líkur eru á því að hægt sé að ná sátt um stjórnkerfi fiskveiða," segir m.a. í greinargerðinni.(mbl.is)
Þetta er skrýtin þál. Tillagan er um að ríkisstjórni falli frá fyrningarleiðinni. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Fyrningarleiðin verður farin. Hins vegar mun ríkisstjórnin hafa samráð við útgerðarmenn um framkvæmd. hennar.
Björgvin Guðmundsson