Seðlabankinn gagnrýnir Ice save samning

Seðlabankinn gagnrýnir Icesave-samningana harðlega og telur að samkvæmt samningnum geti lánið, þar með öll erlend lán ríkisins, gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.

Lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-samninga harðlega í lögfræðiálit sem þeir hafa kynnt þingnefndum. Þeir telja að samkvæmt samningnum geti lánið sem tengist Icesave samningnum og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.

Fulltrúar Seðlabankans kynntu tveimur þingnefndum í morgun greiningu sína á skuldastöðu og skuldaþoli ríkisins í tengslum við Icesave-samninginn. Þá var lögfræðiálit kynnt nefndunum þremur sem eru efnahags og skattanefnd og fjárlaganefnd. Seðlabankinn biður enn um að þær tölulegu upplýsingar sem gefnar eru séu ekki gerðar opinberar strax.

Í lögfræðiáliti Seðlabankans kemur fram að ekki var leitað til lögfræðinga bankans við samningsgerðina og hafa þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né Icesave samningum. Þeir benda á að ekki verði séð að nein tilvísun sé í samningnum til hinna umsömdu Brussel viðmiða um að taka tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og að íslenska ríkið virðist ekki eiga beinlínis rétt á að samningurinn skuli tekinn upp og endursamið. Þá kemur fram í lögfræðiálitinu að greiði fyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki af lánum sínum hærri en 10 milljón pund, á gjalddaga, sem ríkið ábyrgðist, gæti Icesave-lánið og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið.(ruv.is)

Mér finnst gagnrýni Seðlabankans koma nokkuð seint fram. Hún hefði átt að birtast mikið fyrr.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Gamla Kaupþing: 3.stærsta gjaldþrot sögunnar

Gjaldþrot gamla Kaupþings telst vera þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar. Ljóst er að íslenskir skattgreiðendur þurfa ekki að greiða neitt fyrir Edge-reikninga gamla Kaupþings í Þýskalandi. Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segir það stóran áfanga að klára uppgjör við þýska innstæðueigendur sem áttu í Kaupþing Edge.

Ljóst er að Edge-reikningar gamla Kaupþings munu ekki valda íslenska ríkinu jafnmiklum vandræðum og Icesave-reikningar Landsbankans. Skilanefnd gamla Kaupþings hefur nú lokið við að greiða þýskum innstæðueigendum út sína fjármuni.

 Steinar segir skilanefnd Kaupþings nú þegar hafa greitt út ríflega 120 milljarða íslenskra króna. Eftir bankahrunið í haust hafi nefndin samið við yfirvöld í Noregi, Finnlandi, Austurríki og Þýskalandi. Samningarnir hafi komið í veg fyrir að eignir gamla Kaupþings hefðu verið seldar á brunaútsölu síðastliðið haust.

Efnahagsreikningur gamla Kaupþings - skuldir og eignir - hafi verið yfir 6000 milljarðar íslenskra króna. Gamla Kaupþing var um tíma 15. stærsti banki Evrópu.(ruv.is)

Það er ánægjulegt,að það skuli hafa tekist að gera upp við þýska sparisfjáreigendur sem lögðu peninga á Edge reikninga Kaupþings og án aðstoðar íslenska ríkisins.

 

Björgvin Guðmundssson


Mbl. slær úr og í varðandi ESB

Morgunblaðið hefur frá því nýr ritstjóri tók við verið eindreginn stuðningsaðili aðildar Íslands að ESB.Reykjavíkurbréf í gær er lagt undir umræðu um málið.En nú bregður svo við,að Mbl. slær úr og í er allt í einu farið að ljá máls á því að  láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB.Blaðið hefur áður viljað sækja um aðild að ESB án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um  það hvort sækja ætti um eða ekki.Ljóst er,að hér er Mbl. að þóknast Sjálfstæðisflokknum.En það ert óþarfi. Blaðið hefur áður haft algerlega sjálfstæða stefnu í Evrópumálum og í fleiri málum og það er styrkur blaðsins.Það er út í hött að tala  um það,að  það sé skortur á lýðræði að efna ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn. Það er einmitt nauðsynlegt að sækja um til þess að sjá hvað er í boði. Við fáum ekki að vita  það,ef fellt verður  að sækja um aðild.

