Miðvikudagur, 3. júní 2009
Jóhanna:Niðurfelling þýðir kollsteypu
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að yrði farið að tillögum talsmanns neytenda og Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda myndi það setla allt endurreisnarferli bankanna í uppnám yrðu þær að veruleika.
Þá myndu tillögur Framsóknarflokksins um afkriftir hluta fasteignaskulda kosta bankana 900 milljarða króna, þar af 285 milljarða vegna heimilanna í landinu. Ef farið verður í þessar aðgerðir þá munum við fara hér í aðra kollsteypu, sagði Jóhanna á Alþingi þegar rætt var utan dagskrár um skuldir heimilanna.
Þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki tekið með hvað þetta þýddi fyrir Íbúðarlánasjóð, sem færi á hausinn ef það væri farið að tillögum framsóknarmanna, sagði Jóhanna og bætti við að ekki hafi verið rætt hvaða áhrif þetta hefði á lífeyrissjóðina og greiðslustöðuna þar.
Ef farið væri í tillögur framsóknarmanna þá þýddi það ,að 17.500 heimili, sem eru með meira en 20 milljónir kr. í jákvæða eiginfjárstöðu, að niðurfelling á húsnæðisskuldum þeirra væri 41 milljarður kr., sem er meira en við förum nú með í allar barnabætur og húsnæðisbætur, fæðingarorlof og fleira. Og þetta er tvöfalt meira en sá halli sem við þurfum að glíma við á þessu ári, sagði ráðherra.
Óraunhæfar aðgerðir eins og hér hefur verið lagt fram, sem að setja þessa þjóð þráðbeint á höfuðið, að það eru ekki tillögur sem ég vil fara í, sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Húsleit hjá Hannesi Smárasyni
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit að Fjölnisvegi 9 og 11 í morgun en þau hús eru skráð á eiginkonu Hannesar Smárasonar annarsvegar og hinsvegar á eignarhaldsfélag sem er í eigu Hannesar. Einnig var gerð húsleit hjá lögfræðistofunni Logos í tengslum við málið.
Samkvæmt heimildum fréttastofu beinist rannsóknin að hugsanlegum skattalagabrotum tengdum nokkrum félögum sem tengjast FL Group og Hannesi Smárasyni. Rannsókn er á frumstigi.
Það hefur verið margt um manninn á Logos í morgun því menn frá embætti sérstaks saksóknara gerðu þar einnig húsleit í morgun í tengslum við kaup sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi, líkt og Vísir hefur greint frá.
Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri Logos er stjórnarmaður í félagi sem Hannes á og einn nánasti viðskiptafélagi Hannesar Smárasonar. (visir.is)
Það er ekki vonum seinna,að húsleit sé gerð hjá útrásarvíkingum.Ef þessir aðilar hafa eitthvað að fela fyrir yfirvöldum hafa þeir haft nægan tíma til þess að eyða gögnum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Borgarahreyfingin á móti Icesave- samningi
Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir upphæð Icesave samninganna hærri en Ísland ráði við en í undirbúningi er þingsályktunartillaga þar sem mótmælt er drögum að samningi við Breta vegna málsins.
Sterkur orðrómur er um það í þinginu að skrifað verði fljótlega undir en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra bar það til baka í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sagði Steingrímur, í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að viðræður aðila hefðu gengið hægar en ætlað var, m.a. vegna þess að Bretar hafi ítrekað óskað eftir frestun. Því séu formlegar samningaviðræður ekki hafnar og ekki standi til að ganga frá samkomulagi á morgun eða næstu daga. Slíkt samkomulag verði heldur ekki gert án samráðs við utanríkismáalanefnd þingsins.
Þór Saari sagðist hins vegar í dag hafa það úr fleiri en einni átt að það standi til að skrifa undir skuldbindingarnar á morgun í London.
Þór segist vara við því enda sé um að ræða skuldbindingar upp að sjö hundruð milljörðum. Íslendingar eigi ekki að þurfa að kyngja því að skrifað sé undir slíkar skuldbindingar án þess að Alþingi hafi fjalla ítarlega um málið.
Þór segir ekki ljóst hverskonar samningur þetta sé. Hugmyndin sé þó sú að traust útlánasöfn bankanna komi á móti þessum 700 milljörðum þannig að Íslendingar greiði að hámarki eitthundrað milljarða. Traust útlánasöfn séu hinsvegar ekki fyrir hendi í dag. Sem dæmi hafi skuldabréf í General Motors verið traust áður en fyrirtækið fór á hliðina um helgina.
Hann segir að stjórnvöldum virðist liggja á að ljúka þessu máli til að geta hafið aðildarviðræður við ESB en það sé skilyrði fyrir viðræðum að þessu máli verði lokið.
Þór Saari segir að þarna sé hugsanlega verið í asanum að bæta 700 milljörðum við skuldaklafa Íslendinga. Það sé stór upphæð fyrir Íslendinga en sé litið til höfðatölu, sé samsvarandi upphæð um 300 millljónir fyrir Breta. Þetta sé því nánast skiptimynt í því samhengi. (mbl.is)
Ég tel,að fara verði m,jög varlega í samningagerð við Breta um Icesave.Ekkert liggur á að skrifa undir.Það þarf að lækka upohæðina eins mikið og mögulegt er.Íslendingar geta ekki borgað.Svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Enn rætt um kjaraskerðingu kennara
Kennarar funduðu í allan gærdag um stöðu sinna kjarasamninga og rædd voru viðbrögð við hugmyndum um að stytta skólaárið og lækka laun kennara. Beðið er niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar og aðilja vinnumarkaðarins áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir menn upptekna af vþí að fá að vita hvaða efnahagsráðstafana verði gripið til og hvað verði gert til að verja það sem eftri sé af kaupmætti og störfum. Eiríkur segir sambandið ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort leggja eigi áherslu á að laun verði hækkuð. Kennarar átti sig á því að stærri hagsmunamál en launin séu í húfi, því þeir geri sér grein fyrir að í launaliðnum sem slíkum sé ekki feitan gölt að flá. (ruv..is)
Kennarastarfið er mjög mikilvægt og ekki síst nú ,þegar erfiðleikar eru í efnahagslífi landsmanna.Það er því algert neyðarbrauð að skerða kjör kennara eins og rætt er um.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Gott framtak Össurar
Það hefur verið gagnrýnt,.að Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra,skuli hafa farið til Möltu til viðræðna við ráðamenn þar um Evrópusambandið, þar eð ´´Island hefði enn ekki samþykkt að ganga til viðræðna við ESB.Ég tel,að það ætti frekar að þakka utanríkisráðherra gott framtak.Malta er aðili að ESB og fékk ágætan samning,m.a. sérmeðferð í sjávarútvegsmálum.Auk þess er Malta smáríki eins og Ísland. Það er því vissulega gagnlegt fyrir Íslendinga að læra af Möltu í þessu efni.Össur er í opinberri heimsókn á Möltu og hittir þar bæði forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann. Fiskveiðar Möltu eru mikið minni en Íslendinga og því eru þær ekki sambærilegar en þaó getur verið gagnlegt fyrir okkur að kynnast náið þeirri sérmeðferð sem Malta fékk við inngöngu í ESB. Össur á þakkir skilið fyrir framtakið.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Vel heppnuð heimsókn Dalai Lama
Heimsókn Dalai Lama til Íslands hefur heppnast mjög vel. Mjög góð aðsókn var að fyrirlestri hans í Laugardalshöll og hið sama má segja um fyrirlestur hans í Háskóla Íslands.Þá tókst heimsókn Dalai Lama í alþingi einnig vel.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,forseti alþingis, tók vel á móti trúarleiðtoganum en einnig átti hann fund með utanríkismálanefnd. Tveir ráðherrar,Katrín Júlíudóttir og Katrín Jaoksdóttir, áttu einnig fund með með Dalai Lama svo og formenn þingflokka Samfylkingar og Borgarahreyfingar.Hið eina sem á vantaði var að forsætisráðherra eða utanríkisráðherra ættu fundi með trúarleiðtoganum.Þegar Dalai Lama var á Danmörku átti forsætisráðherrann þar fund með Dalai Lama.Kínverjar hafa mótmælt heimsókn Dalai Lama til Íslands og því að´ íslenskir ráðamenn skuli hafa rætt við hann. Það hefði engu breytt þó æðstu menn landsins hefðu hitt hann. Við eigum ekki að láta Kínverja ráða því hverja við hittum þó viðskiptahagsmunir séu mikilvægir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Stranda nýir kjarasamningar á stýrivöxtum Seðlabankans?
Við gerðum grein fyrir því að það er mjög þungt á milli okkar og atvinnurekenda varðandi launaliðinn og hangir á bláþræði svo næstu daga verður að ráðast hvert framhaldið verður þar. Það er alveg ljóst að afstaða atvinnurekenda ræðst að miklu leyti af vaxtamálum og þróun þeirra þannig að það er ákaflega mikilvægt næstu daga að reyna að finna einhverja leið út úr þessum ógöngum. Gylfi segir mikinn vilja til þess að vinna áfram með ríkisstjórninni og sameinast um framtíðarsýn, hinsvegar liggi lausn vandans hvað varðar launahækkanir á vinnumarkaði ekki hjá henni.
Það er auðvitað ekki ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um vexti, það er annarra. En ég held að það séu allar forsendur til þess að ná saman um það sem snýr að málum milli okkar og ríkisstjórnarinnar.(mbl.is)
Það er greinilega of mikið vald í höndum Seðlabankans,að bankinn skuli einn ráða stýrivöxtum.Nú þegar viðreisn atvinnulífsins er komin undir því að stýrivextir lækki er allt undir því komið,að vextirnir lækki en litlar líkur á verulegri læk kun vaxta.Allt bendir til þess,að aðeins verði um óverulega lækkun að ræða eða enga.
Björgvin Guðmundsson