Föstudagur, 24. júlí 2009
Laun bankastjóra verða ákveðin af kjararáði
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði ekki standa til að bakka með þá stefnu að laun bankastjóra verði ákveðin af kjararáði í umræðum í þinginu í dag.
Hann segir það hluta af heildarstefnu að laun æðstu stjórnenda fyrirtækja og stofnana í eigu ríkisins skulu ákveðin af kjararáði óháð rekstrarforminu sem þar er við lýði.
Eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum var gagnrýnd á þingi í dag fyrir að geta ekki boðið starfsmönnum samkeppnishæf laun á við einkabanka og því myndi hratið enda í ríkisbönkunum.
Launin þurfa að sjálfsögðu að vera samanburðarhæf þannig að hæft fólk fáist til að vinna að þeim störfum, en það stendur ekki til að hverfa aftur til 2007. Það er mjög mikilvægt að allir hafi það á hreinu," segir Steingrímur.
Hann segir ekki talað um kaupauka eða bónusa í eigandastefnu ríkisins, heldur verði mönnum umbunaðfyrir vel unnin störf með eðlilegum framgangi í starfi eins og heilbrigt er.
Ætli það hafi ekki verið þannig að launin hafi verið eitthvað hærri í Kaupþingi en í Sparisjóði Strandamanna. Það breytir ekki hinu að ólíku er saman að jafna örlögum þessara tveggja stofnana."(mbl.is)
Það er rétt stefna hjá ríkisstjórninni að skera niður laun bankastjóra.Það er algert hámark,að hæstu launin verði svipuð og laun forsætisráðherra.Ég tel raunar að þau eigi að lækka nokkuð niður fyrir þau laun,þar eð auðvitað á forsætisráðherra landsins að vera með hærri laun en aðrir.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. júlí 2009
Verður umsókn Íslands afgreidd fyrst?
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður tekin framfyrir umsóknir ríkja á Balkanskaganum. Fréttaveiturnar Bloomberg og Reuters greina frá þessu í dag.
Bloomberg segist í frétt sem birtist í dag, hafa undir höndum uppkast að yfirlýsingu utanríkisráðherra Evrópusambandsins, en þeir hittast í Brussel á mánudaginn, meðal annars til að afgreiða umsókn Íslendinga um aðild sem skilað var formlega inn í gær. Í fréttinni er vitnaði í yfirlýsinguna, þar sem segir meðal annars að ráðherrarnir ætli að hvetja framkvæmdastjórn sambandsins til að hefja gerð skýrslu um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, meðal annars um hvernig lög hérlendis samræmist löggjöf sambandsins.
Engin ný lönd hafa verið tekin inn í Evrópusambandið síðan 2007, þegar aðild Búlgaríu og Rúmeníu var samþykkt. Makedónía sótti um aðild árið 2005, en viðræður eru enn ekki hafnar við það ríki; Montenegró lagði inn umsókn í desember í fyrra og Albanía í apríl. Bloomberg segir að orðalag yfirlýsingarinnar næsta mánudag gæti breyst, það fari eftir því hvernig embættismenn Evrópusambandsins ætli að útskýra það fyrir ríkjunum á Balkanskaga hvers vegna það standi til að setja Ísland í flýtimeðferð. Bloomberg segir ennfremur að Svíar leggi á það áherslu að undirbúningi viðræðna við Ísland verði lokið fyrir næstu áramót, svo sjálfar viðræðurnar gætu hafist á næsta ári. (ruv.is)
Ef umsókn Íslands verður tekin fram fyrir umsóknir ríkja á Balkanskaga er það vegna velvilja Svía,sem eru í forsæti ráðherraráðs ESB.Það skiptir mjög miklu máli fyrir Ísland að fá hraðferð inn í ESB,m.a. vegna þess að Ísland þarf að taka upp evru sem fyrst. Einnig þarf Ísland að fá sérmeðferð hjá Myntbandalagi Evrópu.Það er fullkomlega réttlætanlegt að taka Ísland fram fyrir þar eð Ísland hefur fullgilt svo mikið af lögum og tilskipunum ESB nú þegar.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. júlí 2009
Telur hagvaxtarspá Seðlabankans eðlilega
Friðrik Már bendir á að Seðlabankinn geri ráð fyrir um 3% hagvexti að jafnaði, miðað við fast verðlag. Sé miðað við verðlag hvers árs aukist landsframleiðsla um 5,5% á ári enda sé þá búið að taka tillit til verðbólgu. Þetta hefði þurft að koma skýrar fram í umsögninni.
