Útlit fyrir,að Ice save verði fellt á alþingi

Fundi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar með formönnum þeirra þingnefnda sem fjalla um Icesave-samkomulagið lauk nú fyrir stundu. Á leið sinni út sagði Steingrímur að á fundinum hefðu nefndarformenn tíundað stöðu vinnu sinnar ítarlega. Engin breyting væri á stöðunni.

Í fréttum Útvarps í kvöld kom fram að á fundinum yrði m.a. rætt um hugsanlega fyrirvara við samkomulagið þar sem meirihluti sé ekki fyrir því innan stjórnarflokkanna að veitt verði ríkisábyrgð vegna þess án fyrirvara.

„Ekki neitt sem ég myndi kalla fyrirvara, menn hafa bara verið að ræða þessa umgjörð sem Alþingi getur sett um afgreiðslu sína á málinu,“ sagði Steingrímur um þetta. Ekki var heldur rætt um frestun afgreiðslu málsins og gerir Steingrímur ráð fyrir að málið verði áfram í sama farvegi.

Steingrímur segir að nú sé málið í höndum fjárlaganefndar en utanríkisnefnd og efnahags- og skattanefnd hafa afgreitt málið hvað þær varðar.(mbl.is)

Ekki virðist hafa verið rætt um neina fyrirvara á fundi forsætisráðherra og fjármálaráðherra með nefndarformönnum eða a.m.k. ekki orðið niðurstaða um neina fyrirvara. Miðað við það er ólíklegt,að alþingi samþykki ríkisábyrgð.Það er eins líklegt,að hún verði felld.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Mikill ágreiningur um Ice save. Nauðsynlegt að ná þverpólitísku samkomulagi

Mikið ósætti er á milli meirihluta og minnihluta efnahags- og skattanefndar, sem fundaði um hádegisbilið í dag. Á fundinum var samþykkt að taka Icesave-málið út úr nefndinni, en minnihlutinn var því mjög andsnúinn.

Að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, vildi minnihlutinn halda málinu í meðferð nefndarinnar eins lengi og hægt væri, eða að minnsta kosti þangað til fjárlaganefnd sæi ástæðu til þess að afgreiða það frá sér. Sífellt séu að koma fram nýjar upplýsingar í málinu og alls ekki tímabært að afgreiða það úr nefnd.

Þá tók Bjarkey Gunnarsdóttir sæti í nefndinni og skrifar undir álit meirihlutans. Hún kom inn sem varamaður Lilju Mósesdóttur, sem er í hópi þeirra þingmanna vinstri-grænna sem eru hvað andsnúnastir Icesave samningunum eins og þeir líta út í dag og hefur lýst því yfir að hún muni ekki samþykkja ríkisábyrgð á þeim í atkvæðagreiðslu, eins og málið lítur út í dag.

Stefnir að sögn Tryggva Þórs í að álitin verði tvö frá efnahags- og skattanefnd.(mbl.is)

Talið er á mörkunum,að meirihluti sé fyrir Ice save málinu á alþingi.Margir þingmenn stjórarflokkanna hneygjast nú að því að æskilegt væri að fá þverpólitískt samkomulag á alþingi um málið. M.a. virðist Ögmundur Jónasson ráðherra á þeirri skoðun.Ég tel,að skynsamlegt væri að ná breiðu samkomulagi á alþingi um málið. Það er svo mikilvægt.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og atvinnutekna á að vera 100 þús. á mánuði

Félag eldri borgara í Reykjavík hélt almennan félagsfund   um miðjan apríl sl..Þar  flutti Stefán Ólafsson formaður stjórnar  Tryggingastofnunar ríkisins  erindi um endurskoðun almannatrygginga en hann hefur verið formaður nefndar,sem endurskoðað hefur almannatryggingalögin. Nefndin átti að skila áliti 1.nóv. sl. en er fyrst nú að kynna tillögur..

Nefndin  fjallaði um einföldun almannatryggingakerfisins.Þar er um að ræða að fækka bótaflokkum með því að sameina flokka o.s.frv.Kerfi almannatrygginga hefur verið mjög flókið og  nefndin telur það  til  bóta að einfalda  kerfið. En það út af fyrir sig bætir ekki hag lífeyrisþega. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja,bæta skerðingu,sem bótaþegar urðu fyrir um síðustu áramót og hækka lífeyri til samræmis  við hækkun neyslukostnaðar  og   hækkun launa hjá launþegum.Einnig þarf að  að draga úr tekjutengingum.Brýnt er að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna, í byrjun 100 þús. kr. á mánuði.Og sama frítekjumark fyrir atvinnutekjur og fjármagstekjur.Tillögur nefndarinnar um endurskoðun almannatrygginga eru rýrar í roðinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Össur á fund með Carl Bildt á morgun

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Stokkhólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar á morgun. Svíþjóð fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins og mun Össur fylgja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu úr hlaði á fundinum, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá munu þeir Bildt ræða umsóknarferlið og næstu skref. (visir.is)

Það er ljóst,að Össur,utanríkisráðherra,ætlar að taka aðildarumsókn Íslands að ESB föstum tökum.Hann ætlar að eiga fund með Carl Bildt utanríkisráðherra Svía um aðildarumsókn Íslands að ESB en Svíþjóð er  í forsæti ESB frá 1.júlí sl.Það er þvi mikið atriði fyrir framvindu málsins að hafa gott samstarf við Svíþjóð.

 

Björgvin Guðmundsson





Kaupmáttur launa lækkaði um 1,2% frá fyrra mánuði

Launavísitala í júní 2009 er 356,7 stig og hækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,0 prósent.

Kaupmáttur launa dróst hinsvegar saman um 1,2 prósent frá fyrri mánuði.

Vísitala kaupmáttar launa í júní 2009 er 106,2 stig og lækkaði um 1,2 prósent frá fyrri mánuði en síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 8,2 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagfræðistofunnar( visir.is)

Kaupmáttur hefur örugglega lækkað meira en  8,2%  sl. 12 mánuði. En opinberar tölur segja 8,2%.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Höfða mál gegn félögum Björgólfsfeðga,eign félaga á Bresku Jómfrúreyjum

Þrotabú Samsonar hefur höfðað mál gegn Samson Global Holdings í Lúxemborg vegna skuldar upp á 109,5 milljónir evra, eða um 19,4 milljarða króna á núverandi gengi. Skuldin er tilkomin vegna lánalínu [subordinated revolving credit facility] sem Samson Global Holdings fékk hjá félaginu.

Samson Global Holdings var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum og er í eigu félaganna Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Auk þess er krafist að ákvæði lánasamnings sem gerður var vegna sama láns verði ógiltur en með umræddu samningsákvæði var lánið, sem upprunalega hljóðaði upp á 90 milljónir evra, gert víkjandi gagnvart öðrum skuldum Samsonar Global. Samningurinn var gerður 9. nóvember 2007, ellefu mánuðum áður en Samson óskaði eftir greiðslustöðvun.

Málshöfðun þrotabús Samsonar gegn félagi Björgólfsfeðga í Lúxemborg er aðeins ein af fimm málshöfðunum þrotabúsins gegn félögum sem tengjast þeim, en Morgunblaðið hefur stefnurnar undir höndum. Þrotabúið krefst þess m.a. að kaupsamningi frá 25. júní 2008 þegar Samson keypti allt hlutafé í MGM eignarhaldsfélagi af Urriða, dótturfélagi Straums Burðaráss, á 822,4 milljónir króna, verði rift. Eina eign MGM var 16,7% hlutur í Árvakri. Þrotabúið telur að um „óskiljanlegt kaupverð“ sé að ræða með hliðsjón af fjárhagsstöðu Árvakurs á þeim tíma og vill rifta kaupunum.(mbl.is)

Þetta eru ef til vill fyrstu málin gegn félögum,sem teygja anga sína í skattaskjólin á Jómfrúreyjum.Íslendingar hafa stofnað mörg félög í skattaskjólum og þar eru áreiðanleg miklir fjármunir geymdir.Spurningin er sú hvort það tekst að ná í þessa fjármuni.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband