Föstudagur, 5. júní 2009
Steingrímur J. fær umboð til að undirrita Icesave samninga
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar til að halda viðræðum áfram um lausn Icesave deilunnar á þeim nótum sem kynntar voru í ríkisstjórn og þingflokkum í morgun, á sérstökum aukafundi í ríkistjórn klukkan tólf.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að þau drög að samkomulagi sem hafi verið kynnt séu mun hagstæðari hvað varðar lánstíma og vaxtakjör en áður hafi verið í boði. Tryggingasjóður innlána gengur frá málinu með ríkisábyrgð, en vegna ábyrgðanna þarf málið að fara fyrir þingið.
Jóhanna, segir að á næstu sjö árum gangi eignir Landsbankans upp í skuldbindingar vegna Icesave, sem séu um 640 milljarðar króna. Björtustu vonir standi til að eignirnar nægi fyrir um 95% af þeirri upphæð. Síðan þurfi Innstæðutryggingasjóður að gefa út skuldabréf fyrir eftirstöðvunum ef eignirnar duga ekki.
Jóhanna segir að málið sé ekki í höfn fyrr en samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hafi allar samþykkt þetta. Vonir standi þó til að þetta verði undirritað fljótlega með fyrirvara um samþykki alþingis. Þetta sé mikilvægur þáttur í endurreisnarferlinu, ásamt Norðurlandasamningunum en þá sé þjóðin komin langt með að ná sátt við Alþjóðasamfélagið.
Jóhanna segir að það sé aftur komið jákvætt hljóð í aðila vinnumarkaðarins varðandi gerð stöðugleikasáttmála og fljótlega sjái fyrir endann á niðurstöðu í ríkisfjármálunum og endurreisn bankanna. Ef það náist að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok sumarþings sé búið að stíga afar stórt skref í því að ná utan um endurreisnarferlið.(visir.is)
Ég tel samningsdrögin,sem kynnt hafa verið, hvergi nærri nógu hagstæð.Ef Ísland á að borga eitthvað, sem því ber engin skylda til, verða að nást hagstæðari samningar.Svavar Gestsson formaður íslensku samninganefndarinnar hefur ekki staðið sig nógu vel í samningagerðinni enda hefur hann enga reynslu í samningum um fjárhagsmálefni,´
sem hér um ræðir.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 5. júní 2009
Upphlaup á alþingi út af Icesave!
Mikið upphlaup varð á alþingi í dag vegna Icesave samninganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu,að þeim hefðu verið kynnt í trúnaði drög að samkomulagi um uppgjör Icesave. Kröfðust þeirt þess,að þingfundi yrði frestað og Icesave málið tekið á dagskrá. Var þingmönnunum mikið niðri fyrir og þeir höfðu uppi stór orð. Sérstaklega voru þeir illir yfir því,að forsætisráðherra hefði átt viðtöl við fréttamenn í hádeginu um Icesave enda þótt trúnaður ætti að ríkja. Steingrímur J. fjármálaráðherra sagði,að ekki væri komið að undirritun samninga.Það hefði aðeins verið ákveðið að kynna stjórnarandstöðunni stöðu samninganna.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. júní 2009
Ice save: Ekki nógu góður samningur
Íslenska ríkið þarf ekki að byrja að greiða af höfuðstól láns sem Bretar veita því vegna Icesave deilurnar fyrr en eftir sjö ár. Á þeim tíma þarf þó að greiða vexti af skuldabréfi sem verður gefið út með ríkisábyrgð. Heildarskuldbindingar Íslands vegna Icesave verða upp á 650 milljarða króna samkvæmt samkomulaginu og vextirnir 5,5 prósent á ári, samkvæmt heimildum mbl.is.
Á þessum sjö árum mun verða reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina. Einnig munu heilbrigð útlánasöfn Landsbankans safna tekjum á þeim tíma, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Að þeim loknum mun síðan koma í ljós hversu stór hluti af höfuðstólnum muni lenda á íslenskum skattgreiðendum. Þá verður einnig sá möguleiki fyrir hendi að aðstæður á lánamörkuðum hafi breyst og að ríkinu bjóðist betri kjör annarstaðar en hjá Bretum.
Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave-deiluna, kynnti þingflokkum stjórnmálaflokkanna þessa niðurstöðu í morgun. Málið var síðan tekið fyrir á fundi utanríkismálanefndar í dag. Heimildir vefútgáfu Morgunblaðsins herma að óánægju gæti innan hluta stjórnarandstöðunnar með þessa niðurstöðu. Nokkrir þingmenn vilja láta á það reyna hvort að íslenska ríkinu sé raunverulega skylt til að standa við þær skuldbindingar sem stofnað var til vegna Icesave-reikninganna.(mbl.is)
Með tilliti til þess,að íslenska ríkinu bert engin skylda til þess að greiða Ice save reikningana er það samkomulag sem er til meðferðar hvergi nærri nógu hagstætt Íslendingum. Lánið,sem um ræðir hefði þurft að vera vaxtalaust í 7 ár.Þá hefði þetta komið til greina. En við ráðum ekki við greið'slur samkvæmt því samkomulagi sem er í burðarliðnum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 5. júní 2009
Það mætti ákveða nýjan vaxtaákvörðunardag
Rætt var um stýrivaxtalækkun Seðlabankans á alþingi í morgun.Þingmenn eru sammála um ,að lækkun um 1 próssentustig í gær sé alltof lítil lækkun.Forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir,sagði,að lækkunin hefði valdið sér miklum vonbrigðum.Hún hefði átt von á meiri lækkun og allar forsendur hefðu verið fyrir því,að lækkun hefði getað orðið meiri.Búið var að kynna Seðlabankanum áform ríkisstjórnarinnar um breytingar í ríkisfjármálum.Þessar bnreytingar yrðu gerðar opnberar í næstu viku. Jóhanna sagði,að Seðlabankinn gæti ákveðið fleiri vaxtaákvörðunardaga en einn í mánuði og Seðlabankinn gæti því breytt vöxtum síðar í þessum mánuði ef bankinn teldi forsendur til þess.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. júní 2009
Athyglisvert uppbyggingarstarf á Keflavíkurflugvelli
Í gær átti ég þess kost að fara í kynningarferð um Keflavíkurflugvöll með stúdentaárangi mínum.Þetta var mjög gagnleg og ánægjuleg ferð og leiddi í ljós,að mikið og athyglisvert uppbyggingarstarf hefur átt sér stað á fyrrverandi varnarsvæði. Þar ber hæst Keilir,háskólinn á flugvellinum en mikil aðsókn er að skólanum og framsókn skólans á fljúgjandi ferð.Einnig hafa nokkur frumkvöðlafyrirtæki fengið inni á flugvellinum og verið er að undirbúa að setja upp mikið netþjónabú í húsnæði,sem tekið hefur verið frá fyrir þá starfsemi.Miklar vonir eru bundnar við netþjónabúið.Í undirbúningi er starfsemi í sjúkrahúsi flugvallarins og m.a. rætt um að taka við sjúklingum þar erlendis frá,sem þyrftu að fara í skurðaðgerðir hér en 4 skurðstofur eru í sjúkrahúsi flugvallarins. Mikið er af íbúðarhúsnæði á flugvellinum en alls bjuggu 6 þús. varnarliðsmenn þar þegar mest var. Nú þegar hafa 2000 Íslendingar fengið húsnæði á flugvellinum.Leikskólar og barnaskólar eru starfsræktir þar. Ljóst er,að Þróunarfélagið hefur unnið gott starf á Keflavíkurflugvelli.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. júní 2009
Ætlar að tryggja nægt fé til Atvinnuleysistrygging
Ekki hefur enn verið ákveðið nákvæmlega hvernig aflað verður fjár í Atvinnuleysistryggingasjóð en fyrir liggur að hann verður uppurinn í haust vegna hinnar miklu fjölgunar atvinnulausra. Verður það að öllum líkindum um mánaðamót október/nóvember.
Útgjöld til atvinnuleysistrygginga eru forgangsatriði og bæturnar verða greiddar, segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Hann kveður málið vera í náinni skoðun.
Hann segir að nota verði skatttekjur og beita niðurskurði í rekstri ríkisins til að bregðast við. Ég sé ekki að við ráðum við að leggja á skatta fyrir öllum fyrirsjáanlegum umframútgjöldum sjóðsins á þessu og næsta ári, segir Árni og telur því sennilegt að leitað verði skammtímalána til að fjármagna sjóðinn. Í bili muni féð þó koma úr ríkissjóði.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir söguna sýna að þegar atvinnuleysi aukist sé yfirleitt gripið til þess að hækka svonefnt tryggingagjald. Er gjaldið lögbundinn tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs og inna launþegar það af hendi samkvæmt lögum þar um. Ég á ekki von á því að það gerist neitt annað núna, segir Vilhjálmur. (mbl.is)
Það er gott,að félagsmálaráðherra er ákveðinn í því að útvega atvinnuleysistryggingasjóði nægt fé.Ekki má koma til þess að atvinnulausir fái ekki greiddar bætur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)