Ég held að þessar tölur séu eðlilegar, segir hann. Reynsla landa sem hafi lent í djúpri kreppu sé sú að undantekningarlítið taki við hraður hagvöxtur.
Spá Seðlabankans um gengi krónunnar hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of bjartsýn. Friðrik Már bendir á hinn bóginn á að verðlag fylgi gengi krónunnar. Það sem skipti máli í reikningum Seðlabankans sé raungengið. Yrði gengi krónunnar veikt yrði verðbólga meiri og verg landsframleiðsla myndi því aukast að nafnvirði. Hlutföll milli erlendra skulda og vergrar landsframleiðslu myndu því lítið breytast.
Þá bendir hann á að ef svartsýnustu spár myndu rætast og hagvöxtur yrði lítill hér á næstu árum væri ljóst að fjárfesting og neysla yrði lítil, raungengi yrði lægra og enn meiri afgangur yrði á viðskiptum við útlönd. Erlendar skuldir mætti því greiða hraðar niður en ella. Það væri sérlega athyglisvert að Ísland sé eitt fárra landa í OECD þar sem utanríkisviðskipti draga úr niðursveiflunni. Áhrifin af veiku gengi krónunnar skipti hér mestu. Samdrátturinn á Írlandi er töluvert miklu snarpari heldur en hér. Þótt mörgum sé illa við krónuna, þá dempar hún niðursveifluna. Krónan átti góðan þátt í að fella bankana en núna hjálpar hún.(mbl.is)
Gagnrýni á spá Seðlabankans hefur verið mjög óvægin. Sérstaklega hefur verið hörð gagnrýni frá stjórnarandstöðunni,einkum Framsókn.Svo virðist sem formaður Framsóknar líti á alla hluti gegnum pólitísk gleraugu og það á við um skoðun hans á skýrslu Seðlabankans Hann finnur henni allt til foráttu.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. júlí 2009
Ekki á að blanda saman Ice save og umsókn okkar um aðild að ESB
Hollenski utanríkisráðherrann hringdi í utanríkisráðherra Íslands og reyndi að beita hann þrýstingi varðandi afgreiðslu á Ice save málinu.Fjölmiðlar hér og í Hollandi segja,að hollenski utanríkisráðherrann hafi hótað því að Holland legðist gegn aðild Íslands að ESB,ef Ísland ekki staðfesti Ice save samninginn. Ef þetta er rétt er um forkastanlegt athæfi að ræða. Það er ekkert samband á milli umsóknar Íslands um aðild að EEB og samning um lausn á Ice save. Carl Bildt utanríkisráðherra Svía sagði í gær,að það væri ekkert samband þarna á milli og auðvitað er það rétt hjá honum. Ef einhver ríki ESB bregða fæti fyrir umsókn okkar um aðild að ESB vegna Ice save málsins þá verður svo að vera. Ísland getur ekki látið hóta sér með því að binda þessi mál saman.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. júlí 2009
Rætt um frekari úrræði fyrir heimilin
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í vikunni að sett yrði á fót nefnd til að endurskoða löggjöf sem lýtur að úrræðum fyrir heimili og einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Nefndinni er ennfremur ætlað að leggja fram tillögur um leiðir til að styrkja stöðu lántakenda á fjármálamarkaði.
Nefndin mun starfa í náinni samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, enda varða verkefni hennar stöðugleikasáttmála þeirra og stjórnvalda sem undirritaður var 25. júní sl. Gert er ráð fyrir að vinnu hennar verði hleypt af stokkunum með sameiginlegum fundi með aðilum vinnumarkaðarins á næstu dögum.
Nefndin er stofnuð að frumkvæði ráðherranefndar félags- og tryggingamálaráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðskiptaráðherra sem hefur að undanförnu starfað að úttekt og endurmati á aðgerðum stjórnvalda til hjálpar skuldsettum heimilum í samræmi við 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar og verður skipuð fulltrúum ráðherranna þriggja.
:
- Að meta hvernig úrræði um almenna greiðsluaðlögun og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna hafa nýst og kanna hvort breyta þurfi þeim skilyrðum sem um þessi úrræði gilda. Við þetta endurmat mun nefndin einnig kanna hvort ákvarðanir og úrvinnsla vegna greiðsluaðlögunar eigi betur heima innan stjórnsýslunnar en sem verkefni innan fullnusturéttarfars.
- Að endurmeta þá reglu um að innborganir á kröfur gangi fyrst til greiðslu kostnaðar og vaxta og fleiri atriði sem teljast sérstaklega íþyngjandi fyrir skuldara og draga úr hvata þeirra til að standa í skilum.
- Að leita leiða til að koma böndum á hámark innheimtukostnaðar lögmanna, t.d. með breyttum aðferðum við útreikninga innheimtuþóknunar og setningu hámarksþóknunar sem tengist fjárhæð kröfunnar.
Gert er ráð fyrir að nefndin skili ráðherranefndinni tillögum sínum áður en Alþingi kemur saman í haust.
Í júní sl. setti fjármálaráðherra reglugerð um heimild lánveitenda til að fella niður skuldir einstaklinga án þess að eftirgjöfin teljist til tekna og reiknist til skatts. Með þessu sköpuðust ný tækifæri fyrir lánastofnanir til að koma til móts við einstaklinga í miklum greiðsluerfiðleikum án þess að grípa þurfi til formlegrar greiðsluaðlögunar fyrir dómstólum. Það er mat ráðherranefndarinnar að fjármálafyrirtæki muni nýta sér þetta svigrúm í vaxandi mæli á næstunni og því sé ekki ástæða til að koma á fót nýjum almennum úrræðum vegna húsnæðisskulda almennings að svo stöddu.(mbl.is)
Ég fagna frumkvæði félags-og tryggingamálaráðherra í þessu efni. Það vantar frekari úrræði fyrir skuldsett heimili þrátt fyrur það sem gert hefur verið.Ég veit hins vegar ekki hvort þörf er á því að ræða þetts mál við aðila vinnumarkaðarins.En um leið og ráðherra gerir það ætti hann að fá" leyfi" hjá ASÍ og SA fyrir því að bæta megi kjör aldraðra og öryrkja!Þessr hópar gleymdust í stöðugleikasáttmálanum.
Bhörgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. júlí 2009
Landssamband eldri borgara vill sömu hækkun aldraðra og launþegar fá
Landssamband eldri borgara hefur sent félags-og tryggingamálaráðherra erindi og krafist þess,að eldri borgarar fái sömu hækkun á lífeyri frá 1.júlí sl. og láglaunafólk í ASÍ og BRSB hefur samið um og fengið 1.júlí sl. og fær til viðbótar 1.nóv. n.k. og næsta ár. Bent er á,að það hafi verið viðtekin venja,að aldraðir hafi fengið sömu hækkun og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði.LEB væntir þess,að ríkisstjórn Samfylkingar og VG geri ekki verr við eldri borgara í þessu efni en fyrri ríkisstjórnir.Jafnframt krefst LEB þess,að dregin verði til baka kjaraskerðing sú er gerð var á kjörum eldri borgara og öryrkja 1.júlí sl. er lífeyrir þessara hópa var skertur.
Hér er um sanngjarnar kröfur að ræða. Það virðist vera að " félagshyggjuflokkarnir" og verkalýðshreyfingin hafi gleymt öldruðum og öryrkjum við gerð stöðugleikasáttmálans. Auðvitað hefðu fulltrúar 45 þús. lífeyrisþega átt að koma að borðinu þegar samið var um þennan sáttmála. En svo var ekki. ASÍ mundi eftir öldruðum og öryrkjum , þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd. En nú gleymdust aldraðir og öryrkjar alveg.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Alþingi tekur sér frí fram yfir verslunarmannahelgi
Samkomulag hefur náðst milli allra flokka á Alþingi um að hlé verði gert á þingfundum fram yfir verslunarmannahelgi. Þetta er gert til að gefa þingnefndum svigrúm til að ræða frekar um ríkisábyrgð á Icesave-samninga við Breta og Hollendinga.
Tíminn verður ennfremur notaður til að ná samkomulagi milli þingflokka um Icesave en beðið er eftir áliti hagfræðistofnunar um málið.
Þing var sett föstudaginn 15. maí að loknum kosningum sem fram fóru 25. apríl. Þingið átti að sitja fram yfir þjóðhátíð en hefur nú setið rúmum mánuði lengur en áformað var. Nú hefur hins vegar náðst samkomulag um að gera hlé á þingfundum í kvöld og er við það miðað að þingfundir hefjist að nýju fyrstu vikuna í ágúst.(mbl.is)
Það er skynsamlegt,að skapa tíma á alþingi til þess að freista þess að ná breiðu samkomulagi um Ice save málið.Það þarf að finna samkomulagsgrundvöll,sem sennilega byggist á því að settur verði fyrirvari fyrir ríkisábyrgð þess efnis,að Ísland greiði ekki meira en þjóðarbúið geti með góðu móti staðið undir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)