Laugardagur, 18. júlí 2009
Ice save málið afgreitt úr fjárlaganefnd um miðja næstu viku
Björn Valur Gíslason, alþingismaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, telur að hægt verði að afgreiða Icesave-frumvarpið úr nefnd um miðja næstu viku, að því er fram kom í Ríkisútvarpinu í kvöld.
Björn Valur sagði að hann teldi að hægt yrði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á þriðjudag eða miðvikudag. Hann sagði að samningnum verði ekki breytt. Hann muni standa óhaggaður. Hins vegar megi vel hugsa sér að hnykkja betur á endurskoðunarákvæðinu. (mbl.is)
Það er athyglisvert,að varaformaður fjárlaganefndar telur unnt að herða á endurskoðunarákvæðum í samkomulaginu um Ice save.Ég tel algera nauðsyn að svo verði gert og raunar þyrfti einnig að setja inn ákvæði um að greiðslur mættu ekki vera nema t.,d. 1% af landframleiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. júlí 2009
ESB: Óánægja í Framsókn
Innan úr þingflokki Framsóknar heyrast óánægjuraddir með að varaformaður flokksins hafi greitt atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðæður við Evrópusambandið. Þingmenn flokksins, sem fréttastofa ræddi við, eru þó á einu máli um að þetta muni ekki draga dilk á eftir sér. Lektor við Háskólann á Akureyri segir hefð fyrir því að þingmenn Framsóknar séu á öndverðum meiði í utanríkismálum.
Þingmenn Framsóknarflokksins, sem fréttastofan ræddi við, segja að Evrópumálið hafi ekki reynt eins mikið á flokkinn, og ýmsa aðra flokka, enda hafi flokkurinn byggt málflutning sinn á ályktun landsþings Framsóknar, þar sem ákveðin skilyrði voru sett fyrir aðildarviðræðum.
Það vakti athygli í atkvæðagreiðslunni á fimmtudag að Birkir Jón Jónsson, varaformaður flokksins, greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðæður Íslands við Evrópusambandið, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður á móti.
Þingmaður, sem segist styðja formanninn, segist undrandi á því að varaformaðurinn hafi valið þessa leið og hefði gjarnan viljað sjá hann greiða atkvæði öðruvísi. Þingmaðurinn sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að ekki ætti að sitja hjá í svo veigamiklu máli og því hefði verið farsælast, hefði Birki Jón greitt atkvæði á móti.
Annar þingmaður tekur dýpra í árinni, og segir augljóst að Evrópumálið hafi reynt á flokkinn. Hann hefði gjarnan viljað sjá þingflokkinn einhuga og treystir sér ekki til að segja um hvort atkvæðagreiðslan hafi eftirmála fyrir samstarf formanns og varaformanns. Hann telur, líkt og aðrir sem fréttastofan ræddi við, að málið hafi ekki opnað sár og að Framsóknarflokkurinn komið ólaskaður frá því.
Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri segir atkvæðagreiðsluna á fimmtudag enduróm fortíðar. Hefð sé fyrir því að þingmenn flokksins séu á öndverðum meiði í utanríkismálum. Nægi þar nefna að herstöðvarmálið, aðildina að EFTA og svo EES. Hann bendir á að þegar kosið var um EES-málið í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar hafi Halldór Ásgrímsson varaformaður verið fylgjandi aðild en Steingrímur Hermannsson formaður andvígur. Það hafi þá verið túlkað sem meiriháttar klofningur í flokknum, en Birgir treystir sér ekki til að segja til um hvort það verði raunin nú.(ruv.is)
Það er eðlilegt,að klofningur hafi orðið í Framsókn í ESB málinu,þar eð flokkurinn var búinn að taka afstöðu með aðildarviðræðum en snérist gegn ríkisstjórninni í málinu til þess eins að koma höggi á ríkisstjórnina.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. júlí 2009
Alger óvissa um Ice save
Hart er lagt að þingmönnum, stjórnarliðum jafnt sem stjórnarandstæðingum, að flýta umfjöllun um Icesave-málið en ólíklegt er, að það verði afgreitt úr nefnd fyrr en um miðja næstu viku.
Stjórnarandstæðingar telja samt enn langt í land með, að Icesave-málið verði þingtækt, segja að enn vanti upplýsingar og gögn, sem óskað hafi verið eftir.
Það er því með öllu óvíst, að það takist að ljúka sumarþinginu fyrir aðra helgi enda eru líka uppi efasemdir um Icesave-samninginn í báðum stjórnarflokkunum. Það er því eins víst, að Icesave-samningur í núverandi mynd yrði felldur í atkvæðagreiðslu á þingi.(mbl.is)
Ekkert vit virðist í því að afgreiða Ice save án fyrirvara.Eina leiðin er að setja fyrirvara fyrir ríkisábyrgðinni,þannig,að greiðslur afborgana og vaxta megi ekki fara upp fyrir ákveðið hlutfall landsframleiðslu á ári,t.d. 1%.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. júlí 2009