Þriðjudagur, 9. júní 2009
Ekki kemur til greina að skerða kjör aldraðra og öryrkja
Ráðherarnir tala mikið um nauðsyn sparnaðar og aukna skattlagningu.Þeir hafa sagt,að í niðurskurði verði ekkert undanskilð.Þeir hafa gefið í skyn,að það þurfi m.a. að skerða velferðarkerfið.Með hliðsjón af kosningaloforðum og stefnu stjórnarinnar í velferðarmálum vil ég benda á,að ekki kemur til greina að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja.Þar er ekki af neinu að taka.Kjör þessara hópa eru í lágmari. Það verður því að leita á önnur mið. Að mínu mati má hækka skatta þeirra sem hafa yfir 5-600 þús. á mánuði og það má leggja á hátekjuskatt á ný. Skera má niður allan óþarfa í ríkisrekstrinum og spara alls staðar í ríkisgeiranum þar sem það er mögulegt.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Unnt að kyrrsetja eignir auðmanna
Engar eignir hafa verið kyrrsettar vegna bankahrunsins en fjöldi manna hefur réttarstöðu grunaðra og því hafa skapast lagalegar forsendur til að kyrrsetja eignir. Sérstakur saksóknari segir hinsvegar að ekki hafi þótt tilefni til þess enn sem komið er.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að örugglega hefði rannsókn á afbrotum í bankahruninu mátt miða hraðar. Margir spyrji sig af hverju menn hafi ekki verið teknir til yfirheyrslu og eignir þeirra haldlagðar. Verkefnin hafi reynst mikil og stór og það hafi þurft að byggja upp þetta starf. Það sé alltaf vont að þetta dragist. Það geti tapast gögn. Nú sé hinsvegar búið að framkvæma nokkrar húsleitir og allstór hópur manna sé kominn með réttarstöðu grunaðra. Því séu komnar upp þær aðstæður að hægt sé að kyrrsetja eignir. Hann segir Icesave samninginn liðka fyrir rannsókn á bankahruninu þar sem bresk og hollensk stjórnvöld hafi nú lofað að aðstoða við að hafa upp á eignum úr búi Landsbankans.
Dómsmálaráðherra viðraði hugmyndir á ríkisstjórnarfundi í morgun um að efla og styrkja rannsókn sérstaks saksóknara en sagði þó að ekki stæði til að leggja henni til meira fé í bili að minnsta kosti.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir að á síðustu vikum hafi komið í ljós hversu umfangsmikið verkefni er. Í lok mars hafi verið veitt auknu fé í rannsóknina en ekki sé komið í ljós hvort meira þurfi til. Málin virðist þó vera bæði mörg og stór miðað við upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu.
Aðspurður hvort embættið hafi haft bolmagn til að fara í fullu og öllu að ráðgjöf Evu Joly sagðist hann ekki geta gefið upplýsingar um það, það væru hástrategískar upplýsingar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Mótmæli halda áfram á Austurvelli í dag
Boðað er til friðsamlegra mótmæla í dag við Austurvöll og áfram út vikuna gegn Icesave-samningi ríkisstjórnarinnar. Fjöldi fólks hefur skráð sig á mótmælasíður á netinu, meðal annars tæplega 20 þúsund manns á samskiptavefnum Facebook. Hópur fólks braust inn í Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík í gærkvöld en húsið er í eigu fjárfestingafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar. Lögreglan var kvödd til og var nokkur atgangur á vettvangi.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Krafan er: Allir fái aðgang að veiðiheimildum; nýliðar og afskiptar sjávarbyggðir
Útgerðin og Sjálfstæðisflokkurinn reka nú harðan áróður gegn fyrningarleið ´ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Útgerðin hrópar alltaf að fyrirtæki í útgerð verði gjaldþrota,ef þessi leið verði farin.Þetta er hræðsluáróður sem enginn fótur er fyrir.Fyrningarleiðin setur ekki útgerðina á hausinn. Það er kvótakerfið,sem hefur sett mörg útgerðarfyrirtæki svo gott sem á höfuðið vegna mikillar skuldsetningar.Það kaldhæðnislega er,að mikið af skuldum útgerðarinnar í ríkisbönkunum eru skuldir vegna kvótabrasks.Jafnvel eru mörg dæmi um ,að útgerðarmenn hafi veðsett kvóta sína fyrir lánum til þess að taka þátt í verðbréfabraski,jafnvel útrásinni.
Útgerðin reynir að fá samúð almenning og lætur sem ríkisstjórni sé vond við útgerðina og vilji gera henni erfitt fyrir. En útgerðin gleymir því hvernig hún hefur farið með sjávarbyggðirnar úti á landi. Þar hafa kvótagreifar keypt upp kvóta heilu byggðarlaganna,farið með þá burtu og skilið eftir sviðna jörð. Húseignir í þessum byggðum hafa hriðfallið í verði vegna aðgerða kvótagreifanna. Svo væla þessir menn nú og heimta samúð almennings.
Það verður að fylgja fyrningarleið ríkisstjórnarinnar fast fram. Það á að fyrna aflaheimildir á 20 árum,aðeins um 5% á ári. Þetta er mjög mild aðgerð. Síðan verður úthlutað á ný gegn gjaldi eða aflaheimildir boðnar upp. Nýliðar eiga að fá aðgang að aflaheimildum og afskiptar sjávarbyggðir. Auðvitað munu núverandi útgerðarfyrirtæki fá mikið af aflaheimildunum á ný. Þau eru ekki óvön að kaupa aflaheimildir. Ríkisstjórnin mun hafa samráð fyrir útgerðina og samtök þeirra um framkvæmd málsins. Og mér finnst rétt að taka skuldamál útgerðarinnar inn í dæmið. Ríkisstjórnin getur ef til vill mildað eitthvað skuldamál útgerðarinnar til þess að auðvelda aðlögun.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Ríkið á ekki að greiða neitt vegna Ice save
Eins og ég hefi margoft tekið fram er ekkert í tilskipun ESB um tryggingasjóð innistæðna,sem segir,að ríki eigi að greiða ef sjóðurinn getur ekki greitt tilskyldar innistæður skv. tilskipun ESB.Þess vegna ber íslenska ríkinu engin lagaleg skylda til þess að greiða neitt vegna Ice save reikninganna í Bretlandi og Hollandi.En samt sem áður hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka ábyrgð á skuldbindingum tryggingasjóðs innistæðna vegna Ice safe. Ríkisstjórnin segir,að ríkisstjórn Geir H.Haarde hafi verið búin að skuldbinda Ísland í þessu efni. Sú ríkisstjórn lét undan hótunum Breta og IMF og lét kúga sig til þess að greiða.( Sennilega má ógilda samninga,sem gerðir eru undir kúgun) Einn ljós punktur var þó i samningi ríkisstjórnar Geirs H.Haarde við Breta. Þar var ákvæði um að ef þróun efnahagsmála á Íslandi færi á versta veg og Ísland gæti ekki borgað þá ætti að endurskoða samninginn.
Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,auk þess sagt,að til greina komi að láta bankana greiða meira en áður til tryggingasjóðs innistæðna. Það er auðvitað sjálfsagt. Þettu eru skuldir bankanna og samkvæmt tilskipun ESB átti tryggingasjóður innistæðna að standa undir greiðslum ef bankar kæmust í þrot. Ríkið átti ekki að borga.
Vonandi duga eignir Landsbankans fyrir Ice save. Ef svo verður ekki þarf að láta bankana greiða meira til tryggingasjóðs innistæðna eða í versta fali aðendurskoða samninginn og gera hann viðráðanlegri fyrir Ísland.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Skuldir gamla Landsbankans metnar á 1195 millj. Eiga að ganga upp í Icesave
Gamli Landsbankinn metur virði þeirra eigna sem ganga upp í Icesave-skuldina á 1.195 milljarða kr. Þá er búið að taka tillit til þeirra eigna sem bankinn telur sig þegar hafa tapað.
Rúmlega helmingur eignanna er útlán til viðskiptavina og þorri annarra eigna er fjármálagjörningar með gjalddaga á næstu sjö árum. Auk þess er reiknað með 284 milljörðum kr. frá Nýja Landsbankanum vegna uppgjörs fyrir yfirfærðar eignir. Meðal þeirra sem Landsbankinn í London lánaði háar fjárhæðir voru félög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og Baugs. Matið byggist á að allar eignir bankans verði greiddar á næstu 3-7 árum.
Í samkomulagi um greiðslu á Icesave-skuldinni sem náðist fyrir helgi er gert ráð fyrir að Tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi greiði um 655 milljarða kr. til Breta og Hollendinga á næstu 15 árum. Lánið ber 5,5% vexti og fyrstu sjö árin ganga einungis eignir gamla Landsbankans upp í skuldina.
Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies í Brussel, segir vextina alltof háa. Ég held að þessir vextir skapi mikla áhættu fyrir Ísland og tel að þetta sé ekki gott samkomulag fyrir landið. Ég sé ekki að nokkurt land í heiminum sé með eins miklar erlendar skuldir og Ísland eftir þetta.
Áætlað er að allar eignir gamla Landsbankans fari í að greiða niður Icesave-skuldina. Aðrir kröfuhafar bankans fái því ekki kröfur sínar greiddar. Nokkuð ljóst þykir að reyna muni á málsókn á hendur gamla Landsbankanum er fram líða stundir til að reyna að fá neyðarlögunum, sem settu innstæðueigendur í forgang kröfuhafaraðar, hnekkt. Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ef slíkar málsóknir myndu tapast þá væru áhrifin mun víðtækari en einungis á Icesave-samkomulagið. Ef ákvæðum neyðarlaganna verður hnekkt þá er allt í uppnámi. Það þýðir [...] að ríkisjóður situr ekki einungis uppi með Icesave-innstæðurnar heldur allar innstæður í íslensku bönkunum líka. Þær voru allar bakkaðar upp með þeim eignum sem voru færðar á milli á þeirri forsendu að innstæðurnar væru forgangskröfur.(mbl.is)
Það er tryggingasjóður innistæðna sem á að greiða Ice save.Bankarnir greiða til sjóðsins. Forsætisráðherra sagði í gær,að til greina kæm i að hækka framlög bankanna til sjóðsins.Það virðist góð og eðlileg lausn og geta komið í veg fyrir,að ríkið þurfi að greiða.
Björgvin Guðmundsson