Frv. um 20 milljarða niðurskurð og tekjuaukningu

Fjármálaráðherra leggur fram í vikunni frumvarp um niðurskurð, auknar tekjur og hagræðingu hjá ríkinu upp á 20 milljarða króna. Ráðherrar funduðu með aðilum vinnumarkaðarins í dag en í viðræðum þeirra um stöðuleikasátt er meðal annars lagt til að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun framkvæmda upp á 200 til 300 milljarða á næstu árum.

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins funduðu með fjármálaráðherra í dag um þær aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast grípa til á næstunni til að ráðast gegn tuttugu milljarða umframhalla á fjárlögum þessa árs og um 150 milljarða halla sem þarf að brúa á næstu árum.
Að loknum þeim fundi funduðu fjármála- og félagsmálaráðherra með samninganefndum aðila vinnumarkaðarins í Karphúsinu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að tímasetningar aðgerða hafi verið ræddar og boðaði frumvarp um efnahagsaðgerðir í lok þessarar viku.

Fjármálaráðherra segir að í því frumvarpi verði tillögur um niðurskurð, hagræðingu og nýjar tekjur sem dugi til að stoppa í 20 milljarða umframhalla á þessu ári.

Leiðtogar stjórnarflokkanna munu funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar á morgun og fara yfir boðaðar aðgerðir og fjármálaráðherra boðar skýrslu til Alþingis um efnahagsáætlun næstu ára.

Í þeirri skýrslu verður áætlun um hvernig stjórnvöld ætla að taka á efnahagsmálunum næstu þrjú árin. Þar verði spilin lögð á borðið og allar leiðir útlistaðar.

Í viðræðum Samtaka atvinnulífsins er meðal annars verið að ræða hugmyndir um stórframkvæmdir upp á 250 til 340 milljarða á næstu fjórum árum. Steingrímur segir þetta djarfar hugmyndir en það sé gott ef aðrir aðilar, til dæmis með stuðningi lífeyrissjóðanna, ráðist í framkvæmdir. Það muni auðvelda stjórnvöldum að draga úr umsvifum hjá sér.

Steingrímur segir frumvarpið sem lagt verður fram í vikunni muni skapa grundvöll til frekari vaxtalækkana, sem Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir grundvöll þess að hægt verði að reisa við atvinnulífið. Þá sé það lífsspursmál fyrir atvinnulífið að endurreisn bankakerfisins ljúki.

Vilhjálmur segir einnig afar mikilvægt að afnema gjaldeyrishöftin. Íslensk fyrirtæki séu ekki að fjárfesta og séu ekki samkeppnishæf við fyrirtæki í útlöndum.

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins útilokar ekki að hægt verði að ná fram kjarabótum fyrir þá lægst launuðu í viðræðunum. Mestu máli skipti að lækka vexti og endurreisa banka og atvinnulíf.(visir.is)

Það er ljóst,að það styttist í  harkalegar niðurskuðartillögur. Hjá niðurskurði verður ekki komist en allt veltur á því hvernig að honum verði staðið.Væntanlega munu vextir verða lækkaðir myndarlega þegar niðurskurðartillögur sjá dagsins ljós.

 

Björgvin Guðmundsson


 


    Ice Save mótmælt á Austurvelli

    Líklegt er að mótmælt verði á Austurvelli þegar samningurinn um greiðslur vegna Icesave-reikninganna verður tekinn fyrir á Alþingi. 

    Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun gefa munnlega skýrslu um málið á Alþingi á morgun eftir fyrirspurnartíma, sem hefst klukkan 15. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að tveir þingmenn Vinstri grænna hafi í dag ekki verið tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið.

     

    Björgvin Guðmundsson

     


    Launþegar eiga að stjórna lífeyrissjóðunum án atbeina atvinnurekenda

    Nokkrar umræður hafa orðið um lífeyrissjóðina að undanförnu.Það hefur verið gagnrýnt,að stjórnendur sjóðanna,einkum framkvæmdastjórar þeirra hafa verið á ofurlaunum.Einnig hafa stjórnendur verið að þiggja luxusferðir til útlanda. Þá hefur það ennfremur verið gagnrýnt,að atvinnurkendur skuli eiga fulltrúa í stjórnum sjóðanna enda þótt þeir eigi ekkert í þeim.Þessu þarf að breyta. Launþegar,eigendur lífeyrisins,eiga einir að stjórna lífeyrissjóðunum.Atvinnurekendur eiga ekki að sitja í þessum stjórnum,Þeir eiga ekkert í lífeyrinum.Atvinnurekendur hafa gerst mjög heimaríkir í stjórnum lífeyrissjóðanna,rétt eins og þeir ættu stóran hlut í þeim en svo er ekki. Lífeyrisgreiðslur eru hluti af launakjörum launþega. Við eigum lífeyrissjóðina og fulltrúar okkar eiga að stjórna þeim en ekki fulltrúar atvinnurekenda.ÞVÍ FYRR SEM ÞESSU VERÐUR BREYTT ÞVÍ BETRA.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Af hverju þarf íslenska ríkið að borga?

    Af hverju þarf íslenska  ríkið að borga skuldir,sem einkafyrirtæki,Landsbankinn,stofnaði til í Bretlandi og Hollandi? Er eitthvað í tilskipun Evrópusambandsins,sem segir,að ríkið eigi að borga,ef tryggingasjóður innistæðna getur ekki borgað.Nei,það er ekkert í tilskipun ESB sem kveður á um það.Er íslenska ríkið svo efnað,að það taki á sig að borga skuldir,sem því  ber engin skylda til þess að borga. Nei,íslenska ríkið  hefur enga burði  til þess að taka slíkar byrðar á sig.  Ástæðan fyir .því að íslenska ríkið er samt að taka á sig þessar byrðar samkvæmt tillögum Svavars Gestssonar er sú,að ríkisstjórn Geirs H.Haarde lét Breta og Hollending ( og sennilega fleiri ESB ríki) beygja sig,kúga sig til þess að borga þó okkur bæri engin skylda til þess.Því var hótað,að við fengjum ekki lán frá IMF,ef við borguðum ekki. Þetta var sem sagt hrein kúgun af hálfu "vinaþjóða".Einnig var sagt,að ESB hefði krafist þess,að Ísland borgaði.Fróðlegt væri  að sjá samþykkt ESB þar um og rökstuðning fyrir því að Ísland gerði meira í þessu efni en tilskipun ESB kvað á um. Stefán Már, prófessor í lögum, telur,að ESB ætti fremur að borga en Ísland,þar eð mál þetta sé klúður ESB.Regluverk ESB um tryggingar innistæðna hafi verið meingallað.

    Svo virðist,sem samninganefnd Íslands við Bretland og Holland hafi ekki notfært sér það í samningunum ,að Íslandi bar engin lagaleg skylda til þess að borga.Með hliðsjón af því hefði átt að hafa lánið vaxtalaust eða með 1-2ja % vöxtum.Einnig hefði þurft að vera fyrirvari í samkomulaginu  um það hvernig með ætti að fara ef lítið sem ekkert kæmi út úr eignum Landsbankans. Íslenska þjóðin verður aldrei ánægð með það að greiða hundruð milljarða sem henni ber engin lagaleg skylda til þess að greiða.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Bloggfærslur 7. júní 2009

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband