Litháen styður umsókn Íslands

Litháíska þingið samþykkti í dag samhljóða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og önnur aðildarríki ESB hvött til að gera slíkt hið sama.

Í ályktun þingsins er þess sérstaklega minnst að Ísland skyldi hafa verið fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Hvetur þingið til þess að undirbúningur aðildarviðræðna hefjist fljótt og að aðildarviðræður hefjist í byrjun árs 2010. Þá lýsa Litháar fullum vilja til að deila reynslu sinni af aðildarviðræðum við ESB með Íslendingum.

Utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Ušackas, er væntanlegur til Íslands á laugardag. Hann mun eiga fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar.  

 

Bjorgvin Guðmundsson


Aðeins 1,3% aldraðra fær fullan lágmarksframfærslulífeyri!

Þegar ríkisstjórnin réðist á kjör aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. og skar niður lífeyri þeirra ákvað ríkisstjórnin að hlífa þeim sem hefðu engar tekjur aðrar en tekjur almannatrygginga,þ.e. væru á strípuðum bótum eins og sagt er.Hjá öldruðum er hér um að ræða 1,3% ellilífeyrisþega ( 364 aldraða árið 2007).Hjá öryrkjum eru þetta um 13% (2218 öryrkjar árið 2007)Hér er því ekki um stóran hóp að ræða. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en að hlífa  tæplega 3 þús. lífeyrisþegum af 44 þús. lífeyrisþegum.Hún verður að draga skerðinguna til baka og veita lífeyrisþegum sömu hækkun á lífeyri og launþegar hafa fengið og fá á launum sínum.

 

Björgvin Guðmundsson


Sveitarfélögin á hausnum

Tíu til fimmtán sveitarfélög verða á næstunni tekin til sérstakrar skoðunar af eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Nefndin hefur á síðustu 12 mánuðum gert einn samning um eftirlitsaðgerðir, en það er við Bolungarvíkurkaupstað.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins spurði Kristján L. Möller, samgönguráðherra um afkomu sveitarfélaga og horfur. Í svarinu kemur fram að afkoma sveitarfélaga landsins var neikvæðu um samtals tæplega 109,5 milljarða króna. Ef aðeins er litið á afkomu sveitarsjóða nam tapið tæplega 19,3 milljörðum árið 2008.

Þar vega þungt fjármagnsgjöld en þau námu samtals 133,5 milljörðum króna, þar af tæplega 17 milljörðum hjá sveitarsjóðum eða A-hluta sveitarfélaganna.

Tap af rekstri bæjarsjóðs Kópavogs, svokölluðum A-hluta, nam 8,2 milljörðum króna árið 2008 en rekstrarniðurstaða sjö sveitarsjóða var neikvæð um einn milljarð króna eða meira í fyrra. Þetta eru auk Kópavogs, Hafnarfjarðarkaupstaður (- 2,13 milljarðar), Reykjanesbær (-3,05 milljarðar), Akraneskaupstaður (-1,19 milljarðar), Akureyrarkaupstaður (-2,15 milljarðar), Fjarðabyggð (-1,14 milljarðar) og Sveitarfélagið Árborg (- 1,2 milljarðar).

 

Heildarskuldir sveitarfélaganna námu í lok ársins 2008 rúmlega 445 milljörðum króna, höfðu aukist úr rúmlega 256 milljörðum króna miðað við loka ársins 2007. Skuldaukningin nemur rúmlega 73%.

Skuldir sveitarsjóðanna eða A-hluta sveitarfélaga námu í árslok 2008 154,5 milljörðum, borið saman við rúmlega 98 milljarða króna í lok árs 2007. Þar er aukningin rúmlega 57%.

Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hlutfall erlendra skulda sveitarfélaganna. Samkvæmt áætlun sem samgönguráðuneytið vann í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga má ætla að heildarskuldir sveitarsjóðanna í erlendri mynt séu um 65,3 milljarðar króna.

Í svari samgönguráðherra kemur fram að ekki liggja fyrir upplýsingar um áætlaða afkomu sveitarfélaga frá 1. janúar til 1. maí 2009. Samstarf hefur verið milli ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands um mánaðarlega söfnun upplýsinga um fjárhagslega framvindu einstakra sveitarfélaga. Tilgangurinn er að geta fylgst vel með stöðu sveitarfélaganna og hvert stefnir í fjármálum þeirra og hófst samstarf þetta í kjölfar efnahagshrunsins í haust. Vel gekk framan af að safna upplýsingum frá sveitarfélögum en það sem af er þessu ári hafa skil verið afar dræm. Samgönguráðuneytið mun í samstarfi við sambandið og Hagstofuna meta leiðir til að tryggja greiðari skil samtímaupplýsinga um fjármál sveitarfélaganna.

Birkir Jón Jónsson spurði samgönguráðherra um hversu mörg sveitarfélög væru til sérstakar athugunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. í svarinu kemur fram að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur á síðustu 12 mánuðum gert einn samning um eftirlitsaðgerðir, en það er við Bolungarvíkurkaupstað.

Þá hefur nefndin á síðustu mánuðina unnið að greiningu á fjárhagsáætlunum sveitarsjóðanna og hefur jafnframt, nú þegar ársreikningar sveitarfélaga vegna ársins 2008 liggja fyrir, metið þörf fyrir frekari eftirlitsaðgerðir.

Samkvæmt frumathugun á fjárhagsáætlunum og ársreikningum munu 10–15 sveitarfélög verða tekin til frekari skoðunar. Nákvæmari upplýsingar munu liggja fyrir að lokinni yfirferð ársreikninga allra sveitarfélaga.(mbl.is)

Þetta er alvarlegt ástand í fjármálum sveitarfelaganna.Ljóst er ,að ríkið verður að einhverju leyti að koma þeim til aðstoðar.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Hagfræðistofnun meti Ice save samkomulagið

Hugsanlegt er að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands verði falið að gera úttekt á áætlunum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins um áhrif Icesave samningsins á íslenskt efnahagslíf. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í morgun. Til stóð að stofnunin kæmi með tillögur á fundinn varðandi það hvernig úttektin yrði unnin. Þær tillögur voru hins vegar ekki tilbúnar þegar fundurinn hófst, að sögn Guðbjarts Hannessonar, formanns fjárlaganefndar. Málinu var frestað af þessum sökum.

„Hluti af því sem menn hafa verið að skoða er greiðsluþol ríkisins, skuldastaða og framtíðarhorfur. Efnahags- og skattanefnd er náttúrlega búin að skila sínu áliti og þar meta þeir stöðuna," segir Guðbjartur. Stjórnarandstaðan hafi hins vegar óskað eftir því að málið yrði skoðað aðeins betur og það sé ekki hægt að segja fyrir um hvaða áhrif slík skoðun myndi hafa. „Það er ekki einu sinni búið að ákveða að við látum Hagfræðistofnun vinna þetta. Það fer eftir því hvaða tímarammi er á þessu, umfangið og kostnaðurinn," segir Guðbjartur. Hins vegar hafi komið ósk frá stjórnarandstöðunni um þessa endurskoðun og mikilvægt sé að menn fái þær upplýsingar sem þeir telja sig þurfa.

„Við erum ekkert að taka málið úr nefnd í dag eða á morgun Við erum að fá nefndarálitin úr efnahags- og skattanefnd og sama gildir um utanríkisnefnd," segir Guðbjartur. Þá þufi að skoða minnihlutaálitin líka. Einnig þurfi að skoða lögfræðileg álitamál sem komu upp í framhaldi af skrifum Ragnars Hall.(visir,is)

Forsætisráðherra tók vel í það á þingi í morgun,að Hagfræðistofnun fengi Ice save málið til meðferðar og mats.Hún sagði,að málið yrði að taka þann tíma sem þyrfti og þó ekki yrði búið að afgreiða það þegar IMF mundi athuga mál Íslands næst,þe. 3.ágúst, yrði að hafa það.

 

Björgvin Guðmundsson


4000 listaverk í gömli bönkunum,sem fóru í þrot

 

Um 4000 listaverk eru í eigu skilanefnda bankanna sem hrundu síðastliðið haust. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að þessi listaverk höfðu flotið með í einkavinavæðingu bankana árið 2002 og margir hafi talið að það hefðu verið mikil mistök.

Spurði Áflheiður Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra að því hvort fram hafi farð listfræðilegt mat á verkunum í því skyni að kaupa þau verk af skilanefndum bankanna, sem teldust vera þjóðargersemi. Katrín Jakobsdóttir sagði að nú stæði yfir slíkt listfræðilegt mat og fjármálaráðherra hefði rætt við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings um kaup ríkisins á þeim.(visir,is)

Nauðsynlegt er að bjarga þessum listaverkum. Þau hefðu náttúrulega aldrei átt að fylgja með við einkavæðingu bankanna. En nú þarf  að gæta þess að gera ekki sömu mistökin aftur. Ríkið verður að taka þessi listaverk til sín og koma þeim fyrir í Listasafni Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Ölduðum,sem vinna, er refsað!

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks setti í gang endurskoðun á almannatryggingum. Markmið endurskoðunarinnar á m.a. að vera að hvetja aldraða og öryrkja til öflunar atvinnutekna með því að draga úr tekjutengingum í kerfinu og hækka fritekjumark vegna atvinnutekna,lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.Núverandi  ríkisstjórn hefur gengið í öfuga átt. Hún hefur aukið skerðingar tryggingabóta vegna atvinnutekna aldraðra. Nú er frítekjumarkið aðeins 40 þús. á mánuði vegna atvinnutekna en var 100 þús. kr. á mánuði og frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna   aldraðra er aðeins 10 þús. á mánuði sem skiptir engu máli. Frítekjumark vegna fjármagnstekna er sáralítið.Skerðingin á tryggingabótum aldraðra vegna atvinnutekna kemur beint í hausinn á ríkisstjórninni,þar eð aldraðir hætta að vinna úti þegar þeir sjá hvað skerðing tryggingabóta eykst mikið og þá missir ríkið skatttekjur,sem það hafði áður.Ávinningur fyrir ríkið verður lítill sem enginn en skaði fyrir aldraða mikill.

 

Björgvin Guðmundsson


Hafa allir fjármunir auðmanna gufað upp?

Þeir tæplega tuttugu milljarðar sem Björgólfsfeðgar lánuðu öðru félagi í sinni eigu í Lúxemborg fóru í greiðslur vegna veðkalla og uppgreiðslu á lánum, segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga.

Um var að ræða víkjandi lán upp á 90 milljónir evra til Samson Global í Lúxemborg, en félagið er í eigu Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfsfeðga.

 

Þrotabú Samsonar hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn félaginu í Lúxemborg til að fá skuldina greidda, en hún stendur í 109,5 milljónum evra eða um 19,4 milljörðum króna, samkvæmt stefnunni. Lýstar kröfur í þrotabú Samsonar á Íslandi nálgast nú hundrað milljarða en eignir búsins nema rúmum 2,3 milljörðum. Það þýðir að ef ekkert fæst úr málshöfðunum þrotabúsins munu lánveitendur Samsonar tapa mismuninum, á tíunda tug milljarða króna, en á meðal kröfuhafanna eru íslenskir lífeyrissjóðir.(mbl.is)

Þessi frétt vekur undrun.En það verður að leita betur erlendis,Þessir auðmenn og aðrir hafa komið fjármunum undan og það þarf að finna þá.Síðan þarf sérstakur saksóknari að frysta reikninga þeirra,sem grunaðir eru  og hafa verið yfirheyrðir,þar eð þeir eru á fullu að koma fjármunum undan og það  má engan tíma missa.

 

Björgvin Guðmundssin


Lítil eftirspurn eftir lausum störfum!

Framkvæmdastjóri ráðningafyrirtækis segir að það komi á óvart að fleiri skuli ekki sækja um þau störf sem bjóðist. Ástandið á vinnumarkaði sé ekki jafn slæmt og margur haldi.

Katrín Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðningafyrirtækisins Hagvangs segir að ástandið á vinnumarkaðnum sé ekki jafn erfitt og fólk ímyndi sér. Margir sem misst hafi vinnuna séu þó svartsýnir.

„Okkur finnst fólk ákaflega rólegt og verðum að segja að það kemur okkur á óvart miðað við hversu margir virðast vera án atvinnu samkvæmt opinberum tölum," segir Katrín og bætir við að í mörgum tilfellum sé fólk ekki að leita stíft eftir vinnu. „Skýringin að hluta til hlýtur að vera sú að fólk er ennþá á uppsagnarlaunum."

Um 16.500 manns eru á atvinnuleysisskrá en fimmtungur þeirra er þó í hlutastarfi á móti bótum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Vinnumálastofnun hafi upp á síðkastið þurft í auknum mæli að taka fólk út af atvinnuleysisskrá vegna þess að það hafi hafnað atvinnutilboðum. Katrín Ólafsdóttir segir að það hafi komið sér og starfsfólki sínu á óvart að fleiri sæki ekki um þau störf sem séu í boði.

„Við áttum von á því að fleiri fleiri hundruð myndu sækja um hvert laust starf en það hefur ekki verið svo," segir Katrín. (ruv.is)

Ein ástæðan fyrir því að fólk sækir lítið um laus störf enda þótt það sé atvinnulaust er sú,að atvinnuleysisbætur eru álíka háar og lágmarkslaun. Er Vinnumálastofnun nú að herða aðgerðir til þess að koma atvinnulausum í vinnu og samþykkir  ekki í eins ríkum mæli og áður að atvinnulausir neiti störfum. Atvinnulausir líta  helst ekki við fiskvinnu. Fiskvinnslur eru með fjölda Pólverja í vinnu þrátt fyrir mikið atvinnuleysi hér!Það gengur betur að fá Pólverja í fiskvinnu en Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Útgjöld til aldraðra hér minnst á öllum Norðurlöndum

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um framlög til aldraðra og félagsverndar  á Norðurlöndum er Ísland í neðsta sæti.Árið 2004 voru útgjöld til aldraðra sem hlutfall af landsframleiðslu sem hér segir á Norðurlöndum:Danmörk 11,1%,Finnland 8,6%, Ísland 6,3%,Noregur 6,7% og Svíþjóð 12%.Á sama ári voru framlög til félagsverndar  sem hér segir ( heilbrigðismál,atvinnuleysisbætur og önnur félagsleg aðstoð meðtalin):Danmörk 29,8%,Finnland 26,7%,Ísland 23%,Noregur 23,7% og Svíþjóð 32,9%.Árin 2005 og 2006 voru þessar tölur lægri fyrir Ísland eða 20,9% árið 2006.Enda þótt þessi framlög hafi hækkað örlítið á Íslandi 2008 er Ísland enn í neðsta sæti. Það er þess vegna mikið verk fyrir höndum hjá stjórnvöldum hér að gera Ísland að norrænu velferðarríki. Á þessu ári hefur okkur miðað aftur á bak  en ekki  áfram í því efni.Núverandi ríkisstjórn er að skerða framlög til velferðarkerfisins en ekki að auka þau.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband