Ólga í Sjálfstæðisflokknum vegna afstöðu Þorgerðar Katrínar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fullur trúnaður og traust ríki milli hans og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns flokksins.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir óheppilegt að ekki ríki einhugur í forystu flokksins og vísar þar til þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu um Evrópumálin í gær, þvert á flokkslínur. Hann segir stöðu hennar þó ekki hafa veikst.

Það er ólga innan Sjálfstæðisflokksins og þar eru skiptar skoðanir um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, sat hjá í gær við atkvæðagreiðsluna um Evrópumálin, á meðan formaður flokksins og þorri þingmanna greiddi atkvæði gegn. Af samtölum við flokksmenn má ráða að á meðan sumir þeirra eru ánægðir með þetta eru aðrir mjög ósáttir og telja stöðu hennar veikari eftir þetta.

Miðstjórnarfundur flokksins var haldinn í dag en miðstjórn er æðsti valdhafi innan flokksins á milli landsfunda. Þar var þessi staða rædd af hreinskilni samkvæmt heimildum fréttastofu.maður flokksins hefur þetta viðhorf gagnvart atkvæðagreiðslu Þorgerðar í gær. „Þetta sýnir að það er ekki fullur einhugur í málinu og óheppilegt að það sé þannig í forystu flokksins,“ segir Bjarni. “En það er ekki við því að búast að allir flokksmenn tali einni röddu.“ (ruv.is)

Á sama tíma og þingmenn Sjálfstæðisflokksins halda því fram  með mikilli vanþóknun að þingmenn VG hafi verið kúgaðir til þess að fylgja tillögu um aðildarviðræður ráðast þeir að Þorgerði Katrínu fyrir að hafa setið hjá en ekki fylgt formanni sínum við atkvæðagreiðsluna. Þó vitað sé að Þorgerður Katrín hafi verið fylgjandi aðildarviðræðum  þykir forustumönnum flokksins afleitt að hafa ekki getað kúgað  Þorgerði Katrínu  til þess að greiða atkvæði á móti  tillögunni um aðildarviðræður.Bæði

Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sýndu mikið hugrekki við atkvæðagreiðsluna.

 

Björgvin   Guðmundsson

 


Umsókn Íslands afhent í Stokkhólmi

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið komið á framfæri við sænsk stjórnvöld sem fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB.

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, gekk í dag á fund ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins og afhenti umsókn Íslands. Bréfið er dagsett í gær og undirritað af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra.

Á sama tíma kynnti Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, umsóknina fyrir framkvæmdastjórn sambandsins.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Fara til baka 


5 þingmenn VG greiddu atkvæði gegn viðræðum við ESB

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að utanríkisráðherra muni leggja fram umsókn um aðild að ESB.Samt sem áður greiddu 5 þingmenn VG atkvæði gegn því að slík umsókn yrði lögð fram,þar á meðal ráðherrann Jón Bjarnason.

Ef 3 þingmenn Framsóknar hefðu ekki stutt tillögu utanríkisráðherra,heldur staðið með stjórnarandstöðunni,þá hefði tillagan fallið. Stjórnin hefði þá trúlega einnig fallið.

 

Björgvin Guðmundsson


Erlendir aðilar að eignast ráðandi hlut í tveimur bönkum?

Allt stefndi í að samkomulag myndi nást um að skilanefnd Glitnis eignist að minnsta kosti ráðandi hlut í Íslandsbanka og að skilanefnd Kaupþings eignist að minnsta kosti ráðandi hlut í Nýja Kaupþingi í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Í drögum sem gengu milli viðræðuaðila í gærkvöldi kom þó fram að öðrum möguleikum í eignarhaldi yrði haldið opnum. Ef samkomulag næst um þessa leið er ljóst að fjárframlag ríkisins til endurfjármögnunar bankanna mun lækka til muna, en það hefur verið áætlað 280 milljarðar króna.

Ekki var talið að samkomulag myndi nást við erlenda kröfuhafa Landsbankans og að Nýi Landsbankinn yrði því mögulega stofnsettur einhliða af Fjármálaeftirlitinu (FME). Viðbúið er að kröfuhafar bankans muni í kjölfarið hefja málsóknir á hendur honum til að reyna að fá neyðarlögunum hnekkt. Helsta ástæða þess er sú að forgangskröfuhafar, þeir sem áttu fé á Icesave-reikningunum, fá allar endurheimtur af eignum hans. Aðrir kröfuhafar munu ekki fá neitt.

Til stóð að kynna opinberlega meginútlínur samkomulags um uppskiptingu bankanna þriggja í dag. Því var þó frestað á síðustu stundu, því seint í gærkvöldi var tilkynnt að af því yrði ekki fyrr en á mánudag. Þá mun taka nokkrar vikur að klára það með formlegum hætti. Samningafundir stóðu yfir fram eftir nóttu en viðræðuaðilar hafa fundað stíft hérlendis alla þessa viku.(mbl.is)

Ekki er ég hrifinn af því að erlendir aðilar eignist íslenska banka  eða hlut í þeim.Ég tel varasamt að láta einkaaðila eiga og reka bankana. Sporin hræða í því efni. En ef til vill verður ekki komist hjá því vegna þess hve lánardrottnar eiga mikið í gömli bönkunum.

Björgvin Guðmundsson

 


Skuldatryggingarálag lækkar við samþykkt alþingis um ESB

kuldatryggingarálag á ríkissjóð lækkaði talsvert í gær í kjölfar frétta um að Alþingi hefði samþykkt aðildarviðræður við ESB. Álagið fór úr 660 punktum í upphafi dags í 624 punkta í dagslok samkvæmt gögnum frá Bloomberg.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í frétt á Reuters, þar sem fjallað var um lækkandi skuldatryggingarálag íslenska ríkisins, var það tekið fram að viðskipti með skuldatryggingar á ríkissjóð hefðu verið líflegri í eftirmiðdaginn en um morguninn.

Hreyfingin á skuldatryggingum ríkissjóðs var einnig úr takti við almennt verð á skuldatryggingum, sem yfirleitt stóð í stað eða hækkaði nokkuð í gær. Þetta bendir til þess að einhverjir á markaði telji ríkissjóð nú heldur áreiðanlegri skuldara í erlendri mynt en áður. Þó verður að hafa í huga að dagsveiflur í verði skuldatrygginganna geta verið talsverðar og tíminn mun leiða í ljós hvort lækkunin í gær er komin til að vera.

Erlendis virðast þeir aðilar sem aðkomu hafa að Íslandi í einhverjum mæli á fjármálamörkuðum flestir hafa tekið tíðindunum með ró. Aflandsgengi krónu gagnvart evru hefur til að mynda ekki breyst í miðlunarkerfi Reuters frá því fyrir atkvæðagreiðsluna.

Telja ýmsir á erlendum mörkuðum að fréttir af endurskipulagningu bankanna og sér í lagi afléttingu gjaldeyrishafta muni skipta meiri sköpum fyrir traust á Íslandi næsta kastið en ESB-umsóknin.(ruv.is)

Þetta leiðir í ljós,að það eitt að sækja um aðild að ESB hefur góð áhrif fyrir Ísland á erlendum vettvangi.

Björgvin Guðmundsson




Svipuhögg og handjárnaglamur!

Umræðan og atkvæðagreiðslan um ESB á alþingi í gær var tilfinningaþrungin.Mér kom nokkuð á óvart hvað Birgir Ármannsson,þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var æstur og  átti erfitt með að temja skap sitt. Honum hefur yfirleitt tekist það vel og komið fram sem rólegur og yfirvegaður maður. En svo var ekki í gær. Þar kom fram  allt annar Birgir Ármannsson. Það var eins og hann hefði gersamlega farið á taugum.Svo virðist sem hann og ýmsir flokksbræður hans eigi mjög erfitt með að sætta sig við það að vera ekki við stjórnvölinn áfram.Það fór mjög fyrir brjóstið á Birgi og fleirum úr hans flokki,að  margir VG menn skyldu greiða atkvæði með aðildarumsókn  að ESB enda þótt þeim væri það óljúft.Birgir sagði,þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu,að það hefði mátt heyra svipuhögg og handjárnaglamur,þegar þingmenn VG hefðu verið  kúgaðir til þess að greiða atkvæði með umsókn um aðild að ESB.Katrín Jakobsdóttir ráðherra VG sagði,að  Birgir hefði talað úr eigin reynsluheimi  þegar hann ræddi um svipuhögg og handjárnaglamur!

Þessi ummæli Birgis og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru barnaleg. Vitað er að fjöldi þingmanna  þess flokks er fylgjandi aðildarviðræðum við ESB.M.a. var Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson á þeirri skoðun fyrir áramót. En hvers vegna greiðir nú aðeins 1 þingmaður Sjálfstæðisflokksins   atkvæði með aðildarviðræðum. Var búið að handjárna menn í þeim flokki?

 

Björgvin Guðmundsson


Missir Ísland sjálfstæði sitt við aðild að ESB?

Sá áróður er rekinn,að Ísland missi sjálfstæði sitt við aðild að ESB. Þetta er falsáróður,hræðsluáróður.Það mátti halda því fram með réttu,að Ísland afsalaði sér vissu sjálfstæði þegar það gerðist aðili að EES,Evrópska efnahagssvæðinu.Þá samþykkti Ísland að taka sjálfvirkt við tilskipunum og reglugerðum ESB,sem vörðuðu fjórfrelsið.Vissulega mátti gagnrýna það. Alþingi afgreiðir sjálfvirkt þær tilskipanir,sem við fáum sendar frá Brussel. Þetta höfum við gert í mörg ár og ekki hefur þess samt orðið vart,að Ísland sé ekki sjálfstætt ríki.Það hefur verið gagnrýnt,að Ísland sæti ekki við stjórnarborð ESB og tæki þátt í að móta og undirbúa tilskipanir ESB.Úr því verður bætt,ef Ísland gengur í ESB.Að því leyti til eykst þá sjálfstæði Íslands.Grannlönd okkar,Danmörk,Svíþjóð og Finnland eru aðilar að ESB og engum dettur í hug,að þessi ríki séu ekki sjálfstæð og fullvalda ríki þrátt fyrir það.Eins verður með Ísland,ef það fær aðild að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


EFTA líður undir lok

Nú þegar Ísland hefur ákveðið að sækja um aðild að ESB eru dagar EFTA,Fríverslunarsamtaka Evrópu ,taldir.Það eru 3 ríki í EFTA,Ísland,Noregur og Lichtenstein.Ísland hefur samþykkt á alþingi að að sækja um aðild að ESB.Það þýðir að Ísland gengur úr EFTA.Þá eru aðeins 2 ríki eftir í EFTA og ESB telur það of lítið og mun ekki halda EES samningnum gangandi með svo veika stoð gagnvart ESB. Líklegast er,að Noregur feti í fótspor Íslands og gangi í ESB. En ef það verður ekki gert mun Noregur leita eftir tvíhliða samningi við ESB eins og Sviss hefur gert.

Núverandi ríkisstjórn Noregs vill ekki sækja um aðild að ESB. SV í Noregi,sem er svipaður flokkur og VG hér er á móti aðild að ESB.En Verkamannaflokkurinn,sem fer með stjórnarforustu í Noregi, er eindreginn  stuðningsaðili ESB og vill ganga  inn við fyrsta tækifæri. Reikna  má með að Noregur ákveði að sækja um eftir næstu  þingkosningar en fyrr ekki. 

 

Björgvin Guðmundsson


Ætlar ríkisstjórnin ekki að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja?

Nú hefur  alþingi samþykkt stærsta mál ríkisstjórnarinnar,eða a.m.k Samfylkingarinnar og þá getur ríkisstjórnin snúið sér að öðrum málum. Það er af nógu að taka.Heimilin í landinu standa  höllum fæti,og fyrirtækin  einnig.Lífeyrisþegar kvarta sáran núna vegna þess að ríkisstjórnin skerti kjör þeirra um leið og  láglaunafólk á almennum markaði fékk kauphækkun!Slíkt hefur aldrei gerst áður,ekki einu sinni þegar íhaldið stjórnaði.Það var ekki þornað blekið í penna félags-og tryggingamálaráðherra,sem ákvað að lækka lífeyri aldraðra og öryrkja,þegar ASI og SA tilkynnti,að p láglaunafólk á almennum vinnumarkaði fengi 6750 kr. kauphækkun 1.júlí og aftur sömu kauphækkun 1.nóvember n.k.Þriðja hækkun þessa fólks kemur síðan til framkvæmda næsta ár.Hvenær ætlar ríkisstjórnin að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja til samræmis við  þessa kauphækkun verkafólks? Lífeyrisþegar bíða eftir svari við því.

 

Björgvin Guðmundsson


Lagði verkalýðshreyfingin blessun sína yfir lækkun lífeyris öryrkja og aldraðra?

 

Öryrkjabandalag Íslands gerði eftirfarandi ályktun vegna skerðingar ríkisstjórnarinnar á lífeyri öryrkja:

.

"Horfið mörg ár aftur í tímann hvað varðar réttindi lífeyrisþega. Einnig eru innleiddar nýjar skerðingar með því að láta lífeyrissjóðstekjur skerða bæði grunnlífeyri og aldurstengda uppbót.

Grunnlífeyrir almannatrygginga var m.a. hugsaður til að mæta þeim kostnaði sem fylgir fötlun og því óháður tekjum, líkt og hvers konar hjálpartæki.

Skerðing lífeyristekna með aðeins nokkurra daga fyrirvara er siðlaus. Hér er um tekjur tugþúsunda heimila að ræða, þar sem hverri krónu er ráðstafað fyrirfram. ÖBÍ fordæmir að heimili öryrkja og aldraðra skuli ekki talin með öðrum heimilum sem standa á vörð um.

Öryrkjabandalag Íslands er þess fullmeðvitað að samfélagið stendur frammi fyrir meiri vanda en nokkru sinni fyrr í sögu lýðveldisins. Ólíðandi er þó þegar reynt er að ná sáttum í samfélaginu að fulltrúar 44 þúsund landsmanna, öryrkja og eldri borgara, skuli ekki hafðir með í slíkri sáttagjörð."

Ég tek undir þessi orð öryrkja.Það voru stöðugir fundir með fulltrúum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda um stöðugleikasáttmála.En ekkert samráð var haft við 44 þús. lífeyrisþega. Og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins " gleymdu" lífeyrisþegum gersamlega. Það eina,sem þessir aðilar hugsuðu um var að hækka laun  launþega 1.júlí strax og aftur 1.nóvember.En ekkert var fjallað um að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja,sem oft hefur fylgt launum.Það var ekki  aðeins að lífeyrisþegar væru sviptir hækkun heldur var  lífeyrir þeirra lækkaður.Þetta virðist verkalýðshreyfingin hafa lagt blessun sína yfir.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Bloggfærslur 17. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband