Ríkisstjórnin tapar fylgi

Ríkisstjórnin tapar miklu fylgi og nýtur nú stuðnings tæplega helmings landsmanna, samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki mælst jafn mikið í sex ár.

Vinsældir beggja ríkisstjórnarflokkanna dvína samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Samfylkingin sem hefur síðustu mánuði notið stuðnings um 30% landsmanna, fengi 25% atkvæða ef kosið yrði nú. Vinstri græn mælast með 18 %, fengu 22% í kosningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 4% frá kosningum og mælist með 28%. Flokkurinn mælist því á ný stærsti flokkur landsins. 17% segjast mundu kjósa Framsóknarflokkinn nú. Flokkurinn hefur ekki mælst svo hár í Gallupkönnun síðan í ágúst 2003. Eins og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir bætir Borgarahreyfingin við sig, fengi nú 9% en fékk 7% í kosningunum.

 

Gallup lagði spurningar fyrir sjö þúsund og þrjúhundruð manns 28. maí til 29. júní. 60% aðspurðra svöruðu könnuninni og vikmörkin eru 0,2 til 1,5 prósent.(ruv.is)

Það kemur ekki á óvart,að ríkisstjórnin tapi fylgi og heldur ekki,að Samfylkingin og VG tapi. Það eru allt óvinsælar ráðstafanir sem stjórnin gerir og ekki síst atlagan gegn lífeyrisþegum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

f


Brúttóskuldir ríkisins 1700 milljarðar í lok ársins

Lögð hefur verið fram á alþingi skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð  í ríkisfjármálum.l Þar kemur fram,að   brúttoskuldir ríkisins verði 1700 milljarðar í lok þessa árs eða 130%  af landsframleiðslu.Ætlunin er að ná þessum skuldum niður á næstu 3-4 árum og eiga skuldirnar að vera..60% af landsframleiðslu  2011.Fjármálaráðherra fylgdi skýrslunni úr hlaði á alþingi í gær.. Hann sagði ,að í því gífurlega erfiða ástandi sem væri í dag yrðu allir að leggja eitthvað að mörkum.En reynt yr'ði að  hlífa þeim lægst launuðu og velferðarkerfinu..
 Björgvin Guðmundsson

Norðurlönd: Vilja slá skjaldborg um velferðarkerfið

Ef Norðurlandaþjóðirnar vilja vera leiðandi á heimsvísu í velferðarmálum verða þau að vera samtaka um að slá skjaldborg um velferðarkerfið og draga úr atvinnuleysi. Á tímum efnahagssamdráttar er norrænt samstarf jafnvel enn mikilvægara. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu félags- og heilbrigðisráðherra Norðurlandanna, en þeir funduðu í Reykjavík 29. og 30. júní sl. Þá vildu ráðherrarnir auka samstarf um bætta geðheilsu í löndunum, efla þróunarstarf í að finna árangursríkustu meðhöndlun á sjúkdómum á hverjum tíma og vinna að því að auka möguleika fólks á að snúa aftur til starfa eftir veikindi.

Aðrir veigamiklir þættir sem rætt var um voru um afleiðingar mismunandi þjóðfélagsþróunar landanna og lífstílssjúkdóma. Ákveðið var að leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi verkefni vegna sjúkdóma og leitast við að allir hafi tækifæri til að vinna fyrir sér og koma í veg fyrir að fólk verði útundan í þjóðfélaginu.

Fram kom hjá finnska félags- og heilbrigðisráðherranum og sænska ráðherra öldrunar- og lýðheilsumála að afleiðingar atvinnuleysis hefðu orðið langvarandi í löndunum og sögðu mikilvægt að huga sérstaklega að atvinnustigi ungs fólks.

Skiptust ráðherrarnir á skoðunum um ástand mála í löndunum, sem öll glíma við afleiðingar efnahagssamdráttar.

Stefán Ólafsson prófessor gerði á fundinum grein fyrir efnahagskreppunni á Íslandi og bar hana saman við annars vegar fyrri efnahagskreppur í landinu og þá kreppu sem reið yfir Finnland og Svíþjóð á tíunda áratug liðinnar aldar.

Fjallaði Stefán sérstaklega um afleiðingar efnahagssamdráttar, þ.e. atvinnuleysi, skuldastöðu heimilanna, minnkandi ráðstöfunartekjur og hættuna á brottflutningi frá landinu. Engu að síður er von hans til þess að efnahagslífið á Íslandi yrði ef til vill til að jafna sig á kreppunni.

Á fundinum voru framtíðaráherslur samstarfsins á sviði velferðarmála ræddar og lögðu menn áherslu á að styrkja velferðarkerfin á tímum alþjóðavæðingar og vaxandi samkeppni á öllum sviðum.

Á fundinum var Norræna velferðarstofnunin í Stokkhólmi kynnt sérstaklega, ákveðið var að fela Háskólanum í Osló rekstur og eignarhald NIOM, stofnunar sem starfar á sviði tannheilsumála, áfangaskýrsla um samstarf á sviði áfengismála lögð fram og þá fóru fram umræður um hugsanlegt samstarf á sviði rafrænna lyfseðla.

