Bildt: Aðildarferli Íslands vel á veg komið

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu sé vel á veg komið vegna aðildar Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. 

Bildt sagði er hann kom fyrir nefnd þingmanna Evrópuþingsins í dag að Íslendingar hafi þegar gengið í gegn um stóran hluta þess aðlögunarferlis sem nauðsynlegt sé til aðildar.

„Það eru mikilvæg mál sem enn á eftir að leiða til lykta en stór hluti ferlisins hefur þó farið fram,” sagði hann en Svíar fara nú með forystu innan framkvæmdastjórnar sambandsins. 

Bildt sagði þá viðbót við sambandið sem aðild Íslands væri myndi auka aðkomu þess að norðurskautssvæðinu þar sem möguleikar séu taldar á að olía og gas finnist.

Þá sagði hann umfangsmikil umhverfisverkefni blasa við á svæðinu auk spennandi möguleika varðandi hugsanlegar ferðaleiðir og orkunýtingu.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Norræn velferð: Engin skerðing ellilauna eftir 70 ára aldur í Noregi vegna atvinnutekna eða lifeyrissjóðstekna

Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir,að hún vilji koma á norrænu velferðarsamfélagi.Hvað þýðir það? Það þýðir það m.a. í Noregi,að ellilífeyrisþegar,sem eru á vinnumarkaði og orðnir eru 70 ára sæta engri skerðingu ellilauna  vegna atvinnutekna  eða tekna úr lífeyrissjóði.Hér er gengið í öfuga átt.Skerðing tryggingabóta er aukin vegna atvinnutekna. Við erum því að fjarlægjast norræna velferðarsamfélagið en ekki að nálgast það.Hér er aðeins 10 þús. kr. frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði,sem skiptir engu máli. Allir sem hafa lífeyrissjóðstekjur eru skertir hjá almannatryggingum. Í Noregi er engin skerðing.í Noregi hafa allir eftir 70 ára aldur

óskertan grunnlífeyrir,sem er 120 þús . á mánuði. Það er norræna velferðarsamfélagið.

 

Björgvin Guðmundsson


Litháen fagnar aðildarumsókn Íslands að ESB

Maris Riekstins utanríkisráðherra Litháen fagnar ákvörðun alþingis um aðildarviðræður Íslands við ESB og segir að Litháen sé reiðubúið að miðla Íslandi af reynslu sinni í slíkum viðræðum.

Þetta kemur fram í frétt á ISRIA fréttatofunni. Þar segir ráðherrann ennfremur að Ísland geti reitt sig á stuðning Litháen hvað aðild að ESB varðar og að Litháar vilji að Ísland fá hraðmeðferð inn í ESB ef til þess kemur.

„Ég er þess fullviss að eftir nokkur ár verði Litháen og Ísland orðnir bandamenn innan ESB fari svo að íslenska þjóðin samþykki aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Riekstins.

Tekið er fram í fréttinni að Ísland hafi verið fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Litháen í ágúst 1991.i

 

Björgvin Guðmundsson


Kreppan á undanhaldi í heiminum?

Hækkandi hlutabréfavísitölur um allan heim eru í The Financial Times taldar fyrirboði þess að kreppan sé á undanhaldi.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, tekur undir það.

Áætlanir hafi gert ráð fyrir að hlutabréfamarkaðurinn færi að rétta úr kútnum í lok næsta árs. Það væri hins vegar óvissu háð og undir ríkinu komið. Hann taldi æskilegast að fyrirtæki í ríkiseigu yrðu boðin út á almennum markaði til að tryggja sem dreifðast eignarhald. Jafnvel mætti sjá fyrir sér um 30-40 fyrirtæki á hlutabréfamarkaði í lok árs 2010.(ruv.is)

Vonandi gengur það eftir,að kreppen sé nú á undanhaldi. Það hjálpar okkur Íslendingum,ef kreppan í heiminum lætur undan síga.Þórður Friðjónsson vill ólmur koma fyrirtækjum í ríkiseigu í einkaeigna.Best er að flýta sér hægt í því efni.Einkarekstur hefur brugðist og því best,að hafa blandað rekstrarform.

 

Bj0rgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband