Skipaviðgerðir flytjast inn í landið

Atvinnuleysi hrjáir ekki þá sem starfa við skipaviðgerðir. Verkefni sem fóru úr landi á góðæristímanum eru núna unnin hér heima.

„Við tókum ekki þátt í fjaðrafokinu undanfarin ár og því er kreppan ekki að þjaka okkur. Undanfarið höfum við auglýst talsvert eftir fólki og ráðið nánast alla umsækjendur en okkur vantar fleira fólk," segir Hilmar Kristinsson, verkstjóri hjá Stálsmiðjunni. 

Hann segir tækifærin í skipasmíðum og -viðgerðum mikil en hins vegar vanti fjármagn. „Undanfarin ár virtust allir missa áhuga á iðnaði hér innanlands og öll framleiðsla datt niður. Flestir virtust halda að peningar yrðu bara til úr pappír. Skip voru smíðuð í útlöndum og send utan til viðgerða. Við hreinlega misstum af lestinni." (mbl.is)

Það eru ánægjulegar fréttir,að skipaviðgerðir skuli hafa flutst inn í landið á ný Þær geta aukið atvinnu og ekki veitir af í þessu mikla atvinnuleysi,sem nú hrjáir okkur.

 

Björgvin Guðmundsson.


Birgitta gagnrýnir skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja

Birgitta Jónsdóttir,þingmaður,skrifar m.a. eftirfarandi á heimasíðu sína:( úr ræðu á alþingi)

Hvar er ríkisstjórnin – væri ekki eðlilegt að hún væri hér að verja þennan skelfilega gjörning sem bandormurinn hennar er?

Hvar er vonin sem þjóðin þarf svo sárlega á að halda? Hana er ekki að finna í áherslum ríkisstjórnarinnar, því nú hefur hin svokallað skjaldborg umbreyst í gjaldborg.

Ég hef gefið mér tíma til að tala við þá hugrökku öryrkja sem hafa staðið vaktina fyrir utan þinghúsið. Mér finnst ljótt að bæta á áhyggjur fólks sem nú þegar berst í bökkum ofan á það að búa við heilsubrest. Mér finnst það algerlega óafsakanlegt. Þetta ágæta fólk býr við næga óvissu til að bæta þessu ekki ofan á.

Því er Hæstvirtur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ekki hér til að verja lagasetningu sem hrifsar það sem hún barðist fyrir með kjafti og klóm til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum? Getur það verið rétt, að hæstvirtur forsætisráðherra stjórni ekki landinu heldur séu öll okkar ríkisfjármál og jafnvel pólitískar áherslur runninn undan rifjum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Sagt var hér fyrr í dag að það væri þekkt aðferð hjá AGS að láta hýsilinn sinn skera niður í þá hópa sem síst mega við því – það er gert til að öðlast trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu um að þetta sé allt gert af mikilli alvöru og engum verði eirt til að tryggja stöðugleika. Er þetta eitthvað sem við viljum taka þátt í? Er þetta eitthvað sem hægt er að verja?

Ég er ekki sammála öllu ,sem Birgitta skrifar en ég get tekið undir margt. Ég skil ekki hvers vegna  þarf að skera niður laun aldraðra og öryrkja.Það er nóg annað unnt að skera niður og því hafði verið  lofað að þeim lægst launuðu yrði hlíft svo  og velferðarkerfinu. .Við það átti að standa.

 

Björgvin Guðmundsson

mbl.is 

Ríkisstjórni brýtur lög um málefni aldraðra.Aldraðir njóta ekki jafnréttis

Í lögum um málefni aldraðra segir svo m.a.:
Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.Í stjórnarskránni eru einnig ákvæði um að ekki megi mismuna þegnunum.,
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar  um ríkisfjármál er farin sú leið að mismuna þegnunum.Lagt er til,að laun (lífeyrir) aldraðra verði  lækkuð þó vitað sé að á sama tíma sé verið að hækka laun á almennum vinnumarkaði.
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar lýstu því margoft yfir,að lífeyrir aldraðra ætti að hækka í takt við hækkun lágmarkslauna á almennum markaði.Hið sama hefur Samfylkingin  gert. Hún hefur margoft lýst því yfir,að lífeyrir aldraðra eigi að hækka sambærilega og laun á almennum vinnumarkaði og hún hefur viljað leiðrétta það,sem á vantaði í þessu efni á undanfarandi árum.Þrátt fyrir allt þetta er nú verið að lækka laun lífeyrisþega um leið og laun launþega almennt eru að hækka.Þetta er mismunun.Það er verið að mismuna þegnunum og það er brot ´á lögunum um málefni aldraðra og það er brot ´´a stjórnarskránni um að þegnar landsins skuli njóta jafnréttis.
Björgvin Guðmundsson

Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar uppfyllir kröfur IMF

Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra segir efnahagsáætlunin uppfylli kröfur alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Þetta er unnið í samræmi við hans hugmyndir um hvernig þetta sé sett fram og ég treysti því að hann telji þetta fullnægjandi," sagði Steingrímur J. Sigfússon.

Enn á þó eftir að lenda Icesave málinu á Alþingi, það er, að staðfesta ríkisábyrgðina á skuldbindingum ríkissjóðs samkvæmt samningi við Hollendinga og Breta sem nú liggur fyrir. Steingrímur telur að þingmeirihluti sé fyrir málinu þótt skiptar skoðanir séu innan þingflokks VG. Jón Daníelsson hagfræðingur sagði í fréttum í gær að Alþingi ætti að fella málið því góðar líkur séu á því að betri samningur fengist nú en áður því aðstæður væru að þróast til betri vegar í Evrópu og fjármálastöðugleiki þar ekki lengur í hættu né innstæðutryggingakerfið.

„Ég er svo fullkomlega ósammála því," sagði Steingrímur. „Ég held að Jón Daníelsson hljóti að vera að tala um einhverja aðra Evrópu."

 

Björgvin Guðmundsson


Opinberir starfsmenn vilja launahækkun fyrir þá lægst launuðu

Samningaviðræður eru að byrja um laun opinberra starfsmanna. Opinberir starfsmenn vilja fá svipaðar hækkanir og ASÍ fékk. Opinberir starfsmenn vilja að laun hinna lægst launuðu hækki.

Þetta er eðlileg krafa. En er ekki jafn eðlilegt,að laun (lífeyrir) eldri borgara og öryrkja hækki sambærilega og laun lægst launuðu opinberra starfsmanna.Jú,vissulega.

 

Björgvin Guðmundsson


Eldri borgarar í Samfylkingunni mótmæla skerðingu lífeyris

Stjórn 60+,samtaka eldri borgara í Samfylkingunni mótmælir skerðingu á lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem á að koma til framkvæmda 1.júlí n.k. Eldri boirgarar í Samfylkingunni benda á,að það sé verið að hækka laun á almennum vinnumarkaði.Samfylkingin hafi alltaf talið að laun eldri borgara og öryrkja ættu að fylgja launaþróun á almennum markaði og Samfylkingin gagnrýndi íhald og Framsókn harðlega þegar svo var ekki gert á valdatímabili þessara flokka.Það skýtur því skökku við,að nú skuli Samfylkingin skerða laun eldri borgara og öryrkja um leið og kaup launþega hækkar.Krafan er þessi: Ríkisstjórnin falli frá þessari kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson


Raddir fólksins mótmæla á Austurvelli í dag

Samtökin Raddir fólksins hafa boðað til útifundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú en þetta er 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.

Fundurinn er boðaður til að mótmæla Icesave samkomulaginu og sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja - eins og segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá verður þess krafist að réttað verði tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum.

Fjórir taka til máls á fundinum þar á meðal Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins.

Fundarstjóri verður Hörður Torfason.

 

Björgvin Guðmundsson


Fellur ríkisstjórnin vegna Ice save?

Örlög ríkisstjórnarinnar ráðast í næstu viku,þegar Ice save málið verður gert upp á þingi.Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ætla að greiða atkvæði gegn ríkisábyrgð vegna Ice save.Það þýðir að ríkisstjórnin getur aðeins treyst á eigin þingmenn. En nokkrir af þingmönnum VG eru andvígir Ice save.Og ef þeir halda við andstöðu sína þá fellur Ice save samkomulagið.Spurningin er sú hvort ríkisstjórnin fellur þá einnig.Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra segist bera ábyrgð á samkomulaginu um Ice save og gefur í skyn,að stjórnin falli ef Ice save fellur.Hvort svo verður veit enginn fyrr en búið er að afgreiða Ice save málið. En það yrði algert vantraust á fjármálaráðherra og forsætisráðherra,ef Ice save samkomulagið verður fellt. Það mundi óhjákvæmilega hafa pólitískar afleiðingar.

 

Björgvin Guðmundsson


Miklar lántökur ríkisins

Meirihluti efnahags- og skattanefnda Alþingis hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að ríkissjóður fái heimild að taka jafnvirði 290 milljarða króna lán til viðbótar þeim 660 milljörðum, sem gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins. Einnig gerir frumvarp nefndarinnar ráð fyrir því að Landsvirkjun fái heimild til að taka 50 milljarða króna að láni. 

Alls er nú gert ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að taka 950 milljarða króna að láni á þessu ári. Gert er ráð fyrir að taka þurfi 385 milljarða króna lán vegna endurfjármögnun nýju bankanna og 250 milljarða með útgáfu ríkisverðbréfa til að styrkja viðskipti á innlendum fjármálamarkaði. Þá er gert ráð fyrir að Norðurlöndin láni Íslandi jafnvirði 230.000 milljarða króna og Pólland og Rússland  85 milljarða.

Frumvarp meirihluta efnahags- og skattanefndar gerir ráð fyrir að Landsvirkjun fái heimild til að taka allt að 50 milljarða króna lán á árinu í viðbót við þá 20 milljarða króna, sem fjárlög gera ráð fyrir. Sé það í samræmi við yfirlýsingar fyrirtækisins um að 65–70 milljarða króna þurfi á yfirstandandi ári til að mæta endurfjármögnunarþörf fyrirtækisins og til að geta ráðist í nýjar virkjunarframkvæmdir. (mbl.is)

Þeta eru gífurlegar lántökur.En það hefur alltaf legið fyrir,að  leggja þyrfti bönkunum fé til endurfjármögnunar.Lánin frá Norðurlöndum,Póllandi og Rússlandi hafa einnig verið í pípunum.

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka 


Bloggfærslur 27. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband