Gylfi Magnússon: Ísland ræður við Ice save

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði enga munu vilja lána eða eiga viðskipti við ríki sem ekki gerir upp sínar skuldir í óundirbúnum fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði íslenska ríkið jafnframt vel geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave samninganna.

Þessi ummæli komu í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar, sakaði ráðherrann um hræðsluáróður vegna yfirlýsinga hans um að Ísland væri hið nýja Enron og yrði Kúba norðursins ef Icesave samningurinn yrði ekki samþykktur. Hann spurði hvað Gylfi hefði fyrir sér í því og hvernig hann leyfði sér að viðhafa slíkan hræðsluáróður.

Gylfi sagði þá margt svipað með bankahruninu og falli Enron. Það væri einfaldlega hreinskilið gagnvart umheiminum að viðurkenna það og jyki trúverðugleika landsins út á við. Kúbu-samlíkingin væri sprottin af sama meiði.

Þá aftók Gylfi að Ísland gæti ekki staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um Icesave samningnum, hann hefði reiknað það út sjálfur.

„Útflutningstekjur eru ríflega 5 milljarðar evra á ári og hafa aukist um átta prósent að meðaltali á síðustu 15 árum. Þetta er það sem þjóðarbúið hefur til ráðstöfunar," sagði Gylfi. Hann sagði þessar

útflutningstekjur standa undir því sem upp á vantar eftir að eignir Landsbankans hafa verið teknar upp í Icesave skuldina, enda hefði kreppan ekki mikil áhrif á útflutning þjóðarinnar.(mbl.is)

 

Átök um Ice save aukast. Fjölmennur fundur var í Iðnó í gærkveldi um málið og mikil andstaða vi' samningana.

 

Björgvin Guðmundsson


 

  •  
    •  

     


    Borgarafundur um Ice save í Iðnó

    Opinn borgarafundur verður haldinn í Iðnó klukkan 20 annað kvöld undir yfirskriftinni:  IceSave - Getum við borgað? Að fundinum standa sömu aðilar og stóðu fyrir borgarafundum í vetur.

    Frummælendur verða Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Að auki verða félagar í InDefence hópnum, Eygló Harðardóttir þingmaður og Elvira Méndez, doktor í Evrópurétti, á pallborði.

    Að vanda hefur öllum þingmönnum verið sérstaklega boðið.(mbl.is)

    Borgarafundirnir sl. vetur voru mjög góðir og höfðu áhrif á þróun mála.Spurning er hvort eins verður nú.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

    Fara til baka 


    Strandveiðar:22.332 kg.af þorski veiddust fyrsta daginn

    Fyrsti sóknardagur strandveiða samkvæmt nýrri reglugerð um slíkar veiðar var í gær. Að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, höfðu í gær um sjötíu bátar fengið leyfi til strandveiða samkvæmt reglugerðinni.

    Samkvæmt reglugerðinni er í júní, júlí og ágúst þessa árs heimilt að fengnu leyfi Fiskistofu að veiða allt að 3.955 lestir af þorski á handfæri og reiknast sá afli ekki til aflamarks þeirra skipa sem veiða á handfæri samkvæmt reglugerðinni.

    „Ég held að þetta verði góð lyftistöng, mér finnst þetta líka vera jákvætt að því leyti að gerir ímyndina í kringum sjávarútveginn og stjórn fiskveiða jákvæðari,“ segir Örn um strandveiðarnar.

    Örn segir að tekið hafi verið tillit til margra athugasemda sambandsins við gerð reglugerðarinnar en þó ekki allra. Mestu muni um að þeir sem veiða í atvinnuskyni í skjóli kvóta geti ekki stundað strandveiðar samkvæmt reglugerðinni tímabundið. „Um leið og menn eru komnir inn í strandveiðikerfið eru þeir bundnir þar út fiskveiðiárið,“ segir Örn. Með þetta sé nokkur óánægja meðal smábátaeigenda en gerð var athugasemd við fyrirkomulagið á sínum tíma.

    22.332 kg af þorski var landað í gær og 592 kg af ufsa. Löndun ýsu og steinbíts var innan við 10 kg. Um hádegi hafði engu verið landað í dag.(mbl.is)

    Það var rétt skref að leyfa þessar sdtandveiðar og gefa þær frjálsar. Þær gefa mörgum tækifæri til þess að veiða,m örgum,sem ekki höfðu tækifæri til þess áður.Þetta verður búbót fyrir margar sjávarbyggðir úti á landi.

     

    Björgvin Guðmundsson

    Fara til baka 


    Ice save ábyrgðin samþykkt i ríkisstjórn

    Frumvarpi um ríkisábyrgðir vegna Icesave verður dreift á Alþingi í dag en ríkisstjórnin samþykkti á sérstökum aukafundi í morgun að það færi til meðferðar í þinginu.  Þingflokkar stjórnarflokkanna ræða það eftir hádegið en í kjölfarið verður því dreift.

    Steingrímur J. Sigfússon segir fjölmörg gögn eiga eftir að koma fram sem styðji þær fullyrðingar að önnur leið hafi ekki verið fær. Í Fréttablaðinu í morgun er greint frá yfirlýsingu sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen undirrituðu um að Ísland ábyrgðist innstæðurtryggingar.

    Steingrímur segir áformað að þetta þing afgreiði málið og því sé óljóst hvenær þingi lýkur. Þetta taki þó að minnsta kosti tvær vikur. Hann segist bjartsýnn á að málið verði afgreitt, Hann nálgist málið af æðruleysi. Örlögin hafi falið honum að reyna að greiða úr þessari skelfilegu stöðu og það hafi hann reynt að gera eftir bestu samvisku.

    Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, sem lýst hefur miklum efasemdum um Icesace-samningana, segir að nú haldi menn ró sinni og ræði málin í þinginu.(mbl.is)

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessu máli reiðir af á alþingi. Sú hugmynd hefur komið upp,að bætt verði inn í frv. ákvæði um að aldrei megi greiða meira á  hverju ári vegna Ice save en 1% af landsframleiðslu. Það er skynsamleg breyting.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     

     


    Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja samþykkt á alþingi í morgun.Mótmæli hundsuð

    Alþingi samþykkti í morgun frv.um ráðstafanir í ríkisfjármálum og þar á meðal kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Ríkisstjórnin hundsaði mótmæli Landssambands eldri borgara,Öryrkjabandalags Íslands  og 60 +, samtaka eldri Samfylkingarmanna.Það hefur ekkert breyst þó komin sé ný ríkisstjórn. Mótmæli almennings eru hundsuð.Kröfu eldri borgara og öryrkja um að kjaraskerðingin yrði dregin til baka var stungið undir stól. Hvernig er með ný vinnubrögð,sem boðuð voru?Það bólar ekkert á þeim. Hér eftir er ekki unnt að kalla ríkisstjórnina félagshyggjustjórn.Það má ef til vill kalla hana fyrrverandi félagshyggjustjórn.En ríkisstjórnin veldur félagshyggjumönnum miklum vonbrigðum.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Var það skipun IMF að skera niður velferðarkerfið?

     

     

     Ögmundur Jónasson hefur lítið dáæti  á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).Löngu áður en Ísland leitaði  aðstoðar IMF  varaði Ögmundur við sjóðnum og sagði,að krafa IMF væri að skorið væri niður í velferðarkerfinu. Menn tóku á þessum tíma mátulega mikið mark á Ögmundi varðandi IMF. En nú er "félagshyggjustjórn" að skera niður almannatryggingar þó því hafi áður verið lýst yfir að staðinn yrði vörður um velferðarkefið.Hvað er að gerast? Hvers vegna þarf allt í einu að skera niður almannatryggingar þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar?  Er það skipun frá IMF? Ja,það hvarflar að manni að Ögmundur hafi haft á réttu að standa.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Svíar vilja,að Ísland sæki um aðild að ESB fyrir lok júlí

    Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá Íslendingum verði að berast eins fljótt og auðið er vilji þeir leita aðstoðar Svía í umsóknarferlinu.

    Svíar verða í forsæti Evrópusambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi og munu gegna því hlutverki næsta hálfa árið. „Afstaða Svía er alveg ljós; við viljum fá fleiri Norðurlandaþjóðir inn í Evrópusambandið og stuðningur Norðurlandanna getur reynst Íslendingum mikilvægur.“ Ask segir jafnframt að ríkisstjórn Svíþjóðar hafi fylgst vel með vandræðum Íslendinga og hún leitist við að aðstoða Íslendinga eftir fremsta megni.(mbl.is)

    Það er mikilsvirði fyrir Ísland,að Svíar skuli taka við forsæti ESB 1.júlí.Ef Ísland  kýs að sækja um geta Svíar veitt Íslandi  aðstoð i umsóknarferlinu.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Ríkisstjórnin mismunar.Segist ekki skerða laun undir 400 þús. en gerir það hjá öldruðum og öryrkjum

    Í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um skerðingu bóta aldraðra og öryrkja segir svo m.a.:

    Væntannlegar skerðingar á bótum valda miklum vonbrigðum sérstaklega þegar haft er í huga að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni verja kjör þeirra sem verst eru settir og tekið hefur verið sérstaklega fram að ekki skuli skerða heildarlaun sem eru lægri en 400.000 kr. á mánuði.
    Auk þess hefur stjórnin sagt,að hún muni ekki hreyfa taxtalaun.
    Ríkisstjórnin stendur ekki við það stefnumark sitt að skerða ekki heildarlaun undir 400 þús á mánuði þegar kemur að skerðingu hjá öldruðum og öryrkjum.Þar eru flestir,sem sæta skerðingu með laun langt ungt undir þessu marki.Það er alltaf verið að mismuna.Er ekki kominn tími til þess,að þegnar
    landsins njóti jafnréttis.
    Björgvin Guðmundsson


    Ríkisstjórn,sem skerðir kjör aldraðra og öryrkja, er ekki félagshyggjustjórn

    Það hefur mikið verið  talað um það hvað það sé hagsætt fyrir fólkið í landinu og sérstaklega fyrir láglaunafólk,aldraða og öryrkja að fá félagshyggjustjórn til valda í landinu.En hvað er félagshyggjustjórn? Fyrir hvað standa félagshyggjuflokkar?  Þeir standa fyrir það að leysa málin á félagslegum grundvelli.Þeir standa fyrir samfélagslegan rekstur í stað óheftst einkareksturs og þeir standa fyrir það að styðja og efla velferðarkerfið,einkum almannatryggingar.Þeir vilja réttlátt skattakerfi,sem dreifir byrðunum á þjóðfélagsþegnana réttlátlega.Alþýðuflokkurinn og síðan Samfylkingin hafa viljað standa vörð um almannatryggingar.VG hafa verið samstíga Samfylkingunni í því efni. En nú bregður svo við, að þessir flokkar,sem taldir hafa verið félagshyggjuflokkar ráðast gegn almannatryggingunum,velferðarkerfinu og ætla að skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja strax  á  miðvikudag. Jafnframt tilkynna þessir flokkar að þeir vilji einkavæða bankana á ný.Hver er þá munurinn á þessum flokkum og borgaralegum hægri flokkum? Einkavæðing bankanna átti stærsta þáttinn í bankahruninu. En það er eins og menn hafi ekkert lært. Samfylking og VG lýstu því yfir fyrir kosningar og við myndun ríkisstjórnar að þeir ætluðu að standa vörð um velferðarkerfið og þeir bættu meira að segja um betur og sögðu,að þeir ætluðu að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Voru þetta aðeins orðin tóm.Árásin á almannatryggingarnar,á velferðarkerfið leiðir í ljós,að það var ekkert að marka yfirlýsingar þessara flokka í þessu efni.Ef niðurskurður lífeyris aldraðra og öryrkja nær fram að ganga geta þessi flokkar,Samfylking og VG ekki kallast félagshyggjuflokkar. Þeir eru þá engu betri en íhaldið og framsókn.Það fylgir .því ábyrgð að vera félagshyggjumaður. Ef stefnumálin gleymast um leið og sest er í ráðherrastól hafa þeir ráðherrar,sem það gera, ekki risið undir þeirri  ábyrgð að kallast félagshyggjumenn.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Lífeyrissjóðirnir tilbúnir að láta 100 milljarða í framkvæmdir

    Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að lána 90 til 100 milljarða króna í opinberar framkvæmdir á næstu fjórum árum. Þetta er haft eftir Arnar Sigurmundssyni, formanni Landssamtaka lífeyrissjóða,.

    Meðal framkvæmda sem þessir fjármunir gætu nýst í eru Vaðlaheiðargöng og bygging samgöngumiðstöðvar í Reykjavík.(ruv.is)

    Það er mikið ánægjuefni,að lífeyrissjóðirnir skuli tilbúnir í að aðstoða við uppbyggingu samfélagsins eftir hrunið.Þeir telja sig geta ávaxtað fé sitt vel með því að lána ríkinu og þá fara hagsmunir beggja aðila saman.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Bloggfærslur 29. júní 2009

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband