Sunnudagur, 21. júní 2009
Aðilar vinnumarkaðar hóflega bjarsýnir á samkomulag
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, voru þokkalega bjartsýnir á að samkomulag næðist um efnahagsmálin eftir fund með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna í stjórnarráðinu í kvöld.
Gylfi og Vilhjálmur ætla að halda áfram að ræða málin í kvöld ásamt félögum sínum í höfuðstöðvum Samtaka atvinnulífsins. Gylfi sagði eftir fundinn í kvöld að hann hefði trú á því að menn væru að þokast í átt að samkomulagi. Hann sagðist vona að á næsta sólarhring myndi þroskast samkomulag sem gæti dugað til að halda þessu samstarfi áfram.
Gylfi sagði að menn hefðu rætt þær "ákvarðanir ríkisstjórnar sem gætu leitt til þess að Seðlabankinn gæti fyrr og hraðar tekið ákvarðanir um vaxtalækkun og þannig komið til móts við atvinnulífið svo það axli þær byrgðar sem okkar kjarasamningur felur í sér. Það er vilji til vinna áfram á þessum nótum og sjá hvort við náum ekki til lands. "
Gylfi sagði að allt hefði verið undir á fundinum. Menn hefðu rætt um gjaldeyrishöft og stefnu í vaxtamálum. Einnig hefði verið rætt um ríkisfjármál á árunum 2011 og 2012.
Á fundinum var m.a. rætt um mikinn niðurskurð í verklegum framkvæmdum sem ríkisstjórnin hefur boðað, en í honum felst m.a. 3,5 milljarða niðurskurður til vegamála á þessu ári og 8,2 milljarða niðurskurður á næsta ári. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði ekki koma til greina að draga úr sparnaði í ríkisfjármálum. Gylfi sagðist vonast eftir að lífeyrissjóðirnir væru tilbúnir að koma að fjármögnun framkvæmda sem yrðu þá utan ríkisreiknings. Slíkt myndi stuðla að því að hægt yrði halda uppi atvinnu í landinu.(mbl.is)
Ef til vill dugar framlag aldraðra og öryrkja til þess að ASÍ og SA nái samkomulagi!
Sunnudagur, 21. júní 2009
Kirkjuráð bað Sigrúnu Pálínu ekki afsökunar
Nokkuð hefur verið skrifað um fund Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með Kirkjuráði um ásakanir hennar um kynferðislegt áreiti fyrrverandi biskups,sem nú er látinn.Kirkjuráð harmaði sársauka Sigrúnar Pálínu.Einnig tók Kirkjuráð undir ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskips á Kirkjuþingi en þar sagði hann,að kirkjan bæði þær konur og börn afsökunar,sem brotið hefði verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar.Sumir hafa túlkað þetta svo,að verið væri að biðja Sigrúnu Pálínu afsökunar. En það er ekki rétt.Það liggur ekkert fyrir um það hvort brotiö var á henni af fyrrverandi biskupi.Mál hans var til meðferðar á sínum tíma hjá ríkissaksóknara en engin ákæra var gefin út. Málið var fellt niður.Það liggur því ekkert fyrir um það hvort fyrrverandi biskup braut á Sigrúnu Pálínu.Þar stendur orð gegn orði.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. júní 2009
Viðræður aðila vinnumarkaðar halda áfram í dag
Viðræður fulltrúa vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar halda áfram í dag. Formenn landssambanda innan Alþýðusambandsins hittast á fundi klukkan fjögur í dag. Að óbreyttu bendir allt til þess að kjarasamningar verði lausir 1. júlí, því Samtök atvinnulífsins telja sig ekki hafa bolmagn til þess að standa við samningsbundnar launahækkanir.
Á fundi fulltrúa SA og Alþýðusambandsins með forsætis- og fjármálaráðherra í gær var farið yfir málið og athugað hvort einhverjar leiðir væru færar svo komast megi hjá því að samningar losni. Meiriháttar stýrivaxtalækkun er helsta ósk Samtaka atvinnulífsins en ekki kemur í ljós fyrr en 2. júlí á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans hvort þeim verður að ósk sinni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. júní 2009
Það á að leggja ráðherrabílunum
Ríkisstjórnin leggur áherslu á, að ástandið í ríkisfjármálum sé slæmt.Það verði að skera mikið niður.Það er rétt. Og nú hefur ríkisstjórnin lagt fram tillögur um að skera verulega niður laun aldraðra og öryrkja! En áður en það verður samþykkt þarf margt annað að koma til: Ráðherrarnir verða að leggja ráðherrabílunum.Þeir geta keyrt á eigin bílum eins og annað fólk. Það þarf einnig að lækka laun þeirra verulega. Og það þarf að lækka laun allra ríkisstarfsmanna og bankamanna,ekki niður í laun forsætisráðherra,heldur niður í 4-500 þús. á mánuði. það þarf strax á þessu ári að skera niður í mennta-´
malaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti og í öllum ´ráðuneytum öðrum en félags-og tryggingamálaráðuneyti.Því var lofað að velferðarkerfinu yrði hlíft. En þegar búið er að gera allt þetta,sem ég hefi talið upp, má athuga hvort gamla fólkið og öryrkjarnir eiga að leggja í púkkið. Fyrr ekki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. júní 2009
Á að fórna kjörum aldraðra og öryrkja fyrir frið á vinnumarkaði?
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa lagt á það þunga áherslu,að ríkisstjórnin yrði að koma með róttækar niðurskurðartillögur í ríkisfjármálum fyrir næstu mánaðamót svo Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti myndarlega en Samtök atvinnulífsins hafa sagt,að lækkun stýrivaxta væri forsenda fyrir kauphækkun launþega. Ef þessi vaxtalæk kun yrði ekki framkvæmd yrði engin kauphækkun 1.júlí og sennilega kjarasamningum sagt upp.Það hefur verið eitthvað djúpt á því að hin ýmsu ráðuneyti kæmu með róttækar niðurskurðartillögur fyrir yfirstandandi ár..En ein tillaga kom fyrst fram: Tillaga félags-og tryggingamálaráðuneytis um verulega lækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja.Síðar kom svo einhver niðurskurðarlækkun frá samgönguráðuneytinu en önnur ráðuneyti hafa ekki komið með lækkunartillögur fyrir yfirstandandi ár. Málið stendur því þannig,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja ásamt lækkun vegaframkvæmda er lykillinn að kauphækkun launþ.ega á almennum vinnumarkaði.Á að fórna kjörum aldraðra og öryrkja fyrir frið á vinnumarkaði? Í góðærinu var sagt,að aldraðir og örykjar ættu að fá ´sambærilega hækkun og launþegar á almennum vinnumarkaði. Það var svikið.En nú á að skerða kjör öryrkja og aldraðra svo launbþegar geti fengið kauphækkun eða a.m.k haldið óbreyttum kjörum. Hvað er hér að gerast í skjóli félagshyggjustjórnar? Þetta kemur að sjálfsgögðu ekki til greina. Það verður að draga til baka frumvcarp um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Þeir geta ekkert látið af hendi.Aðilar á vinnumarkaði verða að finna aðra leið til þess að leysa sín mál.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. júní 2009
400 mótmæltu Ice save á Austurvelli
Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu stóðu fyrir mótmælunum. Sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja var mótmælt auk þess sem þess var krafist að Icesave samningurinn verði stöðvaður og að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum.
Formaður aðgerðarhóps öryrkja boðar til áframhaldandi mótmæla.
Nokkrir mótmælenda kveiktu í flugeldatertu, með tilheyrandi sprengingum, en mótmælin voru að öðru leyti friðsamlega.Annar mótmælafundur hefur verið boðaður á laugardaginn eftir viku þó að svo geti farið að blásið verði til fundar í miðri næstu viku.
Björgvin Guðmundsson