Á ráðherrafundinum var rætt um kosti og galla öflugra og víðtækara samstarfs í viðbúnaði við heimsinflúensu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir gerði grein fyrir samstarfi landanna og sjónarmiðum þeim sem íslensk sóttvarnayfirvöld hafa.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra buðu til fundarins, en fimm starfsbræður þeirra af Norðurlöndum sóttu fundinn, tveir frá Noregi, frá Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum.(mbl.is)

Ég fagna því,að Norðurlöndin segjast vilja slá skjaldborg um velferðarkerfið.En aðgerðir islensku ríkisstjórnarinnar eru ekki í samræmi við það.

Björgvin Guðmundsson

 


115 milljarða bílalán í erlendri mynt

Heildarupphæð bílalána í erlendri mynt að hluta eða í heild á Íslandi eru 115 milljarðar króna. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um bílalán í erlendri mynt, á Alþingi í dag.

Samkvæmt úttekt Seðlabanka Íslands, sem gerð var fyrir viðskiptaráðuneytið, eru 40.414 manns með bílalán í erlendri mynt að öllu leyti eða að hluta. Sagði Gylfi að heildarverðmæti bílanna, sem standa eiga sem veð fyrir þessum lánum, sé nánast ómögulegt að meta heildstætt, enda fari það eftir framboði og eftirspurn á markaði, þróun gengis og fleiri þáttum.

Kom fram hjá viðskiptaráðherra að 11% heimila þurfi að verja yfir 30% af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir af bílalánum. Hins vegar sé mjög mismunandi hversu langt sé liðið á þann lánstíma og mörg þessi lán leysist í sjálfu sér með því að verða greidd upp að fullu.

Sagði Gylfi að samstarf ráðuneyta sé komið í gang til að kanna hvort hægt sé að grípa til aðgerða vegna erlendra bílalána. Héldu fulltrúar ráðuneyta fund með bílafjármögnunarfyrirtækjum í gær. Verða niðurstöður þessarar könnunar birtar um leið og þær liggja fyrir, að sögn ráðherra.(mbl.is)

Þetta er gífurlega mikið af erlendum lánum, einungis vegna bilakaupa.Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað Íslendingar lifðu mikið um efni fram  í " góðærinu".:Það virðist allt hafa verið á lánum,hjá ríki,sveitarfélögum,kaupsýslumönnum og einstaklingum.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Lífeyrir 35 þús. lífeyrisþega skertur í dag

Rúmlega 35 þús. lífeyrisþegar,eldri borgarar og öryrkjar,verða fyrir kjaraskerðingu í dag,þar eð lífeyrir þeirra lækkar.27780 lífeyrisþegar,þar af 18840 ellilífeyrisþegar, lækka vegna þess að skerðingarhlutfall tekjutryggingar  hækkar. 5750 lækka þar eð tekjutenging vegna lífeyrissjóðstekna eykst og 2250 lækka þar eð tekjutenging vegna atvinnutekna er aukin. Þetta er svartur dagur í lífi lífeyriusþega.

 

Björgvin Guðmundsson


16697 á atvinnuleysisskrá

Alls eru 16.697 skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar, þar af 9.935 karlar og 7.032 konur. Á höfuðborgarsvæðinu er 12.231 án atvinnu. Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að ákveðna fyrirvara verði að hafa við mat á atvinnuleysi út frá þessum fjöldatölum, m.a. að um 20% eru í hlutastörfum á móti bótum.

Skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns og minnkaði atvinnuleysi um 1,5% að meðaltali frá apríl eða um 219 manns. Tölur fyrir júnímánuð liggja ekki fyrir en verða væntanlega birtar innan tveggja vikna.(mbl.is)

Með því að nú er sumar er þetta mikla atvinnuleysi skelfilegt.en nauðsynlegt er að endurskoða ýmislegt í sambandi við greiðslu atvinnuleysisbóta. Margir,sem eru á atvinnuleysisbótum neita að taka vinnu sem býðst. Slíkt ætti ekki að vera leyfilegt,a.m.k. ekki nema í  2-3 daga.Ef til vill mætti neita einu sinn,ef gildar ástæður eru fyrir hendi en ekki oftar.Þá þarf að endurskoða reglur um hlutabætur. Fréttir  dagblaða um að  ónefndur maður hafi verið með  120 þús á mánuði í hlutabætur en jafnframt verið með 500 þús. í laun á mánuði fyrir hlutastarf,   leiðir í ljós,að kerfið er meingallað.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Ríkisstjórnin samþykkir frv, um stjórnlagaþing

Ríkisstjórnin samþykkti í vikunni að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing.

Ráðgert er að þingið komi saman þann 17. júní árið 2010 og starfi í átta mánuði. Kosið verður til þingsins með persónukjöri samhliða sveitarstjórnarkosningum það sama vor. Stuðlað verður að jöfnu hlutfalli kynjanna eins og kostur er.

Stjórnlagaþingið mun þrisvar koma saman; fyrst til að skipa í nefndir og samþykkja verkáætlun þeirra og skipulag, svo til að ræða tillögur nefndanna og að lokum til að samþykkja frumvarp.

Alþingi mun síðan taka tillögur stjórnlagaþingsins til meðferðar.

Ráðgert er að stjórnlagaþing taki sérstaklega til skoðunar efnisatriði sem staðið hafa nær óbreytt allt frá setningu stjórnarskrárinnar 1874 og varða grunnhugtök íslensks stjórnskipulags, þingræðisregluna, þrískiptingu ríkisvaldsins, skipan löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins og tengsl þeirra innbyrðis, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvaldsins, ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan og þátttöku almennings í lýðræði. Þingið getur þó jafnframt tekið til endurskoðunar hvaðeina annað sem það kýs eða lagt til að bætt verði við stjórnarskrána nýjum ákvæðum eða köflum.

Fjármálaráðuneytið áætlar að kostnaður við stjórnlagaþingið verði um 360 milljónir króna, en í fyrstu var talið að það yrði dýrara.(mbl.is)

Það var ein helsta krafa búsáhaldabyltingarinnar að efnt yrði til stjórnlagaþings.Ég fagna því að ríkisstjórnin skuli hafa afgreitt það mál.

 

Björgvin Guðmundsson



Útlendingar eignast þriðjung í Eimskip!

Kröfuhafar eru að eignast meirihluta í Eimskip en félagið er skuldum vafið og í raun gjaldþrota.Bandarískt fyrirtæki eignast 32% í félaginu,Landsbankinn 40% og innlendir aðilar,

lífeyrissjóðir o.fl. eignast afganginn.Það er illa komið  fyrir óskabarni þjóðarinnar.Hvernig gat þetta gerst? Þetta byrjaði allt þegar Björgólfur keypti Eimskip með aðstoð Landsbankans,sem hann ásamt syni  sínum og Magnúsi Þorsteinssyni hafði keypt. Það varð ekki lengur markmið að  reka hefðbundið skipafélag heldur að láta félagið fjárfesta sem mest erlendis,braska sem mest. Það var stefnan við rekstur Landsbankans, og það var stefnan við rekstur Eimskips. Þessi  stefna setti  bæði félögin í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson


Kauplækkun eldri borgara kemur til framkvæmda í dag

I dag kemur kauplækkun eldri borgara og öryrkja til framkvæmda. Lífeyrisegar geta farið inn á vef TR www.tr.is og inn á Reiknhildi og látið reikna fyrir sig hvað lífeyrir þeirra skerðist mikið við glaðning ríkisstjórnarinnar.

Í síðasta mánuði sömdu ASI og SA um kauphækkun verkafólks frá 1.júlí.Mö.o. kaupið átti að hækka um leið og lífeyrir lækkaði.Fjölmiðlar segja frá því í dag,að það dragist í einhverja daga að þessi kauphækkun verði greidd út.En það komi ekki að sök þar eð margir séu á eftir á greiddu kaupi. Venjan hefur verið sú,að þegar launþegar á almennum vinnumarkaði hafa fengið kauphækkun þá hafi lífeyrir lífeyrisþega einng hækkað.Þess verður að vænta að ríkisstjórnin  endurskoðo lífeyrisgreiðslur eldri borgara og öryrkja í ljósi þess.

 

Björgvin Guðmundsson


60-70 milljarðar árlega vegna Ice save 2017-2023

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins áætlar, að greiðslur úr ríkissjóði vegna ríkisábyrgðar á Icesave-skuldbindingum gætu orðið á bilinu 60–70 milljarðar kr. árlega á árabilinu 2017 til 2023, en helmingur þeirrar upphæðar árin 2016 og 2024.

Heildarskuldbindingin samkvæmt samningunum er um 705 milljarðar króna miðað við núverandi gengi krónunnar, sem er um 49% af vergri landsframleiðslu  árið 2009.

Fram til 2016 munu eignir úr þrotabúi Landsbankans greiðast inn á höfuðstól lánsins og ræðst það af greiðslum úr þrotabúinu hversu hátt lán Tryggingarsjóðs innistæðueigenda verður.

Reiknað hefur verið út að ef 60% af eignum Landsbankans endurheimtast yrði skuldbinding íslenska ríkisins 521 milljarður króna eða 26% af vergri landsframleiðslu árið 2016 og 309 milljarðar eða 15% af landsframleiðslu miðað við 90% endurheimtur á forgangskröfum.

Ef gert ráð fyrir að meðaltal þessara forsendna um endurheimtur forgangskröfuhafa komi til eða að 75% af kröfum endurheimtist gætu um 415 milljarðar króna fallið á ríkissjóð vegna skuldbindinga Tryggingarsjóðsins eða um 21% af vergri landsframleiðslu árið 2016. Þessi fjárhæð kæmi til greiðslu í 32 greiðslum á átta árum ásamt árlegum 5,55% vöxtum. Árleg greiðsla af höfuðstól yrði þannig um 50 milljarðar króna og vaxtagreiðslur fallandi frá 22 milljörðum króna.(mbl.is)

Þetta er miðað við að 75% af kröfum endurheimtist við  sölu á eignum Landsbankans.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Næsta síða »

Bloggfærslur 1. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband