Mótmæli vegna Icesave á Austurvelli í dag

Mótmælendur hentu smápeningum í Alþingi, sprengdu kínverja og börðu í búsáhöld meðan Steingrímur J. Sigfússon flutti Alþingi skýrslu um Icesavesamkomulagið í dag.  Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri sagði að peningum hefði rignt niður en þeir færu þó skammt með að hrökkva upp í skuldir vegna Icesave.

Um fjögur hundruð mótmæltu þegar mest var. Fimm voru handteknir en mótmælin voru þó að mestu friðsamleg. Margt fólk var í uppnámi vegna samningsins og sagði framtíð barna sinna og barnabarna stefnt í hættu. 

 

Björgvin Guðmundsson


Á að breyta lögum um Seðlabankann?

Svo virðist sem Seðlabankinn sé farinn að standa í vegi fyrir endurreisn íslenskra atvinnulífs með því að halda hér stöðugt uppi hæstu stýrivöxtum í Evrópu og sennilega á byggðu bólilÞað var boðað í mai  af hálfu Seðlabankans,að í júni yrðu stýrivextir lækkaðir mjög mikið. Síðan voru þeir aðeins lækkaðir um 1 prósentustig.Astæðan var sú,að IMF lagðist gegn vaxtalækkun og Seðlabankinn tók ekki mark á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um mikinn niðurskurð ríkisútgjaldal  Það er alvarlegt mál,ef Seðlabankinn trúir ekki ríkisstjórninni.Ríkisstjórnin  hefur unnið hörðum höndum að því að semja tillögur um niðurskurð og auknar tekjur en Seðlabankinn tekur ekkert mark á hugmyndum  þar um og bíður frumvarps eða formlegra tillagna.Það gengur ekki Seðlabankinn verður að trúa og treysta ríkisstjórninni.Geri hann það ekki er ekki fullur trúnaður þarna á milli.Hávaxtastefna Seðlabankahs hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Hinir háu vextir vinna ekki gegn verðbólgunni,heldur þvert á móti. Þ eir fara beint úr í verðlagið. Háir vextir Seðlabankans gera meira ógagn en gagn.

Ögmundur Jónasson ráðherra telur koma til greina að breyta lögum um Seðlabankann og svipta hann sjálfstæði sínu. Ég er sammála honum. Sjálfstæður Seðlabanki hefur unnið þjóðfélaginu stórskaða á undanförnum árum.

 

Björgvin Guðmundsson


Ice save: Meirihluti lána Landsbanka í Bretlandi tryggður með veðum

Meirihluti lánasafns Landsbankans í Bretlandi er tryggður með veði í eignum fyrirtækja þar í landi og víðar. Hluti safnsins eru lán til fyrirtækja sem eignarhaldsfélag Baugs átti og Landsbankinn tók yfir í febrúar.

Forsendan fyrir því að íslenska ríkið beri sem minnstan skaða af samningnum um Icesave sem kynntur var í gær, er að það takist að vernda og síðan selja eignasafn Landsbankans í Bretlandi upp í þær skuldir sem við blasa, á sjöunda hundrað milljarða króna.

Eignirnar sem um er að ræða eru lán til fyrirtækja í margvíslegum iðnaði, framleiðslu og þjónustu, bæði í Bretlandi og víðar til dæmis í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg.Þarna er einnig að finna skuldabréfasöfn og lán sem bankinn veitti fyrirtækjum undir hatti BG Holding - eignarhaldsfélags Baugs, sem skilanefnd Landsbankans tók yfir í febrúar. Meirihluti þessara lána eru í evrum - og þau eru tryggð með veðum í eignum fyrirtækjanna. Síðan hryðjuverkalögum var beitt á bankann í Bretlandi í vetur - hafa afborganir af þessum lánum farið inn á vaxtalausa reikninga í seðlabankanum í London. Þar er nú að finna ríflega fimmtíu milljarða króna - sem losnar um 15. júní, þegar kyrrsetningu eigna verður aflétt.( ruv.is)

Erfitt er að fullyrða hvað mikið innheimtist af eignum Landsbankans í Bretlandi en miðað við mat virtra endurskoðendaskrifstofa verður það 75-95% sem innheimtist. Gott er til þess að vita að 50 milljarðar gangi upp í skuldina strax 15.júní.

 

Björgvin Guðmundsson


3,6% samdráttur landsframleiðslu.Minni samdráttur en búist var við

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2008 til 1. ársfjórðungs 2009. Að sögn Hagstofunnar drógust þjóðarútgjöld á sama tíma saman um 3,3% þar sem einkaneysla jókst um 1,7%, fjárfesting dróst saman um 31,3% og samneyslan um 2,2%.

Miðað við fyrsta ársfjórðung á síðasta ári telst landsframleiðslan hafa dregist saman um 3,9%, að sögn Hagstofunnar.

Samdrátturinn í íslenska hagkerfinu er ívið meiri eða svipaður og mældist á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.  Í Þýskalandi mældist samdráttur 3,8% og 4% í Japan á fyrsta ársfjórðungi miðað við ársfjórðunginn á undan.

Fram kemur í Hagvísum Hagstofunnar, að á 1. ársfjórðungi hafi útflutningur sjávarafurða að heita má verið sá sami að magni og verið hafði á 1. fjórðungi fyrra árs. Aftur á móti óx aflinn um sem næst 14% og sé því talið að birgðir sjávarafurða hafi aukist umtalsvert.

Birgðir fullunnins áls séu einnig taldar hafa aukist nokkuð en á móti bendi áætlanir til lækkunar á birgðum rekstrarvara. Að öllu samanlögðu séu birgðir því taldar hafa aukist um tæpa 7,2 milljarða króna á 1. ársfjórðungi.

 

Björgvin Guðmundsson


Heildarskuldir ríkisins 1244 milljarðar

Heildarskuldir ríksins eru 1244 milljarðir samkvæmt fréttum frá hagstofunni um fjármál hins opinbera fyrsta ársfjórðung.

Þar kemur einnig fram að ríkið var rekið með 24 milljarða halla á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 18 milljarða tekjuafgangi á sama tíma á síðasta ári.

Heildartekjur hins opinbera námu 152,7 milljörðum króna en fyrir ári síðan voru það 164,4 milljarðar. Lækkunin nemur ríflega 7 prósentum á milli ára.

Heilarútgjöld hins opinbera jukust um 21 prósent eða úr 146,4 milljörðum árið 2008 upp í 176,7 milljarða nú í ár. Þá segir í hagtíðindum að mikil útgjaldshækkun skýrist aðallega á tíu milljarða hækkun í félagslegum tilfærslum til heimila og tæplega 10 milljarða króna hækkun í vaxtakostnaði ríkisins.

Þá er áætlað að kaup hins opinbera á vöru og þjónustu hafi hækkað um tæplega 8 milljarða króna milli tímabilanna.

Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, það er, peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 244 milljarða króna í lok 1. ársfjórðungs 2009 samanborið við 45 milljarða króna jákvæða eign á sama ársfjórðungi 2008. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1244 milljörðum króna í lok þessa árs.

Rétt er að nefna að Hagstofa Íslands hefur þurft að þessu sinni að beita áætlunum í ríkara mæli við mat á afkomu hins opinbera vegna slakra skila sveitarfélaga á fjármálatölum líðandi árs.(visir.is)

Þetta eru miklar skuldir ríkisins en nokkru minni en oft eru nefndar í umræðunni.Af þessu sést,að Ísland hefur ekki efni á því að taka neitt á sig sem því  ber ekki skylda til þess að greiða. Ice save skuldbindingarnar um umdeilanlegar og engan vegin víst,að íslenskra ríkinu beri að greiða þær.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband