Forsætisráðherra Svíþjóðar fagnar umsókn Íslands

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar fagnar þeirri ákvörðun Alþingis Íslendinga að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

 „Ég fagna þeirri ákvörðun íslenska þingsins að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin verður metin í samræmi við staðlað ferli ESB,” sagði hann en Svíar fara nú með formennsku innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Fær Ísland viðunandi samning við ESB?

Nú þegar búið er að samþykkja á alþingi að sækja um aðild að ESB er unnt að byrja að íhuga hvort Ísland  fái viðunandi .samning við ESB.Í því sambandi skipta tveir málaflokkar mestu máli: Sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál.Ísland mun sækja um undanþágur fyrir sjávarútveg sinn. Trúlega fær Ísland einhverjar undanþágur en sennilega engar varanlegar.Hins vegar á það ekki að skipta miklu máli, þar eð  sérfræðingar telja,að Ísland muni vegna veiðireynslu sinnar við Ísland fá allar veiðiheimildir við landið.Varðandi landbúnaðinn gera Íslendingar sér vonir um að fá svipaðar undanþágur og Finnar og Svíar fengu. En bæði þessi lönd fengu  sérstakar undanþágur fyrir sinn landbúnað á þeim forsendum að hann væri mjög norðlægur ( heimskautalandbúnaður).Ísland uppfyllir skilyrði til þess að fá svipaðar undanþágur.

 

Björgvin Guðmundsson


Málefni aldraðra komið út

Tímaritið Málefni aldraðra er komið út en  það hefur komið út  sl. 17 ár.Útgefandi er Markaðsskrifstofa,Hafnarfirði,ritstjóri  Þorbergur Ólafsson.Í blaðinu eru margar greinar um málefni aldraðra.Meðal greina í blaðinu nú eru þessar:Lífeyrir aldraðra og öryrkja lækkaður,laun á vinnumarkaði hækkuð  eftir Björgvin Guðmundsson. Ógnar kreppan öldruðum eftir ,  Önnu Birnu Jensdóttur,hjúkrunarfræðing.Kostnaðarvitund og siðferðisvitund eftir Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, hagfræðing,Hreyfum okkur daglega alla ævi o.fl.

 

Björgvin Guðmundsson


ESB fagnar ákvörðun Íslendinga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samþykki Alþingis Íslendinga, fyrir því að senda inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu, er fagnað.

„Ákvörðun íslenska þingsins er til marks um kraft Evrópuverkefnisins og sýnir þá von sem Evrópa stendur fyrir,” segir í yfirlýsingu  Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar.

„Ísland er Evrópuþjóð með djúpar lýðræðislegar rætur. Það er nú í höndum íslensku ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir ákvörðun sinni og sækja formlega um aðild að sambandinu.”

Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál sambandsins innan framkvæmdastjórnarinnar, segist einnig fagna ákvörðun Íslendinga og því að stækkun sambandsins nái hugsanlega brátt til norðvesturhorns Evrópu.( mbl.is)

Svíar eru nú

i forsæti ESB og hafa áður sagt,að þeir muni greiða fyrir umsókn Íslands eftir fremsta megni.Barroso forseti framkvæmdastjórnar ESB er jákvæður  svo og Rehn stækkunarstjóri ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Spennandi atkvæðagreiðsla um ESB

Það var spennandi að fylgjast með  atkvæðagreiðslunni um ESB á alþingi.Í fyrstu atkvæðagreiðslunni voru atkvæðatölurar 30: 28.Mig minnir að það hafi verið um breytingatillögu Vigdísar Hauksdóttur en hún flutti tillögu um að sett yrðu ákveðin skilyrði fyrir aðildarumsókn.Fyrst voru atkvæði greidd  um breytingartillögur en síðan um tillögu utanríkisráðherra um að sækja um aðild að ESB.Þegar greidd voru atkvæði um tillögu utanríkisráðherra  var hún samþykkt með 33 atkvæðum gegn 28. Þrír þingmenn Framsóknar,Sif,Guðmundur Steingríms og Birkir Jón greiddu atkvæði með svo og Ragnheiður Ríkharðs frá Sjálfstæðisflokknum og Þráinn Bertels,Borgarahreyfingunni.Guðfríður Lilja ,VG,sat hjá,svo og  Þorgerður Katrín (D).Svandís Svavarsdóttir greiddi atkvæði með svo og Ögmundur Jónasson,Katrín Jakobs og að sjálfsögðu Steingrímur J.

Ef viðræður leiða til aðildarsamnings verður  hann lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Þjóðin mun því hafa síðasta orðið.

 

Björgvin Guðmundsson


Jóhanna ánægð með samþykkt alþingis um aðildarviðræður

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist ánægð með atkvæðagreiðsluna en hafi búist við því að kosningin yrði tæpari jafnvel þó aðeins fimm atkvæði skeri á milli. Jóhanna fagnar því sem hún kallar ríflegan meirihluta og sagði þetta mjög sögulega stund og eina ánægjulegasta atkvæðagreiðslu sem hún hefur verið þátttakandi í.

Jóhanna sagði ekki rétt það sem komið hafði fram að þjóðin fengi ekki sitt lokaorð því um leið og komi ásættanleg niðurstaða í málið muni það fara fyrir þjóðina.

Jóhanna sagðist trúa því að Vinstri grænir myndu vinna með Samfylkingu af heilum hug í Evrópusambandsmálinu og er bjartsýn á að samstarfið gangi vel. (ruv.is)

Jóhanna má vissulega vera ánægð með niðurstöðuna. Þetta var mjög erfitt mál fyrir ríkisstjórnina vegna þess hve  VG voru klofnir í málinu. Ef 3 þingmenn Framsóknar,sem studdu málið hefðu greitt atkvæði með íhaldinu þá hefði málið fallið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Misnota greinargerð fyrir atkvæði sínu!

Það er mikill ósiður hjá þingmönnum,þegar þeir gera grein fyrir atkvæði sínu að þá misnota þeir orðið og nota til þess að  ráðast á aðra þingmenn með harðri gagnrýni. Greinargerð fyrir atkvæði er ekki hugsuð til þess að ráðast á aðra þingmenn. Ef þingmenn óska eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu eiga þeir   að nota orðið til þess og skýra hvers vegna þeir greiða atkvæði á þann hátt sem þeir gera en ekki til árása á aðra. það er einnig ósiður að halda langar ræður, þegar menn eru að gera grein fyrir atkvæði sínu.

 

Björgvin Guðmundsson


Alþingi samþykkir að sækja um aðild að ESB

Alþingi samþykkti rétt eftir hádegi í dag að sækja um aðild að ESB. Var það samþykkt með 33:27 atkvæðum. 3 þingmenn Framsóknar greiddu atkvæðu með tillögu utanríkisráðherra svo og Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Sjálfstæðisfl. og Þráinn Bertelson þingmaður Borgarahreyfingar.Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins sat hjá.

Þetta er án efa mikilvægasta atkvæðagreiðslan á alþingi frá stofnun lýðveldisins.

 

Björgvin Guðmundsson


Össur: Bjart yfir ESB degi

Það er bjart yfir þessum degi,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í ræðu sinni á Alþingi í dag.

 

 

Hann sagði þingið vera að ljúka sögulegri umræðu sem hefði verið skemmtileg, málefnaleg og upplýsandi. Hvernig sem færi í atkvæðagreiðslunni væri ljóst að þingmenn hefðu heyjað sér mikinn þekkingarforða. Það væri mikilvægt því umræðan um ESB mun lifa áfram.

Össur sagðist hafa fundið fyrir skilning á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að látið verði á málið reyna. Fyrst og fremst hefðu í umræðunni verið reifuð tæknileg atriði, s.s. með hvaða hætti fara á í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hann sagðist ánægður með það enda „kominn tími til að þjóðin fái að leiða þessa deilu til lykta.“ Össur sagði það gert nema fyrir liggi gögn málsins, þ.e. að búið verður að sækja um aðild, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun.(mbl.is)

Atkvæðagreiðsla hefst kl. 12 í dag og fæst þá  úr því skorið hvort alþingi samþykkir að senda aðildarumsókn eða ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

Fara til baka 

 

 

 

 

 


Afkoma svínabænda og kjúklingabænda mundi versna

Afkomurýrnun íslenskra svínabænda næmi, að teknu tilliti til norðurslóðastuðnings, um 15% við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá stórauknu samkeppni við erlenda framleiðslu sem henni fylgdi. Sambærileg tala fyrir kjúklingabændur er um 30% en afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri, að því gefnu að verð héldist nær óbreytt og útflutningur ykist.

Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Íslensk bú í finnsku umhverfi, sem gerð var opinber í gær að kröfu alþingismanna.

 

 

Í skýrslunni, sem tekin var saman fyrir utanríkisráðuneytið, er ítrekað að ekki beri að líta á greininguna sem samningsniðurstöðu fyrir Ísland. Sú niðurstaða fáist aðeins með aðildarsamningnum sjálfum.

Útskýrt er hvernig sameinuð landbúnaðarstefna ESB (CAP) hafi færst frá framleiðslutengdum styrkjum til eingreiðslna, öndvert við íslenskan landbúnað sem búi að mestu við framleiðslutengda styrki.

 

Gert er ráð fyrir að kjúklingar myndu lækka um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% við inngöngu og afnám tolla. Verð á kinda- og nautakjöti til bænda breyttist hins vegar lítið.

Fram kemur að verð til finnskra bænda lækkaði að jafnaði um 40 til 50% eftir inngöngu landsins í sambandið í ársbyrjun 1995 og tekið dæmi af því hvernig hlutur innlends nautakjöts hafi lækkað í 94% 2005.

Þá hafi finnskum býlum fækkað úr 100.000 í 70.000 á tíu árum og laun landbúnaðarverkamanna lækkað í fyrstu en svo hækkað á ný. Fjármagnskostnaður býla er sagður að meðaltali 30% lægri í ESB.

Því gæti fjármagnskostnaður íslenskra býla lækkað verulega við inngöngu Íslands í sambandið.

 

Reynsla Finna og íslenskra grænmetisbænda bendi til þess að verð á íslenskum búvörum gæti orðið 10 til 20% hærra en verð á innfluttum vörum. 

Almennt sé matvöruverð út úr búð að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér.

Þrátt fyrir það beri að hafa í huga að landbúnaðarverð í þeim löndum sem næst eru okkur landfræðilega sé í einhverjum tilfellum hærra.

Eins og áður segir lækkaði verð til finnskra bænda um 40-50% við inngönguna í ESB 1995 og segir í skýrslunni að á móti lækkun afurðaverðs komi að peningagreiðslur frá hinu opinbera til finnskra bænda hafi aukist um meira en helming. Alls greiði finnska ríkið liðlega helming af styrkjunum en ESB það sem eftir stendur.

Stuðningur á landbúnað hafi þvi færst frá verðstuðningi yfir í beinar greiðslur.(mbl.is)

Landbúnaðarskýrslan þarf ekki að koma á óvart. Það hefur alltaf verið vitað,að verð á  kjúklingum og svínakjöti væri mikið hærra hér en í ESB löndum.70% lækkun á kjúklingum yrði mikil  kjarabót fyrir íslenska neytendur.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Næsta síða »

Bloggfærslur 16. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband