Öryrkjum hefur fjölgað um 8 þús. á ´10 árum

Um 17.600 manns voru skráðir með 75% örorku- eða endurhæfingarmat 1. júlí síðastliðinn. Þeir voru um 9.700 fyrir tíu árum og hefur því fjölgað um tæplega átta þúsund á þessu tímabili. Mun fleiri konur en karlar eru í hópi skráðra öryrkja.

Ásbjörn Óttarsson, oddviti sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi,  spurði Árna Pál Árnason félags- og tryggingamálaráðherra um fjölda öryrkja. Fram kemur í svari ráðherra að árið 1999 voru einstaklingar með 75% örorku og endurhæfingarmat 9725. Þeim fjölgar síðan jafnt og þétt frá ári til árs og var fjöldi þeirra orðinn 17.600 þann fyrsta júlí síðastliðinn. Sú tala er miðuð við reynslu undanfarinna ára þegar öll afturvirkni hefur skilað sér en einstaklingar geta sótt um örorku tvö ár aftur í tímann. Konur eru í miklum meirihluta eða tæplega tíu þúsund. Langflestir eru í aldurshópnum 60 til 64 ára. Athygli vekur að konur eru færri en karlar í hópi öryrkja upp að 25 ára aldri en síðan fjölgar þeim jafnt og þétt og eru hátt í 600 fleiri en karlar í fjölmennasta aldurshópnum 60 til 64 ára.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 


Samson veðsetti hlut sinn í Landsbankanum fyrir 50 milljarða láni í Commerzbank!

Skuldir Samsonar, upp á rúmlega 112 milljarða í nóvember í fyrra, á móti litlum sem engum eignum, eru tilkomnar að stórum hluta vegna veðsetningar á hlut félagsins í Landsbankanum.

Samson veðsetti hlut sinn í Landsbankanum fyrir tugmilljarða lánum. Meðal annars eru yfir 50 milljarða lán frá Commerzbank og Standard-bankanum frá Suður-Afríku.

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa Björgólfsfeðgar, eigendur Samsonar, ekki enn greitt um 6 milljarða króna lán hjá Nýja Kaupþingi sem tilkomið er vegna kaupa félagsins á 45,8 prósent hlut í Landsbankanum. Félagið naut hins vegar góðs af ævintýralegum uppgangi íslensks efnahagslífs árin á eftir einkavæðingunni, 2003 til 2008, og voru þar bankarnir þrír, Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, í aðalhlutverki.

Eftir hrun bankanna í október í fyrra hvarf helsta veð fyrir næstum öllum lánum Samsonar.(mbl.is)

Alltaf  er meira og meira furðulegt að koma í ljós   varðandi fjármál Samsons,aðaleiganda Landsbankans.Nú síðast greina fjölmiðlar frá því,að Samson hafi veðsett hlut sinn í Landsbankanum fyrir 50 milljarða láni  hjá Commerzbank í Þýskalandi.Skuldir Samsons namu 112 milljörðum í nóv. sl. og litlar  sem engar eignir voru á móti. Mönnum er alveg hulin ráðgáta hvað Samson gerði við alla þessa peninga. Þeim virðist hafa verið sólundað í  vafasamar fjárfestingar út um allan heim,fjárfestingar,sem nú eru að mesu leyti tapaðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Umræður á alþingi í dag um aðild að ESB

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 10:30 og var þá fram haldið síðari umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna um ESB-aðild. Síðari umræða hófst um hádegi í gær en þingfundi var frestað laust fyrir miðnætti.

Ræðutími var tvöfaldaður að ósk fjölmargra þingmanna. Enn eru 24 þingmenn á mælendaskrá og má hver um sig má tala í 40 mínútur í senn. Einn þingmaður hefur sett sig á mælendaskrá í annað sinn við umræðuna og má tala í 20 mínútur. Nýti allir ræðutímann til fulls eru því a.m.k. 16 klukkustundir eftir af umræðunni, fyrir utan andsvör og svör við andsvörum.

Engu að síður er  vonast til að atkvæði verði greidd um tillöguna á mánudag. Samfylkingin leggur mikla áherslu á að umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði send til Brussel innan tveggja vikna eða fyrir 27. júlí, en þá hefst fundur utanríkisráðherra aðildarríkja ESB.(mbl.is)

Sjálfstæðismenn berjast harðlega gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður.Samfylkingin berst fyrir aðildarviðræðum en VG þingmenn fara ser hægt.Talið er að tillagana verði samþykkt en mjótt er á munum. Atkvæðagreiðsla verður eftir helgi.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Valhöll brunnin til kaldra kola

Hótel Valhöll á Þingvöllum  var í björtu báli  í gær og lagði mikinn reyk upp af húsinu. Var ljóst að húsið mundi brenna til grunna.

Það sakaði engan, allir komust út í tíma. Það virðist sem eldsupptökin hafi verið í eldhúsinu,“ sagði Snorri Baldursson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu í samtali við mbl.is

Snorri sagðist ekki vita til þess að tekist hefði að bjarga þeim verðmætum sem í húsinu voru en töluvert af listaverkum var þar inni.

Á staðnum eru fimm slökkvibílar og einn sjúkrabíll. Yfir hundrað manns fylgjast með eldsvoðanum af brúnni skammt frá hótelinu og um 30 manns hinum megin við ána.

„Það skíðlogaði og lagði mikinn  reyk upp af Valhöll sem sást víða að. Flugvélar sveimuðu  yfir en lögregla stöðvaði alla umferð við afleggjarann inn í þjóðgarðinn. Engu að síður var  töluvert af fólki að fylgjast með. Það stóðu eldtungur upp úr nýrri hluta hússins og aðalinngangurinn  var rústir einar. Þetta lítur mjög illa út og ekki að sjá að við Þetta verði ráðið,“ sagði Dagur Gunnarsson, blaðamaður mbl.is á Þingvöllum.

Slökkvilið brá á það ráð að leggja slöngur út í Þingvallavatn. Nokkuð vindasamt er á Þingvöllum sem hjálpar ekki til við slökkvistarfið.(mbl.is)

Það er mikil eftirsjá af Valhöll. Það var mikið sport hér áður að skreppa á Þingvöll og fá sér kaffi á Valhöll.Einnig var Þingvallableikjan rómuð í matsal Valhallar.Vonandi  verður Valhöll byggð upp.Valhöll var orðin fastur punktur á Þingvöllum og erfitt að hugsa sér Þingvelli án Valhallar.

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 

 

I

Bloggfærslur 11. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband