Þriðjudagur, 23. júní 2009
Eva Joly segir botninum ekki náð í efnahagskreppu heimsins
Eva Joly hefur í mörg horn að líta þessa dagana og í gær bætti hún enn einu verkefni á sig þegar hún fékk stöðu við háskólann í Tromsø í Norður Noregi. Sjálf segist hún vera undir það búin að kenna og hélt opinn fyrirlestur um kreppuna, spillingu og skattaparadísir.
Á heimasíðu háskólans segir að fyrirlesturinn hafi verið svo fjölsóttur að flytja þurfti hann í stærri sal. Fáir einstaklingar hafa rænt til sín miklum fjármunum með því að halda því fram að þjónusta þeirra sé algerlega nauðsynleg," sagði Joly í fyrirlestrinum og beindi þar spjótunum að bankastjórum í stórum bönkum sem hafa kollkeyrt hagkerfið en sleppa svo sjálfir á háum eftirlaunum og bónusgreiðslum.
Þegar Bandaríkin hnerra fær restin af heiminum kvef," sagði Joly og benti á að Bandaríkin hefðu 25% af brúttó þjóðarframleiðslu heimsins og að 72% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna væri byggð á neyslu, neyslu sem minnkaði í takt við þau 1,1 milljón störf sem nú hyrfu í því landi í hverjum mánuði.
Verðbréfamarkaðirnir hafa rústað um helming af þjóðarframleiðslu þessa heims síðan í júlí 2007. Þessi varfærna bjartsýni sem við verðum vör við núna er eitthvað sem við sáum einnig á fjórða áratugnum þegar menn sannfærðu sjálfa sig um að allt myndi lagast. Ég er hins vegar viss um að botninum sé ekki náð," sagði Eva Joly.(mbl.is)
Vonandi mun Eva Joly veita okkur nægilega góð ráð til þess að við getum náð þeim fjármunum,sem komið hefur verið undan í skattaskjólum.Það var fengur að því að fá hana til starfa hér.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Laun hækka um 13500 kr. Stöðugleikasáttmáli á lokastigi
Gerð stöðugleikasáttmála í efnahagsmálum er á lokastigi, samkomulag hefur náðst um hækkun launa, en stjórnvöld eiga eftir að ljúka málum sem meðal annars snúa að skattahækkunum árin 2010 og 2011.
Svokallaður stöðugleikasáttmáli í efnahagsmálum er á lokastigi. Samkomulag hefur náðst milli forsvarsmanna ASÍ og samtaka atvinnulífsins um hækkanir almennra launataxta. Það sem útaf stendur eru mál sem snúa að ríkisstjórninni. Óvíst er hvort samkomulag næst í dag.
Kjarasamningar munu samkvæmt tillögunni halda og 13.500 króna launahækkuninni sem frestað var í febrúar verður skipt upp í tvennt þannig að launataxtar hækka um helming upphæðarinnar 1. júlí eða 6.750 krónur og jafnhá upphæð kemur til hækkunar 1. nóvember. Launahækkanir sem áttu að verða um áramót frestast einnig. Þetta var kynnt ríkisstjórn í gær með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Boðað hefur verið til fundar formanna aðildarfélaga ASÍ klukkan 15 í dag. Heimildir fréttastofu herma að líklegra sé að tillagan verði samþykkt en ekki. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir gott ef kjarasamningar halda.
er þó óvissa með sjálfan stöðugleikasáttmálann og bæði ASÍ og SA setja fyrirvara um að stjórnvöld klári að móta stefnu sína í ríkisfjármálum og efni fyrri yfirlýsingar.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Laun verkafólks hækka 1.júlí en lækka hjá öldruðum á sama tíma!
Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin? Hún hefur lagt fram frumvarp um lækkun launa aldraðra og öryrkja 1.júlí n.k. En á sama tíma eiga laun verkafólks og launþega almennt að hækka samkvæmt samkomulagi sem ASÍ og SA gerðu í gærkveldi.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á sömu hækkun á lífeyri sínum og launþegar almennt fá á launum..Ríkisstjórnin verður því að draga til baka launalækkun lífeyrisþega og hækka laun þeirra 1.júlíí n.k. í samræmi við launahækkun verkafólks.Allt annað eru svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Kaup launþega hækkar 1.júlí en laun aldraðra lækka!
Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin? Hún hefur lagt fram frumvarp um launalækkun aldraðra og öryrkja 1.júlí n.k. en um leið hækka laun launþega í landinu samkvæmt samkomulagi,sem gert var í gærkveldi.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á sömu hækkun og launþegar í landinu.Þess vegna verður ríkisstjórnin að draga frumvarp sitt um launalækkun lífeyrisþega til baka og veita öldruðum og öryrkjum sömu hækkun á lífeyri og launþegar eru að fá.Allt annað eru hrein svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 6,8% sl. 12 mánuði- neysluvísitala hækkað um 11,6%
Launavísitala í maí, sem Hagstofan reiknar út, hækkaði um um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,1% en vísitala neysluverðs um 11,6%.
Vísitala kaupmáttar launa í maí lækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,8%.(visir.is)
Svo virðist sem ASÍ sé búið að tryggja sér nokkra hækkun til þess að vega upp á móti minnkandi kaupmætti.Kaup hækkar um 7 þús. kr. í tvennu lagi 1.júlí og 1.nóvember.Aldraðir og öryrkjar verða hins vegar að bera minnkandi kaupmátt bótalaust og meira en það.Það á að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og verkafólk og launþegar almenn fá kauphækkun.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Vissulega er dómstólaleiðin fær
Tveir virtir lögfræðingar hafa tjáð sig á Útvarpi Sögu um Icesave málið, þeir Stefán Már Stefánsson prófessor og Magnús Thoroddsen,fyrrverandi hæstaréttardómari. Báðir telja þeir,að leggja hefði átt Ice Save málið fyrir dómstóla.Stefán Már segir,að ekkert í íslenskum lögum eða tilskipun ESB segi,að ríki beri ábyrgð ef innlánstryggingasjóður geti ekki greitt. Stefán Már segir,að ef Ísland hefði ekki staðið að framkvæmd tilskipunar ESB á réttan hátt hefði íslenska ríkið verið bótaskylt. En Ísland innleiddi tilskipunina á réttan hátt og því er ekkert upp á íslenska ríkið að klaga.Tryggingasjóður innlána á að borga samkvæmt tilskipun ESB en ekki íslenska ríkið.Lögfræðingarnir segja,að ef ekki var unnt að koma sér saman um dómstól hefðu Bretar og Hollendingar orðið að sækja málið fyrir dómstólum,ef þeir vildu ekki una því að tryggingasjóður innlána einn greiddi Ice save. Þessir aðilar þurftu að sækja "rétt" sinn fyrir dómstólum,ef þeir töldu íslenska ríkið eiga að borga.
Þrýstingur einstakra landa innan ESB á Íslendinga hefur ekkert með lögfræði að gera.Þar er um það að ræða,að stórveldi eru að kúga smáríki.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Laun hækka 1.júlí og aftur 1.nóvember
Laun munu hækka um næstu mánaðamót og um sömu upphæð í nóvember samkvæmt samkomulagi sem samningamenn vinnumarkaðarins gerðu í gær og kynntu ríkisstjórn í gærkvöld. Enn er þó ekki víst að stöðugleikasáttmála verði lokið í dag.
Samkomulag hefur náðst milli forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um að skipta upp launahækkun 1.júlí þannig: Helmingur upphæðarinnar um næstu mánaðamót og hinn helmingurinn komi til hækkunar í nóvember.
Þetta er liður í gerð stöðugleikasáttmálans í efnahagsmálum sem unnið hefur verið að. Samkomulagið var kynnt ráðherrum ríkisstjórnarinnar seint í gærkvöld með þeim fyrirvara að tillagan verði samþykkt innan ASÍ og SA. Ekki tókst þó að klára stöðugleikasáttmálann í heild sinni. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, býst við því að samkomulagið verði samþykkt innan samtaka vinnumarkaðarins.
Við erum að koma með mjög viðamikla áætlun um að lækka hallarekstur ríkissjóðs sem að hjálpar til að lækka vexti," sagði Vilhjálmur sem áður hefur sagt að forsenda þess að hækka laun sé að vextir lækki. Við vonumst líka til þess að farið verði í að fá eigendur að bankakerfinu sem hafi burði í að lána peninga, það gæfi líka færi á því að lækka vexti og hækka gengi krónunnar." Vilhjálmur segir ennfremur að miðað við þær forsendur sem SA gefi sér ættu vextir að verða komnir í eins stafs tölu ekki síðan en í haust. (visir.is)
Það er jákvætt,að aðilar vinnumarkaðar skuli hafa náð samkomulagi um kauphækkunina,sem átti að koma til framkvæmda 1.júlí. Samkomulag er um að skipta 7 þús. kr. launahækkun í tvennt: 3400 koma til framkvæmda 1.júlí´og afgangurinn 1.nóvember.Eftir þetta samkomulag getur ríkisstjórnin ekki lækkað laun aldraðra og öryrkja 1.júlí. Það verður að endurskoða.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)