Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Ekki formlegt lögfræðiálit Seðlabankans
Bréfið sem Árni Þór fékk er undirritað af Sigríði Logadóttur, aðallögfræðingi Seðlabankans. Árni Þór segir að bréfið verði lagt fram á fundi utanríkismálanefndar Alþingis sem hófst fyrir stundu.
Greint var frá því í gær að lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-samningana harðlega í álit sem þeir kynntu þingnefndum, m.a. fjárlaganefnd Alþingis. Ekki hafi verið leitað til lögfræðinga bankans við samningsgerðina og hafi þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né Icesave samningum.
Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar um Icesave-reikninganna, lýsti í gær undrun sinni á lögfræðiálitinu og sagði það koma mjög á óvart. Seðlabankinn hafi haft sinn fulltrúa í nefndinni sem starfaði með henni allan tímann.
Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar.
Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir, segir Árni Þór Sigurðsson.
Hann segir málið lykta af pólitík.
Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér, segir formaður utanríkismálanefndar.(mbl.is)
Þetta er athyglisvert.Í fyrstu leit út fyrir,að einhverjir lögfræðingar bankans væru að tala í nafni bankans en síðan segir aðallögfræðingur bankans,að svo sé ekki.
Björgvin Guðmundsson

Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Ellilífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun og ASÍ og BSRB
ASÍ og SA sömdu um hækkun á kaupi láglaunafólks frá 1.júlíi sl. um 6750 kr. þá og aftur um 6750 kr., hækkun 1.nóv., n.k. Síðan á þriðja hækkunin til þessa hóps að koma næsta ár. Allir eiga síðan að fá kauphækkun um næstu áramót. BRSB samdi um sömu hækkun og ASÍ.Sumir innan þessara samtaka hafa fengið meiri hækkun en hér hefur verið lýst.
Lífeyrisþegar,eldri borgarar og öryrkjar, eiga að sjálfsögðu að fá sömu hækkun og framangreindir hópar frá sama tíma.Lífeyrisþegar bíða nú eftir þessari leiðréttingu.Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru við völd var reynt að láta lífeyrisþega fá svipaða hækkun og launþegar fengu. Stundum var uppbótin skorin við nögl en alltaf fékkst einhver uppbót. Varla stendur " félagshyggjustjórnin" sig verr í þessum efnum en íhald og Framsókn. Lífeyriisþegar bíða nú eftir leiðréttingu félags-og tryggingamálaráðherra.Sú leiðrétting hlýtur að koma fljótlega.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Eru skilyrðin fyrir samþykkt aðildarviðræðna of ströng?
Umræður um ESB halda áfram á alþingi.Enn eru margir á mælendaskrá og nú er talið að í fyrsta lagi verði þingsályktunartillagan um aðildarviðræður við ESB samþykkt á morgun. Tillögugreinin sjálf er svipuð og áður en greinargerðin með tillögunni hefur breyst mikið og verið hert mjög á öllum skilyrðum. Skilyrðin varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál eru ströngust.Spurningin er sú hvað þessum skilyrðum verður fylgt fram af mikilli hörku í viðræðum við ESB.Ég tel góðar líkur á því að Ísland ætti að geta fengið svipaðar undanþágur fyrir landbúnað sinn og Svíar og Finnar fengu en hjá þessum þjóðum var landbúnaður flokkaðar með landbúnaði á norðlægum slóðum. Sama gildir um okkar landbúnað. Erfiðara getur reynst að fá miklar undanþágur fyrir sjávarútveg okkar. Þar á móti kemur að ESB getur bent á,að miðað við veiðireynslu Íslands og veiðisögu ætti Ísland að fá allan kvótann til veiða við Ísland.Hvort Ísland lætur sér það duga að heyra það er annað mál. Ísland vill fá einhverjar undanþágur á blaði en sennilega yrðu þær þá tímabundnar.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Setja verður fyrirvara við samþykkt Ice save samkomulagsins
Fullkomin óvissa ríkir nú um afdrif Ice save málsins á alþingi.Það er tvennt sem veldur óvissunni: Óljós endurskoðunarákvæði í Ice save samkomulaginu. Og sú staðreynd,að skuldir ríkisins að meðtöldum Ice save skuldbindinum verði of stór hluti landsframleiðslunnar og því erfitt fyrir Ísland að rísa undir skuldunum.
Mér virðist nauðsynlegt að setja fyrirvara við samþykkt ríkisábyrgðar vegna Ice save samkomulagsins á alþingi. Þessi fyrirvari ætti að vera um það,að Ice save skuldbindingarnar mættu ekki vera nema tiltekið hlutafall af landsframleiðslu t.d. 1% á ári. Sumir segja ,að þetta mundi þýða nýjar samningaviðræður. Þá verður svo að vera. Það verður a.m.k að fá samþykki samningsaðla fyrir fyrirvaranum.Því miður hefur samninganefnd Ísland um Ice save ekki samið um nægileg traust endurskoðunarákvæði í Ice save samkomulaginu.Úr því verður að bæta.Sennilega að eðlilegast að gera það með fyrirvara við samþykkt ríkisábyrgðar.
Björgvin Guðmundssson
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Sumir lifeyrissjóðir óvarkárir í fjárfestingum sínum
Fimm lífeyrissjóðir sem voru í eignastýringu hjá Landsbankanum eru grunaðir um að hafa fjárfest um of í verðbréfum tengdum Landsbankanum og eigendum þeirra og gefið Fjármálaeftirlitinu (FME) rangar skýrslur um það. Búið er að yfirheyra fjölda manns í tengslum við rannsóknina, sem staðið hefur yfir frá því í mars, en rannsóknin beinist fyrst og fremst að þeim sem stýrðu eignum sjóðanna.
Um er að ræða Íslenska lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóð Tannlæknafélagsins, Eftirlaunasjóð íslenskra atvinnuflugmanna og Kjöl, lífeyrissjóð og var skipaður umsjónaraðili yfir þeim öllum vegna rannsóknarhagsmuna í vor. Fjármálaráðuneytið hefur framlengt skipan umsjónaraðila Íslenska lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Íslands, en hinum þremur hefur verið skilað til réttkjörinna stjórna. Meint brot áttu sér stað á fyrri hluta árs 2008. (mbl.is)
Það hefur áður komið í ljós,að margir lífeyrissjóðir hafa verið óvarkárir í fjárfestingum sínum. Þeir virðast hafa fjárfest óvarkárlega í bönkunum og keyot of mikið hlutafé í þeim.Það er alvarlegt mál,ef þessir lífeyrissjó'ir hafa gefið FME rangar skýrslur.
Björgvin Guðmundsson