Styður Borgarahreyfingin aðildarviðræður?

Það er vel hugsanlegt og ekkert útilokað að Borgarahreyfingin greiði atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið á morgun. Þetta segir Þór Saari talsmaður hreyfingarinnar. Hann segir þingflokkinn hafa brotið samkomulag sem hann hafi gert við stjórnarflokkana um stuðning og það þyki þeim leitt. Þór var gestur í Kastljósi í kvöld sem sent var frá Alþingi.

Atburðarásin á Alþingi tók óvænta stefnu í morgun þegar þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar ákvað að styðja ekki tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ástæðan er Icesave samningurinn sem Þór Saari segir eitt eitraðasta og alvarlegasta mál sem nokkuð þing hafi tekið á. Þór segir þingmenn Borgarahreyfingarinnar viðurkenna að þeir brutu samkomulag við stjórnarflokkana.

 

Bj0rgvin Guðmundsson

 

 


Tekur upp merki Einars Olgeirssonar

Guðfríður Lilja þingmaður VG flutti mikla ræðu um ESB á alÞingi í dag. Að vísu fjallaði ræðan minnst um ESB heldur um stjórnmál almennt,kapitalisma og sósialisma.Hún talaði fjálglega um  að auðhringar Evrópu réðu öllu í ESB og sá ekkert nema slæmt við EES,Evrópska efnahagssvæðið.Mér fannst þegar ég hlustaði á  ræðu hennar eins og Einar Olgeirsson væri að tala.Efnið var mjög svipað ræðum Einars. Eini munurinn var sá,að nú talaði kona og flutti svipaða ræðu og Einar Olgeirsson flutti í hvert sinn sem hann talaði.

Guðfríður sá ekkert jákvættt við ESB. Verkalýðshreyfingin hefur komist að raun um að unnið er að miklum félagslegum umbótum  innan ESB og margar umbætur hafa borist hingað fyrr en ella hefði orðið  vegna aðildar okkar að EES.Það er himinn og haf milli skoðana Guðfríðar Lilju og skoðana þingmanna Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Urðum að hætta við að fara til Finnlands

Við hjónin höfðum keypt farseðla til Finnlands og ætluðum að fara í dag að  heimsækja son okkar og tengdadóttur í Kouvola,Finnlandi.En vegna veikinda konu minnar urðum við að hætta við ferðina.Þetta voru mikil vonbrigði fyrir okkur öll,son okkar og tengdadóttur og fyrir okkur hjónin.En það koma tímar og koma ráð. Við  verðum að reyna að fara  síðar,þegar heilsan verður betri.

Í morgun hringdi  Björgvin sonur okkar frá Finnlandi og sagði,að hann væri að hugsa um að skella sér til Íslands í heimsókm til okkar vegna þess hvernig til tókst. Það verður skemmtilegt og kemur að nokkru leyti   í staðinn fyrir Finnlandsferðina.

 

Björgvin Guðmundsson

  


Reykjanesbær selur GGE hlut í HS Orku

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gærkvöld samning við Geysi Green Energy um sölu á hlut í HS Orku. Bæjarráði var falið að ganga frá sölu á hlut bæjarins í HS Orku og kaup á stærri hluta í HS veitum.

Sjálfstæðismenn, sem skipa meirihluta bæjarstjórnar, samþykktu samninginn en minnihluti A-listans greiddi atkvæði á móti. Í bókun minnihlutans er fullyrt að verðmæti HS Orku og HS Veitna hafi ekki verið metið sérstaklega vegna þessara samninga.

Þess í stað hafi verið stuðst við gamalt verðmat. Forsendur þess hafi breyst við bankahrunið og fall krónunnar. Minnihlutinn heldur því fram að Reykjanesbær verði af 5 milljörðum króna í viðskiptunum, bærinn fái og lítið fyrir hlut sinn í HS Orku en borgi Geysi Green mikið fyrir hlut fyrirtækisins í HS veitum.