 

Björgvin Guðmundsson


Ice save áfram til meðferðar í dag

Sameiginlegur fundur efnahags-og skattanefndar og fjárlaganefndar um frumvarpið um Icesave-samningana er í dag.

Formaður fjárlaganefndar leggur áherslu á að málið verði afgreitt úr nefnd hið fyrsta. Hann segir mikla óvissu skapast verði afgreiðslu frumvarpsins frestað.

Fulltrúar Seðlabankans mæta á fund nefndanna. Þeir voru á fundi með fjárlaganefnd fyrir helgi og skiluðu þá skýrslu. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að menn vilji sjá hvað íslenska ríkið ráði við að greiða á næstu árum og bankinn sé að reikna það út. En sé verið vinna að því að setja ákveðna fyrirvara í samninginn svo meiri líkur séu á að stjórnarandstaðan geti samþykkt hann.(ruv.is)

Óvíst er,að meirihluti sé á alþingi fyrir því að afgreiða frv. um ríkisábyrgð vegna Ice save eins og samkomulagið er í dag.Margir þingmenn vilja bæta traustari endurskoðunarákvæðum inn í samkomulagið eða afgreiða frv. með fyrirvara um endurskoðun.Þá hefur sú hugmynd komið upp að fresta málinu til hausts og freista þess að ná samkomulagi um málið milli stjórnar og stjórnarandstöðu.Sá galli er á því að þá fæst ekki viðbótarlánið frá IMF strax og endurreisn bankanna frestast.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ósiður á alþingi

Nú er alltaf sjónvarpað frá umræðum á alþingi.Þjóðin öll getur hlýtt á og fylgst með umræðum á þinginu.Mér finnst stundum eins og þingmenn geri sér þetta ekki ljóst.Þeir viðhafa  ýmsa ósiði,sem þeir þyrftu að venja sig af.T.d. er það algengt,að þingmenn  kalli eða tali til forseta alþingis og trufli þann þingmann sem er í ræðustól.Nýlega var t.d. forsætisráðherra í ræðustól og þá gekk ónefndur þingmaður að  forsetapúltinu og kallaði til forseta. Og forseti svaraði fullum hálsi á móti. Meðan á þessu stóð heyrðist hærra í forseta og þingmanninum,sem talaði við forseta  en forsætisráðherra,sem var að flytja ræðu. Við þetta varð mikil truflun, sem öll þjóðin varð vitni að. Þetta gengur að sjálfsögðu ekki. Þennan ósið verður strax að leggja af. Það hlýtur að vera unnt að finna önnur ráð til þess að koma skilaboðum til þingforseta.

 

Björgvin Guðmundsson


Tillagan um aðild að ESB rædd áfram í dag

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður áfram til umræðu í þinginu í dag á þingfundi sem hefst klukkan 15. Þá er gagnályktunartillaga stjórnarandstöðunnar um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu jafnframt á dagskrá.

Nokkuð gekk á við umræður um aðildarumsókn í þinginu fyrir helgi. Meðal annars hélt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, því fram að hann hafi verið beittur þrýstingi vegna málsins og yfirgaf þingsal í kjölfarið. Tveir aðrir þingmenn yfirgáfu salinn einnig í stuðningsskyni við Ásmund líkt og Vísir greindi frá.

Að öllum líkindum verður því áfram hart tekist á um málið í dag, þó atkvæðagreiðsla um tillöguna bíði líklegast næstu daga.€(visir,is)

Talið er,að ef til vill verði unnt að ganga til atkvæða og afgreiða tillöguna á morgun. Þó fer það algerleg eftir því hvernig umræður ganga í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband