Sunnudagur, 28. júní 2009
IMF segir,að Ice save samningurinn setji þjóðarbúið ekki á hliðina
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki haft aðkomu að gerð Icesave-samningsins en Bretar hafa hinsvegar verið sakaðir um að hafa beitt sér á bak við tjöldin innan sjóðsins til að fá hagstæðari lausn. Óvíst er hvernig atkvæðagreiðsla á Alþingi um ríkisábyrgð um vegna Icesave skuldanna fer.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt að Ísland einangrist í því tilliti að lánafyrirgreiðsla frá nágrannaþjóðum berist ekki auk þess sem samstarfsáætlunin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum raskist. Rozwadowski segir að frágangur samningsins um Icesave skuldbindingarnar sé ekki skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka fyrstu endurskoðun áætlunarinnar.
Hann segist ekki vita hvaða áhrif það hafi á samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn samþykki alþingi ekki samninginn enda sé óvíst hvernig nágrannaþjóðir sem hyggist lána Íslandi muni bregðast við. Hann getur ekki tilgreint hvort samningurinn sé góður eða slæmur. Vissulega sé 7 ára biðtíminn þar til greitt verður af láninu hagstæður en óvissa sé um heimtur af eignum Landsbankans.(visir.is)
Það er gott að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur ekki haft aðkomu að Ice save samningnum.Margir hér á landi telja,að svo hafi verið og eru þungir út í IMF af þeim sökum.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 28. júní 2009
Áskorun á Árna Pál ráðherra
-
Sunnudagur, 28. júní 2009
Það taka engir á sig launalækkun 1.júlí nema aldraðir og öryrkjar!
Árni Páll Árnason, félags-og tryggingamálaráðherra, var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Rætt var m.a. um skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja.Árni Páll sagði,að skera þyrfti niður 170 milljarða á fjárlögum á 3 árum og allir yrðu að leggja eitthvað að mörkum í þeim niðurskurði.Hann kvaðst hafa lagt áherslu á það að hlífa þeim læst launuðu,þegar tillögurnar voru samdar.Ekkert væri hreyft við lífeyri þeirra,sem hefðu engar tekjur aðarar en lífeyri almannatrygginga. Niðurskurðunni lenti fyrst og fremst á þeim sem hefðu atvinnutekjur og lífeyrissjóðstekjur.Hann kvaðst hafa haft samráð við samtök aldraðra og öryrkja og fengið frá þeim góðar ábendingar um það hvað mætti ekki gera.Hugmyndir voru uppi um að taka upp tengingu við tekjur maka á ný en frá því var horfið vegna andstöðu samtakanna. Einnig var horfið frá að fella niður heimilisuppbót.
Ekkert var rætt í útvarpsþættinum um það hvers vegna aldraðir og öryrkjar verða að ganga í vatnið á undan öðrum.Ekki var heldur rætt um það hvers vegna laun lífeyrisþega væru lækkuð þegar laun á almennum vinnumarkaði væru hækkuð. Það taka engir á sig launalækkun í þjóðféklaginu 1,júlí nema aldraðir og öryrkjar!Þeir hafa breiðu bökin að áliti ríkisstjórnarinnar!
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 28. júní 2009
NATO og Rússar í samstarf á ný
Atlantshafsbandalagið og Rússland hafa komið sé saman um að taka upp hernaðarsamstarf að nýju.
Rússar tilkynntu í ágúst í fyrra að þeir væru hættir hernaðarsamstarfi við NATO vegna fimm daga stríðs Rússa og Georgíu. Samkomulagið náðist á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna og Rússlands á grísku eynni Korfú í gær. Jaap de Hoop Scheffer, aðalritari NATO, sagði að hann hefði lengi stefnt að því að samstarfið kæmist á aftur áður en hann lætur af embætti í næsta mánuði. Scheffer sagði að ágreiningurinn vegna Georgíu væri enn óleystur en Rússar og NATO gætu starfað saman á öðrum sviðum svo sem hvað snertir Afganistan, fíkniefnasmygl og sjórán við Sómalíu.(ruv.is)
Það er jákvætt,að samkomulag skuli hafa náðst milli NATO og Rússa. Í rauninni er enginn ágreiningur milli þessara aðila.
Björgvin Guðmundsson
frettir@ruv.is
Sunnudagur, 28. júní 2009
Dragið kjaraskerðingu aldraðra til baka!
Nú eru 3 dagar þar til kjaraskerðing eldri borgara og öryrkja á að taka gildi samkvæmt frv. ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum.Ríkisstjórnin verður því að draga þessa kjaraskerpðingu til baka strax í dag eða í fyrramálið. Ég skora á Árna Páll Árnason félags-og tryggingamálaráðherra að draga þessa kjaraskerðingu strax til baka.Hann hefur nægar ástæður til þess,t.d. þá staðreynd,að samið hefur verið um kauphækkun launþega innan ASÍ síðan frv. ríkisstjórnarinnar var lagt fram.Það eru breyttar forsendur.Það er ekki unnt að láta launalækkun aldraðra og öryrkja standa eftir að samið hefur verið um kauphækkun launþega innan ASÍ.Það er gróf mismunun, ef svo verður gert og brýtur í bága við lög um málefni aldraðra,sem segja,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis.
Það er prófsteinn á ríkisstjórnina hvernig málefnum aldraðra og öryrkja reiðir af.Ríkisstjórnin komst til valda á þeim forsendum að hún væri félagshyggjustjórn og ætlaði að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Ef hún ræðst gegn kjörum aldraðra og öryrkja og sker þau niður getur hún ekki kallast félagshyggjustjórn.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 28. júní 2009
Aldraðir og öryrkjar eru hlunnfarnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)