Þá gagnrýnir minnihlutinn að unnið hafi verið að sölunni á bak við luktar dyr. Bæjarstjórinn hafi unnið að viðskiptum Reykjanesbæjar við Geysi Green Energy á lokuðum einkafundum. Að ferlinu hafi aðeins komið tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og forsvarsmenn Geysis Green. Öðrum fyrirtækjum hafi ekki verið gefinn kostur á að bjóða eign Reykjanesbæjar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vísar þessari gagnrýni minnihlutans í bæjarstjórn algjörlega á bug.

Árni segir að þrátt fyrir kreppu séu þeir að ná sama verði og sveitarfélögin hafi fengið þegar þau seldu sig úr HS Orku árið 2007, það sé því rökleysa að halda því fram að verið sé að gera samninga um lágt söluverð.(ruv.is)

Umrædd sala er mjög umdeild. Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjaness er alveg á móti henni.Deilt er m.a. um Það hvort rétt verð  hafi fengist fyrir hlutinn.

 

Björgvin Guðmundsson


Atkvæðagreiðsla um ESB í dag

Samkomulag hefur náðst á Alþingi um að klára umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í dag, miðvikudag. 

Á Smugunni segir að gert sé ráð fyrir atkvæðagreiðslu seinnipart dags, fyrst um breytingartillögur minnihluta sem gera ráð fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu og þá stjórnartillöguna sem kom frá utanríkisráðherra og var afgreidd af meirihluta utanríkismálanefndar.

Þingfundi sem hófst um hádegisbil í gær var frestað undir miðnætti. Þá voru enn 15 þingmenn á mælendaskrá.(mbl.is)

Talið er nú líklegt,að Ragnheiður Ríkharðsdóttir greiði atkvæði með umsókn um aðild að ESB.Hins vegar eru þingmenn Borgarahreyfingarinnar tvístígandi.Líklegt  er að samþykkt verði með naumum meirihluta að sækja um aðild.

 

Björgvin Guðmundsson


Hrein (netto) skuld þjóðarbúsins 1000 milljarðar

Seðlabankinn hefur birt yfirlit yfir skuldir þjóðarbúsins,þ.e. ekki aðeins skuldir hins opinbera heldur skuldir alls þjóðarbúsins,að einkaðilum meðtöldum.Samkvæmt þessu yfirliti eru hreinar (netto) skuldir þjóðarbúsins 1207 milljarðar 2009 og 1096 milljarðar 2010. Erlendar eignir þjóðarbúsins  eru  1625 milljarðar 2009 og  1857 milljarðar 2010. Hrein skuld þjóðarbúsins mun fara lækkandi á næstu árum og verður komin í 357 milljarða 2018.Brúttoskuldir þjóðarbúsins eru  2832 milljarðar 2009 og 2953 milljarðar 2010.Ice save skuld er talin með í skuldum þjóðarbúsins..

Seðlabankinn segir,að Ísland geti ráðið við skuldir sínar og Ice save samkomulagið.Hrein skuldastaða ríkissjóðs og Seðlabankans verður 44% af  vergri landsframleiðslu 2010  og er hrein skuldastaða ýmissa ríkja verri þar á meðal Ítalíu  og Japan.

Brúttóskuldir þjóðarbúsins eru hrikalega háar.Þeir,sem stjórnuðu  fjármálakerfi landsins hafa komið okkur í þessa stöðu.Þar á ég við stjórnendur og eigendur bankanna og þá stjórnmálamenn,sem einkavæddu bankana og afhentu einkavinum bankana   á útsöluverði. Eftirlit Seðlabanka og Fjármálaeftirlits brást síðan algerlega.Skoðun þeirra sem stjórnuðu Seðlabanka og FME var sú að allt ætti að vera frjálst. Það var frjálshyggjan sem réði og hún brást gersamlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 15. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband