Mánudagur, 20. júlí 2009
Lettland styður umsókn Íslands um aðild að ESB
Utanríkisráðherra Lettlands, Maris Riekstins, fagnar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og lýsir sig reiðubúinn til þess að styðja við bakið og aðstoða Íslendinga í umsóknarferlinu. Lettar styðja það að Íslendingar gangi í ESB og vilja að umsókn þeirra verði afgreidd með hraði, samkvæmt frétt ISRIA upplýsingaveitunnar.
Þrátt fyrir að Ísland hafi þegar uppfyllt flest þau skilyrði sem sett eru fyrir aðild, með EES-samningnum og í gegnum Schengen samkomulagið, þá tekur umsóknarferlið tíma og Ísland verður að uppfylla öll þau skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu í ESB, segir Riekstins og bætir við: En ég er viss um að innan fárra ára eiga Ísland og Lettland eftir að verða félagar í Evrópusambandinu. Það er ef meirihluti þjóðarinnar samþykkir inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir utanríkisráðherrann.(mbl.is) Lettland hefur alltaf haft góðar taugar til Íslands frá því,að Ísland varð fyrst allra ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Lettlands eftir að það lýsti yfir sjálfstæði á ný. Það var Jón Baldvin Hannibalsson,sem viðurkenndi Lettland sem utanríkisráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 20. júlí 2009
226 ár frá eldmessunni á Klaustri
I dag eru 226 ár frá því sr.Jón Steingrímsson flutti hina frægu eldmessu við guðsþjónustu á. Kirkjubæjarklaustri.Þetta ár var eldgos í Lakagígum og Skaftáreldar brunnu.Hluti af hrauninu úr Lakagígum rann fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur og nálgaðist byggðina þar óðfluga.Sr. Jón flutti algera eldmessu og bað til guðs um hjálp.Þegar messu lauk og fólkið gékk út höfðu þau undur og stórmerki gerst að hraunstraumurinn hafði stöðvast meðan á messunni stóð. Kirkjugestir voru ekki í vafa um hvað gerst hafði.Guð hafði bænheyrt sr, Jón. Eftir það var hann kallaður eldklerkurinn.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 20. júlí 2009
Töpum ekki sjálfstæði við aðild að ESB
Andstæðingar aðildar Íslands að ESB reka nú harðan áróður gegn aðild og halda því m.a. fram,að Ísland muni tapa sjálfstæði sínu við aðild að ESB.Þetta er rangt. Ísland afsalaði sér nokkru af fullveldi sínu við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu,þar eð þá varð Ísland að taka yfir tilskipanir og reglugerðir ESB.En lítið breytist í því efni við aðild að ESB.Þvert á móti fær Ísland sæti við stjórnarborð ESB,ef það gerist aðili að sambandinu og verður þá með í að móta og samþykkja tilskipanir og reglugerðir sambandsins.
Segja má,að þegar ríki gerist aðili að fjölþjóðasamtökum glati það ávallt nokkru af sjálfstæði sínu.Þetta gerðist þegar Island varð aðili að NATO og Sameinuðu þjóðunum og þetta gerðist við aðild Íslands að EES. En eftir sem áður er Ísland sjálfstætt ríki og hið sama er að segja um grannríki okkar,sem eru aðilar að ESB. Danir,Finnar,Svíar,Bretar og Írar halda sjálfstæði sínu þó þau séu aðilar að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 20. júlí 2009
Vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 10,3% sl. 12 mánuði
Vísitala byggingarkostnaðar, sem Hagstofan reiknaði út um miðjan júlí 2009, er 486,4 stig og hækkar um 1,78% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í ágúst 2009. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 10,3%.
Vinnuliðir hækkuðu um 3,1% (áhrif á vísitölu 1,05%) í kjölfar samkomulags Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands frá 25. júní um framlengingu kjarasamninga.(mbl.is)
Ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er hækkun launa og hækkun á innfluttu byggingarefni vegna lækkunar krónunnar.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 20. júlí 2009
Gamla Kaupþing eignast 90% í Nýja Kaupþingi
Gamla Kaupþingi mun gefast kostur á að eignast tæplega 90% hlut í Nýja Kaupingi á móti ríkinu, samkvæmt samkomulagi sem skilanefnd Gamla Kaupþings hefur gert við ríkið.
Áður mun ríkið þó leggja inn 70 milljarða króna hlutafé, þann 14. Ágúst næstkomandi, sem Gamla Kaupþing mun síðan kaupa af ríkinu ef félagið ákveður að eignast hlutina í Nýja Kaupþingi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í morgun vegna samkomulags við skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.
Nýti Gamla Kaupþing sér réttinn til að eignast hlutafé ríkisins hefur ríkisstjórnin samþykkt að leggja bankanum til um 33 milljarða króna til að mæta eiginfjárþörf hans. Af þeirri fjárhæð verða 25 milljarðar í formi víkjandi láns og 8 milljarðar í hlutafé.
Svo virðist sem niðurstaða sé komin í skipulag ög eignarhald bankanna.Greinilega er stefnt að því að erlendir kröfuhafar eignist meirihluta í bönkunum.Ég er er ekki hrifinn af því en þetta er það sem ríkisstjórnin vill.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 20. júlí 2009
Glitnir eignast Íslandsbanka
Samkomulag hefur náðst um að Glitnir eignist Íslandsbanka og með þessu gæti Íslandsbanki komist í eigu erlendra aðila innan tíðar. Samkvæmt samkomulagi ríkisins og kröfuhafa mun ríkið leggja bankanum fyrst til nýtt eigið fé sem kröfuhöfum gefst kostur á að eignast fyrir 30. september nk. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ríkið mun jafnframt leggja bankanum til fé í formi víkandi láns sem styrkir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankans. Hefur ríkið skuldbundið sig til að veita bankanum 25 milljarða í lausafé.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að mikil vinna hefur farið fram af hálfu starfsmanna Íslandsbanka og skilanefndar Glitnis á undanförnum mánuðum í tengslum við samningaviðræðurnar.
Með erlendu eignarhaldi mun Íslandsbanki aftur verða beintengdur alþjóðlegu fjármálakerfi en meðal kröfuhafa Glitnis eru margar af öflugustu fjármálastofnunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Aðkoma erlendra kröfuhafa mun stuðla að bættum aðgangi bankans að alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem mun gera bankanum betur kleift að þjóna viðskiptavinum sínum enn betur í framtíðinni. Þetta er einnig mikilvægur þáttur fyrir framtíðaruppbyggingu íslensks atvinnulífs og fjármálakerfis," samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka.
Mikil hagræðing hefur átt sér stað á bankanum og forvera hans frá því í byrjun árs 2008 og hefur starfsmönnum bankans á Íslandi fækkað úr um 1300 í tæplega 900. Hjá bankanum starfa nú jafnmargir starfsmenn og árið 2003 en efnahagsreikningur bankans er í dag þriðjungi stærri en hann var þá, segir enn fremur í tilkynningunni.
Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis, segir í fréttatilkynningu: Við í skilanefnd Glitnis erum ánægð með að hafa náð samningum við ríkisvaldið sem við teljum að tryggi kröfuhöfum í senn hámarksréttindi og valkosti sem þeir geta tekið afstöðu til að lokinni áreiðanleikakönnun sem fram fer á næstu vikum.
Með samningnum hefur skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, öðlast rétt til að eignast Íslandsbanka að öllu leyti án þess að leggja til frekari fjármuni og ríkið hefur ennfremur skuldbundið sig til að veita bankanum 25 milljarða lausafjárstuðning. Með þessu teljum við að bankinn sé að fullu fjármagnaður og að lausafé hans sé tryggt um fyrirsjáanlega framtíð.
Verði það niðurstaða kröfuhafa eftir að áreiðanleikakönnun hefur farið fram, að í stað þess að eignast Íslandsbanka að fullu strax, þá telji þeir sig betur setta að eignast skuldabréf og kauprétt að allt að 90% af hlutafé bankans á næstu fimm árum, þá er sá valkostur einnig fyrir hendi. Tekin verður ákvörðun um þetta með hag lánadrottna að leiðarljósi fyrir 30. september næst komandi.(mbl.is)
Það er mjög mikið atriði,að bankinn verði beintengdur alþjóðlegu fjármálakerfi.Vonir standa þá til þess að bankinn og aðrir íslenskir bankar geti öðlast traust erlendra banka og eigi því auðveldara með að fjármagna íslenskt atvinnulíf.
Björgvin Guðmundsson
T

Mánudagur, 20. júlí 2009
Innistæður tryggðar þó útlendingar eignist bankana
Allar innistæður viðskiptabankanna, sem hafa staðfestu á Íslandi, eru tryggðar samkvæmt lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda. Ekkert breytist hvað það varðar, hvorki þótt bankar fari úr eigu ríkisins, né heldur þó þeir verði að hluta til í eigu erlendra fyrirtækja eða einstaklinga.
Þetta segir í tilkynningu sem Fjármálaráðuneytið sendi frá sér í morgun um samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja. Þar segir enn fremur að endurfjármögnun bankanna eigi að vera lokið fyfir 14. ágúst og að kostnaður ríkissjóðs vegna hennar verði talsvert minni en upphaflega var áætlað. Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi klukkan hálf ellefu fyrir hádegi.(visir.is)
Það var full ástæða til þess að fjármálaráðuneytið sendi framangreinda tilkynningu. Fólk er hrætt um sparifé sitt.Hins vegar er það svo,að tryggingasjóður innistæðueigenda tryggir aðeins ákveðna upphæð á hverja kennitölu en neyðarlögin tóku hins vegar ábyrgð á öllum innistæðum. Þetta atriði er ekki nógu skýrt í tilkynningu ráðuneytisins.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 20. júlí 2009